Tíminn - 21.04.1948, Síða 4

Tíminn - 21.04.1948, Síða 4
TÍMIJíN, miðvikudaginn 21. apríl 1948. 89. blaff Húsfreyjur nútímans Niðurlag. Pólk þarf að sjá verðmæti sveitarinnar í öðru ljógi en nú er gert, svo það kunni að meta kosti hennar. Hvílíkur munur að sækja mjólkina sína í kúna út í fjósið, eða sfcanda í biðröðum við mjólkurbúðirnar og bíða eftir mjólkinni, sem maður svo ekkert veit hvaðan kem- ur og nægtir af garðamat sem heimilið hefir þegar fram á sumarið kemui; 'og kálið stendur í blóma í görð- unum og allt grænmetið og síðan koma kartöflurnar og gulrófurnar. Kálið er nú sjaldan þrosk- að fyr^ en að haustinu. Venju léga er farið að slátra ein- hverju seint í júlí, eftir það er nóg af nýju kjöti, silung- ur úr ám eða vötnum og lax til hátíðabrigða. Það er nota- legt að fá þetta allt heima hjá sér, áji beinna útgjalda, en ekki er þetta fyrirhafnar- laust. Ekki má gleyma blá- berjunum og ribsberjunum úr garðinum á haustin. Ég þekki ekki annan betri eft- irmat en bláber og rjóma, og ribsbei’in úr garðinum í sultu. Mér hefir alltaf fundizt skemmtilegast að matbúa og framlejða mat fyrir heimilis. fólk og gesti þegar sem mest af því er heimafengið og um leið allsnægtir fyrir hendi. Það er ein skemmtun, sem húsfreyjur í sveit eiga.hægra með að veita sér en þær, sem jL. borginni búa. Það er ‘ að eiga rei.ðhest, Ekkert er betri skemmtun en að koma á bak á góðum hesti og riða lítinn spöl. Það er hressing bæði fyrir líkama og sál. En helzt þarf maður að fá að þekkja hann iengi og kynn- ast honum og verða vinur hans. Þaö er áægjulegt að stíga 1 þak hesti, sem réttir manni hausinn til að heilsa . um leið og við ætlum að stíga á bak og hann er ekki ánægð ur fyrr en við erum búnar að klappa honum þegar hon- um er sleppt. Hinn skemmtilegi rithöf- undur og íæknir Steingrímur Matthíasson segir í bók sinni; Annað líf í þessu lífi, þegar hann talar um bændakonur á JFjóni, að þær séu of feitar og hafi of háan blóðþrýsting. Hann segist engin ráð þekkja betri að gefa þeim en þau, að bóndinn dansi við þær 1 hálftíma tvisvar á dag. Ég gæti nú trúaff að það vildi gleymast og vildi heldur að íslenzkar konur reyndu að fara á hestbak. Það þarf ekki að vera svo langt, að þið get- ið ekki séð, til barnanna úti ef enginn fullorðinn ' er heima. Aðalatriðið er að fá hreyfinguna á hestbaki. Nú er mikil bílaöld. Allir' vilja eiga bíl. Þeir éru þarfir og ómissandi til vöruflutn- inga og langferða. En til skemmtiferða og hressingar verða þeir aldrei á við ís- lenzka hestinn. Þeir sem kunna ...að fara með hann, gera hann sér að vini og fá hann á þann hátt til að láta sér í té allt það bezta sem hann getur lagt til með fóta- burði sínum. Útvarpscrindi eftir frú Jóními Sigurðar- déttur íiíndal á Lækfaiuóti Gömul kynni, eftir Ingunni | Jónsd. húsfreyju á Kornsá. Mikiff hefir starf og staða ís- lenzku húsfreyjunnar b’reytzt síðan móðir. Ingunnar tók laxinn og ætlaði að sjóða hann handa heimilisfólki sínu, en þegar til átti að taka var eldurinn dauður og eng- ar eldspýtur til. Það var áð.ur en þær urðu til. Húsfreyjan var ein heima við búverkin, en allt fólk á engjum. Henni vildi það til að léttadrengur | kom heim af engj unum og hún gat sent hann á næsta bæ til að sækja eld. Sem eðli- legt var raskaði þetta mikið matmálstíma fólksins, sem ekki var venjulegt á þessu heimili. Eða. þá myrkrið í