Tíminn - 20.02.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1948, Blaðsíða 3
40. blaS TÍMINN, föstudaginn 20 febr. 1948 Þjóðsagnasafn Einars Guðmundssonar íslenzkar þjóðsögur V. Leiftur, Reykjavík 1947. Mikið og gott starf hefir verið unnið að söfnun ís- lenzkra þjóðsagna frá því er þeir Magnús Grímsson og Jón Árnason hófu starf sitt á því sviði, enda af miklu að taka. Mun sízt ofmælt, að hægt hefði verið að safna þjóðsög- um og nytjafróðleik ýmsum, svo að úr hefði orðið drjúg bók í flestum sveitum lands- ins til skamms tíma. Enn líð- ur ekkert ár svo, að ekki komi út meira og minna af þessu tagi, mikið af léttmeti að vonum, en líka margt, sem fengur er að. Drjúgur liðsmaður við söfnun og útgáfu þjóðsagna, nú um skeið, hefir Einar Guð- mundsson verið og kom á síð- asta ári út 5. hefti safns hans, íslenzkar þjóðsögur. Þar kennir margra grasa. Ævin- týri eru þar mörg og af ýms- um -toga spunnin, útlendum og innlendum, og sum harla góð. Una og óskasteinninn er heillandi ævintýri um fá- tæka smalastúlku, sem er hrifin inn í dýrð álfheima, þar sem tíminn er ekki til á mannlegan mælikvarða. Gömul og gráhærð kemur Una aftur í sveitina sína, en óska- steininum hefir hún ekki glat- að og hann losar hana aftur við ömurleika hins mannlega lífs. ‘ Saga af Árna á Stað í Hrútafirði, sem fíflar pró- fastsdótturina í Stafholti og á með henni börn, hefði senni- ’ lega farið illa í raunveruleik- anum, en þjóðsagan lætur lítt efnum búinn og ósvífinn strákinn vaxa prófastinum ! yfir höfuð. I sumum ævintýr- | anna er kynlegur samruni | þess, sem íslenzkt er og útlent j og þar rætist einatt úr krögg- J um lífsins á hinn furðuleg- asta hátt. Hrakninga og mannrauna gætir ótæpt í einstaka sögu í kveri þessu. Fimm daga villa j niðursetnings sýnir mæta vel bág kjör sveitarómaga í ís- 1 lenzku þjóðfélagi liðinna alda. | Ekki er heldur sársaukalaust að lesa um það, er Magnús góði grætur yfir kindum sín- um, dauðum, þótt raunar verði það ekki talin nema makleg hegning á hann fyrir nízkuna. Víðar má sjá þess vott í kveri þessu, að illt kemur ýtnum í koll en dyggð drottinn laun- ar. í sögunni Niðursetningi hleypt á gras, er það missögn, að Eyfellingar rækju lömb á Guðrúnartungur í Þórsmerk- uróbyggðum. Teigur.í Fljóts- hlíð átti þar upprekstur: — Lengst mun kversins minnst fyrir kreddurnar sem í því eru, en þær eru 136 og flestar af Vestfjörðum. Margar eiga þær sér rætur aftur í grárri forn- eskju, og eru einn gleggsti vottur þess hve heiðinn hugs- unarháttur og átrúnaður hef- ir orðið lífseigur með þjóðinni. En nú eru að verða síðustu forvöð að forða hinum ó- skráða fróðleik þjóðarinnar varðandi þessi efni og önnur frá glötun. 'Fjrir því ber að fagna hverjum þeim feng, sem dreginn er að borði á því miði. Einar hefir orðið feng- •sæll í þj óðsagnasöfnun sinni og unnendur þjóðsagna munu kunna honum þakkir fyrir starf hans á þeim vettvangi. Þórður Tómasson. Maonabein í Ódáöaíiraoni I allmörg ár hafa fjárleit- armenn úr Mývatnssveit og Bárðardal vitað um manna- bein í Suðurárbotnum í Ó- dáðahraunni Enginn veit sögu þessara beina. Þau komu undan þykk- um jarðvegi við uppblástur. Enginn sá ástæðu til að flytja