Tíminn - 22.10.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1947, Blaðsíða 3
193. blað TÍi>lirV\\ miðvikndaginn 23. okt. 1947 3 Dánar minning: Sigurður Þorsteinsson Hnappavöllum. Á síðustu dögum föstunnar á næst liðnu vori var aldraður Öræfingur, Sigurður Þorsteins- son kennari, skyndilega kvadd- ur burt af sviði þessa jarðneska lífs. Hann var fæddur 6. apríl 1869. Foreldrar hans, Þorsteinn Páls- son og Guðrún Þorsteinsdóttir bjuggu á Hnappavöllum. Við eitt býlið í því bæjahverfi var starfsferill þeirra bundinn, enda var Þorsteinn af þeim frænd- garði, sem setið hefir það óðal óslitið a. m. k. um elins til tveggja alda skeið. Sigurður ólst upp hjá foreldr- um sínum í hópi allmargra syst- kina. Á unglingsárunum stund- aði hann nám hjá hinum þjóð- kunna kennimanni séra Ólafi Magnússyni, sem þá var sóknar- prestur að Sandfellli, en 23 ára gamall hóf hann kennslustörf í Öræfum. Var það brautryðj- ehdastarf hafið hálfum öðrum áratug áður en hin fyrstu fræðslulög voru sett og skóla- skylda ákveðin. Árin 1897—’99 stundaði hann nám við búnað- arskólann á Eiðum, en hvarf heim um stund að því námi loknu. Aldamótaárið tfór Sig- urður til Seyðisfjarðar, dvaldi þár næstu fimm árin og vann áð bókbandsiðn. Eftir það flutti hann aftur heim, settist að hjá bræðrum sínum á föðurleifðinni og átti þar heimili til dauða- dags. Þegar í bernsku varð Sigurður að mæta alvarlegum veikind- um, sem lömuðu þrek hans svo, að hann bar þess merki æ síðan. Þrátt fyrir það skilaði hann með ávöxtum því pundi, sem honum var fengið. Sigurður mundi tvenna tímana. Undir ævilokin gat hann látið atburði sjö áratuga svífa fyrir hug- skotssjónum, eins og kvikmynd. Hann mundi eftir árroða hins nýja þjóðfrelsis, þegar öjl þjóðin fagnaði nýrri frelsisskrá og sveitungar hans settust að mannfagnaði, ' þar sem sólin skein í heiði. Um það leyti að hann varð fulltíða lögðu harð- indi þungan hramm yfir land og þjóð og hafísinn, landsins forni fjandi, svo sem Matthías kvað, varð fyrstur að sandi fyrr en sigling, sól og bjargarráð. Síðan fylgdist hann með framförum sveitar sinnar og þróun þjóð- lífsins stig af stigi. Af með- fæddri skapgerð og ríkulegri lífsreynslu var mótuð í huga hans nokkur fastheldni, en lausung og oflátungsháttur var honum lítt að skapi. Sigurði var það hugstætt, að eins og mað- urinn sáir, svo mun hann og uppsker^ að ráðdeild og starf er traustasta undirstaða allra framfara. Með það í huga starf- aði hann, svo sem kraftar leyfðu, tii hinzta dags, gæddur þeirri trú, að upp úr djúpi dauða Drottins renni fagrahvel. P. Þ. Hrossin á landbúnað- arsýningunni (Framhald af 2. síðu) fjölhæf í gangi. Önnur dóttir Þokka er Grána á Seljalandi. Hún var 57 þuml. á hæð er hún var þriggja vetra, og ég tel að hún sé svo vænn gripur að vafasamt sé hvort hún ætti ekki öllum gripum fremur heima í hrossakynbótabúi ríkisins. Óþarft er að gleyma þeim Gæs og Skjónu á Hvoli, sem báðar eru fagrar vel, og miklir og fjöl- hæfir gæðingar. Ég hirði eigi að telja upp fleiri dæmi um afkvæmi