Tíminn - 30.04.1948, Blaðsíða 3
36. blað
TÍMINN, föstudaginn 30. apríl 1348.
3
Þátttaka í erlendum
Herra ritstjóri!
Svar»rí‘Í!i frá Einari B. Fálssywi, f®r-
í heiðruðu blaði yðar þ. 16.
apríl s.l. var birt grein eftir
hr. Jóhann Kristmundsson
frá Goðdal í Strandasýslu
undir fyrirsögninni „Hvað
meinar formaður skíðasam'-
bandsins?“ í grein þessari
leitast höfundurinn við að
sýna fram á það, að íslending
ar eigi svo góða skíðagöngu-
menn, „að 18 km. skíðagang-
an hafi verið sú eina grein
vetrar-ólympíuleikanna, sem
íslendingar hafi getað látið
sér i hug koma að verða fram
ar-lega í“. Og ennfremur:
„Tími beztu manna íslenzkra
á skíðamótum undanfarin ár
bendir ótvírætt til þess, að í
18 km. skiðagöngu hefðu ís-
lendingar jafnvel getað gert
sér vonir um að sigra“. (Let-
breyting hr. Jóhanns Krist-
mundssonar).
Greinarhöfundurinn vísar
til frásagnar af vetrar-ólym-
píuleikunum, sem íþróttasíða
„Þjóðviljans“ flutti þ. 16.
marz s.l. og segir: „Það mun
fleirum en mér, sem lesið
hafa grein herra Einars Páls
sonar, verða á að spyrja:
Hvað meinar maðurinn? Er
hann að afsaka mistök við
þátttöku í vetrar-ólympíu-
leikunum? Ef svo er, ferst
honum það óhöndulega. Eða
er hann aö gefa til kynna, að
göngubrautir á mótum hér
heima, og þar á meðal skíða-
landsmótinu, séu falsaðar, að
því er lengd snertir? Ef svo
er, ætti það að koma skýrt
fram, svo að hlutaðeigendur
gætu afsannað það“.
Það er skemmst frá að
segja, að meginatriðin í grein
herra Jóhanns Kristmunds-
sohar eru byggð á röngum
forsendum. Ég kann að vísu
ekki vel við það að rökræða
opinberlega mál á slíkum
grundvelli. En vegna þeirra
lesenda „Tímans“, sem áhuga
hafa á skíðaíþróttmni, þykir
mér þó rétt að skýra nokkur
atriði þessa máls, fyrst ég
hefi verið spurður um mein-
ingu mína.
1. Ég hefi enga grein skrif_
að í „Þjóðviljann,“ um vetrar
ólympíuleikina. Ritstjóri í-
þróttasíðunnar birti viðtal
við mig um förina þangaö.
Sú endursögn er í aðalatrið-
um rétt, en orðaiag hennar
og stíll er algjörlega ritstjór-
ans,”
2. Skíðakappganga er yfir-
leitt ekki miðuð við nákvæm
lega álcveðna vegalengd, og
er að því leyti svipuð víða-
vangshlaupi, en ólík hlaup-
um í „frjáls-íþróttum“. Það
sem í daglegu tali er kallað
18 km. skíðaganga, það er
kappganga á vegalengd, sem
oftast er milli 15 og 18 km.
Sjálf kappraunin er háð ýms
um ytri aðstæðum, sem ekki
er hægt að ákveða nákvæm-
lega fyrirfram, svo sem skíða
færi, vindi eða veðri, hæðar-
mismun á brautinni og því,
hvar á brautinni brekkur eða
mótbrekkur eru. Þessvegna
er tilgangslítið að mæla ná-
kvæma lengd skíðagöngu-
brautanna og það er líka
sjaldan gert. Oftast er lengd
’göngubrautarinnar fundin af
landabréfi, t. d. í mælikvarða
1:50.000. Enníremur mæla
skíðaleikreglurnar §vo fyrir í
31. grein: „Lengd göngubraut
maiini Skíðasamiiands Mands
ar skal ávallt miðast við
þjálfunarstig keppenda,. færi
og landslag".
Yfirleitt er tíminn, sem
göngumennirnir þurfa til
þess að ganga brautina, tal-
inn vera betri mælikvarði en
lengd brautarinnar, til þess
að meta það, hvernig braut-
arstjórinn hefir leyst það
hlutverk sitt af hendi, að
skapa keppendunum hæfi-
lega1 kappraun. Þannig er
það oft talið hæfilegt í því,
sem kallað er „18 km. skíða-
ganga“, að bezti göngumaður
inn fari brautina á um 70,
mínútum.
3. Hr. Jóhann Kristmunds-
son telur, að yfirleitt sé út-
koma á tíma verri í mjög
sléttum göngubrautum en
mishæðóttum, og fyrst
ólympíu-göngubrautin var
mishæðótt, þá mundu ís-
lenzkir göngumenn hafa
gengið hana með meiri meðal
hraða en göngubrautir hér
h.eima.
