Tíminn - 05.02.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1948, Blaðsíða 5
28. blaff TÍMINN, fimmtudaginn 5. febr. 1948 5 Fhnmtud. 5. febr. Fjármálasukkið og svik stjómmála- mannanna Smám saman kemur það skýrar í ljós, hvernig háttað er fjárreiðum ríkissjóðs. Við fjárlagaumræðurnar á mánu daginn mun hafa komið fram ýmislegt, sem er öllu stórkostlegra heldur en menn áttu von á, jafnvel þótt þeir vissu að í óefni væri komið. Tíminn hefir nú birt ræðu Halldórs Ásgrímssonar úr útvarpsumræðunum, með þeim greinargóðu upplýsing- um, sem þar eru um fjár- hagsástæður ríkisins. Af henni sjá menn meðal ann- ars, að á ríkissjóði hvíla nú lausaskuldir, sem 'samtals nema röskum 60 milljónum króna og er þá ekki togara- skuldin meðtalin. Auk þess hvíla á ríkis- sjóðnum áfallnar lögbundnar skuldbindingar, sem eru full- ar 70 milljónir króna. Þann- ig nema lausaskuldir og kröf- ur á ríkissjóðinn fullum 130 miiljónum króna og af því munu 80 milljónir verða skuldir ríkissjóðs sjálfs, en ekki hvíla á öðrum ríkisfyrir- tækjum eða stofnunum. Þetta mun flestum þykja nógu óglæsilegt, en þó er það eftir, sem ekki er betra, að fyrirsj áanlegt er, að 230 mill- jóna tekjur ríkissjóðs á þessu ári geta hvergi nærri hrokkið til að mæta útgjöldum ríkis- ins, eins og nú horfir. Og það er ef til vill allra skuggaleg- asta hliðin á þessum málum. Mbl. hefir löngum borið sig vel, þegar það hefir rætt um afkomu ríkissjóðs, og er ekki langt að minnast, að Pétur Magnússon sagði alla sína ráðherra tíð, að hagur ríkis- sjóðs stæði með blóma, og voru þó hans gyllingar aldrei líkar því, sem fram kom hjá forsætisráðherranum. En nú fer Morgunblaðið málgagn þessara manna undan í flæmingi, og talar um skuldir ríkissjóös erlendis nú og áð- ur, en leiðir hjá sér að tala um lausaskuldirnar innan- lands. Það má þó búast við, að allir heiðarlegir íslend- ingar telji ríkissjóðnum skylt að standa við skuldbindingar sínar, þó að þær séu við Landsbankann fyrir hönd ís- lenzkra sparifj áreigenda. Þjóðin vildi þetta, segir Mbl., þegar það er að afsaka fyrrverandi ríkisstjórn. Þeg- þannig er dæmt, er skyldugt að meta hvaða leiðsögn og leiðbeiningar þjóðin fékk frá foringjum sínum í stjórnmál- um og fjármálum. Þeir menn, sem gera stjórnmál að at- vinnu sinni, eru skyldugir til áð vera leiðsögumenn þjóð- arinnar. Þeir eiga að marka stefnuna og laða menn til fylgis við hana, en ekki að vera viljalausir taglhnýting- ar og öskurapar fyrir ein- hverjar múghreyfingar. Ef stj órnmálamaður ætlar að afsaka sig með því, að fólkið hafi viljað þetta og þetta, sýnir það, að hann er óhæfur til starfs síns. ERiENT Harold Það vakti nýlegá mikla athygli í Bandaríkjunum, ”a& Harold Stass- en, fyrrum landstjÓri í Minnesota, lýsti yfir því, að hann myndi keppa við Taft öldungacíeiídarþingmann sem forsetaefni ■ repúblikana, þegar fylkissamtök fío&sins í Ohio veldu sér fulltruá' á landsþing flokksins, sem éndánlega ákveður forsetaefnið. Taft er" öldungadeild- armaður fyrir Oftio 'og fylgi hans hefir verið álitiBÍ;'svó öruggt þar, að talið hefir ýefið’ víst, að allir fulltrúarnir þaðafi inyndu styðja hann sem forsetaefni. Ýmsum finnst því koma fram ofurhugur í þessu hjá Stasseú, én hins vegar myndi það auka tfii' á fylgi hans, ef honum tækist‘'áð ná nokkrum fulltrúanna frá Ohlö á band sitt. Aðstaða Tafts myiv^i hins vegar versna að sama skaþi. Það kom líkcV stfax í ljós, aö Taft var ekki sama úm þessa yfir- lýsingu Stassens.’