Tíminn - 06.02.1948, Síða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 6. febr. 1948
29. blað
Góðtemplarareglan og þjóðfélagiö
Þ ið eru nú nokkrar vikur
síðan Mbl. birti grein eftir
Pál’ Valdimar Guðmundsson
Klólku héraöslækni um öl-
írumvarpið, góðtemplara og
sjtikrahúsþöríina. Skömmu
siður tók Sigríður Eiríksdótt-
ir'kappann i bóndabeygju svo
að' siðan hefir hvorki æmt né
sKíæmt í honum og hafa þó
fieiri orðið til að vinna að
honum. En þar sem þeir
ræða einkum ölmálið sjálft
þykir mér hlýða, að bæta við
nokkrum orðum um hlutverk
og þyöingu Góðtemplararegl-
unnur í þjóðfélaginu.
Má þó vera, að fleira slæð-
isp meö' í umræðurnar, enda
hyert atriðið óðru náið.
Sakargiftír Kolku.
• Læknirinn segir, að lítið sé
eitir aí gamalli fremd Góð-
tempiarareglunnar. Nú sé í
henni „alls konar lýður,“ sem
aldrei hefir „skírst í þeirri
eidraun aö heyja baráttu við
Eakkus um sína eigin sál né
annarra.“ „Hönd hennar, sem
var hiy og sterk á fyrstu ára-
tugum starfs hennar, er nú
orðin loppin og máttlaus."
„Húii treystir sér ejski til að
styðja þá, sem hafa mátt-
váná lætur og veik kné, en
krefsr, þess, að þeim sé haldið
uppi með því að binda þá
viö staúr lagaboðsins."
Yfir að'ieöst og níð.
í iyrsta lagi er vert að at-
huga þennan lævislega áróð-
ur um afturför Reglunnar.
Það kann aö líta vel út fyrir
þá, sem eru nógu fáfróðir um
h’öna tiö. En sömu sakir og
Kolka ber nú á Regluna, voru
bornar á hana á þeim gömlu,
goöu dögum, þegar ágætis-
naenmrnir, sem Kolka telur
m upp, voru undir merkjum
hennar.
Alþingisrímurnar voru
kveönar um aldamótin. Þjóð-
kunnugt goðskáld, orti þær
aö mestu, Líklega er templur-
um borin vel sagan þar?
Hvað segja menn um þessa
Vi.sií
F.é, sem nemur íjölda bjóra,
íéngú í hlut sinn templarar,
ehda er sagt þeir sitji að
þjóra
síð'an fram á næturnar.
Þ íö eru að minnsta kosti
jfcveir HÖrir staðir þessu líkir
í rímunum, þrátt fyrir Björn
Jonssön ,ráðherra, Guðmund
E’jörnsson landlækni og skáld
in Einar H. Kvaran og Ind-
riða Einarsson, sem voru inn-
an Keglunnar fyrr á árum.
Það hefir aldrei vantað ill-
kvittna menn með níð og
dýlgjur um Regluna síðan
>i m h.öf starfsemi sína í
fyrstu. Læknirinn með langa
ríafnið lullar þar í marg-
troðna slóð, svo glæsileg sem
þlín er.
- Guömundur Guðmundsson
vissi hvaö hann var að segja,
þegar hann kvað:
Jfemplarasveit!
Berðu ægihjálm prúð.
ýT’ir aðköst og níð,
áfli kærleikans knúð
aila, komandi tíð.
‘Hann þekkti þetta aðkast
og nið, bæöi frá samtíð og
tyrri árum, og hann hefir
efiaust rerint grun í það, að
framtíðin myndi líka eiga
illkvittin smámenni, sem er
Efíár Ilalitlór Kristjánsson
nautn að því að níða þá, sem
eiga sér hugsjónir.
Kynni mín af Reglunni.
Ég hefi ekki tekið mikinn
þátt í störfum Reglunnar, þó
að ég óski að eiga samleið
móð henni. Ég hefi alltaf
verið bindindismaður og haft
óbeit á drykkjuskap, allt síð-
an ég sá fyrirfólkið úr ná-
grannaþorpum mínum velt-
ast ölvað af hestunum, þeg-
ar ég var barn.