göngunum þegar vinnukon- an var að blása í eldinn og kveikja ljós um kvöldið. Þá var líka gleði barnanna mikil þegar þetta góða ljós á grút- arlampanum var komið í baðstofuna. ' ’ .. ' Við, sem höfum okkar fyrstu kynni af lífinu rétt fyrir síðustu aldamót, höfum nú aldrei komizt í þessi vadræði með eldspýturnar og erum flest uppalin við ljós á steinolíulampa og kola- eða móeldavél eða vél, sem brennt er í sauðataði. Það eru nú ekki nema á þessum 20—30 síðustu árum, sem þær miklu framfarir hafa orðið á heimilunum að lagðar hafa verið miðstöðvar til hitunar, sumstaðar hit- j aðar með heitu vátni úr iðr- um jarðar og sumstaðar hit- aðar með venjulegu eldsneyti — og sumstaðar með raf- magni, sem oftast er fram- leitt með vatnsafli. Rafmagnið, þessi dásam- lega heimilishjálp, sem allar húsfreyjur óska að fá á heim- ili sín og er ómissandi hjálp við heimilisstörfin. Rafmagn til ljósa, suðu og hitunar, rafmagn til að knýja Ég var að blaða í bók sem liggur hér á borðinu hjá mér. áfram vinnuvélar við innan- hússtörf og framleiðslutæki, allt þetta þurfum við að fá. En öll þróun tekur sinn tíma og þess er ekki að vænta að öll heimili á landinu hafi hlotið þessi gæði á tveim til þrem áratugum, en við verð- um að knýja á og fá þau sem allra fyrst. ....... Mikill meiri hluti sveita- býla hefir nú all sæmileg húsakynni og margir raf- magn í einhverri mynd, sum- ir gott og fullkomið rafmagn til allra hlutá og sumir fram- leitt með vindi eða mótor. Þannig hefir fjöldinn allur sigrast á skammdegismyrkr- inu rneð ljósamótor eða vind_ rafstöð, sem er til mikilla bóta þar sem ekki er á öðru völ. Vildi ég óska íslenzkum heimilum þess, að þeim öll- um auðnaðist að fá rafmagn til heimilisnota i einhverri niynd og það sem allra fyrst ogþað hefst ef fasterróið. Karlmennirnir, sem má heita að hafi öll fjárráð í rík inu, verða að skilja það, að eins og nú hagar til með heimilishjálp, er heimilun- um það lifsnauðsyn að fá rafmagn til að létta störfin og til góðrar afkomu og það má ekki koma fyrir að sveita húsfreyjur þurfi að flytja úr sveitunum fyrir skort á raf- magni og flykkjast til borg- arinnar I von um meiri lífs- þægindi. Sannleikurinn er sá, að lífsþægindin geta orðið að óþægindum ef of margir flykkjast utanjim þau. Ég hefi orðið vör við það hér í Reykjavík í vetur, að hitaveitan hefir orðið áð kuldaveitu og ég, sem flest öll mín jól hefi lifað í sveit, hefi aldrei borðað jólamat- ínn við jafn lélega birtu eins og í vetur. Ég ætla að lofa ykkur að sjá bréf frá útvarpshlustanda. Ég held að réttast sé, að ég segi ekki neitt um það frá eigin brjósti, því að mér finnst fara vel á því, að það komi til ykkar eins og hlustand- inn gekk frá því. Hann segir: „Ég er útvarpshlustandi, ég er „þjóðin“ ■— svo langt sem það nær. Skemmtilegust af öllu því, sem í útvarpinu er flutt, þykja mér leik- ritin. — Þar á meðal stjórnmála- umræður flokkanna. „Tíminn" segir frá því, 16. apríl s. 1., að „Ungir Pramsóknarmenn" hafi farið fram á það við aðra stjórnmálaflokka ungra manna í Reykjavík, að þeir efndu allir til útvarpsumræðna með jöfnum ræðutíma, en svonefndir kommún- istar hafi ekki viljað taka þátt í slíkum umræðum, nema þeirra flokkur fengi jafnlangan ræðutíma og hinir þrír samtals. Þetta þykir sögumanni Tímans óréttmætt og ,stingur upp á því, aö umræður slík- ar fari fram og kommúnistum verði