því að hann óáfe- aði samtals við haún rétt áður en hún var birt. Samtáiíð bar þó eng- an árangur og Sta.ssen lét svo um- mælt eftir það, að þeir Taft væru ósammála um fíéSt. Annars voru taldar nokkrar líkúr til þess, að bandalag myndi tákast milli þess- ara manna gegil. Thomas Dewey, sem er þriðja heizta forsetaefni republikana, t. d. á þann veg, að þeir létu fylgismenn sína samein- ast að lokum um þann þeirra, sem líklegri væri talifip, heldur en að láta Dewey ná kgsnihgu. Þetta var m. a. byggt á .þyí, að Taft og Stassen eru á ..ýjnsán hátt taldir ihaldssamari en Dewey. Afkomandi þriggja þjóffa. Harold Edward‘Sfássen er fædd- ■... ur á bóndabýli T Minnesota 1907. Móðir hans var þýzk, en faðir hans var kominn af norskum og tékk- neskum ættum. ÍSann vann með foreldrum sípunj-'.við landbúnað- arstörf á uppvaxtarárunum, en eftir að hann tók.-að stunda skóla- nám, vann hann- í tómstundum sínum ýms önmif .störf til þess að afla sér námsejtrM'Um tíma vann hann í skrifstofj^s í- brauðgerðar- húsi, við vagnstjérnf o. s. frv. Árið 1929 lauk hann laganámi við há- skólann í Minnespta. og ári seinna varð hann héráðssaksóknari í Norður-Dakota.' Þyi starfi gegndi hann til 1938 - ogýyann sér mikið álit fyrir einbeitta' og röggsamlega framgöngu. Svo ;mikið orð fór af dugnaði *hans og stjórnsemi, að republikanir í ISfinnesota ákváðu að gera hann' \að : ríkisstjóraefni sínu í kosningunum 1938. Hann náði kosningu og'. var endurkosinn aftur í næstu kosþingum með enn meiri atkvæðamún:'gn í fyrra sinn- ið. Það kjörtímabii' var hann þó ekki ríklsstjóri tirýenda, heldur af- Fram.sóknarnienn vissu hvað þeir vildinpg vöruðu við v e rðb ó 1 g u s t e f n ún n i. Lýð- skrumurum tókst áð ná völd- um með því að telja fólki trú um að öllu vferi óhætt, þó að þjóðin eyddi og sóaði gengdarlaust.. Svo ætla þeir nú að afsaka sig með því, að þjóðinni, hafi þótt eyðslan góö og viljað hana sjálf. Þær þjóðir, sem hafa stjórn málaþroska, gera þær kröfur til stjórnmálamanna sinna, að þeir viti sjálfir hvað þeir vilja. Þejir méga að sjálf- sögðu skipta um skoðun og |hafa rétt til aff skjátlast. En YFIRLIT: Stassen salaði sér embættinu til þess að geta gengið í herinn rétt eftir að styrjöldin hófst. Hann gekk í sjó- herinn og var um skeið einn af nánustu samverkamönnum Halsey flotaforingja. Vorið 1945 skipaði Roosevelt forseti hann einn af full- trúum Bandaríkjanna á stofnþingi sameinuðu þjóðanna. Síðan hefir Stassen ekki gegnt neinu opinberu starfi, heldur undirbúið framboð sitt í forsetakosningunum haustið 1948. Stassen vann sér gott orð ssm landstjóri. Þótti hann bæði stjórn- samur og framtakssamur. Stefna Stassens. Á flokksþingi republikana 1940, þegar Wilkie var kjörinn forseta- efni, var Stassen emn ákveðnasti stuðningsmaður hans og hafði sig þar mjög í frammi. Eftir fráfall Wilkies hefir því verið litið á Stassen sem einn helzta forvígis- mann frjálslyndari armsins í re- publikanaflokknum, en í seinni tíð hefir hann virzt sveigjast mjög í íhardssamari átt. í alþjóðamál- um er hann fylgjandi víðtækri hjálparstarfsemi Bandaríkjanna og hefir m, a. lagt til, að þau ráð- stöfuðu um 10%. af þjóðartekjunum I þessu augnamiði næstu 10 árin. Rök hans fyrir þessu eru m. a. þau, að þannig