Tíminn - 05.05.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1948, Blaðsíða 3
99. blað TÍMINN, miövikudaginn 5. maí 1948. . 3 •iisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ....................................................................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii n n iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiii n iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu iii i iii iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii iii iii iii i in iii t:ia - MÁLGAGN SAMBANDS UAGBA FKAffiSÓKMAlMAMA - IIITSTJ.' JDM IffJATTASON — Ritstjóri íslendings á batavegi Eftir Magmis H. Gíslason. Sá hefir löngum verið sið- ur þjóðhöfðingja og annars stórmennis, að tilkynna fyrir fram heimsóknir sínar og önnur opinber ferðalög. Mér er sagt, að ritstj. ísl. hafi orðið snortinn af þessari á- gætu reglu og boðað þar þjóð sinni, að bráðlega væri von svars til mín. Og nú er reiö- arslagið riðið yfir og líklega stendur öll þjóðin á öndinni •— a. m. k. áður en hún fer að lesa. Hitt skal svo ósagt látið, hvort öðrum fer sem mér, að finnast „svarið“ bera æði augljós merki þeirrar eðlilegu viðleitni ritstj., að nýta nokkurnveginn til fulls leturflöt blaðsins. Vindurinn er nú nokkuð tekinn að rjúka úr ritstj. Þótt grein hans sé alldrjúg að flatarmáli, þá er helmingur hennar heimspekilegar vanga veltur yfir ýmsu, sem ekkert kemur deiluatriðunum við. Ritstj. ræöir þarna um eitt hvert sjúkdómseinkenni, að ég hljóti að telja mig vitring af því ég legg í að leiðbeina honum, að það.hafi tekið mig næstum % ár að svara hinni vísdómsföllu grein hans um bróttför Tryggva heitins Þór- hallssonar úr Framsóknar- flokknum og loks er 'svo auð- vitað ekki gleymt hinu venjulega aðalinntaki allra barnasíða íhaldsins: hinum látlausa og stórkostlega straum unga fólksins til „Sjálfstæðisflokksins.“ Þess verður líklega ekki langt að bíða að íhaldið eigi þá með tölu, þessa 52 þingmenn, sem skipa löggjafarþing þjóðarinn ar. „Verið lítt mishugi við óvita menn; þeir mæla oft ver en þeir vita.“ Þessi orð eru lögð í munn Brynhildi Buöladóttur. Ég ræði ekki op inberlega við M. J. um brott för Tryggva heitins Þórhalls- sonar úr Framsóknarflokkn- •um. En ummæli ritstjórans bera þess vott að annaðhvort er hann því máli ókunnugur eða mæli ver en hann veit. Þau eru þess utan höfundi lítt til sóma og myndu síst að skapi Tryggva sáluga sjálf- um. Eftir því, sem næst verð- ur komizt, eiga „sjúkdómsein kenni“ á grein minni 17. jan. s. 1. að vera kvartanir um van þakklæti þjóðarinnar í garð Framsóknarfl. Við endur- tekinn yfirlestur áminnstr- ar greinar gat ég samt ekki séð, að á þetta væri minnst. Glöggskyggni M. J. er ærið einstæð, svo einstæð, að hann fær það út úr orðum andstæð inga sinna, sem honum þykir sér hentast og virðist alveg vaxinn i£>p úr þeim hleypi- dómum og sérvizku, að skilja mælt mál á sama hátt og al- menningur á landi hér hefir gert í 1000 ár. Ritstjórinn ætti að bæta því við kvöld- bænirnar sínar, að hann fái sem fyrst losnað viö þetta við ssjála gáfnafar. Misskilningur er það hjá M. J., að ég hljóti að telja sjálf- an mig sérstakan þjóðmála- vitring, af því ég legg í að leiöréta mestu missagnir hans. Sá dómuir hans um eigin