ætlaður jafn ræðutími hverj- um hinna flokkanna. En vilji þeir ekki nota tímann, þá verði þögn þá stund, sem þeim er ætluð. Þetta fyrirkomulag tel ég með öllu óhaf- andi. Og verði það viðhaft, mætti það kallast hin „svívirðilegasta á- rás“ á heyrnarfæri útvarþshlust- endastéttarinnar á Islandi, sem áð- ur er þó nægilega þrælkuð af skrípa nafnaþulum þeim, sem fylgja svo nefndum „óskalögum," og mörgu öðru.. Ætli fólki þyki ekki nóg að standa í kílómetra löngum bið- röðum við búðir og skrifstofur, þótt það verði ekki neitt til að sitja og hlusta á þögnina í útvarpinu klukku Frú ýmsum liliðum: Almannatryggingarnar Lögin um alþýðutrygging- arnar hafa vei’ið mikið gagn- rýnd og hefir verið fyllsta á- stæða til þess. Lögin voru af- greidd á Alþingi í flaustri með svo miklum annmörkum að furðu gegnir. Er t. d. 112. og 113. gr. gagnvart fátækum framleið- endum gott sýnishorn um það. Sú hugmynd þessara laga, að rétta hlut þeirra, sem erf- iðast eiga í Jífsbaráttunni, er góð. En sá góði tilgangur má ekki ná svo langt, að giald- endum sé svo stóríþyngt með gjöldum, að menn megi vart undir þeim rísa. Og sízt af öllu má íþyngja svo vissum gjaldendum, að þeim sé gert skylt að greiða gjöld þessi, en aðrir fái ríflega styrki úr sjóðnum, sem eiga það miklu síður skilið. Er það sanngjarnt að hjón- um, sem eru komin á efri ár, eru efnalítil og útslitin og hafa komið upp stórum barnahóp, 8—10 eða 12—14 börnum, sé gert skylt að greiða persónugjald eftir að hafa lokið svona stóru dags- verki, og eiga svo þetta per- sónugjald yfir höfði sér t. d. í 10—15 ár? Vitið þið, góðu menn, sem þessi lög hafa samið, hversu miklu þessi barnmörgu hjón hafa fórnað? Tökum t. d. 55 ára gömul hjón, sem hafa byrjað bú- skap sinn fyrir 30 árum og eru það langt komin að koma upp 12 barna hóp, að 3 eru aðeins innan 16 ára aldurs. Af þessum 30 árum hafa nú um % tímabilsins verið erfiðleika- og kreppuár. Allflest af þessum barnmörgu hjónum hafa því sennilega byrjað með lítil efni. Þjóðin var þá ekki talin rík. Fyrir- vinna þessara heimila hefir því þurft aö leggja á sig mikla (FrG.mha.ld á 6. síðu) tímum saman. Eg mótmæli því téðri aðferð og krefst þess, að feng inn verið hæfur maður — t. d. Helgi Hjörvar, til þess aö lesa upp merkilegar greinir úr „Þjóðviljan- um“ (ef þær eru þá nógu margar til, annars þá bara fyrirsagnir og spásagnir) allan þann tíma, - sem kommúnistum yrði ætlaður á starfs skránni. Þetta ætti að takast „með leyfi hæstvirts forseta," og þurfa engra frekari vafninga við, en gera sama gagn ■— eða ógagn.“ Svo er hér bréfkafli frá Hall- birni E. Oddssyni. Ég vil byrja á, að biðja hann velviröingar á því, hvernig tekizt hefiv. til með birt- inguna á vísu hans og þarf ekki fleira um það að segja, þegar menn hafa lesið greinargerö hans, þá sem hér fer á eftir. „Ég verð að biðja yður að leið- rétta fyrir mig prentvillur, sem slæðst' hafa inn í vísuna, sem var í bréfinu er þér birtuð þ. 5. þ. m., vegna þess að ekki er vist nema hún ver£\ endurprentuð síðar á- samt fleiru. Vísan . er frá minni hendi þannig: , „Stirt mjög flokka starfið er, stjórnar giltir fjöðrum nóra þeir og naga hver nábeinin á öðrum.