Tíminn - 07.10.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, l>riðjndagiim 7. okt. 1947 182. blað JÞriðjudagur 7. oUt. Fyrsta áhugamálið Það er glöggt dæmi um af- stöðu og áhuga Sósíalistaflokks- ins hvað er fyrsta mál hans á þessu þingi. Einhverjum hefði e. t. v. dott- ið í hug, að sósíalistar byrjuðu á því að leggja fram jákvæðar tillögur um róttækar endur- bætur á verzlunarmálunum eða húsnæðismálunum. Þeir hefðu máske komið því í verk, að leggja niður fyrir sér og orða einhverjar umbótatillögur í þeim efnum. En ekki varð sú raunin. Það hefði líka mátt hvarfla að þeim, sem halda að forystu- menn Sósíalistaflokksins trúi einhverju af þvi, sem Þjóðvilj- inn hefir sagt um markaðsmál, að nú myndu þeir hefja mikla sókn á því sviði. Þeir myndu benda ríkisstjórninni glöggt og ákveðið á „hin eðlilegu mark- aðslönd" þar sem fæst meira en ábyrgðarverð fyrir fiskfram- leiðsluna, væntanlega í frjáls- um gjaldeyri eða á annan hag- kvæman hátt. En sósíilistar virðast ætla að slá því á frest. Þá hefðu lesendur Þjóðvilj- ans líka mátt halda, að nú kæmu fram ráð til að halda lífskjörunum uppi. Og sjálfsagt hefði engan undrað, þótt bent hefði verið á nokkra ágalla á skömmtunarfyrirkomulaginu, t. d. að íslenzkar iðnaðarvörur úr íslenzkum hráefnum eru skammtaðir, en hvorki áfengi né tókbak. En sósíalistum lá ekki á að lagfæra svona lítil- ræði. En það var annað, sem var brennandi spursmál á vörum sósíalista. Hver var þátttaka ís- lands í Parísarráðstefnunni í sumar? Það var mesta áhuga- efnið og fyrsta flokksmálið. í ráðstefnunni í París tóku þátt Evrópuþjóðir þær, sem ekki standa beint undir áhrifavaldi Rússa í þjónustusamlegri af- stöðu. Hins vegar komu þar ekki fulltrúar frá þeim löndum, þar sem mynd af Stalín hefir verið fest upp á hverjum veitinga- stað, enda litu Rússar sam- komu þessa illu auga og beittu sér gegn henni. Það er sízt að lasta, þó að Einar Olgeirsson biðji um skýrslu um Parísarfundinn. En það hefði verið heppilegra fyrir þá flokksmenn hans, sem ákveðnast afneita Rússum og mest gera til að dylja tengslin milli meistara og lærisveina, að honum heiði ekki verið alveg svona brátt. Það hefði eitthvað mátt hugsa um íslenzka alþýðu, áður en spurt var um þetta. Annars mætti Einar Olgeirs- son gjarnan lesa upp greinar sínar úr Þjóðviljanum frá árinu 1945 um svokallaða einangrun- arsinna. Þá hellti hann úr skál- um reiði sinnar yfir þá menn, sem ekki vildu að íslendingar segðu Þjóðverjum stríð á hend- ur. Svo mikið kappsmál var honum þá þátttaka íslands i tiltölulega ómerkilegri sam- komu vestur í Ameríku, að hon- um þótti það tilvinnandi, aö íslendingar gerðu sig að athlægi innan lands og utan þess vegna. Þeir, sem ekki vildu, að íslend- ingar segðu Þjóðverjum stríð á hendur, sennilega til að vega að þeim föllnum með fáeinum fjárbyssum, voru kallaðir ein- angrunarsinnar í greinum Ein- Míssmíði á nýsköpun Árið 1944 var mynduð ríkis- stjórn á íslandi, sem kallaði sig „nýsköpunarstjórn“. Nafnið átti að vera nokkurs konar auglýs- ing, um hvað stjórnin hugðist fyrir. Nú skyldi endur- og um- skapa alla hluti. Þjóðin átti innstæður erlend- is, í upphafi „nýsköpunartima- bilsins,“ sem námu nærri 600 milj. ísl. kr. Við athugun „nýsköpunar- manna“ komust þeir að þeirri niðurstöðu, að til „nýsköpunar- innar“, mundu þeir þurfa um helming upphæðarinnar, eða 300 milj. króna. Til hvers af- gangurinn skyldi notaður, var aldrei látið uppi, en nú vita menn til hvers hann hefir verið