Tíminn - 20.02.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.02.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 20 febr. 1948 39. blað Sveitagistihús til menningarauka og gjaldeyrisöflunar Eftlr Gnðlatig iSúsÍHkranx yfirkennara una óunna eða hálfunna úr landi. Enda hefir reynslan sýnt, að þær þjóðir, sem lagt hafa nokkra stund á móttöku ferðamanna eins og t. d. Norðmenn, Svisslendingar og Svíar (nú upp á síðkastið) hafa stórauðgast á því. Þeim, sem ekki sjá neina aðra leið til þess að afla þjóð- inni gjaldeyris en þá að selja fiSí, er hingað til hefir að vísu aflað okkur drýgzt gjald- eyris, finnst það sjálfsagt fá- vizka að láta sér detta í hug að afla gjaldeyris á annan veg, eins og t. d. með gisti- liúsarekstri fyrir erlenda ferðamenn. En þetta hafa samt aðrar þjóðir gert og skapað sér með því mikla og örugga gjaldeyristekjur. Það er því af tveim aðal- ástæðum, sem við eigum að reisa gistihús og dvalarheim- ili í sveitum landsins. í fyrsta lagi til þess að efla menn- ingu og hreysti okkar sjálfra og í öðru lagi til þess að skapa öruggan atvinnuveg er veitir erlendum gjaldeyri ríkulega í þjóðarbúið. I-Ivernig á að afla fjár til gistitiúsabygginga ? Hvar eigum við að fá fé til þess að reisa gistihúsin? mun margur spyrja, nú í þessum gjaldeyrisvandræðum og fjár magnsleysi sem jafnan er tal að um. Hvers vegna getum við ekki farið að líkt og Norð- menn, þegar þeir byggðu, fyr ir mörgum árum, sín ferða- mannagistihús? Þeir fengu til þess lán hjá Englendingum og lánin hafa þeir síðan greitt með þeim sterlingspundum, sem enskir ferðamenn hafa greitt. fyrir gistingu, mat og ýmsa muni, sem seldir eru í þessum gistihúsum. Ef leyft yrði að taka erlent lán til byggingar eins eða tveggja gistihúsa, mundi vafa laust vera hægt að fara svip- aða leið og Norðmenn í þess- um efnum og hafa af því mik inn menningarauka og arö. Tilraun til úrbóta hafin. Norræna félagið hefir geng izt fyrir, af brýnni þörf á því, að koma upp boðlegu gisti- húsi á þeim stað, sem þess er mest þörf, á Þingvöllum, að hafin hefir verið þar bygg- ing á góðu gistihúsi, sem yrði til sóma fyrir landið, ef upp kæmist. Þeir sem að byggingu þessa gistihúss standa, vænta þess að stjórnarvöld landsins sjái þá þörf, sem er á gisti- húsi á þessum stað. Svo hóf- lega er líka stillt með stærð þessa gistihúss, að með rekstr.i þess mætti fljótlega fá úr því skorið hversu vel slíkur gisti- hússrekstur ber sig hér. Þarna er um hinn ákjósanlegasta stað aö ræða, hæfilega langt frá Reykjavík, fær vegur að jafnaði allt árið, fagur sögu- staður og.sá frægasti á land- inu, tækifæri til veiða og báta ferða á Þingvallavatni og gönguferða um fjöll og firn- indi á sumrum, en til skíða- og skautaiðkana á vetrurn. Meö því að koma þessu húsi upp, er úr brýnni nauðsyn bætt í bili og mundi veita dýrmæta reynslu fyrir fram- hald á þessari braut. Afstaða stjórnmálaflokkanna Meih hluti fulltiða íslend- inga 'fer uppalinn í sveit, að ollu eð'a nokkru leyti. En þró- un stvinnulífsins í landinu hefif-valdið því, að nú dvelja um ýá 'hlutar þjóðarinnar í kaupstöðum og kauptúnum. Þeir, sem í kaupstöðum búa, hafa þó ekki, þótt þeir dvelji þar nú, slitnað svo úr tengslum við svitina, að þeir þrái.hana eklci. Síður en svo. Það er staðreynd, að bæjar- búar, , sem hafa alizt upp í sveit eða dvalið þar langdvöl- um. .