Ég hefi ekki meira álit á
gáfum mínum, karlmennsku
og siðgæðisþrótti, en það, að
mér hefir aldrei fundizt, að
ég hefði ráð á að sljóvga
þetta með áfengisnautn. Og
þó að ég hafi séð drukkið
fólk á mörgum stigum, hefi
ég aldrei vitað nokkurn
mann verða vegna áfengis-
nautnar neinu því bættari,
sem mig skorti, en ýmsa hefi
ég séð aumkvunarverða.
Svo hefi ég gert mér grein
fyrir því, hvers virði fólki
getur verið það, að því sé
haldið frá þeim áhrifum, sem
laða til áfengisnautnar. Ég
hefi líka séð, að ýmsum verð-
i ur Reglan hjálp tíl að sigrast
á drykkjufýsn sinni. Því veit
ég, að það er satt enn í dag,
sem Guömundur Guðmunds-
son kvað:
; "S ■ i ' 7 ' ^
I björtum brúðarklæðum
þín bíður Reglan gótT
með kraft frá hæstu hæöum
og helga kærleiksglóð.
í borg, í höll, í hreysi
hún hvergi sparar sig.
Frá eymd og auðnuleysi
hún er að frelsa þig.
Þess vegna vil ég vera liðs-
maður Reglunnar.
Bannlög og lœknar.
Læknastétt íslands er ef-
laust góð stétt Hún hefir sett
sér það mark að útrýma
sjúkdómum eftir beztu getu
og aldrei verið feimin að
heimta alls konar bannlög í
því skyni. Sullaveikin má
heita horfin, enda vantar
ekki „bönd og staura“ á þeirri
leið og er síðastur og fræg-
astur Stóridómur Claessens
um hundahald Reykvíkinga.
Holdsveikin hefir verið
sigruð með lagaboði.
Bólusóttin hefir verið sigr-
uð með þeim bannlögum, að
enginn má vera óbólusettur.
Enn eru læknar okkar á
góðri leið með að sigrast á
taugaveikinni, enda eru þeir
ekki feimnir að láta beita
frelsisskerðingu við sýkilbera
veikinnar, hvar sem finnast.
Nýlega voru, að fyrirlagi
lækna, sett bannlög gegn því,
aö menn mættu afla sér lífs-
bjargar með fýlungaveiði,
sem hefir verið eitt af hlunn
indum þjóðarinnar frá upp-
hafi íslandsbyggðar.
Enn má nefna berklaveik-
ina, sem læknarnir eru alltaf
af eltast við, og ná þar tals-
verðum árangri. Þeir leita
uppi smit- og sýkilbera, og
láta það engu breyta, þó að
þeir viti það eins vel og aðrir,
að fjöldi manna smitast af
berklum, án þess að hafa
nokkuð mein af. Þeir vilja
samt ekki leyfa að neinn
smitist, ef þeir mættu ráða,
og er það rétt af þeim, þvi
að þeir vita, að' af hverjum
10 sem smitast, verða ein-
hverjir aumingjar.
En þannig er það líka með
áfengispestina, drykkjusýk-
ina. En þar eru margir lækn-
arnir hræddir við bannlög. en
óhræddir við sýkingu, þvert
ofan í það, sem annars er
regla um stéttina. Það er af
þvi, að þeim þykir mörgum
hverjum gaman aö vera sýkt-
ir og sýkja aðra. Það er eíns
■og Guðmundur Björnsson
landlæknir sagði, — einn
gáfumannanna, sem Kolka
vitnaði í:
Mönnum finnst drykkju-
sýkin byrja svo skemmtilega.
Það má nefna hér ein
bannlögin enn, bann við svo-
kölluðum skottulækningum.
Þau eru læknarnir víst allir
sammála um.
Þeim vefst tunga
um tönn.
Áfengislöggjöf okkar bann-
ar margt og er illa haldin, —
sjálfsagt engu betur en
bannlögin voru á. sinni tíð.
Og það er á margan hátt
auðveldara að líta eftir, að
bannlög séu haldin, heldur
en svona löggjöf. Að minnsta
kosti er hún ekki síður „skóli
í ólöghlýðni.“
En hvers vegna vilja þeir,
sem þannig líta á bannlögin
ekki segja mér álit sitt á
landhelgislögunum, skatta-
lögunum, friðunarlögum æð-
arfugls og umferðarlögum,
svo að fernt eitt sé nefnt?