verði bezt unnið gegn kommúnismanum, því að hann þrífist bezt, þar sem neyð og skortur sé ríkjandi. Hins vegar vill hann láta setja ýms skilyrði fyrir hjálpinni, eins og t. d. þau, að ríkin, sem verði hennar aðnjótandi, verði að fresta öllum þjóðnýtingaráform- um á meðan. í innanlandsmálun- um virðist hann íhaldssamur og hefir t. d. lýst fylgi sinu við vinnu- löggjöf þá, sem þingið samþykkti í fyrra. Það er í utanríkismálunum, sem mestur skoðanamunur er mijli hans pg Tafts. Verffur Stassen í kjöri? Stassen hefir þann aðstöðumun fram yfir önnur forsetaefni re- publikana, að hann hóf baráttuna fyrir framboði sínu miklu fyrr eða strax á árinu 1945. Taft hóf þessa baráttu ekki formlega fyrr en á síðastl. ári og Dewey hefir ekkert látið á sér béra fyrr en nú eftir áramótin og ekki einu sinni viljað láta uppi, hvort hann gæfi kost á sér. Fyrst eftir að Stassen hóf áróð- ur fyrir framboði sínu, fékk hann fylgi margra þeirra, sem studdu Willkie og síðar bættist mikið af ungum mönnum, sem verið höfðu í hernum, í stuðningslið hans. Hann virðist eiga margt öt- ulla stuðningsmanna. Áróður sinn fyrir framboðinu hefir Stassen rekið af miklum þeir mega aldrei afsaka sig með því, að þeir hafi látið leiðast út í einhverja vit- leysu, af því einhverjir aðrir vildu það. Þeir, sem ekki geta borið ábyrgð á sér sjálfir, eiga ekki að verða stjórnmálamenn. Fjárhagslegu góðæri hefir verið snúið við með pólitískri óstjórn og eyðslu, svo að hagur ríkissjóðs er í öng- þveiti, í stað þess, aö hann hefði getað verið með raun- verulegum blóma. Nú sjá þetta allir, og þar með rétta niðurstöðu þess, sem um hefir verið barizt undanfarin ár. VeríSuir liaim yngsti forsetiim, sem Bandaríkin liafa haft? Stassen. dugnaði. Hann hefir ferðast víðs- vegar um Bandaríkin, haldið fjölda fyrirlestra og skrifað margt blaðagreina og nú seinast bók, þar sem hann lýsir stefnu sinni. Þá hefir hann ferðast til Evrópu og átti í þeirri ferð viðtal við Stalin og vakti frásögn hans af því mikla athygli. Stassen hefir marga þá kosti til að bera, sem eru líklegir til þess að vinna honum fylgi. Hann er manna myndarlegastur á velli, sex feta hár og samsvarar sér vel. Hann er góður ræðumaður og þægilegur í viðmóti. Röskleiki hans og stjórn- semi nýtur viðurkenningar jafnt samherja hans og andstæðinga. Ýmsir telja það Stassen til á- vinnings, að Eisenhower hershöfð- ingi virðist nú hafa neitað því endanlega að gefa kost á sér. Þykir líklegt, að margt fyrrverandi her- mar/;, sem studdu Eisenhower, muni nú fylgja Stassen. Sennileg- ast er þó talið, að aðalkeppnin á flokksþingi republikana verði miili þeirra Deweys og Tafts, og Stassen komi þá fyrst til greina, ef ekki næst samkomulag um annan hvorn þessara tveggja. Tækist Stassen að verða kjörinn til fram- boðs og ynni síðan kosninguna, myndi hann verða yngsti forseti, sem Bandaríkin hefðu nokkuru sinni haft. Raddir nábúanna Þjóðviljinn birtir í gær ræðu Steingríms Aðalsteins- sonar við 1. umf. nýja fjár- lagafr. Er þar m. a. deilt á Fjárhagsráð og segir þar m. a.: í 3. gr. laganna er mælt svo fyrir, að fjárhagsráð skuli semja, fyrirfram fyrir ár hvert áætlun um heildarframkvæmdir í landinu. í áætlun þessari skuli gerð grein fyrir kostnaði við allar stærri framkvæmdir, svo og með hverjum hætti f jár skuli aflað til þeirra. Ennfremur skal fjárhagsráð semja, fyrir ár hvert, heildaráætlun um út- flutning og innflutning þess árs. — Loks scgir svo í 6. gr. laganna (með leyfi hv. forseta): „Jafnhliða því, sem fjárhagsráð semur áætlun þá um heildar- framlivæmdir, er áður greinir, skal það og gera sérstaka áætl- un um framkvæmdir ríkisins áður cn fjárlög eru samin ár hvert.