þekkingu, sem fram kemur í þeirri ályktun, mun sennilega einnig flestum finnast fjarri i'éttu mati. Hvergi kvarta ég nú undan því, aö erfitt hafi verið að svara grein M. J., eins og hann þó segir, en ég komst svo að orði, að mér hafi fund izt hún leiðinlegt viðfangs- efni, og er ekki ofmælt. Sú var þó ekki ástæðan til þess, hvei'su síðbúið svar mitt varð. Enn hef ég ekki gerzt kaup- andi ísl. Ég sé ísaf. að öllum jafnaði. Það, sem ég hef lesið af stjórnmálahugleiðlngum ísl., er efnislega var eingöngu uppsuða úr ísaf. og þá um leiö Mbl. Slík matreiðsla hlýt ur að vei’a heldur raunalegt starf, en ritstj. mun hugga sig við að: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna alltaf í þynni'a að þynna þynnkuna allra hinna. Ég sá því ekki smíðisgrip frænda míns fyrr en langt var liðið á slátt. Og með því að ég hef fáa menn hitt, sem nokkurt verulegt mark taka á ísl. en í hönd fóru allmarg- ar vikur með nægum verk- efnum nauðsynlegri en að leiðrétta vitleysur í blaðinu, þá lét ég það dragast enn um hríð. Þetta er nú allt og sumt. Ég held að M. J. sé á bata- vegi. Það eru einkurn tvö á- greiningsatriði okkar, sem enn hafa ekki rúmast í kollinum á honum. Hamx læt- ur sér enn ekki skiljast, að auðmenn séu kjarni íhaldsfl. Eða veit ritstj. e. t. v. betur en hann lætur? Ég skil mæta vel þá örðugu aðstöðu þegar skylda og tilfinning togast á. Því ein er sú list, sem áróð- ursmenn allra íhfl. þurfa að vera leiknir í: að blekkja. Blekkingar eru lífsskilyröi íhifi. í lýð|ræðiisþjóðfél. En frænda mínum lætur illa sú list. Hann skortir þjálfun. En auk þess held ég að hann sé að eðlisfari alltof heiðar- legur til þess að geta orðið hlutgengur verkamaður í vín garði hinnar andköldu ein- staklingshyggju. Þessvegna breytir þaö engu þótt M. J. Uregðist ekki þeirri þjóns- skyldu sinni að þi'æta fyrir staðreyndir. Að vísu kann okkur að greina á um hvað kalla beri kjarnann. E. t. v. álítur M. J. að það sé ritstj. ísl. og aðrir ámóta áhrifa- menn í flokknum. Þó er ég á öðru máli. Stjói’nmálabaráttan er öðr- um þræði, og en$a í ýmissa augum eingöngu, hagsmuna- átök. Menn skipa sér. því að verulegu leyti í flokka eftir því, sem þeir telja henta bezt hagsmunum sínum. Hugsjón- ir mamxa um ákveöin þjöðfé- lagsform mötast einnig mjög af þessu sjónarmiði: íhm. fylgja t. d. hinu fjármagnaða skipulagi af því að það gefur ^róoamögulpikum eiinstakl- ingsins mest olnbogarúm. Þessvegna fylgja líka flestir auðmenn íslands íhfl. að málum. Þelr leggja flokkn- um til það hemjulausa fjár- magn, sem hann hefir úr að spila. Þeir eiga aðalblöð flokksins. Þau eru bara einka fyrirtæki fáeinna heildsala. Ái'óðursstarfsemi kostar mik ið fé. Sá flokkur, sem getur borið fyrir sig giídastan sjóð, hefir oft, að öðru jöfxxu, mest ar líkur fyrir að vinna kosn- ingar. Og því aðeins leggja ísl. auðmenn ákveðnum stjórnmálaflokki fé, að þeir vita, að það rentar sig ekki betur á annan hátt. Getur M. J. ráðið þessa gátu? M. J. segir raunar, að ég gefi „í skyn, að mikið af hinum 25 þús. atkv. flokksins sé keypt“. Ekki vissi ég fyrr, að frændi minn væri skáldmæltur. Eða vill hann birta þau orð mín, sem gefa þetta í skyn?