Tíminn - 08.05.1948, Side 1

Tíminn - 08.05.1948, Side 1
32. árg. Reykjavík, laugardaginn 8. maí 1948. 101. blað Vatnsleiðslan til Stykkishólms er 11 km. á lengd Frá fréttaritara Timans í Stykkishólmi 800 fulltrúar á ráðstefnunni í Haag Ráðstefna Evrópuríkjanna 16 hófst í Haag í gær og sátu hana um 800 fulltrúar auk ýmissa áheyrnarfulltrúa frá Þýzkalandi og Austur-Ev- rópulöndum. Fulltrúi frá Hol- landi setti ráðstefnuna og bauð Churchill sérstaklega velkominn, en hann flutti fyrstu aðalræðu ráðstefn- unnar. Ræðu Churchills var beðið með mikilli eftirvæntingu, því að búizt var við, að hún yrði stórpólitísk. Churchill hóf ræðu sína með því að segja, að þessi ráðstefna væri hin raunverulega rödd Evrópu, er vildi einbeita sameiginlegum kröftum að friði og endurreisn í álfunni. Hann kvað hverri frelsisunnandi Evrópuþjóð verða fagnað til þeirrar sam- vinnu, en hinum, sem tignuðu einræðið, mundi ekki gefast kostur á þátttöku í heni. Síðan ræddi Churchill end- urreisn Þýzkalands og hvatti til þess að sem allra fyrst yrði komið á bandalagi Ev- rópuþjóða, en hann hreyfði þeirri hugmynd fyrstur manna á opinberum vett- vangi. Karlakór Akureyrar í söngför Karlakór Akureyrar er um þessar mundir í söngför í kaupstaðina i nágrenni Ak- ureyrar. Mun hann syngja á Siglufirði í kvöld, en í Ólafs- fjarðarkaupstað á morgun. Söngstjóri er Áskell Snorra son. Björn Birnir í Grafarholti láfinn Björn Birnir, hreppstjóri í Grafarholti í Mosfellssveit, lézt aö heimili sínu laust fyrir hádegi í dag, hálf-sextugur að aldri. á f Stykkishólmi er nú verið að leggja vatnsleiðslu 3 kaup túnið. Hingað til hafa verið notaðir brunnar sem vatns- ból. Vatnið er tekið langt fyi ir ofan káuptúnið og ex aðal- leiðslan 11 km. á lengd og ei hún sjálfsagt með lengstu leiðslum, sem íslenzk kaup- tún hafa orðið að leggja til þess að fá gott sjálfrennandi vatn. 8 Búið er nú að leggja aðal- leiðsluna að steyptum geymi, sem gerður hefir verið á hæstu hæð kauptúnsms,' og á að leiða vatnið þaðan i hús in. Eru þessar vatnsleiðsiu- fi'amkvæmdir þegar komnai yfir eina milljón króna, Verð ur nú farið að leggja leiðsJ* urnar um kauptúnið, en pað er miklum vandkvæöum bundið, því að þar er mjög mishæðótt og berar klappir, svo að sprengja veröur mikið til þess að koma leiðslunum niður og hylja þær svo, að ekki frjósi í þeim. Er talið, að þetta muni verða bæði dýrt og erfitt. Vetrarvertíðin hefir víða gengið fremur örðuglega vegna gæftalej sis fram cftir öilum vetri. Siðustu vikurnar hefir aftur á móti víðast verið stillt tíð, svo að sjósókn hefir crðiu í góðu meðallagi víöast hvar, og hefir sums staðar bætt upp fyrri hluta vertíðarinnar, til dæmis i Vestmannaeyjum, þar sem góð ur meðalafli cr nú kominn á land enda þótt margir Vestmannaeyjabátar væru lengi fram eftir að si!d- veiðum í Hvalfirði. — Það hcfir lílva margur fallegur fiskur komiðá land í vetur, þótt vertíðaraflinn veroi í hcild mun minni cn endranær. I»að sýnir meðal annars þessi myiid, sem tekin var í Sandgerði í lok aprílmánaðar. Það er verið að kasta aflanum úr bátunum upp á brvggjuna. (Ljósm.: Guðni Þórðarsen) Víðavangshlaup meistaramótsins fer fram á morguii Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu sér Ungmennasamband Kj alar- nessþings um víðavangshlaup ið, sem er hluti af meistara- móti íslands i frjálsum íþrótt- uin á þessu ári. Fer víöa- vangshlaupið fram á morgun klukkan 1,30 hjá