þau í vígða mold. Öllum, sém beinin skoðuðu, fannst eðli- legt og sjálfsagt, að þau fengju að vera í friði í send- inni sprungu í kletti rétt hjá gömlum beitarhúsatóftum. Flestir, sem komu i Suður- árbotna, skoðuðu beinin, og margir þeirra höfðu orð á því, hversu vel ætti við, að sjá veöraðar mannahauskúpur í auðnum Ódáöahraunsi Ýmsir ferðamenn tóku myndir af beinunum í þeirra eðlilega umhverfi, og er þess skemmst að minnast, að ein slík ljósmýnd vakti athygli margra, sem skoöuðu ljós- myndasýningu Ferðafélags íslands í Reykjavík síðastlið- ið haust. Eins og mörgum mun kunn- ugt, er nú hægt aö aka í sterkum bílum frá Svartárkoti í Bárðardal og Grænavatni í Mývatnssveit um Suðurár- botna og Dyngjufjalladal allt suður að Vatnajökli. Leiöirnar koma saman rétt hjá gömlu beitarhúsatóftun- um í Suðurárbotnum. Flestir hljóta að viðurkenna, að ekki sé illa til fallið að byrja skemmtiferð í Ódáða- hraun á því að skoða blásnar hauskúpur, sem minna á gamlar hugmyndir um úti- legumannabyggðir. En svo virðist, sem sumir ferðamenn vilji sýna eftir- komendum sínum ryðgaðar niðursuðudósir þar sem áður voru mannabein. Síðastliðið sumar voru haus- kúpurnar teknar úr Suðurár- botnum, þegar fjölmennur ferðamannahópur fór þar um. Þeir, sem seinna komu, fundu engar hauskúpur. Vera má, að ránið hafi ver- ið framið með leyfi forn- minjavarðar og varði því ekki við landslög. En mér og ýms- um fleirum gengur illa að skilja réttmæti þess aö flytja hauskúpurnar burt úr Suður- árbotnum. Mér finnst augljóst mál, að beinin hafi margfalt meira sögulegt gildi geymd á fundarstaö sínum, heldur en gleymd á beinasafni í Reykja- vík, því fáir munu leita þeirra þar. Það er krafa mín og annarra nágranna Ódáðahrauns, sem ég hefi talað við um þetta, að þeir, sem beinin tóku, skili hauskúpunum aftur við fyrsta tækifæri. Og til þess að sýna velvilja á verndun fornminja Ódáðahrauns, ættu þeir að láta fylgja áletrað spjald, sem biöur alla ferðamenn vin- samlegast að láta beinin í friði. Gísli Pétursson, Reynihlíð, Mývatnssveit. Fréttabréf úr Jökulfjörðum Síðastliðið sumar var í betra meðallagi til heyskapar, | spretta yfirleitt góð og nýting | ágæt á heyjum. Bændur hér um slóðir áttu því með mesta móti af heyjum í haust, enda var það betra, því um vetur- ! nætur tók hér fyrir allan haga 1 * i og hefir verið stöðug innistaða síðan og ekki útlit fyrir ann- I að en áframhald verði. þvi þykk klakabreiða hylur nú jörð alla. Skepnuhöld eru hér ágæt og fé prýðilega hraust og er nú gott til þess að vita, þvi i mikið veltur nú á, fjárstofn- ■ inn héðan af Vestfjörðum geti nú lyft því Grettistaki að losa alla íslenzka bændur við hina illræmdu sauðfjársjúkdóma,; sem geisað hafa víða um hér- uð þessa lands. Það er nú í tvö haust búið að taka héðan öll gimbrarlömb, sem fengizt hafa, og í sumum hreppum þrjú haust og hafa þau verið flutt á fjárskiptasvæðin og reynzt prýðisvel. Óvenjuleg sílcLveiði. Það má í frásögur færa, að hér i Leirufirði veiddist mikið af síld í haust, og er það í fyrsta sinn í sögunni, að síld hafi verið veidd hér í herpinót, og ég held ég megi fullyrða það, að það hafi verið ég, sem fyrstur manna fékk síld í net