“ Ekkert af þessum áætlunum liggur enn fyrir Alþingi — enda þótt komi sé nokkuð fram yfir áramót .... Þær áætlanir verð- ur Alþingi að fá nú þegar — og mun Sósíalistaflokkurinn ganga ríkt eftir því, að þessum ákvæðum f járhagsráðslaganna verði fullnægt.“ Þeim töfum, sem oröið hafa á þessum máluna- hjá Fjár- * Ibúðabyggingar bæjarins Reykjavíkurbær hefir á und anförnum árum haldiff uppi allverulegum íbúðabygging- ingum. Starfsemi þessi hefir tekizt illa, þar sem bygging- arkostnaffurinn hefir oftast orðiff óefflilega hár. Virffist sú reynsla, sem er fengin í þessum efnum, mæla á móti því, aff bærinn hafi aff nauð- synjalausu slíkar fram- kvæmdir meff höndum. Sú nauffsyn, sem helzt ætti að geta ráffiff því, aff bærinn réðist í íbúffabyggingar, væri vöntun á framtaki borgar- anna sjálfra til þess aff ann- ast þessar framkvæmdir. Slíku hefir veriff síffur en svo aff heilsa. Byggingastarfsemi bæjarins hefir einmitt orðiff þess valdandi, aff byggingar, sem einstaklingar effa bygg- ingasamvinnufélög hafa haft meff höndum, hafa tafizt stórlega effa stöffvast meff öllu, þar sem bæjarbygging- arnar hafa dregiff til sín vinnuafl og byggingarefni, er þessir aðilar hefðu getaff hag nýtt sér aff öðrum kosti. Það fer t. d. fjarri því, aff neitt fleiri íbúðir verði byggff ar hér í bænum á þessu ári, þótt bærinn ráðist í byggingu 20—30 nýrra íbúða, eins og talaff mun um. Hjá Fjárhags- ráffi liggja nú beiffnir um byggingu miklu fleiri íbúða en þaff mun geta leyft. Fengi bærinn leyfi ti|l umræddra framkvæmda, myndi þaff ekki leiða til annars en aff neita yrði einstaklingum eða byggingarsamvinnufé- lögum um byggingu jafn- margra íbúffa. Þaff liggur í augum uppi, aff sú stefna er ekki hyggileg aff neita einstaklingum og byggingarsamvinnufélög- um um íbúffabyggingaleyfi vegna umræddra bæjarbygg- inga. Þaff er áreiffanlega bezt og farsælast, aff þessi mál séu sem mest í höndum einstak- linganna sjálfra og ríki og bæjarfélög hafi ekki af þeim önnur afskiþti en aff styrkja byggingarsamvinnu- félög og verkamannabústaði. Reynslan af reykvísku bæj- arbyggingunum er ekki til eftirbreytni. Einhver kann aff hampa þeim rökum, aff bærinn verði aff byggja yfir þá, sem ekki hafa efni á því sjálfir. Þessu er auffveldast aff svara meff því, aff verkamannabústaffa- lögin veita orðið svo mikil hlunnindi, aff þau gera efna- litlum mönnum sæmilega kleift aff eignast eigin íbúff, ef lögunum er á annaff borff framfylgt. Þaff er réttara aff vinna aff því að verkamanna- bústaffalögunum sé fram- fylgt en aff bærinn haldi áfram hinni kostnaffarsömu byggingarstarfsemi sinni. Annars mun þaff líka svo um bæjarbyggingarnar, að þaff eru síffur en svo allir lágtekju menn, sem búa þar. Þaff opinbera gerir vissu- lega nóg aff því aff þrengja kost og kjör einstaklinganna, þótt þaff meini þeim ekki aff toyggja sér skýli yfir höfuðið, vegna óefflilegrar samkeppni af hálfu þess. X+Y. hagsráði, skal ekki mælt bót, en orsakir þeirra munu ekki (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.