Tíminn - 03.05.1948, Side 4

Tíminn - 03.05.1948, Side 4
4 TÍMINN, mánudaginn 3. maí 1948. 97. blað Lýöræðið og kommúnisminn Fyrir nokkru síðan birtist í danska biaðinu „Information" grein eftir hinn kunna rithöf- und Dana, Poul Henningsen. Greinin fjallar einkum um við- horfið til kommúnismans.. Þar sem margt er athyglisvert í þessari grein birtist hún hér á eftir í lauslegri þýðingu. Lýðræðisþjóðir Evrópu skjálfa nú af æsingu, sem minnir á geöhrif hernámsár- anna og vetrarstríðsins finnska. Þjóðræðið viljum við ekki missa. Það er talað um að útrýma kommúnistum og rætt um fimmtu herdeild og heimavarnarlið. Hvar stæðu þeir, ef við lifðum nýjan 9. apríl? Tékkóslóvakía er orsök þessarar vaxandi kommún- istahræðslu og er það að von um. Andstæðingar kommún- ista fá þarna dæmi þess, sem þeir hafa alltaf átt von á, en þeir, sem hafa samúð með kommúnistum, sjá þarna dæmi þess, að minni vonir eru til þingræðislegra sigra kommúnismans. Þeim fækk- ar því, sem taka trúanlegar fullyrðingar kommúnista um það, að þeir muni ekki fylgja banni annarra flokka hér í Danmörku. Þegar litið er fram hjá formsatriðum, — og það er kurteisi við sannleik- ann, — er hvarvetna eins flokks kerfi, þar sem komm- únistar hafa ráðið gangi mál anna. Það er ekki þjóðnýting tékknesks lands og iðnaðar, heldur þessi staðreynd, sem spillir fyrir kommúnistum meðal þeirra, sem að öðru leyti standa nærri þeim. Þeim, sem treystir því, að kommúnistar standi siðferði- lega jafnfætis öðru fólki, nægir ekki að hrópa að þeim: Landráðamenn! Fimmta her deild! Þeir verða að leita skýr ingar á því, að kommúnistar skuli geta verið hrifnir af því, að þjóðræði er afnumið í Tékkóslóvakíu og jafnvél talið, að lýðræðið hstfi þar þróast á nýtt og æðra stig. Það stafar af því, að þjóðnýt ing lands og iðnaðar er svo mikið höfuðatriði fyrir komm múnistum, að einu gildir, hvaða verði það er keypt. Það hvarflar ekki að þeim efi um, að rétt sé stefnt að takmark- inu, jafnvel þó að þeir sjái, að niðurstaðan er alltaf sú, að takmarkið, — fullkomið frelsi alþýðunnar, — verður enn fjær en áður. Annað efa- gjarnara fólk telur, að meta beri aðferðir eftir árangri þeirra, og gengur þá illa að skilja, að Ieiðin til frelsis sé afnám þess frjálsræðis, sem áður hefir áunnizt. • Kommúnistar eru ónæmir fyrir slíkum efasemdum. Það Iiggur í skilyrðislausri trú þeirra á stefnuna. Þeim, sem fundið hefir vizkusteininn, er efi og gagnrýnin athugun aðeins til skaða, því að slíkir þarfnast einungis starfs- krafta og trúar. Sá, sem er raunverulega . trúaður, er, samkvæmt eðli málsins, laus við náðargáfu efans. Verði hans samt sem áður einhvers tíma vart, er það talið veik- leikamerki, en efinn er þeim innblástur, sem enn hefir ekki fundið sannleikann, en leitar hans. Öruggri trú kommúnista á Eftir Fowl ] stefnuna fylgir annar skiln- ingur á réttu og röngu. Lýð- ræðið greinir á milli leyfi- legra og óleyfilegra aðferða, án þess að spyrja um tilgang. Kommúnistar hins vegar telja sömu aðferð leyfilega, ef Ráðstjórnarríkin viðhafa hana, en óleyfilega hjá Ame- ríkumönnum. Þetta kemur greinilega fram í viðhorfi til stjórnarandstöðu og eftirliti með útlendingum í þessum ríkjum. Hjá Ameríkumönn- um er slíkt tilraun aftur- haldsins og auðvaldsins til að bæla frjálslyndið nður, en í Ráðstjórnarríkjunum er það réttmætt eftirlit alþýðulýð- ræðis með andstöðunni. Hér er gengið út frá því, að mað- ur hafi á hendi vísindalegar sannanir fyrir því, að hafa sjálfur rétt fyrir sér í öllu, en hinir fari alltaf rangt með. Lýðræðið hefir ekki