Tíminn - 08.05.1948, Síða 3

Tíminn - 08.05.1948, Síða 3
<*> 0: it. ./ 101. blaff TIMINN, Iaugardaginn 8. maí 1948. Brot úr ferhasögu Eftir frú Thcódóru Guðlaugsdóttur, Hóli. Ýms kaupfélög hafa tekið upp þann sið að bjóða konum á félagssvæðinu í árlegar skemmti ferðir um nærliggjandi hérað. Hefir þessi starfsemi mælst mjög vei fyrir. Hér á eftir segir frú Thcódóra Guölaugsdóttir frá Hóii í Dalasýslu frá einu slíku ferðalagi. í júlímánuði 1946 lögðum við allmargar húsfreyjur úr fjórum hreppum Dalasýslu í skemmtiferðalag í boði kaup- félagsins. Voru flokkarnir tveir og héldu að eigin vali sinn í hvora átt, annar norð- ur í Húnavatnssýslu, en hinn um Borgarfjörð og Snæfells- nes. Báðir hóparnir urðu þó samferða að Hreðavatnsskála í Norðurárdal. En þar skildu leiðir að loknum sameiginleg um miðdegisverði. Segir hér nokkuð frá þeim flokknum, er hélt til Snæfellsness. Bíllinn rann úr hlaði á Hreðavatni og var ætlunin að fara fram að Barnafossi, því að þar er talið fagurt mjög. En er minnst varði hvarf sól- in og á móts við Reykholt skall á þoka samfara rign ingu. Varð það að ráði að snúa við til Reykholts og lit- ast þar um. Er þangað kom, gerðum við boð fyrir skóla- stjóra. Sýndl hann okkur sundlaug skólans og Snorra- laug. En Rauði Kross fslands hafði þarna barnaheimili og gátum við því ekki fengið að sjá skólahúsið. En prestur staðarins ásarnt skólastjóra sýndi okkur kirkjuna og kirkjugarðinn. Kvöddum við svo þessa ágætu menn með þökkum fyrir alúð þeirra og tilsögn. Var siðan ekið sem leið liggur að Borg á Mýrum, gengið þar í kirkjugarð að leiði hjónanna Bjargar Grímsdóttur og Jóseps Jóns- sonar, er ættuð voru úr Hvammssveit, móðir og stjúp faðir Magnúsar heitins Frið- rikssonar frá Staðarfelli. Dætúr hans tvær voru með í þessari för. Glaffvært fólk. Þá var ekið að Vegamótum í Miklaholtshreppi. Beið þar á borðum kaffi með finustu kökum og smurðu brauði. Kunna þreyttir ferðalangar bezt að meta slíka alúð og rausn, er við þarna mættum. Skemmtisamkoma, hluta velta og bögglauppboð var á Vegamótum þennan dag. Buð um við ferðafólkið í böggla eða drógum miða og varð hin mesta kæti yfir sumu af því, er við hrepptum. En ekki var lengi til s.etunnar boðið, því að til Ólafsvíkur skyldi hald- ið um kvöidið og Fróðárheiði framundan. Lá leiðin fyrst um hina fögru Staðarsveit. Gerðist nú fjörugt í bílnum, sungið hvert lagið af öðru, en þess á milli fuku fyndin orð og skrítlur. Er mér nær að halda, að ef við hefðum ver- ið stödd á götum höfuðstað- arins, hefði lögreglunni þótt vissara afj. aðgæta bílinn. En sem betur fór var það aðeins hinn fagri fjallgarður, er -stóð vörð um sveitina sína og Jaðaði okkur til áð gefa hér öllu gaum. Sungum við þá Ijóð Jóns frá Ljárskógum: „Sygdu mig heim í heiöardal inn“. Tófan á Fróffárheiffi. Á miðri Fróðárheiði kom tyrir dálítið sögulegt atvik: Á miðjum veginum labbaði tófa með tvö börn sín, rólega og hæglátlega. Bíllinn nam staðar og um það bil helming ur farþega ásamt bílstjóran- um þusti út. Við, sem eftir sátum, sáum alla taka sprett inn, en af því að upp í móti var að sækja, duttu margir, en aðrir skriðu á fjórum fðt- um. En allt kom fyrir ekki. Hetjurnar komu móðar, más- andi og tófulausar inn í bíl- inn aftur. Hentum vði, sem hvergi höfðum farið, óspart gaman að ósigri þeirra . Enda þótt áður hefði bólað á bíl- veiki, hvarf hún nú með öllu og varð ekki vart framar í ferðinni. Líknsöm kona. Kl. 12 á miðnætti var kom- ið til