Hér virðist tveim hugtök-
um vera ruglað nokkuð sam-
an. Annarsvegar rástíma eöa
meðalhraöa og hinsvegar þvi,
hve auðveld eða erfið göngu-
braut er. Mjög slétt og flöt
göngubraut veldur einhæfri
áreynslu á líkarmum og þar
með þreytu í tiltölulega fá-
um vöðvum, sem stöðugt eru
í notkun. En slík braut eyðir
hlutfallslega lítilli orku. Sé
brautin smáhæðótt, þá getur
göngumaðurinn skipt oft um
göngulag og dreifist þvi á-
reynslan á fleiri vöðva. Sum-
ir vöðvanna fá svo nokkra
hvíld, þegar skipt er um
göngulag eða rennsli fæst
niður í móti. Slík braut eyðir
þó meiri orku frá göngumann
inum en sú flata, en er samt
stundum auðveldari að því
leyti, að áhrif vöðvaþreytunn
ar eru þar ekki jafn óþægi-
leg. Liggi hinsvegar göngu-
brautin um stórhæðótt land,
þá fer orkueyösla göngu-
mannsins að skipta hlutfalls
lega miklu máli, og slíkar
brautir geta verið hinar erf-
iðustu. Af þessu má sjá, að
göngubraut verður ekki auö-
veldari fyrir það eitt, að hún
er „mishæðótt“.
En svo er það rástíminn
eða meðalhraðinn, sem göngu
maðurinn nær. Hann er að
nokkru háður vöðvaþreytu
og orkueyðslu, þó misjafn-
lega mikið hjá mismunandi
gö«vgumönnum'og fer það eít
ir göngutækni þeirra og
„konditions“-þjálfun. En
meðalhraðinn er einnig háð-
ur öðrum atriöum og ætla ég
að geta eins þeirra hér, en
það er, hvernig mishæðirnar
eru í laginu. Mest skiptir þar
máli, hvort brekkurnar, sem
farið er niður, veita stutt eða
langt rennsli, miðað viö hæö
þeirra. Hliðarhalli í braut-
inni skiptir líka miklu máli.
Einna mestum meðalhraða
] mun þó vera hægt að ná á
rennisléttum fleti (ís), en
þannig eru göngubrautir nær
aldrei lagðar og þykja ekki
skemmtilegar.
Meðalhraðinn þarf því alls
ekki að vera meiri fyrir þaö,
að braut sé „mishæðótt“.
Þessi atriði eru öll mjög sam-
(Framhald á 6. síðu)
Áttræð:
FassaíBínS í
Guðrún ingimundardóttir,
að Fossatúni í Borgarfirði er
áttræð í dag. Guörún er fædd
30. apríl 1868, og hefir allt frá
fæðingu átt heimili að Fossa
túni.
Það er ekki ætlun mín að
rekja hér ætt Guðrúnar, enda
brestur mig þekkingu til
þess. Ég skrifa þessar línur
til að færa henni þakkir mín
,ar fyrir þau ógleymanlegu
kynni, sem ég hef haft af
henni á hinu ágæta heimili
hennar og Ólafs sonar henn-
ar.
Það er enginn vafi, að fólk,
sem lifað hefir í áttatíu ár
og notið góðrar heilsu, hefir
miklu getað komið til leiðar,
og Guðrún í Fossatúni hefir
áorkað miklu. Gestrisni og
hjálpsemi hennar er .víða við
brugðið. Hjálpsemi hennar og
hins ágæta manns hennar,
Sveinbjörns Guðlaugssonar,
sem látinn er fyrir rúmurp 5
árum, sést bezt af því, að þau
tóku að sér tvö umkomulaus
börn, sem þau. ólu upp sem
væru þau þeirra eigin börn.
Éinn son eignuöust þau, Ólaf,
sem nú býr að Fossatúni á-
ll®i,gsts*flrði
samt móöur sinni, en hún
gengur enn til flestra verka.
Það ér ekki hægt, svo full-
komið sé, að skrifa um hve
mikið gegn hver og einn hefir
af þvi að kýnnast slíkum kon
um sém Guðrún er. Ég mun
ávallt minnast Guðrúnar
með þakklæti í huga, ég
minnist hinnar orðprúðu
konu; ég minnist konunnar,
sem allt vill færa til betri
vegar, hinnar sáttfúsu konu,
hjálpsömu og gestrisnu. Ég
er viss um þaö, að allir, sem
kynnst hafa Guðrúnu á einn
eða annan hátt, bera til henn
ar hlýjan hug. Margir munu
þeir vera orðnir, veiðimenn-
irnir við Grimsá, sem notið
hafa gestrisni hennar og
hjálpsemi. Sveitungar henn-
ar munu þó manna bezt
þekkja góðvild hennar, enda
munu margir hugsa hlýtt til
afmælisbarnsins í dag.
Með þessum linum sendi ég,
þér, Guþrún, mínar beztu
hamingjuóskir, og ég vona,
að ég eigi eftir að hitta þig
mörg sumur enn, því vart
get é^ hugsað mér Fosstaún
án þín. Lifðu heil. ^
Sig. Guðgeirss.
--------—-----------------------—_—
Islenzk
frímerki
Notuð íslenzk frímerki kaupi ég alltaf hæsta verði.
Sendið mér frímerkin í ábyrgðarbréfi, og verður yður
sent andvirðið um hæl þegar búið er aö leysa merkin af ;■
pappírnum og áthuga þau.
AthugiÖ að ég hefi nýlega hækkaö innkaupsvei'ð mitt
á ýmsum tegundum ffímerkja um 100%.
Leitið ávalt tilboða hjá mér áður en þér seljið öðrum.
Jéu Agnars
P. O. Box 356. — Reykjavík,
t
frá
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
AUGLÝSIÐ I TlMANUM
ojjj líöfum venjulega úrval af
* karlmannafötum úr sterkum
: islenzkum efnum.