þennan styrk, og í mínum augum er það lofsvert fyrir það, en auð vitað takmarkar það jafn- framt aðgerðir þess og til- tektasemi. Það er því skiln- ingur þess, að jafnvel afbrota maður hafi rétt til að nota sér heiðarlegar aðferðir, og hinn heiðarlegi megi ekki ndta sér óheiöarleg úrræði. Það, sem gerzt hefir í Tékkóslóvakíu, skilst því að- eins,-að menn átti sig á við- horfi kommúnista til tilgangs og meðala. Þar var unnið með góðri samvizku í nafni sögunnar, þjóðarinnar og meira að segja frelsising. Því er heldur ekki að neita, að vera kann, að meiri hluti þjóðarinnar standi bak við umskiptin, og það er að minnsta kosti þingræðislegt og lýðræðislegt, að kommún- istarnir hafi meirihluta í stjórninni og fari með völdin. En þjið, sem úr sker, er afstað an til stjórnarandstöðunnar eftir valdatökuna. Und- ir lýðræðisfyrirkomulagi er stjórnarandstaða nauðsynleg túlkun almenningsálitsins. Þar er það þjóðin og ef í hart fer, dómstólarnir, sem á- kveða, hvort hún sé lögleg. í kommúnistaríki er.það hins- vegar ríkisstjórnin, sem á- kveður ein, hvað sé leyfileg andstaða og hefir því í hendi sér að afstýra því, að hún verði gagnrýnd í næstu kosn- ingum. Enn er það hin ör- ugga trú kommúnistanna á óskeikulleika sjálfra sín. En óneitanlega veikir það heið- arlega meintar fullyrðingar Axels Larsens og annarra fyrirmanna kommúnista um það, að hér eigi ekki að lög- bjóða eins flokks kerfi, en leyfa andstöðuna, ,með því skilyrði þó, að hún verði þjóð holl. Skilyrðið gerir loforðið einskisvirði. Sú andstaða, sem þaj-f að sækja um leyfi til hvers eina til þeirrar stjórnar, sem hún vill steypa, er engin andstaða, heldur þ j ónustuf lokkur, sem einu gildir, hvort er til eða ekki. Örlög Tékkóslóvakíu benda til þess, að kommúnistum er ekki í hug að láta af þeirri kröfu, að þeir dæmi einir um þjóðhollustu andstæðinga sinna, og er það meinlegt, því að það varpar skugga á marga góða kosti, sem flokk- urinn hefir. Það er þetta viðhorf til and stöðunnar, sem mér skilst að sé gjáin mikla, sem skilur á milli kommúnisma og lýð- ræðis. Þjóðræðið getur ekki misst sjónar á gildi andstöð- unnar, án þess að líða undir lok. Enginn nema þjóðin sjálf getur dæmt um það, hvort stjórnarandstaðan sé þjóð- holl og réttmæt og um það er dæmt með atkvæðaseðlunum á kjördegi. Tilvera stjórnar- andstöðu ef^ sönnun fyrir til- veru lýðræðisins. í fræðum kommúnismans er því þrásinnis haldið fram, að takmark hans sé hið sama og lýðræðisins, fullkomið frelsi mannsins. Skoðanir geta aðeins skipzt um aðferð ir. Á að velja veg þróunar- innar eða alræði öreiganna? Hér hefir það orðið komm- únismanum að tjóni, að í sambandi við ráðstjórnarrík- in hefir verið talað um lýð- ræði í staðinn fyrir alræði öreiganna. Það minnir um of á misnotkun nazista á orð- inu sósíalismi, og það gefur slæma lýsingu á lokatak- marki kommúnismans, að hann notar orðið lýðræði um svo harösvírað afnám þjóð- ræðis, sem aðbúðin að stjórn arandstöðunni í Tékkósló- vakíu sýnir nú. Það væri rangt að viðurkenna ekki, að andstæðingar kommúnista hafa fulla ástæðu til að kvíða framtíðinni, ef komm- únistar skyldu 'ná völdum. En hér er um að ræða framtíð og vernd lýðræðisins og því er vanhugsað og hættulegt að setja það í sam- band við útrýmingu komm- únismáns með einangrun eða valdboði. Eins og kunnugt er útrýmdi Hitler kommúnism- anum, en árangurinn varð ekki lýðræði. Francó hefir reynt hið sama. Ameríka er einnig í þann veginn að gera þvingunarráðstafanir gegn kommúnismanum, með þeim eðlilega árangri, að það verð- ur lýðræðinu