Tíminn - 19.03.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, föstudaginn 19. marz 1948,
65. blað
GÁMLA BIÓ
i f 11
Amor í veðreiðíiia.
(She Went to the Races)
Skemmtileg og spennandi
amerísk kvikmynd
James Craig
Frances Gifford
Ava Gardner
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOU-BÍÓ
Perlukóngur á
Suðurhafseyjnm
(Wallaby Jim of the Islands)
Afar spennandi og vel leikin
\ amerísk mynd.
.
Aðalhlutverk:
Ruth Coleman
Mamo Clark
George Houston
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sími 1182.
Loðni apiim.
(The Hairy Ape)
Akaflega spennandi og vel leik-
in amerísk kvikmynd.
Aðalhlutverk:
William Bendix
Susan Hayward
John Loder
;; Bönnuð börnum yngri en
16 ára.
;; ; Sýnd kl. 5 og 9._____
HLJÓMLEIKAR KL. 7
Erlent yfirlit
w rr.-:.
fFramhald af 5. síðu)
þær mundir við að taka völdin, og
við vildum fyrir hvern mun fá
hann í lið með okkur. Petkov lifði
eins og ungum höfðingjum var títt
1 þá daga, og hafði ekki mikinn á-
huga á stjórnmálum. En minning
föður hans og bróður voru honum
mikils virði, og eftir kosningasigur
okkar í júní 1931 tók hann við rit
stjórastöðunni við flokksblað okkar.
Hin fyrstu kynni nún af Petkov
Voru ekki beinlínis góð. Þó að hann
yæri herðabreiður og virtist vera
karlmenni, hafði hann átt við ýmsa
sjúkdóma að stríða, sem ollu því
að hann gekk haltur og boginn,
bg oft var hann með handaskjálfta.
ífánn var daufur og átti fáa kunn
ingja. Þegar hann talaði, lyngdi
hann alitaf aftur augunum til þess
að þurfa ekki að horfa á þann,
sem hann talaði við. Þennan unga
höfðingjason vantaði sýnilega það
sjálfstraust, sem hafði einkennt
Petko bróður hans. Og mér fannst
hann líka skorta viljaþrek og djörf
ung bróður síns. Síðar gerðist
margt, sem sýndi að mér hafði ger
samlega skjátlast í áliti mínu á
máöþinum. Undir álútu framgöng
unni, skjálfandi höndunum og hálf
luktum augunum fólst baráttuhug
ur, sem var jafn djarfur og óbil-
gjarn eins og hjá Petko Petkov,
þegar hann stóð upp á sitt bezta.
Þipgræðið hé’st ekki við nema
þrjú ár eftir að Petkov kom til
skjalanna. í maí 1934 gerðu íhalds
öflin byltingu og komu á einræöi
NÝJÁ BÍÓ
Ileffan frá
MiehigaH.
T (Michigán Kid)
Afar fjörug og spennandi æv-
intýramynd, í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Jon Hall
Rita Johnson
Victor McLaglen
Bönnuö yngri en 14 ára
Sýning kl. 5, 7 og 9
TJÁRNÁRBIÓ
Atvík í Piccadilly.
(Picadilly Incident)
Spennandi ensk ástarsaga úr
ófriðnum.
Anna Neagle
Michael Wilding
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
undir forustu Kimions Georgiev
forsætisráðherra, sem í dag er utan
ríkisráðherra kommúnistastjórnar-
innar í Búlgaríu. En 1938 féllst
stjórnin á að kosningar yrðu látn-
ar fara fram, og Petkov var kos-
inn á þing. Þar sýndi hann svo
mikla djörfug, að afturhaldsöflin
boluðu honum burt.
Svo kom stríðið. Eftir að Pólland
og Frakkland höfðu verið undir-
okuð varð yfirgangur Þjóðverja í
Balkanlöndunum miklu tilfinnan-
legri en áður. Ég fór því á fjörurn
ar við alla lýðræðis- og and-þýzka
flokka, og lagði til að þéir gengi í
bandalag til að verjast áhrifum
Þjóðverja. Hinn 21. febrúar 1941
sendum við Boris konungi erindi,
undirritað af leiðtogum tíu flokka.