ætlaður, eða til hvers hann fór. Af „sköpunarfénu“, 300 milj. áttu 50 milj. að fara til annars aðalatvinnuvegar landsmanna, landbúnaðarins, og gefur sú skipting óneitanlega til kynna að „nýsköpunarmönnum" hafi fundizt minni þörf „nýsköpun- ar“ í landbúnaðinum, en hjá öðrum. Þó er það nokkuð í ósamræmi við fyrri fullyrðingar þessara sömu manna, um ásig- komulag þessa atvinnuvegar. En þrátt fyrir þetta, þá er það svo, að 50 milj. eru allsæmileg upphæð, og margt hefði mátt gera fyrir hana, ef skynsamlega hefði verið á málunum haldið. En því miður hefir svo farið með þetta, sem flest annað sjá þess- ari „nýsköpunarstj órn“ að allt virðist hafa verið gert af sama handahófi, t. d. var allmikið flutt inn af jeppabílum og litl- um dráttarvélum, sem hvoru- tveggja eru mestu þarfaþing búandi mönnum. En sá galli fylgdi þessu, sem flestu öðru, að þess var ekki gætt, að lítið gagn er að þessum góðu hlutum, nema um það væri séð að flytja inn jafnframt þau verkfæri sem með þarf, til þess að hægt sé að hafa full not jeppanna og dráttarvélanna. Það er nú líka saga út af fyrir sig, að um helm- ingur jeppabílanna voru teknir, af bændum, og þeim úthlutað fyrir síðustu kosningar til ýmsra bæjarmanna, og að því er sumir segja, í því augnamiði að styrkja kjörfylgi „nýsköpunarmanna“. En því verra er það, að bændum skyldi ekki vera séð fyrir verk- færum með þeim hluta, sem þeir fengu, eða eiga að fá, því að þótt ótrúlegt sé, þá er það staðreynd, að sumir bændur bíða enn eftir sínum jeppum, sem þeir þó eru búnir að greiða fyrir mörgum mánuðum. En á sama tíma virðist svo, sem allir hinir „pólitísku jeppar“ séu komnir í notkun, og það fyrir löngu. Eitt af þeim þægindum, sem bæjarmönnum finnst þeir ekki geta án verið, er síminn, og sannarlega á að því að stefna að allir geti haft síma. En hversu mikil nauðsyn, sem það er bæjar mönnum, er það þó augljóst að enn meiri nauðsyn er síminn sveitafólkinu, sem verður að heyja sína lífsbaráttu dreift um sveitir landsins, og svo liðfátt að varla er hægt að gefa sér tíma til að skreppa bæjarleið. Það hefði verið full ástæða fyrir „nýsköpunarstjórnina" að bæta úr þessu, með innflutningi efnis til símalína handa sveit- unum. En lítið virðist hafa ver- ið að því gert. Fyrir það fyrsta, margar sveitir bíða enn síma- lausar, þrátt fyrir marg endur- teknar óskir um síma undan- farin ár. T. d. er ekki sími nema á nokkrum bæjum i Svarfaðar- dal, þessari þéttbýlu og fallegu sveit. Þar búa þó að mínum, og margra annarra, dómi jafndug- legustu bændur þessa lands, sem búnir eru að byggja og rækta, svo til fyrirmyndar er. En þrátt fyrir sinn dugnað, og þrátt fyrir marg endurteknar óskir um síma, fæst hann ekki enn. Ég hefi tekið þetta dæmi af Svarfdælingum, bæði vegna þess að ég þekki þar lítillega til, og líka hins, að það er hart fyrir menn, sem eru jafn stórhuga og dugleeir, sem Svarfdælingar, að þola það, að þeim sé alltaf synjað um jafn þarfan og nauð- synlegan hlut, sem síminn er. En líkt þessu mun víðar. G. Sig. Hvar eiga ferðamenn að búa? ars. Hins vegar krafðist Einar þess, að, við framleiddum mat fyrir nazistana þýzku, meðan þeir lifðu í bræðralaginu við Rússana. Sósíalistaflokkurinn hefir ekkert lært og engu gleymt síð- an. Stefna hans í utanríkismál- um íslands er enn eins og jafn- an áður mörkuð austur í Moskvu. Því þykir það nú hafa verið óhæfuverk, að taka þátt i ráðstefnu um viðreisn álfunn- ar með nánustu frændþjóðun- um. Hótelvandræðin eru eitt af