Tíminn - 08.05.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 8. maí 1948. 101. blað Fólksflutningarnir úr sveitunum ' síma, í samband við aðra | simanotendur, með því að leggja síma til hans. Og enn er það svo, að meira er metið að leggja vegi, sem sumar- j ferðafólkiö, sem skemmtir sér með því að flækjast um og tefja fyrir öðrum um hábjarg' ræðistímann, getur farið eft- ir, og að hafa þá breiða og góða, en að gera bóndanum sem daglega þarf að koma frá sér rnjólk úr kúnum sínum, mögulegt 'að gera það, nema að flytja þana fyrst á klökk- um nokkurra klukkutíma ferð. Og svo álasa sömu menn irnir, sem ráða því, að vega- gerðinni og símalagningunum er hagað svona, bændunum fyrir að senda ekki frá sér nægjanlega mjólk, og ætla alveg að rifna af vandlætingu, ef það kemur fyrir vegna veð- urs, að ekki kemur mjólk í búðir í Reykjavík. Þá hefir það enn valdiö Hokkru um, að jarðir hafa lagzt í eyði, að uppskafnings nýsköpunarmenn, sem finnst að þeir séu orðnir einhvers- konar yfirstétt í þjóðfélag- inu, af því að verðbólgualda Ólafs og komma hefir skolað nokkrum fjármunum á fjörur þeirra, hafa keypt jarðir af bændum, og gert þær að sum- arbústöðum fyrir sig og sina, lagt niður á þeim allan bú- skap, því það er ekki „nógu fínt jobb“ að eiga við hann. Þessi þróun, sem sumpart stafar af þeim hugsunarhætti, sem skapast hefir og gróið upp á stríðsárunum, og verið nærður af framkvæmdum þeim og ráðstöfunum, sem stjórn Ólafs lét gera, en sum- j part af venj ulegu úthalds- leysi einstakra manna, og breytingagirni, hefir fært fólkiö meira og örara úr sveitinni en þurft hefði að vera, ef rétt hefði verið á spil- unum haldið. En nú er komið sem komið er. Menn verða að fást til þess að þau tækin, sem keypt hafa verið, notist. Rétt- ast væri að fá þá frá öðrum löndum, t. d. frá Þýzkalandi. og lofa þeim, sem vinna að annari framleiðslu hér á landi', að vinna að henni á- fram í friði. En jafnframt þarf að muna það, að um leiö og fólki fækkar á heimílinu, af því að vélar og bætt rækt- un gerði nokkuð af gamla heimilisfólkinu óþarft, þá verður heimilið leiðinlegra og meir ósjálfbjarga ef veikindi koma fyrir eða annað, og þá er fólkinu þar lífsnauðsyn að fá sínia. Og það þarf að koma frá'sér vörum sínurn og þarf til þess vegi. Þess 'vegna er það ekki ráðstöfun til bess að styðja að því að fðlkið hald- ist í sveitunum, ef þaö er satt Sem sagt er, að það' eigi nú fyrir atbeina fjármálaráð- herra, „sem tekið hefir for- ustuna um sparnað", að fara að skera 35% af þeim litlu fjárveitingum, sem veittar voru til vega og síma í land- inu í ár, en láta enn aftur halda sér þá ráðstöfun Péturs Magnússonar, að þeir, er sætu á stól sínum í skrifstofu og læsu til skiptis blöð eða héldu (Framhald á 6. síðu) ■ •-sr. Efíir Pál Zóplióníasson i Stutt athugasemd Eftir frú Ástríði Efgf/ertsdóttur. . - . ....vA Niðurlag. VI. Vegna aukinnar ræktunar túnanna og stækkunar þeirra .og þar með meiri afkasta mannanna sem við heyskap- inn unnu, þurftu færri menn til þess að vinna á búunum en áður var. Sama gerði breytt húsaskipan. Vegna þessa hvorstveggja hefir fólk inu fækkaö í sveitum lands- ins að vissu leyti af eðlilegum ástæðum. Og sem betur fer hefir þetta fólk fengið vinnu við önnur störf í þjóðfélag- inu. Margt af þessu fólki hefði kosið að vera áfram í sveit, en það hefir margt ékki getað það, af því að það hefir ekki fengið járðnæði. Jaröirnar hafa verið einstakra manna eign, og þær, sem það opin- bera hefir átt, hafa verið i á- búð og enginn viljað láta land frá sér undir nýbýli. Ný- býli hafa átt erfitt uppdrátt- ar, og þó samt stofnuö nokk- ur, flest við skipti á jörðum, milli ættingja. VII. Eins og bent var á hér að framan, hefir nokkur hluti af fólksfækkuninni orðið af eðli- legum ástæðum. En svo verð- ur þó ekki sagt' um hana alla. Þegar hin svokallaða „nýsköpun“ var hafin, þá voru keypt ný atvinnutæki til landsins og þau kölluö „ný- sköpunartæki“. Þessi tæki, sem eins og áður er sagt, ættu mörg heldur að heita „rányrkjutæki“ en nýsköpun- artæki, krefjast manna til að verða nýtt. Hin nýj u skip, hin aukna bílaeign, hinar ný- keyptu vélar eins og rjómaís- vélar, prentsmiðj uvélar, hrað- frystivélar o. fl. krefja um 6000 vinnandi manna til þess að verða starfræktar. Áður en þær komu til, höfðu