Viö kröfðumst þar þess, aö stjórnin
léti af hinni þýzkhollu stefnu sinni
og gætti hins ítrasta hlutleysis.
Klukkan 4 morguninn eftir tók
lögreglan mig fastan. Þegar lög-
reglufulltrúin, sem stýrði handtök-
unni, sneri bakinu við mér til þess
að tala við konuna mína, tókst
mér að skjótast út um eldhúss-
gluggann og komast yfir grindurn
ar kringum garðinn.
Ég hafði séð það fyrir, að ég
mundi verða tekinn fastur. Þess-
vegna hafði ég haft Petkov með
mér á síðasta flokksfundinn og
kynnt hann ráðandi mönnum okk-
ar. Við komumst að því samkomu-
lagi, að ef eitthvað kæmi fyrir
mig, þá ætti hann að taka við
störfum mínum. Sjálfur komst ég
burt úr landi, um Júgóslavíu, eftir
að hafa verið í felum um hríð.
Þegar þýzki herinn fór yfir landa-
mæri Búlgaríu 1. marz 1941 var
Petkov sendur í fangabúðir. Hann
slapp þaðan eftir þrjá mánuði.
Þó hann væri óvanur allri „neö-
anjarðarstarfsemi" tók hann þeg-
ar föstum tökum á henni eins og
þaulvanur væri. En það, sem ég
var ekki samdóma honum um, var
að hann hafði full nána samvinnu
við kommúnistana. Hann bar hlýj-
an hug til Rússlands, og hann dáð
ist að dirfskunni, sem búlgarskir
kommúnistar sýndu. Hann var ör
á peningahjálp til þeirra, ekki að-
eins úr eigin vasa, heldur líka úr
sjóði bændaflokksins.
Hin upprunalega samfylking
gegn hinni þýzku stjórnarstefnu
hafði í fyrstu verið skipuð tíu
fiokkum, frá koiftmúnistum lengst
til vinstri til hins íhaldsama lýð-
ræðisflokks lengst til hægri. Nú
varð Petkov að yfirgefa þessa sam
fylkingu vegna Ættjaröarfylkingar
innar, en í henni voru aðeins þrír
stærstu flokkarnir — bændaflokk-
urinn, kommúnistar og jafnaöar-
menn — og tveir minni flokkar.
Jafnvel þó stefnuskráin, sem Ætt-
jarðarfylkingin sameinaðist um,
væri svo lýðræðislegt, sem hægt var
að krefjast, varð það ljóst frá upp-
hafi, að kommúnistar mundu ná
miklu meii-i völdum þarna, en þeir
hefðu gert í stóru samfylkingunni.
Petkov var settur í fangabúðir á
ný í janúar 1944, en fékk frelsi
aftur nægilega snemma til þess að
geta tekið þátt í stjórnlagarofinu
8. september 1944. í ágústmánuðu
hafði stjórn Bagrinavos forsætis-
ráðherra byrjað samninga um
vopnahlé við Breta og Bandaríkja-
menn. Af einhverri ástæðu, sem
aldrei hefir komið i dagsins ljós,
drógu Bretar og Bandaríkjamenn
samningana á langinn og voru sí-
felt að breyta skilmálunum —
eins og framrás rauða hersins á-
leiðis til landamæra Búlgaríu skifti
engu máli. Hinn 6. september af-
réð stjórn Moravievs, sem hafði
tekið við af Bagrinovstjórninni, að
segja Þjóðverjum strið á hendur.
En stríðsyfirlýsingin var aldrei
send, því aö háttsettir kommúnist-
ar, sem voru nákomnir hermálaráð
herranum höfðu fengið henni frest
að til 8. september. En einmitt
þann dag sagði Sovétsamveldið
Búlgaríu stríð á hendur með sömu
Macchiavellikænskunni, sem var
urídirstaöa sáltmálans við Hitler.