“ Að „nóra“ eitthvað, er að reita eitthvað af einhverjum og er það gömul og góð íslenzka. Sama má segja um orðið að „norpa“ en merk ing þess er aö vera einhversstaðar kaldur og illa fyrir sig kallaöur úti á víðavangi, og á því alls ekki við efni vísunnar. Svo kann ég betur við að segja „nábeinin á öðrum" heldur en „úr öðrum,“ því enn sem komið er mun enginn flokkaima geta talist dauður. þó einhver þeirra kunni að vera skammlífur, eða kannske allir, ef járntjaldið nær hingað. Nú eru margir herrar og félög orðin samtaka um nýja betlisöfn- un.fyrir minnisvarða yfir hið ný- fengna íslenzka pappírslýðveldi, sem fcúið er að standa aðeins í þrjú ár, en sem virðist heldur á leiö niður á við, efnahagslega, síð- an það var viðurkennt. Forfeöur vorir hefðu lofað eftir komendum sínum að minnast þeirrar mikilsverðu og gleðiríku at- hafnar eftir sinn dag, en látið sín- um heiðri nægja að tryggja efna- legt sjálfstæði lýðveldisins, eftir því sem framast var hægt íyrir komandi kynslóðir, og þeir hefðu sofnað glaðir og rólegir hinum hinsta svefni út frá þeirri hugsun, þó ekki sæju þeir nöfn sín á nein- um betliskjölum fyrir minnisvarða um þriggja ára gamalt lýðveldi. Það sannast hér hið forna orð- tak: „Sagan endurtekur sig“ Aldrei hefir meiri betliö'/ gengið yfir ísland en einmitt nú, ekki jafnvel á eymdarárum þjóðarinnar, þegar menn flökkuðu um hungraðir og klæðlitlir. Það er - tvísýnt hverjir meiri heiðurs njóta, æðstu valda- menn þjóðarinnar, - svo sem ráð- herrar og þingforsetar, eða menn þeir, sem gangast fyrir að smala gjöfum til alls mögulegs og jafnvel ómögulegs, án tillits til þess, hvort safnanirnar eru þarfar eöa við eig- andi gagnvart ástæðum þjóðarinn- ar eða einstaklinganna. Það er verið að kenna eii.staklingunum að kasta hverjum eyri, sem inn þén- ast í betlihítina alveg eins og á stríðsárunum, í áfengi tóbak og allskonar glys og , prjál, svo þeir menn, sem þannig eru leiddir verði aldrei sjálfum sér nógir eða nýtir borgarar þjóðfélagsins. Þessi betli- sýki er farin að' setja met, sem yfirgengur hina frjálsu samkeppni, sem verzlunarstéttin og stjórnmála flokkarnir hafa þó hossaö nokkuð hátt og notað eftir 'beztu getu, þó sumir þeirra hafi ekki viljað við það kannast, eins og' sósíalistar, en þó samt notað það flokka mest á taflborði stjórnmálanna. Það er langt frá mér að telja allar fjársafnanir með samskotum óheilbrigðar. Nei, þær eru sumar þarfar og ómissandi, svo sem til skógræktar og annars landgróðurs, slysavarna og björgunarstarfsemi, sjúkrahúsa o. fl. „En hófið er bezt að hafa á öllum máta,“ segir gam- alt orðtak, en það orð þekkist nú ekki á íslandi, nerna eins og forn- yrði úr Eddunum, sem hætt er að nota daglega." Ég mun síðar tala, af þessu til- efni og öðrum, um hófleysisvenjur þjóðlífs okkar, og segja mitt álit á þeim. En í þetta sinn tek ég undir það, sem Hallbjörn Oddsson segir hér síðast, að örlæti til menning- ar og framfaramála er nauðsynleg dyggð, og það er langt bil frá eyðslu eins og kaupum tóbaks og áfengis, til drengilegrar þáttöku í landgræöslu, slysavörnum og björg unarstarfsemi hvers konar og má þá vel muna björgun frá berklum og áfengisnautn ekki síður en sjávarháska. En nú kveðjumst við í dag. Pétur Iandshornasirliill., iimiimiiimniiiimiiimiiiiiiiii 11 iii iiiiii ii iii 1111111111111111111 m iii iii ii ii ii ii iii iii n ii mii iiii!i!imiiin Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur T í M A N S iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimmmiimiiimiiiP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.