Þokka. Hvort þessi dæmi er ég hefi tilgreint eru samkvæmt dómi sand- græðslustjórans í áður áminnstri grein, eða stangast við stað- reyndirnar, verða lesendur að gera upp við sig sjálfir. Eyjarhólum í okt. 1947. Þorlákur Björnsson. Nú skulum við gera ráð fyrir, að ríkið láti í þetta kr. 150,000 Láti StórstúkUy íslands hafa auk þess ............. — 150,000 Leggi tll skrifstofuhalds .. — 50,000 Samtals kr. 350,000 Það er um 150 þúsundum króna meira, en það sem nú er á fjárlögum, en mundi gefa margfaldan árangur. Og er þessi upphæð nokkuð ósanngjörn sem framlag til sárabóta frá stofn- un, sem selur áfengi fyrir 47 milljónir króna, sem alltaf hlýtur að hafa margvíslegar og raunalegar afleiðingar. Auk þessa yrði þó auðvitað að koma starfræksla drykkju- mannahælis og öll umsorg á- fengissjúklinga. Á móti þvi, sem norska ríkið leggur fram, er talið vist að bindindisfélögin í Noregi leggi fram á móti minnst tvær mill- jónir króna. Þetta er fórn hinna mörgu félagsmanna í þessum mismunandi félögum. íslenzkir bindindismenn leggja líka fram drjúgan skerf. Um það liggja ekki fyrir neinar sérstakar skýrslur. Vitanlega þarf að vanda vel mannvalið, þegar ráða skal þessa umræddu bindindisfræð- ara eða námsstjóra. í Svíþjóð verða þeir að hljóta viðurkenn- ingu fræðslumálastjórnar, og komið getur fyrir, að félaga- krefin verði að reyna hvern jnanninn á fætur öðrum, áður en heppnast að finna hinn rétta mann, sem hlotið getur viðurkenningu fræðslumála- stjóra. Stjórnir Sambanda bindindis- félaga í skólum, bæði I Svíþjóð og Noregi, hafa í haust snúið sér til okkar og óskað eftir að komast I kynni við Samband bindindisfélaga í skólum á ís- landi. En hér er ekki búið að þessu starfi í skólunum, eins og vera ber, og er það skaði mikill. Það er ekki nóg að setja lög um bindindisfræðslu I skólum, með því þarf að vera gott eftirlit einhvers, sem hefir til þess köllun og nægan áhuga. Þar þarf vissulega góðan fræðslu- stjóra. Ég treysti því, að háttvirt ríkisstjórn og Alþingi taki þessi mál til alvarlegrar yfirvegunar. Auðugir hundar Óvenjuleg erfðaskrá hefir verið lögð fram við réttarhöld i Los-Angeles. Maður nokkur hafði samkvæmt henni’ arfleitt tvo hunda, sem hann átti, að öllum eignum sínum, 30 þúsund doll- urum. Vitni hafa borið það, að sá látni var vanur að hafa hundana með sér á bió og spjalla við þá um efni mynd- anna þegar heim kom. Og á kvöldin var hann vanur að lesa ævintýri fyrir hundana áður en þeir fóru að sofa. Kbnur fá kosningarétt í Argcntínu Forseti Argentinu gaí út í siðasta mánuði lög um kosningarrétt kvenna. í tilefni af þvi söfnuðust saman 75 þúsund manns og hylltu forsetann. Á. J. Cronin: Þegar ungur ég var móta fyrir henni hálfboginni fyrir innan gluggann. Hún minnti á ófreskju af hafsbotni, syndandi í sædýrabúri. Afi kom aftur að vörmu spori og rétti mér glas, fullt af límonaði, sem ólgaði þægilega uppi í mér. Ég smjattaði á þessum kjördrykk og renndi augunum inn í skuggalega krána, þar sem afi hafði aftur tekið sér sæti meðal hinna gestanna. Ég