hnekkir. í stuttu máli: Við erum á hraðri leið að taka upp starfs hætti og stefnumál þess and- stæðings, sem viö viljum sigra, og svo er að sjá, sem lýðræðismennirnir hagi sér nákvæmlega eins og andstæð ingarnir hafa jafnan búizt við, óskað og spáð að myndi sýna sig á hættunnar stund. Það kunna allir kommúnist- ar vígorð sitt í dag: Það er aðeins tvennt til: Fasismi eða kommúnismi. Þeir fullyrða, að það sé ekkert rúm fyirr lýðræðið þar á milli og það hljóti að hverfa strax og auð_ valdið telji hentuga stund ög stað. Það er mikið hæft í þessum háskalega hugsana- gangi og kommúnistar geta ekki litið öðruvísi á hina vax andi kommúnistahræðslu en sem ný rök fyrir réttmæti kenningar sinnar. Því heldur er rétt að segja það ákveðið, að sérhver sá, sem heldur að heimurinn hljóti að skiptast upp á milli kommúnisma og fasisma, hefir þar með yfir- gefið friðinn og eykur stríðs- (Framhald á 6. síöu) Norölingur sendir hér bréf og tel ég sjálfsagt að láta það koma, þó að við séum ekki fyrst og fremst stríðsfólk flokkabarátt- unnar. En hitt véit ég að margír hugsa svipað honum og það er því fyllilega réttmætt að tala um þetta hér í baðstofunni. Og ekki mun vinur vor bæjarpóstur Þjóðvilja- manna taka til þess, þó aö hér vilji einhverjir taka flokkslega af- stöðu gegn hans söfnuði. En hér er bréfið. „Mér hefir dottið í hug, að segja ykkur frá hugieiðingum minum út af síðustu útvarpsumræðum frá Ajþingi, um fjárlögin. Reyndar gerði nú ræða Einars Olgeirssonar það að verkum, að minna var rætt um fjárlögin, en búast hefði mátt við, og þvi verða þau heldur ekki gerð að umtalsefni hér. Það, sem helzt vakti athygli mína á umræðunum, var það hvað allir fulltrúar stjórnarflokkanna, voru sammála um skaðsemi komm únistanna. Virtust þeir lýsa inn- ræti þeirra. og áhrifum, af skilningi og sannfæringu, og staðfestu svo ■ ályktanir sínar, með glöggum — og að því er virtist — óhrekjandi dæmum. Væri það nú í rauninni svo, að meirihlutinn af því, sem um' starfsemi þessa flokks var sagt í umræðunum væri sannlekur, ^ hvernig getur þá nokkur heiðar- legur stjórnmálamaður látið sér til hugar koma, að hafa nokkurt samstarf við slíkan flokk? Sú hefir þó raunin áður á orðið, og virðist ekki útilokað, að slíkt geti átt sér stað enn, og hver er þá meiningin, með öllu þessu skað- semdatali? És viðurkenni, að ég hef löngum borið mjög takmarkað traust til kommúnista. Stafar það af því, að ég veit þá ekki hafa komið nálægt, eða haft afskipti af, neinu atvinnu fyrirtæki svo, að betur hefðu þeir ekki verið fjarri, og áhrifalausir. Sama er að segja,. er þeir hafa slysast inn í stjórnir opinberra mála. Hér á landi er sá háttur, — eins og víða í heiminum, — að stofna til félagsskapar, um alla hluti, líklega og ólíklega, andlega og efnislega, til þess að, éfla heil- brigði líkama og sálar, og veita viðnám aðsteðjandi hættum í hverri mynd. Ef nú stefna og starfsemi komm únista í þessu þjóðfélagi, er eins skaðleg og mikill meirihluti þjóð- arinnar álítur, þar á meðal okkar æðstu og áhrifamestu stjórnmála- menn, finnst mér rökrétt að stofna nú þegar félagsskap, óháðan öll- um pólitískum flokkasjónarmiðum, í þeim tilgangi einum, að draga úr áhrifum skaðræðisaflanna, og eyða þeim. Þarna er nægilegt verkefni, og vafasamt, að nokkur félagsskap- ur hér, hafi nokkru sinni haft þjóðnýtara starf með höndum. í flestum atvinnu- og launastétt um þjóðfélagsins, munu nú starfa kommúnistar, að einhverju leyti sem ráðamenn. Af launastéttum mun kennarastéttin vera auðugust af þeim dýrgripum. — Og getur það