mestu vandræðamálum höfuð- staðarins. Síðan Hótel ísland brann er næstum ómögulegt að fá gistingu í bænum. Reykjavík hefir nú um 50 þúsund íbúa en aðeins eitt 1. fl. hótel. Hótel Borg hefir ekki nema 35 herbergi, af þeim eru föst hálft árið vegna þing- manna 10 herbergi. Vík og Skjaldbreið hafa örfá smá her- bergi til leigu. Þetta er allur sá hótelkostur, sem ráð er á. Erlendir og innlendir ferða- menn eru í slíkum vandræðum að fá herbergi að ef einstakling- ar úti í bæ björguðu þeim ekki lægju þeir á götunni. Það er óverjandi að á sama tíma og tveim bílakaupmönn- um er leyft að eyða efni í tvö stórhýsi og nokkur bíó eru í smíðum, geti hvorki bær eða ríki komið upp sæmilegum gisti- stað. Vill nú ekki háttv. alþingi taka þetta mál föstum tökum og leysa það á viðunandi hátt. Þrátt fyrir fátækt á öllum svið- um er þetta það stórmál, að það verður að ganga fyrir. Abc. ForsetabrennivírLÍd Undanfarna daga höfum við ritstjóri Tímans reynt að kom- ast til botns í því, hvernig hátt- að væri forréttindum forseta Alþingis til áfengiskaupa. Þessi athugun hefir gengið erfitt. Þeir aðilar, sem gerzt máttu um þetta vita, hafa varizt frétta. Það er í rauninni engin furða, þó að reynt sé að pukra með þetta og breiða yfir það hulu. Það er svo sem fyllilega í sam- ræmi við mannlegan veikleika að vilja ekki auglýsa ávirðingar sínar. En ólíkt væri það heppi- legra að bera hreinan skjöld og hafa ekkert að fela. Ég fæ ekki séð, að þetta brennivínspukur að tjaldabaki sé réttmætt. Þjóðin á fyllilega heimtingu á því að fá að vita hvaða fríðindi og forréttindi trúnaðarmenn hennar hafa bundið við einstakar vegtyllur og virðingastöður.. Því mun þetta mál verða rætt hispurslaust unz yfir líkur. Eftir því sem ég veit bezt, hafa nú forseti sameinaðs þings og forsetar beggja þingdeild- anna hver um sig rétt til að kaupa á innkaupsverði í áfeng- isverzlun ríkisins fyrir eitt þús- und krónur þær víntegundir, sem þeir vilja. Hér verður ekki fullyrt um hlutfall milli inn- kanupsverðs og útsöluverðs, en þó mun innkaupsverðið naum- ast vera meira en sjötti hluti útsöluverðsins. Sé reiknað með þvi hlutfalli verða þessi fríðindi fimm þúsund króna múta á mann, en vel má vera að hér eigi þó að reikna með hærri tölu. En ætli það væri ósennilegt, að haft væri til hliðsjónar, að hver forsetanna gæti fengið eina brennivínsflösku á dag á 100 daga þingi? Skúli Guðmundsson flutti á síðasta þingi þál. till. um það að afnema öll vínkaupafríðindi embættismanna og hætta vín- veitingum í veizlum ríkisins. Þingið sat í 8 mánuði og af- greiddi þessa tillögu ekki, Sá, sem fyrst og fremst ber ábyrgð á því, hefir nú verið valinn for- seti sameinaðs Alþingis. Deild- arforsetar eru svo kjörnir þeir þingmennirnir úr hinum stjórn- arflokkunum, sem sízt eru bendlaðir við bindindissemi. Ég veit ekki hvað hér býr á bak við. Væntanlega hefir Barði Guðmundsson hafa eitthvað annað í huga en þessi fríðindi, þegar hann lýsti því yfir að af- staða sín til ríkisstjórnarinnar færi eftir þvi, hvort hann yrði kosinn forseti eða ekki. Þetta mál hefir tvær hliðar. Annars vegar er siðferðið í fjár- málunum. Opinberir trúnaðar- menn taka sér svo og svo mikil fríðindi í viðskiptum við ríkis- fyrirtæki bak við þjóðina, utan og ofan við öll lög og rétt. Ríkið á að selja þeim undir kostnað- arverði þvert ofan í allar við- skiptavenjur og almennan rétt. Sýnist nú ekki fleirum en mér að þetta sé rotið? Hér er maðkur í máttarviðunum. Hin hliðin snýr að