Þeir skyldu þó ekki vera í
vandræðum meö það, aum-
ingja mennirnir?
Trúarlegur grundvöllur.
Góðtemplarareglan starfar
á trúarlegum grundvelli.
Einkunnarorð hennar eru:
Trú, von og kærleikur. Sum-
um finnst ef til vill, að það
sé gamaldags að tala um trú
á þessari siguröld vísinda og
kjarnorku, þegar tveir Ame-
ríkumenn halda sig vera
komna rétt að því, að búa
til lifandi frumu með efna-
fræðilegum aðferðum. Það
er nú svo. En voru ekki ein-
hverntíma til gullgerðar-
menn, sem héldu sig vera
komna rétt að því að búa
til klára gull í grýtum sín-
um úr ódýrum jaröefnum?
Eitthvað hefi ég heyrt um
það, og jafnframt að nútíma-
vísindamenn líti á þá, sem
fyrirlitlega kuklara.
Nú. — Hugsum okkur að
Ameríkumenn lærðu nú að
búa til lifandi frumu. Hverju
breytti það í grundvallarat-
riðum? Ekki leysir það gát-
una um upptök lífsins og til-
verunnar, þó að það væri ef-
laust stórmerkur áfangi í
þróun vísindanna. En ég geri
ráð fyrir að þeir góðu Ame-
ííkanar þyrftu þó eitthvað
efni í frumuna sína. Og hvað
sannaði sú nýsköpun um af-
brigði og högun og eöli lífs-
ins?
Góðtemplarareglan starfar
í þeirri trú, að utan og ofan
við okkar daglega líf séu til
einhver öfl og einhver kraft-
ur, sem hægt sé að sækja sér
hjálp til í bæn og trú. Hún
vill fylkja fólki sínu saman í
þeim tilgangi að öðlast slik-
an kraft, sjálfum sér og
öðrum til hjálpar. Ég fullyrði,
(Framhald á 6. síön)
Nú hefir Hreggviöur kunningi
okkar stungiö niður penna og
skrifar hugvekju út af Dagsbrún-
arkosningunum. Hann er bæði
snarpur og ákveðinn og skal ég
ekki dæma um það, en bréfið mun
vera sýnishorn af því, hvað menn
hugsa og tala nú um þessar kosn-
ingar eftir þeim heimildum er fyrir
liggja.
„í gömlum Landsyfirréttardómum
má finna frá því sagt, að sýslu-
maður nokkur var að skipta dán-
arbúi fyrir rúmlega 100 árum og
lagði þrívegis vitlaust saman og
jafnan sér í hag. En honum tókst
ekki aö halda skiptagjörðinni
leyndri og því fór þetta fyrir
Landsyfirréttinn og var leiörétt, þó
að rétturinn sæi ekki hvort þessar
skekkjur hefðu hent skiptaráðand-
ann „af vanvara eða hrekkjum".
En þessi skiptagjörð Ebenezers
sýslumanns er blettur á íslenzku
réttarfari og umboðsstjórn.
Mér kemur þetta dæmi um ó-
fyrirleitni valdsmannsins í hug í
sambandi við stjórnarkosninguna 1
Dagsbrún um daginn. Þar var ekki
veriö að nota mannasiðina. Að-
standendum annars listans var
neitað um að sjá Ijjörskrá og mun j
það vera dæmalaust ofríki við ís-
lenzkar kosningar og fullkomið
brot á öllum lýðræöislegum réttar-
hugmyndum íslendinga. Er furða,
að Dagsbrúnarmenn skuli vera svo
tómlátir að þola framámönnum
sínum slíka ósvífni.
Hér skulum við hugsa okkur
hliðstætt dæmi við bæjarstjórnar-
kosningar. Gunnar borgarstjóri léti
semja kjörskrá til aö nota við það
tækifæri og léti flokksbræður sina
fá hana til afnota, en vendilega
væri þess gætt, að enginn úr and-
stæðingasveitunum kæmist að því
leyndarmáli hverjir væru þar og
hverjir ekki. Það væri aðeins
flokksmál.