Félagsgarði í Kjós. Þátttakendur eru skráðir 12 og allir úr Reykja- vík frá félögunum Ármanni, K.R. og Í.R. Hlaupið er fimm km. að lengd. Á eftir verður skemmtun í Félagsgarði og verður þar sýnd íþróttakvik- mynd og fleira til skemmt- unar. Formaöur Ungmena- sambands Kj alarnessþings, sem sér um hlaupið að þessu sinni, er Gísli Andrésson, Hálsi í Kjós. Tröilafoss kemur MæSSsíwiiíMaiiefsacim í ls®B*giii8iB vissmis’' að samkosmalagstamieiínífims&a. Vopnahié hófst í Jerúsalem klukkan 1Ó í morgun eftir ; íslenzkum tíma. Hefir verið unnið að því undanfarna daga ! að koma á vopnahléi, aöallega af hendi ræðismannanefnd- arinnar svonefndu, en í henni eiga sæti ræðismenn Frakka, Randaríkjanna og fleiri landa. Tröllafoss, hið nýj.a stóra flutningaskip Eimskipafélags ins af Knox-gerð, er væntan- legt hingað á Reykjavíkur- höfn um klukkan 9 í kvöld. Mun marga fýsa að sjáá skip- ið við komu þess og verður aö líkindum fjölmennt á hafnar- bakkanum, þegar skipið legg- ur að landi. Standa vonir til, að þetta verði upphaf allsherj arvopna- hlés í Palestínu. Hafa bæði Gyðingar og Arabar gefið skipun um, aö vopnahlé veröi í Jerúsalem. Jones fullti’úi Gyðinga hjá S. Þ. hefir látíð svo um rnælt, að hugir manna í Palestínu, bæði Gyðinga og Araba, hnigi nú mjög að þvi að vilja skipt- ingu landsins, og taldi hann rétt stefnt með því að ræöis- mannanefndin yrði látin halda áfram störfum og reyna að mynda samkomulag milli Araba og Gyðinga um þetta 25 ára Kára á Akranesi Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi á 25 ára afmæli um þessar mundir. Félagið minn ist afmælis. sins meðal ann- ars með útgáfu minningar- rits. mál, en sameinuðu þjóðirnar skiptu sér eins lxtið og fram- ast væri unnt af þessum mál- um. Cunningham lo.ndstjóri Breta í Palestínu mun ræða við fulltrúa Gyðinga og Araba í dag. iufgí þnggja ííiánaðd bann við íiópgöngum >» i Eiustök veðurblíða Skagafirði í vetur Tíðarfar í Skagafirði var með einsdæmum gott s. 1. vet ur, svo að elztu menn muna vart slíka vetrarblíðu. Var hvor tveggja, að tíðin var mild og stillt og aldrei stór- hríð. Þó var veðrátfa eigi eins hagstæð í austnrhluta héraðs ins. Var þar stormasamara. Bílfært hefir verið um allt héraðið í vetur. Lagt hefir verið bann við hópgöngum í London næstu þrjá mánuði. Banni þessu er aðallega stefnt gegn fasistum, sem hafa talsvert látið að sér kveða í Eastenú upp á síð- kastið. Hins vegai’ eru yfirvöldin ó- fáanleg til þess að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn fasistum. Uppi hafa verið raddir um það að banna flokkstarfsemi þeirra. En stj órnarvöldin hafa svarað því til, að síðasta heimsstyrj- öld hafi veiið háð til þess, að menn mættu hafa hugsana- og skoðanafrelsi, og Bretar myndu ekki verða fyrstir tii þess að fótumtroða þá hug- sjón, sem svo miiclu hefir ver- ið fórnað fyrir, enda þótt í hlut eigi sjónarmið og stefn- ur, sem eru íjarri brezkum stjórnarvöldum. Húsbruni á strönd Sa- I morgun um ellefuleytið kom upp eldur í bókaverzlun Magðalenu Sæmundsson á Skagaströnd. Brann húsið til kaldra kola. Hús þetta var lítið járn- lclætt timburhús, einlyft. Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarsíviar: 4373 og 2353 AfgreiOsla og auglýsinga- sími 2323 PrentsmiSjan Edda Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Tréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurlnn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.