sá, að hann tók fyrst lítið, þykkt glas, bar það fimlega upp að vörum sér og tæmdi í einum teyg. Síð- an drakk hann í löngum og stórum teygum úr freyðandi ölkrús, og ég gat ekki betur séð en ölið yki jafnt þétt á þann velþóknunarsvip, er færzt hafði yfir hann, jafnskjótt og hann hafði kingt hinum gullna dýrindisvökva, er var í litla glasinu. Milli teyganna ræddi hann svo við sessunauta sína, fjörlega og spekingslega í senn\ Þegar hér var komið, beindist athygli mín að tveimur [ telpum, sem komu hlaupandi með tvær gjarðir yfir græna [ flöt, er var spölkorn upp með götunni. Ég var þarna einn og yfirgefinn, og það var ekki annað sýnna en afi ætti enn miklum erindum ólokið í kránni, svo að ég stóð upp og rölti í áttina til telpnanna, án þess þó að gefa mig bein- línis að þeim. Ég kærði mig ekki um að hafa neitt saman við ókunnuga stráka að sælda. En langflestir nemendanna í skóla ungfrú Bartys voru telpur, svo að mér fannst ein- hvern veginn, að mér væri léttara að blanda geði við þær en strákana. Stærri telpan hélt áfram að velta gjörðinni sinni, en yngri tók sér aftur á móti hvíld og settist á einn bekkjanna, sem var á flötinni. Mér virtist hún vera á líku reki og ég. Hún var í köflóttu, skozku pilsi með axlabönd úr sams konar efni, og hún söng fullum hálsi. Ég þokaði mér nær henni settist þegjandi yzt á þann enda bekksins, sem hún hafði ekki helgað sér, og tók að rannsaka skrámu, sem ég hafði hlotið á annað hnéð. Það varð stutt þögn, er hún hafði sungið vísuna sína á enda. Og svo sneri hún sér að mér, alveg eins og ég hafði gert mér vonir um, og spurði vin- gjarnlega: „Kanntu ekki að syngja eitthvað?" Ég hristi höfuðið, dapur í bragði. Ég kunni ekki að syngja. Eina lagið, sem ég kunni, hafði faðir minn kennt mér, og vísan var um unga og fallega stúlku, sem dó í smán. En mér leizt vel á þessa brúneygu telpu, og mér þótti fallegt hið dökka, hrokkna hár hennar, sem greitt var aftur frá björtu enninu og fest uppi á höfðinu með bognum kambi. Ég vildi með engu móti, að samtalið félli niður við svo búið. „Er gjörðin þín úr járni?“ spurði ég því. „Já — auðvitað. Og með þessum spaða velti ég henni.“ Rödd hennar var ákaflega myndug, og ég sárskammaðist mín fyrir að hafa spurt svo heimskulega. Fyrsta spurning min hafði ljóstrað þvi upp, að ég var ókunnugur fáráðling- ur. Ég skotraði augunum yfir flötina og sá, að stallsystir hennar kom nú þjótandi með gjörðina sina beint til okkar. „Er hún systir þín?“ leyfði ég mér að spyrja. Telpan brosti, en bros hennar var hógvært og vingjarn- legt. „Lovísa er fiænka mín, og hún er hjá mér núna um tíma,“ sagði hún. „Hún á heima í Ardfillan. Sjálf heiti ég Lísa Keith, og ég á heima hjá mömmu minni þarna upp frá.“ Hún benti á gnæfandi húsþak, sem blasti við milli hávax- inna trjáa, langt upp með götunni. Ég blygðast mín fyrir þessa röngu tilgátu, og mér stóð ógn og lotning af hinu fína og mikilfenglega húsi. „Halló,“ hrópaði Lovísa másandi, stöðvaði gjörðina sína af mikilli fimi og skotraði um leið til mín augunum. „Hvað- an ert þú?