Ólafsvíkur. Þar veittu nokkrar konur og karlar okk- ur móttöku, en margréttað matarborð beið okkar. En þótt ríflega væri tekið til mat ar síns, sá ekki högg á vatni. Svo rausnarlega var á borð borið. Að máltíð lokinni bauð hreppsnefndin á staðnum gestum og móttökunefnd á kvikmyndasýningu. Útskýrffi Jónas Þorvaldsson skólastjóri myndirnar fyrir okkur. Höfð um við hina mestu skemmt- un af þessu, þrátt fyrir lang- an og viðburðáríkan' dag: Kl. 2 var sýningunni lokið. Dreifð ist þá flokkurinn út um bæ- inn, því að ekki var gistihús í Ólafsvík. Við hjónin, ásamt dóttur okkar, gistum hjá Þorgrími Vigfússyni og Sig- rúnu konu hans. Áttum við hinni mestu gestrisni að fagna í húsi þessu,- enda gott þreyttum ferðalöngum að hverfa inn í lönd draumanna. Kl. 8 næsta morgun vaknaði ég við það, að sólin varpaði geislum sínum um herbergið. Runnu mér þá í hug orð Matt híasar úr hinum alkunna sálmi: „í sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur guð að leita þín“. í sama taili var drepið á dyr. Var húsfreyja þar komin með ilmandi morg unkaffið. Ég vakti máls á því, að auk þeirrar fyrirhafn- ar, er við bökuðum henni, mundum við hafa flæmt þau hjónin úr rúmi sinu. Kvað húsfreyja nei við því, en sagð ist oftast hafa stofu þessa fyrir sjúkrastofu. Tæki hún þannig að sér að hjúkra sjúkl ingum, því að sér þætti þægi_ legra að stunda þá á sínu eig in heimili en að fara út um bæinn til þess, enda oft svo ástatt, ekki sízt fyrir sjó- mönnum, að athvarf væri lít- L ið heima fyrir. Ég spurði Sig- rúnu, hvort hún væri gefin fyrir hjúkrun. Kvað hún svo vera, enda hefði hún tekið á móti þó nokkrum börnum, þótt hún væri hvorki lærð hjúkrunarkona né ljósmóðir. „Þetta er bara inngefið í eðli mitt“, sagði hún. Hvort mundi ekki líf mannanna verða bjartara, ef slíkur fórn arandi greri víða? Því að hvað er fegurra en að rétta bróður eða systur hjálpar- hönd, er veikindi eða önnur reynsla berja að dyrum? Eg veit það er rétt, hvar sem hönd kveikir Ijós til að lýsa fram hjá lífsháska bróður á vegi, þar er mannúðin rökkrið að rjúfa og mun ríkja á komandi degi. Framh. ^J4aJ^L$ Luc^Jciót að öllum er frjálst að ganga í kaupfélögin. Aukning kaupmáttarins jafngildir launahækkun. Samband \s\. samvinnufélaga ttlireiðið Tímami Sjötug: Helga Hannesdóttir Skíénoy, Borgarfirði. Helga Hannesdóttir hús- freyja á Skáney í Borgarfirði átti sjötíu ára afmæli 5. þ. m. Hún er dóttir hinna alkunnu Deildartungu hjóna, Hannes- ar Magnússonar og Vigdísar Jónsdóttur. Helga giftist Bjarna Bjarnasyni frá Hurð- arbaki og hafá þau búið allan sinn búskap á Skáney. Helga hefir starfað mikið, bæði í ungmennafélagi og kvenfélagi sveitarinnar, og þar haft forgöngu um mörg menningarmál. Það var t. d. fyrir atbeina hennar að menn mynduðu samtök um að koma upp W. C. á hverju býli í hreppnum, og mun það vera eini hreppurinn á landinu, sem það hefir verið gert í. Mikinn áhuga hefir Helga haft á skógrækt. Fyrir ofán túnið á Skáney er nokkuð brött valllendishlíð. Þar kom Helga snemma upp girðingu, sem hún flutti í trjáplöntur, er hún sótti í Noröurtungu- skóg. Síðar var girðingin stækkuð og er nú allstór, var þá sáð í hana skógfræi, og nú er þarna að koma upp skógur. Hæstu trén eru orðin mann hæðar há. Þar eru nokkur metra há sitkagrenitré, en mest eru þar birkitré. Rafveitustjór astaö- an í Siglufirði er laus til umsóknar. — Umsóknir sendist undirrituð- um fyrir 20. maí, og gefur hann allar nánari upp- $ Í> Í> i> Í> Í> Í> i> lýsingar. Siglufirði, 25. april ’48. ♦ ♦ I ♦ f ♦ Gunnar Vagnsson bæjarstjóri. í Prestsetursjaröir og prestar Eftir Svein Sveinsson írá Fossi. Af hannyrðasýningum. eru þekktir ýmsir munir eftir Helgu, enda er handbragði hennar viðbrugðið, og þó mest tóskap hennar. Heimili Helgu hefir verið rómað fyrir snyrtimennsku sem af ber, og reglusemi.Einn sonur og tvær dætur Helgu eru uppkomin og gift. Hefir nú Skáney verið skipt í þrjú býli, Nes, Birkihlíð og Skáney, og býr sitt barnið á hver'ri jörðinni. Allar eru þær vel hýstar, og ræktun nú þegar það mikil, að á hverju býlinu fyrir sig má nú hafa stærra og meira bú en hægt var að hafa á Skáney einni, þegar þau hjónin settust þar að fyrir fjörutíu árum síðan. Fjölmennt var að Skáney á afmælisdag Helgu, kom þangað kvenfélagið og þakk- aði gott óeigingjarnt starf, ungmennafélagið er þakkaði fjörutíiu á(ra samfylgd, því enn er Helga starfandi í því þó sjötug sé, og margir fleiri. Og ail'fr þiéTa’ mörgu, sem Helgu þekkja, óska þess að hennar hlýju hjálpandi hendi megi enn njóta sem lengst til blessunar fyrir alla, er hún nær til. Sveitungi í Tímanum 30. apríl s.l. birtist grein eftir Pál Zóp- hóníasson um byggingu prest setursjarða. Grein þessi er mjög athyglisverð og rétt- mæt. Vil ég leyfa mér að skrifa nokkur orð til viðbót- ar í þessu aðkallandi máli. Nú í mörg ár hefir séra Ei- ríkur Helgason í Bjarnarnesi þjónað ajlri Austur-Skafta- fellssýslu, og farið prýðilega, enda er hann gáfaður atorku maður. Þar í sýslu er líka ekki nema einn lækhir. Erfið leikarnir á þessu hafa farið minnkandi með símasam- bandi og vegabótum. Þó er þessi sýsla með þeim erfið- ustu vegna óbrúaðra jökul- vatna og eyðisanda. Þetta dæmi sýnir glöggt, að það þurfa ekki að vera fleiri prest ar í sveitunum en héraðs- læknar. Til dæmis: Sá prest- ur, sem þjónar þremur kirkj_ um, getur alveg eins þjónað fimm kirkjum eða fleiri. Hann messar ekki nema við eina kirkju í senn og kemur því í sama stað niður í flest- um tilfellum, og fólkinu má alveg standa á sama, hvort það fær messu þriðja hvern sunnudag eða fimmta hvern sunnudag o. s. frv. Þeir, sem S vilja messur, geta hlustað á ‘þær á hverjum sunnudegi í ! útvarpinu heima hjá sér, og I er það eins og hver önnur nú | tíma tækni og þægindi, sem ætlast er til, að fólkið not:l sér, heldur en að fara langar leiðir til kirkju í misjöíni. veðri og vegum. Mér fyrir mitt leyti þykja messur i út- varpinu skemmtilegri en þær eru oft i heimakirkjum, vegna verri skilyrða með söng og fleira. Þessu verður , ekki mótmælt með rökum, og því ekki að nota nútímatækr. ina á þessum sviðum eins og öðrum? Nú, þegar svona er komic þessum málum, sem betui.’ fer, eins og hér hefir veric tekið fram, þá sýnist nú vera sjálfsagt — eins og P. Z. tek- ur fram i sinni grein, — að stjórnarvöldin og Alþingj. taki þetta mál föstum tökum. til gjörbreytingar, og byggi. bændum öll prestssetur, sem. eru meira og minna í eyði, hvort sem þar eru prestar að nafninu til eða ekki. Þessi. hlið málsins má ekki dragást, og bændur, sem taka þessar jarðir, verða að sjálfsögðu ac fá lífstíðarábúð (eða erfða- ábúð). — Þá bændur, serr.. taka þær jarðir, sem algjört eru í eyöi að húsum, verður að styrkja rækilega til að byggja upp. Landnámsstj órinn okkar, Pálmi Einarsson, sá greindi maður, verður að leggja hér til málanna fljótt og vel. Skii ég ekki annaö en ráöamena (Framhald á 6, siðul t

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.