Rauði herinn flæddi yfir landamær
in. Sama daginn gerði. Ættjarðar-
fylkingin byltingu með stuðningi
hersins og tók stjórnina fasta —
stjórn þá, sem þegar hafði sagt
Hitler stríð á hendur. En rauði
herinn hélt áfram innrásinni þang
að til hann kom suðurlandamær-
unum og ógnaði Tyrklandi.
Næsta grein Dimitrovs birtizt á
morgun.
Kcflavíknrsamn-
inguriim oíí' homm>
ímistur.
(Framliald af 5. síðu)
ásakaðir um flest annað en
erindrekstur fyrir Bandarík-
in. Þótt áróður þeirra geti orð
ið yfirgangssömum Banda-
ríkjamönnum vopn í hendur
gegn íslendingum, vakir það
samí vart fyrir þeim að
| hjálpa Bandaríkjunum
1 þótt þeir geri það þannig
I ósjálfrátt. Markmið þeirra
i með rangtúlkun Keflavíkur-
j samninginn er sá sami og hjá
i dönsku kommúnistunum,
i þegar þeir skrökva upp her-
j stöðvarsamningum milli
; Breta og Dana. Það er að
1 reyna að halda því fram, að
önnur stórveldi en Sovétríkin
séu að seilast til yfirráða ut-
an landamæranna og eigi þar
líka %ína „kommúnista“, er
láti undan þeim og veiti þeim
fríðindi. Með ósannindum og
blekkingum á þannig að
draga athygli frá yfirgangi
Rússa og undirlægjuhættin-
um, sem kommúnistar ann-
ars staðar sýna þeim.
Blekkingar kommúnista
um Keflavíkursamninginn
ættu því ekki að villa um
neinn. Ákafi kommúnista í
því að reyna að draga þannig
athygli og umtal frá eigin
undirlægjuhætti, gerir hann
aðeins meira áberandi og aug
Ijósari.
X+Y.
A. J. Cronín:
Þegar ungur ég var
um. „Adam hæddist alltaf að mér. Hans vegir voru ekki
mínir vegir. Hann er þó bróöir minn, og mér þykir vænt úm
hann. Og svar nuTt við öllu, er eitt og hið sama: Kærleikur
— kærleikur
„Ég skil alls ekki, hvað þú átt við,“ sagði pabbi fokvondur.
„Ég vil fá peningana mína með vöxtum."
Soffía var koxnin inn í eldhúsið. Hún kraup við kolakass-
ann og var að bæta í eldinn. Pabbi þagði meðan hún var
inni, en jafnskjótt og hún hvarf aftur fram í klefann, spratt
hann á fætur, þréíf kolaskófluna og rótaði því, sem hann
’náði af kolunum.Vniður í kolakassann aftur. Nú var hann
; orðinn sótrauður i framan. „Það veit enginn, hvað ég á við
1 að stríða,“ sagðhhann. „Það er hver húfan ofan á annarri.
1 Adam — þrjóturinn hérna uppi, sem ætti að vera á ómaga-
iheimili — Clegliorn, sem fékk fullan bata á nýrnaveik-
inni! Ég veit éKkiþhvað ég á til bragðs að taka.“
„Þú gætir látið þér þykja vænt um aðra, faöir minn,“
sagði Murdoch' hógværlega.
„Hvað segirðaíg hrópaði pabbi forviða.
„Já, faðir minn,“ sagöi Murdoch með hægð. „Ég á ekki við
anhað en það, sem ég segi. Þú þarft bara að kynnast þeirri
gleði, sem bröðúfkærleikurinn hefir veitt mér.“
Hann reis á fætur, og ég skynjaði ósjálfrátt, að nú myndi
eitthvað óvænt:‘gerast. Það hlaut einhver skelfileg dirfska
að hafa náð takiíádionum. Djúpt í sál hans hafði fæðzt játn-
ing, sem hann (Slöhgvaði nú yfir alla. Slíkt henti Murdoch
þrisvar á lífsleiðinni, að því er ég bezt veit. Það gerðist í
fyrsta skipti á márkaðinum í Ardfillan, þegar hann spratt
upp og hótaði ;áð fyrirfara sér — og. það gerðist í þriðja
skipti eftir garþyrkjusýninguna, þegar hann tilkynnti, að
hann ætlaði að kvænast. En það var seinna. Nú hafði heil-
agur andi komið' yfir hann, og hann talaði eldlegum tung-
um.