“ Þar fyrir er því ekki að neita, að ýmsir hafa rneira og minna rökstuddan grun um,að þessi þrifaviðskipti séu ekki með öllu óþekkt hérlendis. En kosningapeningar koma með mörgu móti í góðar þarfir þótt ekki séu þeir notaðir um búðalaust til atkv.kaupa. Að_ eins aukinn stjórnmála- þroski fær fjarlægt þá hættu, sem ísl. þjóðmálalífi stafar af ófyrirleitinni notkun auð- magnsins í sambandi við flokkabaráttuna. M. J. segir, að engin for- réttindastétt auðmanna hafi verið til hér á landi í þann muxxd er íhfl. var stofixaður og því hafi hamx ekki getaö myndast utan um hana. Við hvað miðar M. J., er haixn talar uixx auðnxemx? Hið margvíslega og ástríka samstarf íh. og konxma, bæði fyrr og síðar,reynir rit-stj.ekki að verja. Sýnir það lofsverða sómatilfixxniixgu. Hinsvegar er þess vart að vænta, að lxaixn játi hrösuix húsbænda sinna með öðru exx þögxxinni. Eix til þess að falla ekki út úr hlutverkinu segir þó ritstj.: „-------------Framsöknarmenn eiga öllum flokkunx fremur sök á eflingu komm. hér á laixdi“. Og í’ökin? Jú, þáð er íxú kaixxxske ekki komið að tómum kofunum þar. „Sú var tíðin, að Framsm. undu því vel aö fá komm. í keixn- arastöður víðsvegar um land“. Fjórum línunx íxeðar er talað um hið landsfræga framsóknarréttlæti í emb- ættaveitingum og mælzt til þess, að ég upplýsi „------- hversu marga andstæðinga sína Framsókixai’memx skip- uðu í embætti í stjórixartíð siixni“. Hér er nú sannarlega lifað eftir boðorðinu, að hægri höndin eigi ekki að vita hvað sú vinstri gerir. Mér skilstynú, að ef Frnxsm. eiga drýgstan þáttinn í við- gangi ísl. komm. með því að veita þeim trúnaðarstöður, þá bendi það ekki til þess, að þeir hafi verið ýkja sínkir á embætti víð andstæðinga sína. Þetta heitir að flengja sjálfan sig. Þá er nú löjks „nýsköpun- in“. Ritstj. segir, að lxefði stefnu Framsfl. í dýrtíðarmál ununx verið fylgt, þá ættunx við nú „— — engan nýjan efnivið í hina efnahagslegu þjóðfélagsbyggingu“. En íh. átti þá ,.framsýni“ -- — að verja erl. innstæðunum þá þegar til kaupa á góðum framleiöslutækjum, svo að þær yrðu ekki þjóðinni eyðslu eyrir í innbyröis sundrung milli flokkanna". Athugum þetta. Það er rétt, að Fram- sókngj’m. vildu ekki taka setu í ríkisstj. nema aö ráöist yrði gegn dýrtíðarbölinu. Sú afstaða byggðist á þeirri sannfæringu, að dýrtíðin yrði í reyndinni þjóðarheild- inni til tjóns. Hver mánuöur, sem liði án þess að nokkuð yrði aðhafzt, gerði málið að- eins erfiðara viðfangs. Þetta hefir nú dýrkeypt reynsla sannað að var rétt. Hvernig var svo ástandið, þegar „ný- sköpunaróstjórnin“ dragnað- ist úr valdastólunum? í stuttu máli þannig: Allur erl. gjaldeyrir, rúnxar 1300 mlllj., sem stjórnin hafði handa á milli, gjöreyddur, og ekki nóg með það, heldur lágu fyrir stórfelldar ávísanir á gjald- eyri, sem enn var ekki búið að afla og ekki einu sinni séð fyrir, hvernig yrði aflað. Hefir þessi syndabyrði fyrrv. fávitastj. reynst þungur fjöt- ur um fót núverandi stjórn í viöreisnarviðleitni hennar. Af þessari upphæð var ein- um 300 millj. varið til ,,ný- sköpunar", hitt allt varð „þjóðinni eýðslueyrir“. Yfir þessar staðreyndir ■ verður ekki breitt með læðupokaleg- um blekkingávaðli, ritstj. góður. Ég er ekki frá því, að þjóðin væri e. t. v. eitthvað skár á vegi stödd, ef þeim ráðum Framsóknarm. hefði verið fylgt, að leggja nokkr- um