Áafa mikla löngun til að dvelja í sveitinni, þegar þeir hafa( tækifæri til þess. Þetta á ekki aðeins við um okkur ís- lendinga, heldur engu síður þjóðir, sem miklu lengur hafa dvalið í horgum, eins og til dæmis um Englendinga og aðra Norðurlandabúa. Þessar þjóðir leggja á það mikla á- herzlú að skapa sem flest- um begnum þjóðfélagsins tækifæri til dvalar í sveit á hverju sumri og telja slíka dvöi bókstaflega nauðsyn fyrir andlega og líkamlega iieilbrigði þjóðarinnar. Meðal þessara þjóða hafa tjölmörg gistihús og dvalar- heimili verið reist út um sveit- írnar. á fögrum stöðum, þar ,sem tækifæri eru til ýmssra athafna eða íþrótta. Gistihús þessf eru jafnan búin eins vel og fópg eru á, svo vistlega og aðlapandi, að gestirnir geti funfeUð sig þar heima og það skaþist hlýja í huga þeirra til staóarins. Slík dvalarheimili vantar hér á landi algerlega gististaði, sem fólk getur farið t'il um helgar eða dvalið lengri eða skemmri tíma, eftir þvi sé‘m efni og aðstæður leyfa og 'iiótt sér hressingu og starfsþrótt í skaut náttúrunn- ar. Þeir kaupstaðabúar, sem ekkí hafa efni á eða aðstöðu til þess að eiga sumarbústað, fara allt of margir á mis við þá endurnæringu og gleði, sem x þvi er fólgin að dvelja á hvildardögum sínum í sveit 1 rkautx náttúrunnar. Mótéaka erlendra gesta á að verou arðvœnlegur at- vinnuvegur. Enginn efi er á því, að það mynau ekki aðeins vera við Ldendmgar, sem vildum dveija í þeim gistihúsum, sem við byggöum á fögrum stöðum a Islúndi. Land vort er svo sér- 'kennilegt, frábrugðið öðrum lönclum að landslagi og gróóri, auk þess sem það hef- ir- upp á hin furðulegustu nattúruundur að bjóða, að auðvelt myndi vera að fá fiingaö erlenda ferðamenn i tsórhópum og fylla mörg fjalla- og sveitagistihús. Enda hefxr þaö nú þegar sýnt sig, að margir vilja koma hingað, ef aðeins væri hægt að taka amóti þeim. En það er ekki, emS og ástatt er hér með gistihús. Með góðri kynningu a okkar fagra og sérkennilega landi og með þeirri samgöngu- tsékni, sem komin er, mun auöveit að fá hingað erlenda leröamenn í stórum. stíl og gera móttöku ferðamanna að arðvænlegum atvinnuvegi, íyrri fjölda manns. Það er á- reiðanlega ekki síður hægt að afla erlends gjaldeyris með því að selja framleiðsslu okk- ar fullunna erlendu fólki í landinu, eins og að senda vör- Þegar bæjarflokkarnir hafa til þrautar barizt um fylgi kaupstaðarbúa snúa þeir væntanlega vopnum sínum og áróðri gegn sveitunum. Hing að til eru það einvörðungu tveir flokkar, sem þar hafa átt fylgi að fagna. Við skulum í fáeinum atr- iðum gera okkur ljóst hvers við megum vænta okkur til hagsbóta frá bæjarflokkun- um, að óbreyttri stefmi þeirra og málefnaflutningi. Fyrst'má fræga telja komm únista. Þeir ligg.ia undir því ámæli, að afstaða þeivra til þjóðmála miöist við vilja og fyrirskipanir frá erlendu stór veldi. Framkoma þeirra í ýmsum málum hefir stj'rkt þessa trú. f því sambandi nægir að minna á afstöðu þeirra augum og nálgaðist varðandi máli. Meðan heilt var á yfirborð- inu milli Rússa og Hitlers, snerust íslenzkir kommúnist- ar til hatramlegrar mótstöðu gegn brezka setuliðinu, er hér dvaldi. Öll íSlenzk, hjálp því til handa var fordæmanleg í þeirra augum og málgaðist föðurlandssvik. Eftir að Hitler réðist á Rúss land 1941 sneru íslenzkir kommúnistar blaðinu við og köiluðu sörnu vinnu, (setuliðs vinnuna) landvarnavinnu. Þetta er gott dæmi um snún ingalipurð kommúnista fyrr og síðar. Eitt er víst, að rúss- neskir stjórnarhættir hafa á sér sjúkdómseinkenni ein- ræðisskipulags. Einnig hefir land þetta náð tæknilegum á rangri í áróðri fyrir stefnu sína og beitt honum hlíföar- laust í öllum löndum. Full- yrða má, að rússneskir stjórn arhættir falla ekki í jarðveg íslenzkra sveita né yfirleitt samræmanlegir íslenzkum hugsunarhætti. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins, bæði hvað þingm. tölu snertir og atkvæðamagn. Hann byggir tilveru sína á óheftu ein- staklingsframtaki. Hér á landi starfa undir merkjum þessa flokks rikustu borgar- arnir: kaupsýslumenn og stóratvinnui-ekendur. Auk þess trúa undarlega margir á ágæti þessrar ómannúðlegu stefnu, bæði við sjó og í sveit. Stefna þessi hefir í öllum löndum skapað ósætti, sam- fara ódrengilegum aðferðum í fjáröflunarleiðum. í auð- mannaþjóðfélögum hafa efna hagsástæður jafnan skipzt í tvö horn: auömenn og ör- eiga. Kommúnistar vaxa því hvergi örar og hvergi með jafnmiklum rétti, eins og, af (Framhald á 6. síöu) „Kvenréttindakona innan vi5 tvítugt“ sendir mér línu og held ég að ég lofi ykkur að sjá erindi hennar. „Þar sem ég er kvenréttindakona get ég ekki látið afskiptalaus um- mæli „Sveitamanns" um kvenfólk nú á dögunum, sem birtust í þess- um pistli hinn 16. þ. m. Hann talar um að stúlkur, sem eru fæddar og hennar sti á jörð, sem ekki væri uppaldar í sveit," segi „frat“ á þá, vegna þess, að það er húsalykt af þeim og heystrá eða mosakló í of- análag.“ Hvað er eðlilegra? Hvern- ig heldur hann að þrifin stúlka geti t. d. þolað að maðurinn hennar korni aö matborðinu með skítugar hendur og angandi af fjósalykt? Húsmæður urðu að þola þetta fyrr á tímum, en ekki húsmóðirin 1948, því að það er alger óþarfi. Þeir eiga að fara úr skítagallanum frammi og þvo sér áður en þeir koma inn. Það er ekkert á móti því að gerast bóndakona á góðri jörð með nýlegu húsi þar sem hægt er að hafa það huggulegt. En eftir því, sem „Sveitamaðurinn" talar, ætti hann að geta veitt tilvonandi konu sinni það. Svo vona ég að hann taki það ekki illa upp þó að ég gefi honum góðar ráðleggingar, sem hann getur notað næst, þegar hann fer í konuleit. Pyrir það fyrsta ætti hann að láta þrengja buxurnar sínar ofurlítið, það er svo hlægilegt að sjá. menn labba í pilsvíðum buxum. Svo væri ekk- ert á móti því að stífa flibbann, svo að hann standi ekki beint út í loftiö. Þaö er líka óttalega ljótt að sjá knallrauð slifsi og óburst- aða skó. Svo vona ég að þessi heil- ræði reynist vel.“ Sveitama'ðurinn svarar fyrir sig, þyki honum ástæða til, þegar hon- um berst þetta blað, sem ekki verð- ur allra næstu daga, því miður, þar sem hann er langt í burtu. En benda vil ég okkar ungu vinkonu á það, að ekki sagði maðurinn, að húsalyktin fylgdi þeim sveitungum að borði og sæng, en því skilst mér, að stúlkan geri ráð fyrir. Hitt er annáð mál, að bústörf í sveitum eru misjafnlega hreinleg, þó að heilagur sé vinnusaurinn, eins og máltækið segir (heilagur i fuilum rétti) og því er það ærinn munur að þvo föt af sveitamönnum eða skrifstofumönnum. „I*að er ekkert á móti þvi, að gerast bóndakona á góðri jörð, með nýlegu húsi, þar sem hægt er að hafa það huggulegt," segir stúlkan. En hvað finndist henni, ef elskhugi hennar sæti á jörð, sem ekki væri búið að byggja á og ekki nema að nokkru leyti búið að gera góða, því að fæstar íslenzkar jaröir 'nafa verið góðar frá hendi náttúrunnar? Maöurinn ætlaði sér að gera jörð- ina góða og byggja á henni góð hús. Vildi hún ganga með honum að því uppbyggingarstarfi eða snýr hún baki við honum, af því hann ætlar sér að vinna þetta þjóðþrifa- verk sjálfur, en aðrir eru ekki bún- ir að því fyrir hann? Eða lætur hún víddina á buxunum hans ráða úrslitum, flibbann, bindið og skóna? Það væri óneitanlega fróð- legt að sjá í hug hennar og fá að vita þetta. Hvað hugsa okkar ungu kvenréttindakonur? Vilja þær ganga út í harða baráttu til að skapa betra og farsælla þjóðfélag t. d. með því að rækta landið og byggja upp? Eða vilja þær aðeins leita þangað, sem þægindin eru komin og njóta ávaxtanna af unnu starfi annarra? Pétur landshornasirkill. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Ingikjai'gar Þópðardóttiir, Hofsstöðum. Vandamenn. Við þökkum innilega vinum og vandamönnum auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför séra Árna l*órarmss©iiar frá Stórahrauni. Sérstaklega þökkum við fyrrverandi sóknarbörnum hans og prófasti og presti Snæfellsnessprófastsdæmis. Elísabet Sigurðardóttir. börn og tengdabörn. o o n o o n o o o Því fleári sem við erum, því melra getum við. Leggjmai ©II lið ©kkar til starfs samwimmfélagaima ©g kætram liaimig kjjör al'inesmings í lanelism. I Samband ísl. samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.