á þessu hikla síldarhausti, 1947. Það var hrefnan, sem kom okkur til að reyna, því lítil vegsummerki sáust önnur, þvi lítill sem enginn fugl sást, því síldin hélt sig það neðarlega í sjónum. En netin voru full, já, svo full, að erfitt reynd- ist að innbyröa þau á litlum bátum. En lítið var hægt að hagnýta þennan silfurlita gullfisk, annað én salta hann fyrir skepnur, þar til að bátar frá ísafirði og víðar fóru að veiða hér og hægt var að senda hana í beitu til ísa- fjarðar. óánœgja meðal manna með tryggingalögin. Annars er hér fréttafátt. Menn lifa hér í ró og friði að öðru leyti en því, sem hið op- inbera raskar jafnvægi manna með ýmsum lagasetn- ingum, sem menn í fljótu bragði geta ekki fundið að séu allar til góðs eða miði að því að örva sjálfsbjargarviöleitni manna á neinn hátt, og má þar til nefna almannatrygg- ingarlögin svonefndu, að ó- gleymdum eignakönnunarlög- unum og fleiru. Það má fullyrða, að almenn óánægja sé með almanna- tryggingarlögin, sem von er, því enn sem komið er, eru þau ekki þannig úr garði gerð, að hægt sé að sætta sig við þau Það yrði of langt mál að fara að ræða lögin hér, en dæmin eru mýmörg, þar sem svo er ástatt, að fé er pínt út úr bláfátæku fólki og veitt inn á stórrík heimili allsendis að óþörfu. H. J. Gamlárskvöld í byrjun þéssa árs fluttu Reykjavíkurblöðin og ríkisút- varpið all ófagra lýsingu af viðburðunum á gamlárskvöld. Menn höfðu safnazt saman í miðbænum og skemmt sér við að velta bílum, slást, brjóta rúður, kveikja í húsum o. s. frv. Var lýsingin ömurle^r af viðureign lögreglunnar við „skrílinn". Verður hún ekki endursögð hér. En vissulega voru þetta ekki glæsilegar myndir af menningarástandi höfuðstaðarbúa, og hin mesta raun á að hlusta. Ef aðrir en ríkisútvarpið og Reykjavíkurblöðin hefðu viðhaft þvílík ummæli, ir„»ndi það hafa verið kallað hið versta níð um Reykvikinga. Nú er liðinn vel einn og hálfur mánuður síðan þetta gerðist. Enginn sem í blöðin skrifar og enn síður þeir, sem í ríkisútvarpið tala, hafa gef- ið sér tíma til að íhuga þetta mál nánar og ígrunda hvers vegna ungmennin gera þetta. iívort ekki sé hægt að skilja þau, finna ástæðuna til fram komu þeirra og beina starfs- orkunni og skemmtanalöng- uninni þenna dag, inn á allt aðra, og ánægjulegri brautir. Þvert á mót.i, þá hefir ný- lega birzt grein i stærsta bláði höfuðborgarinnar um þetta mál, eftir gamlan og þekktan Reykvíking, sem dVci ur erlendis. Tekur hann haft' á þessu, sem vonlegt er, óg leggur til að komið sé utíp^ eins konar „dýrabúri“ á Lækj artorgi, þar sem þeir verstu séu geymdir fram á nýjárr:; dag, öllum til sýnis, sem uxn. veginn fara. Annað aðalblað Reykjavík- ur, tekur mjög ákveðið undir þessa tillögu. Er jafnvel Jalað um að rík- ið beiti sér fyrir þessu Áðrir segja að hér sé verkefni fyrir þæjarstjórn Reykjavíkur, .au koma nokkurum tugum þúsr unda fyrir kattarnef. Þetta yrðu nokkurs konáf galdrabrennur nútímanr. Menn trúðu því fyrr á öidmn’. að uppræta mætti alla klæfel og kukl, með því að brenna menn lifandi. Þá varð mest andlegt mýrtí ur, sem komið hefir yfir ís- land. Að efla lögreglu með ba/ eflum, vatnsbíla og táraga . er ill nauðsyn. Að byggjá- rimlabúr