“ Hún var á að gizka tólf ára. Hárið var ljóst og sítt, og hún kastaði því til með þóttalegum hnykkjum, sem gerðu mér gramt í geði. Mig langaði til þess að segja eitthvað, sem lægði í henni rostann — bæði vegna sjálfs mín og Lísu. „Ég kom frá Dyflinni i gær!“ „Frá Dyflinni — guð komi til!“ Og hún hélt áfram, eins og hún væri að lesa af bók. „Dyflinn er höfuðborg ír- lands...“ Hér þagnaði hún snögglega, en spurði svo: „Fædd- istu þar?“ Ég kinkaði kolli. Ég var innilega þakklátur fyrir þá eftir- væntingu, sem lýsti sér i augnaráði hennan „Þú hlýtur þá að vera írskur.“ „Ég er bæði írskur og skozkur,“ svaraði ég allhreykinn. \ En Lovísa lét sér hvergi bregða. Hún virti mig fyrir sér með hálfgerðri meðaumkun. „Þú getur ekki verið hvort tveggja — það er alveg ómögu- legt. Það hljómar að minnsta kosti einkennilega.“ Svo virtist nýrri hugsun skjóta allt I einu upp í huga hennar. Svipur hennar harðnaði og hún hvessti á mig augum eins og strangasti rannsóknardómari, sem þykist fullviss um sekt sakborningsins. „Hvaða kirkju sækirðu “ spurði hún. Ég brosti drýgindalega. Mig grunaði sizt, hvað undir bjó. „Hina heilögu Domíníkakirkju,“ var ég í þann veginn að svara. En í sömu andrá tók ég eftir einhverjum annarlegum glampa í augum hennar, svo að ég snerist ósjálfrátt til varnar á síðustu stundu. „Bara venjulega kirkju,“ tautaði ég. „Það er hár turn á henni. Hún er rétt hjá götunni, þar sem við áttum heiir.a." Ég fann, að ég sótroðnaði. Ég varð að binda endi á þessar samræður með einhverjum hætti. Mér varð það fyrst fyrir að spretta á fætur og bregða fyrir mig þeirri elnu íþrótt, Sparnaður er svariS fjeín verSbólgu og dýrtíð. Verzlið við kaupfélögm og sparið þannig fé yðar. Samband ísl. samvinnuf élaga 4. hefti af hinu vinsæla tímariti HJARTAÁSINN er komið út. j Af efni heftisins er þetta helzt: Sögur eftir Caldwell og Tim Gerdes. — Einar frá Hermundarfelli: Vatnavextir, smásaga. [ Ferðaþættir Sigurðar Magnússonar. Kynlegir kvistir (Gísli Brandsson). Kvikmyndasíður. Ljóðabrot og lausavísur. j Sönglagatextar. i Voodo, framhaldssagan og ýmislegt fleira. Af þremur fyrstu heftum ritsins er nú lítið eftir ó- selt. Ættu menn því ekki að draga lengi úr þessu að eignast þetta vinsæla skemmtitímarit frá upphafi. | Hjartaásútgáfan | i N Ý BÓK WANDA WASSILEWSKA: I ALVELDI ÁSTAR Þessi ógleymanlega ástarsaga, hinnar frægu skáldkonu, er ef til vill einhver átakanleg- asta og tilfinningaheitasta saga um ástir, sem á íslenzku hefir verið þýdd. Hún gerist að mestu leyti á rússnesku sjúkrahúsi á styrjaldarárunum og mun fá- um, sem hana lesa, úr minni líða. Gunnar Benediktsson rithöf. íslenzkaði söguna. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssoner Nýtt trippakjöt daglega Reyktar siður á kr. 6,50 kg'. Ágætar gulrófur Síld í áttungum. HAUSTMARKADUR Brautarholti 28. — Sími 5750. —— -——<-----—— M álverkasýning Ástu Jóhannesdóttur í Breiðfirðingabúð, uppi, er opin daglega frá kl. 1—11 e. h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.