milljónatugum nxeira inn á nýbyggingarfeikning en gert var. Ég skal í þessu sam- bandi benda á eitt dæmi, sem snertir mig og nágranna mína all óþægilega, Við áþt- um þess von, að fá nýja skurð gröfu hingað í hreppinn í vor. Fyrir fáunx dögum frétti ég, eftir einum ágætum íhalds- nx., að af þessu verðl ekki.'Og ástæðan? Enginn gjaldeýrir. Ritstj. finnst e.t.v. lítilfjör- legt að kvarta undan þessu, en þeim bændum, sem byggja ræktunarframkvæmd ir sínar og þar með alla lífs- afkomu á því, að umrætt tæki fáist til landsins, finnst hér ekki um fáfengilegt at- riði aö ræða. Og jafnframt mætti þá minnast þess, að þetta er aðeins eitt dæmi af hundruðunx hliöstæðra. Hver hefði trúað því fyrir 3—4 ár- um, að þjóðin yrði þannig á vegi stödd fjárhagslega, svo skömmu eftir hið ‘ mesta gróðatímabil, sem yfir hana, hefir gengið? í nýafstöðnum eldhúsumræðum kom skýrt fram, að óvíst er með öllu, hvernig fer unx öflun brýn- ustu lífsnauðsynj a næstu mánuði. Framleiðsla er yfir- leitt öll rekin með stórtapi, Má jafnvel ekkert út af bera með nýju togarana. Ríkisstj. verður að moka milljónatug- um i Ginnungagap hinnar ó- seðjandi dýrtíðarófreskju, jafnframt því, sem ríkissjóð- ur er £ð kaffærast í lausa- skuldum. Já, það er von ao M. J. sé montinn fyrir höncl þeirra ólánsmanna, er fyrir þessu hafa staðið. Það lieíif margur orðið frægur fyrir minna. Fyrrv. stjórnarfl. töluðu digurbarkalega unx, að þeir hefðu á valdi sínu að færs, dýrtíðina niður þegar þörf væri á. Það er rétt, en þvi þyngri er sökin, senx aðstað- an var betri til úrbótar. Skýr ingin á því, að ekkert var að- hafzt, liggur í samsetningu stjörnarinnar. Máttarviðir hennar voru annarsvegar ill- vígur byltingalýður, sem starfar trúlega eftir forskrifí; Stalins bónda í Kreml og hel: ir opinberlega lýst yfir ótrú sinni á umbótum í lýðræðis- þjóðfélagi og enda andstöðil við þær, en hinsvegar auðug- ir kaupsýslumenn og nokkrir stóratvinnurekendur, sem. halda að heimurinn hafi upp haflega aðeins verið skapað- ur fyrir þá, en líta á allan al- menning senx venjulegan, en. að vissu leyti nauðsynlegan', málnytupening. Báðir þessir armar auðguðust á vanstjórr. inni. Eftir því senx fjárhag þjóðarinnar hrakaði, sáti komnxúnistar sífellt nálgasi; draumsjónina unx byltingar- ríki á íslandi, ,með Brynjólí: á toppnum, sem ómerkilegs, vasaútgáfu af Stalin. Því lengur, sem drógst að veits, verðbólgunni viðnám, þess rýmri tíma fengu fjárplógs- nxenn til þess að iðka við- skiptabrellur sínar, bæði réttu og röngu megin við landslög — og koma aurun- um í öruggt skjól. Þessi ó.v giftusamlegu skötuhjú hafa nú orðið viðskila um sinn.Er:. þess skal minnzt, að þau eigs, eitt sanxeiginlegt áhuganxá'L Það er að afmá miðfylking- una í isl. stjórnmáium. Þau. munu lifa, þessi frægu orð, að þrennar þingkosningar á einu ári væri ékki of mikið, ef afleiðingin yrði útrýming Framsóknarfl. Áður höfðu verðbólgufl. unnið dyggilega, að því í sameiningu, að þurrka út áhrif Alþfl. f. verkalýðsfél. En þótt þessir fyrrv. vppnabræður talizt nú við nxeð nxunnsöfnuði, sem. minnir á vanstillt hjón á, sáttafundi, er vert að muna, að orð og athafnir eiga ekki ætíð samleið. Samvinnu- (Framhalcl á 6. síðv.) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.