síður en svo talist heppilegt. XJtan úr heimi berast nú, nær dag lega, fregnir um allskyns óeyröir. Ástæðulítil verkföll, margskonar skemmdarstarfsemi og herndar- verk, sem oftast virðist stefnt að atvinnuvegum viðkomandi þjóðar, o^ tiðkast fylgir sama skýringin: „Konmiúnistar voru þarna á bak við“, eða: „Það voru kommún- istar, sem að þessum verknaði stóðu“. Nú er það úthrópað hér heima, í ræðu og riti, að kommúnistar hlýöi fyrirskipunum erlends valds, sama valdsins, sem vitað er, að stendur að mörgum þeim óhæfu- verkum, sem framin eru í öðrum löndum, og stefna að öngþveiti og niðurrifi í atvinnu- og framleiðslu háttum þjóðanna. Og ég vil þá spyrja. Hvaða vit getur þá verið í því, að veita þeim mönnum íhlutun í stjórn, ríkis, opinberra sjóða, eða atvinnutækja þjóðar- innar, eöa nokkurs þess reksturs, sem þjóðarheill varðar, sem eru undir áhrifaníætti þess valds, sem ég hef áður getið, og enginn.veit hverjar skipanir kann að gefa eða á hvefjum tíma? Ef hættan er slík, sem okkar ráðandi stjórnmálamenn fullyrða, þá er sannarlega komin tími til, að stofna andkommúnistískan fé- lagsskap, ög mun ekki síðar væn- legra. Því einu vil ég bæta hér við, að ég þekki marga mæta menn, sem eru í sósíalistaflokknum. Okkur kemur saman um margskonar þjóðfélagslegt ranglæti og erum meira að segja sammála um margt, sem gera þurfi til umbóta. En þeg- ar minnst er á Rússland umhverf- ast þeir. Þá segja þéir, að það sé , bara lýgi úr íhaldinu að t. d. Eystrasaltsríkin vilji meira sjálf- stæði en þau hafi og hvað sem standi í stjórnarskrá Sovétríkjanna og ræðum Stalíns um hana, þá sé hvergi meira frelái en í Rúss- landi. Og svo kenna þeir mér um negraofsóknir í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þetta er sjúkdóms einkennið, sem gerir mennina hættulega í stjórnmálalífi íslend- inga, af því þeir láta svo vel að stjórn óhlutvandra manna, sem sníða stefnu sína við Rússland en ekki ísland. En mér finnst að frjáls ir menn á íslandi hljóti af sjálfu sér, að taka afstöðu gegn slíku öllu. Pétur lanöshornasirkill. Ekkert væri mér kærara... (Framhald a) 3. siðu) gestahlutverk í Reykjavík í sumar leikum við Litlu ref- ina og Swedenhjelm eftir sænska höfundinn Hj almar Bergman. Mér þykir alltaf vænt um, þegar Leikfélagið heima leit- ar til mín. Mér er sönn ánægja að því að greiða götu þess eftir megni. Ekkert væri mér kærra en eiga eftir aö leika í nýja Þjóðleikhúsinu heima. íslendingar mega til með að hraða byggingu Þjóð- leikhússins meira en gert hefir verið. Nú höfum við ís- lendingar eignast veglegan há skóla,, okkur vantar enn boð- lega háborg á sviði leiklistar- innar. Þjóðleikhús er menn- ingarstofnun, sem ekki má vanta hjá menningarþjóð. Þjóðleikhús með færum leik- urum er ekki aðeins leiklist- inni, heldur einnig menning- unni mikill styrkur. Við eig- um góða leikritahöfunda. Þeim yrði Þ j óðleikhúsið hvatning til nýrra og meiri dáða. Leikararnir. okkar heima hafa árum saman unnið samvizkusamlega við slæm skilyrði. Þeir eiga það margfaldlega skilið að fá að njóta bættrar aðstööu. Sög- urnar okkar geyma efni í mörf sór fengileg leikrit, sem myndu njóta sín bezt á ís- lenzku leiksviði. Margt fleira mætti nefna til sönnunar því, að Þjóðleikhúsið verður ekki aðeins skemmtistaður, held- ur einnig. menningarinnar. — Ef viö komum heim í sumar sagði frú Anna Borg, að síðustu tökum við dreng- ina okkar tvo með okkur. Ég læt mig dreyma um, að þeir eigi eftir að læra íslenzku. Ólafur Gunnarson Vík í Lóni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.