„Ég er frelsaður,“ hrópaði hann. „Ég er striðsmaður herr-
ans, frelsara vors“
Hann Sagði ekki meira — ekki aukatekið orð. En það lék
sælt bros um varir hans, þegar hann tók hatt sinn og gekk
brott. • '"
Pabbi gat ekki komið upp einu einasta orði. Við Kata urð-
um hér um vil éíns forviða, en við eltum hann þó til dyra.
Og þar komumst..við líka að raun um, hvað hafði umvent
honum. Það var-ekki um að villast. Úti fyrir tvísteig Bessa
Ewing og beiö"hans. Hún var hreykin á svip, þegar hún
smeygði hendinrti undir handlegginn á honum, og brosið,
sém lék um vafir hennar, gaf til kynna, að hún vissi, hvers
eignarrétturinn .var. Hvorugt þeirra veitti okkur athygli.
Murdoch skauúfram brjóstinu, eins og hann væri þegar far-
inn að rogast með lúðra eða trumbur hjálpræðishersins.
Við þögðum lengi.
„Jæja — svöha er þá málið vaxið,“ sagði Kata. „Trú-
ræknin tekur á sig einkennilegar mynd.ir í þessari ætt.“
Það var einkenpilegur glampi í augum hennar, þegar hún
leit á mig. „Við érum víst eitthvað skrítin. — Ég er annars
að furða mig á því, að þú skulir vera kyrr hér á Sjónarhóli.“
Ég anzaði eng.ú.
Þá hló Kata, tók utan um axlirnar á mér og lagði þurran
vanga sinn aö kínn minni.
„Já, Róbeft,“ sagöi hún. „Lífið er ekki alltaf leikur.“
Svo hvarf hún inn í eldhúsið, en ég staulaðist upp stig-
ann og inn í herþergið mitt. Ég fleygði mér upp í rúmið —
ég hafði ekki ejhú' sinni í mér dug til þess að fara úr óhrein-
um vinnufötuhuíri'.
Kata taldi pábba og ömmu á að fara í lieimsókn þetta
kvöld. Ég heyröi þau skella útidyrahurðinni á eftir sér.
Soffía var líka farin. Við afi vorum tveir einir í húsinu.
Það var hljótt bæði úti og inni. Ég spennti greipar fyrir
aftan hnakkamf ög reyndi að hugsa um eitthvað, sem gæti
látið mig gleýriiá veruleikanum. En ég gat ekki gleymt því,
sem gerzt h'afði i eldhúsinu — að því hvarflaði hugur minn
aftur og aftur,-...
Þaö var eiris -og allir hefðu sameinazt um það að gera
mér lífið súrt. Hmvending Murdochs var eins og skrípamynd
af trúaráhuga'Tffinum í gamla daga. Auvirðileg nizka pabba
var orðin að brjálsemi. Ifann drakk teið orðið bæði sykur-
laust og mjóikufiaust, nærðist varla á öðru en baunum og
hafragraut ög,.hattaði í myrkrinu til þess að spara gasið.
‘ Það var ótrúlegtj hvað hann var natinn að tína saman
' kertisstubba og sápuagnir. Ef eitthvað fór forgörðum í hús-
inu, gerði hanri' aiíðvitaö við það sjálfur,,og fyrir fáum dög-
um hafði ég 'kömið að lionum, þar sem hann var að berjast
við að neglá ieðúfþót undir skóna sína.
Ég hataði þéssá peningagræðgi, og ég hataði alla pen-