Mér finnst, að slík frammistaða
og vinnubrögð við kosningar, sé svo
langt fyrir neðan það, sem frjálsir
menn geta kallað sæmilegt, að með
öllu sé óviðunandi, þó að ef til vill
hafi láðst að taka fram í lands-
lögum neitt bann við þessu, af því
enginn hefir haft hugkvæmni til
að gera ráð fyrir slíku ofríki.
Auðvitað cr illt að vita hvernig
kjörskráin hefir verið, en nú hefir
verið fullyrt í Alþýðublaðinu, að
maður, sem var í öðru verkalýðs-
félagi fram á kjördag, og þar af
leiðandi utanfélagsmaður í Dags-
brún, hafi verið látinn kjósa, og
má vel vera, að svo hafi verið um
fleiri. Hins vegar er fullvíst, að
menn, sem höfðu verið mánuðum
saman í Dagsbrún og engu verk-
lýðsfélagi öðru, fengu ekki að
kjósa, af því að þeir voru ekki
komnir á kjörskrá, en raunar eru
þeir menn ekki í sama stjórnmála-
flokki og Dagsbrúnarstjórnin.
Hingað til hefir verið kennt, að
mannréttindin ættu ekki að fara
eftir flokkum. Nú virðist eiga að
líta þannig á, að þeir einir, sem
nota rétt sinn samkvæmt forskrift
stjórnarinnar, eigi að fá hann. Má
kannske kalla þetta alræði öreig-
anna, Brynjólfs, Áka og Sigurðar
Guðnasonar, en lýðræði verður
það aldrei.
Þjóðviljinn talar um öndvegisfé-
lag hins frjálsa verkalýðs og er
mjög hneykslaður yfir því virð-
ingarleysi við verkamannasamtök-
in, að birta kosningaúrslit úr
Dagsbrún strax og hægfc er. Þessu
skal ekki mótmælt hér, en einung-
is spurt hvaða áhrif það muni hafa
fyrir sæmd og viröingu þessa önd-
vegisfélags hins frjálsa verkalýös,.
hvernig þar er nú stjórnað kosn-
ingunum. Svo mikið er víst, að al-
þýða íslands er þá illa komin, ef
hún óskar almennt að búa við það
frjálsræði, sem felst í þessum önd-
vegissiðum þeirra Þjóðviljamanna“.
Hér hafiö þið bréfið. Mér finnst
að hér sé svo merkilegt mál á ferð,
að um það megi ekki þegja. Sé það
satt, sem sagt er um leyndina með
kjörskrána o. s. frv., þá er ástæða
til að lýsa eftir málsbótum fé-
lagsstjórnarinnar, og skal ég ekkt
stinga þeim undir stól, ef fram.
koma. Sé sá orðrómur, sem um
bæinn gengur, réttur, þá verða allir
frjálshuga og lýðræöissinnaðir
menn að taka höndum saman um
að uppræta hneykslið. En sé þetta
rógur um Dagsbrúnarstjórnina, á
hún fullan rétt á því, að hann.
verði kveðinn niður.
Pétur landshornasirkill.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför
Gnðlije'irgar Jénsdóttin*
frá Ásabergi, Eyrarbakka.
Viljhálmur Gíslason og börn.
!
Jörð til sölu
Jörðin Hofsós í Svarfaðardal er til sölu og laus til
ábúðar í næstkomandi fardögum. Áhöfn getur fylgt.
Til mála gæti komið að jörðin yrði aðeins leigð.
Flest hús á jörðinni eru nýlega byggð og 1 góðu
ástandi. Túnið er allt véltækt og töðufall 600—700
hestburðir, engjaheyskapur 300—400 hestburðir. Mikil
og góð ræktunarskilyrði. Gott beitiland, bæði fyrir
sauðfé og nautgripi.
Jörðin er á samlagssvæði mjólkursamlags Kaupfélags
Eyfirðinga. Stutt að flytja mjólk á veg, og bílfært heim
í hlað.
Semja ber við undirritaðan fyrir 20. marz n.k. Réttur
áskilinn til að taka hvaöa tilboði sem er eða hafna
öllum.
Hofsá, 24. jan. 1948.
S*örIeif6BB* SSea*5«ss©Mo
$