áfengis- málunum. Fríðindin eru í þessu dænji sérstaklega og eingöngu bundin við áfengiskaup á þeim tíma, sem áfengisbölið er e. t. v. meira en nokkru sinni fyrr. Þarf að ræða þá hlið frekar? Ég vil biðja menn að hugsa vel um þetta mál og fylgjast með því sem gerist. Vonandi verða öll áfengisfríðindi af- numin í byrjun þessa þings í samræmi við það, sem Skúli Guðmundsson iagði til í fyrra. Þá væri þessi beizki kaleikur tekinn frá forsetunum, enda hafa þeir fyrst og fremst ástæðu til að biðja að svo verði geít. En það getur Iíka verið, að hér eigi við það, sem Ibsen kvað: ormurinn verður að hola sinn hring unz húðin er merglaus og tóm, og öldin að fylla sinn umsnúning áður en hefnandinn setur þing og lýgin fær lögfullan dóm. Við sjáum hvað setur. Halldór Kristjánsson. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína Trausti Eyjólfsson búfræðingur frá Vestmannaeyj - um og Jakobína B. Jónasdóttir frá Grænavatni, Mývatnssveit. 250 g. Þótt skammtarnir séu ekki stærri en þetta eru sumir borgarbúar í Sviss svo fátækir, að þeir hafa ekki efni á að kaupa fyrir alla seðlana. Á götuhornum getur oft að líta bláfátæk börn, sem selja blóm, og hlaupa strax heim með aur- ana ef einhver kaupir af þeim. Kaupgjald og verðlag í Sviss. Verkamannakaup ófaglærðra verkamanna er 300—400 frank- ar á mánuði en faglærðir verka- menn fá 500—600 franka. Tveggja herbergja íbúð kostar um 60 franka, en karlmannsföt 130 franka og 150 franka, ef þau eru sérstaklega fín. Kvenkjóll kostar 100 franka. Svisslendingar hafa mesta samúð með lýðræðisríkjum, en milli þeirra og annarra þjóða er ekki náið samband eins og t. d. milli Dana og Norðmanna. Á svissneskum sveitabæ. Og þá víkur sögunni til ung- frú Karen Börgesen. ÍFramhald. d 4. si/ful Mynd frá Suður-Sviss. Ólafur Guimarsson frá Vík í Lóni: „Islendingar eitthvað hlandaðir Eskimóum” Tímanum. Þegar ég var búinn að fá þær fréttir, sem ég vildi vita um Sviss, gat ég ekki stillt mig um að spyrja Max, hvað hann vissi um ísland. — ísland er ekki í Evrópu, sagði hann. — Hvar er það þá? — f Ameríku. — Hvað heitir höfuðborgin? — Það veit ég ekki. — Þjóðernið? — íslendingar eru eitthvað blandaðir Eskimóum. — Málið? — Sambland af ensku og amerísku. Athurunar- og veðurstöð við Sphynz. Karen Börgesen. — Stjórnarfar? — Lýðveldi. — Atvinnuvegir? — Veit ekki. — Byggingar? — Húsin eru lág, sökum storma. — Ég kann lag, segir Max, sem heitir „Song of Iceland,“ og á stríðsárunum hrapaði amerísk flugvél yfir íslandi og féll niður í snjó. U*nt Blank. Max Kaumm. Matarskammturinn í Sviss. Þótt Svisslendingar séu efnuð þjóð og þéni á sífeldum ferða- mannastraumi til landsins, er matarskammturinn langt frá því að vera ríflegur. Svisslendingar fá 250 g. af brauði á dag, en verkamenn, sem vinna erfiðisvinnu, fá 450 g. Kjötskammturinn er 600 g. á mánuði og smjörskammturinn Skriðjökull of vefur í ölpunum. Max Kiiiumn silfursmiður og Karen Börgesen háskólanemi segja fréttir frá Sviss. Milli vatnanna við Jungfran. — ísland er ekki í Evrópu — sagði Max Kaumm, svissneskur silfursmiður, sem er nýkominn til Hafnar. Meðan ég skrifa þessar línur, situr ungur og föngulegur Sviss- lendingur í herberginu hjá mér, ásamt dönskum kvenstúdent, ungfrú Karen Börgesen, sem er nýkomin frá Sviss. Það, sem Max vissi um íslands. Karen og Max komu í beztu meiningu heim til mín til þess að segja hér hitt og þetta frá Sviss og ljá mér myndir handa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.