úr stálgrindum a Lækjartorgi, fyrir menn, e: að fara úr öskunni í eldinn. (Framhald á 7. síðuj. Merk hjón kvéðja Borgarfjörh ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i Minnist skuldar yðar vib i landib og styrkib i Landgræbslusjób = 5 HIIIMIIIIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Borgarfjarðarkaupstaður gnæfir hátt við hafi og er á straustu bjargi byggðu.r. Þar býr gott fólk og elur aldur sinn í trú von og kærleika. Borgfirzku hjónin, sem mér er svo annt um aö minnast í sambandi við átthagaskipti þeirra, eru Hlíf Matthíasdótt- ir og Ólafur Magnússon fyrr- um skipsstjóri á Eldborg. Fyrstu kynni mín af þessum hjónum eru mér mikils virði. Það var veturinn 1937 að ég undirrituð réðist til Borðeyr- ar í þjónustu við símstöðina. Ég fór sjóleiðina til Borgar- ness. Ég var sjóveik og þurfti á góðum móttökum að halda. Er skipið hafði sriert Borgar- nes var frú Hlíf þar komin og tók mér, sem væri ég barnið hennar. Það var kalt í veðri þennan vetur. Hún gerði allt til þess að mér gæti liðið sem bezt á leiðinrii norður. En þetta var ekki fyrsta fræið' sem Hlíf sáði í akur kærléik- ans. Ég þekki þau mörg og langar til að þakka henni allt gott til mín og minna. Það var nokkru seinna eft- ir veru mína á Bórðeyri að atvikin urðu þau, að ég flutt- izt til Borgarfjarðar að Mold- brekku. Ég varð íyrir því mót læti að missa einkadóttur mína. Hún dó úr tæringu á Vífilsstöðum. Ég var á leið til Reykjavíkur til að kveðja barnið mitt hinztu kveðju er ég stanzaði á heimili frú Hlíf- ar í Borgarnesi. Því gleymi ég aldrei, þeim viðtökum, er ég kom köld, svöng og sorg- mædd til I-Ilífar, þeirri hlíju og þeim styrk sem hún veitti mér. Ég er sannfærð um. að það getur sú ein gefið, sem hlotið hefir að vöggugjöf ó- bilandi mannkærleika til þeirra, sem hryggðin slær. Frú Hlíf hafði í ríkunv mæli samúð með sveitunguxr sínum, sem bágt áttu. Þa ) kom greinilega í ljós þá er é- var sem oftar gestkomanc'. hjá henni. Ég sagði henni bágar ástæ'- ur hjóna í sveitinni, þar sem konan lá á sæng að 3 barni og maður hennar lá fyrir dauð- anum. Frú Hlíf bað guð að hjálpa þessum hjónum og spurði mig hvort konári mundi eiga nokkur föt á bor'íi in og hún sendi þeim föt og mat. En svona gengur lifið. Nú er ákveöið að þau hjón flytj- ist til Seýðisfjarðar. Tekur Ólafur þar við skipstjórá- stöðu á nýsköpunartogaran- um sem Seyðfirðinga: kaupa. Ég vil ekki skilja svo við þessar línur, að ég minnist ekki aldraðrar móður Hlífar, Marsibelar. Nú skilja leiðri’. meö þeim mæðgum um stund arsakir. Hún verður eftirleið- is til heimilis í Rtykjavik hjá syn sínum Ólafi og frú Ástu Jónsdóttur. Af Marsibel hef: ég reynt sama innrætið og dóttur hennar, svo og þein) börnum Marsibelar, sem ég hefi verið svo lánsöm að kynn azt. Þau hafa öll viljað greiöa götu mína og auka farsæld mína. ; Ég óska Marsibil allr'áý blessunar og góðan guð ú.5- hugga hana í sorg, þar sem hún er ný skeð búin ð missa eina dóttur sína, Sigríði að nafni. Að lokum vil ég óska þeim hjónum Ólafi Magnússyni og Hlíf Matthíasdóttur gæfu og góðs gengis á Seyðisfirði. Sesselja Jónsdóttir. Moldbrekku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.