allir landsmenn nóg að gera. Menn var því ekki að fá á hin nýju tæki, nema sem nam árlegri fólksfjölgun, nema að taka þá frá einhverri þeinú framleiðslu, sem fyrir var. Það var talið, að menn mundu hafa meira upp árlega með því að vera á togara eða stærri skipum, en með því að vera á smábátum. Fyrir því kom nokkur hluti af mönnun- um, sem þurftu á nýju rán- .yrkjutækin, frá smærri báta- útvegnum, með þeim afleið- ingum, að þegar eru nokkuð margir bátar, sem ekki kom- ast á sjó vegna mannleysis. Annar hópur af mönnum kom frá landbúnaðinum, og meðal þeirra nokkrir bændur, sem bjuggu á þeim jörðum, sem minstar umbætur höfðu verið gerðar á, og sem gáfu minnst- an arð til þeirra, er þær nýttu. Og enn mun svo fara, að rán- yrkjutækin nýju munu taka nokkra bændur frá búskapn- um á lélegustu jörðunum. Tíminn leiðir svo síðar í ljós, hvort verður þjóðinni varan- legra, að rányrkja sjóinn eða rækta landið, en um það ættu menn að geta verið sammála, að álasa ekki manninum, sem fer frá jörð sinni, sem hann hefir kannske árum saman vantað að kæmist í vega- og símasamband, þar sem þjóðfélagið hefir metið meira að koma mannnium, sem á tveggja mínútna gang í næsta síma, í símasamband inni í stofunni sinni, en að koma manninum, sem þurfti að fara allt að dagleið til Snæbjörn Jónsson bóksali í Rvík skrifar í „Tímann“ 4. maí 1948 um „Tímarit Þjóð ræknisfélagsins“. Það er rit- dómur um 28. árgang tíma- Titsins eða síðasta hefti þess, er út kom á þessu ári. Hann fer mörgum losamlegum orð- um um ýmsar greinar þess og ljóð, og höfunda þeirra, og mun þar ekkert ofsagt. Það er Ijka skoðun Svein- bjarnar að umrætt tímarit beri af öllum öðrum íslenzk- um tímaritum og mun hann eigi einn um þá skoðun, og er slíkt í rauninni athyglis- vert. Ritdóm bóksalans las ég mér til ánægju, en þó var ég dálítið hissa og ofurlítið sár sakir þess að hann minnt ist ekki einu orði á einu rit- gerðina,sem í tímaritinu er, héðan að heiman. „Faðir minn átti fagurt land“, eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Þóroddur Guðmundsson skólastjóri á Reykjanesi samdi þetta erindi og sendi Ríkisútvarpinu til flutnings fyrir 2-3 árum, en það hafn- aði því athugasemdalaust. Síðan sendi hann það vestur um haf , því hann kvað Vest- uríslendinginn skilja stund- um betur suma hluti, en ást- kæra landa vora hérna megin hafsins. Enda tók ritstjóri „Tímaritsins“ sendingunni vel. Sjaldan hefi ég lesið nokk- ra ritgerð með meiri ánægju, meiri- hrifningu, en erindi skólastjórans „Faðir minn átti fagurt land“. Þess rauöi þráður er ást höfundar á landi og þjóð, sögu þess og tungu, 4=m hann kann á snillingstök. Ef til vill kann einhverjum að finnast hann bölsýnn, en raunsæi hans byggist einnig á ást hans á íslenzkum þjóðar arfi, hann harmar þau þjóð- leg verðmæti, sem nú er mjög tvísýnt um, hvort halda rnuni velli eða verða á glæ kastað. Og hógværlega að- varar hann þjóð sína „Ást- kæra ylhýra málið“, er hjart- næmt, sem hljómkviða bland in angurblíðum trega. Þegar ég las ritdóm Snæ- bjarnar, ýfðist upp hjá mér sorgbjand.in reiði, gagnvart útvarpsráði, sem synjaði um flutning slíks erindis, en flyt ur tíðum í þess stað, „Þynnk- una allra hinna“. „Það er vansæmd okkar og gæfuskortur, að við skulum ekki haía tekið fastar í hina útréttu hönd landa okkar vestra segir Snæbjörn Jóns- son í niðurlagi ritdóms síns. Vel sagt! En það er líka okkar van- sæmd og gæfuskortur, að taka ekki í framréttar hend- ur landa okkar hér heima, þepTa, sem bezt ’vilja, og unna landi og þjóð mest. G. B. senðir hér línu um póst- samgöngur. Þaö er rétt aö menn geri athugasemdir um póstferöir og samgöngumál, því að miklu varðar aö þar sé lag á, en búizt get ég viö .að hörö keppni verði milli jmsra héraöa um metið í slæmum sam- göngum. Ég er ekki viss um Stranda rnenn og Hornfirðingar t. d. teiji rétt að staöfesta það, að G. B. eigi landsmetið í þeim sökum. En held ur kýs ég að leiða hjá mér að dæma í þeim sökum. En hér er b'réfiö. „Það hefir verið svo, að póstur hefir farið einu sinni í hálfum mán uði frá Þórshöfn — á þriðjudög- um að Skinnastaö í Axarfiröi; og kemur þá á allmarga bæi á þeirri leið, og skilar pósti í vesturleið; en í austurleið skilar hann venju- lega ekki blaðapósti, þó hann komi við á mörgum bæjum, *af þeirri á- stæðu, að blöðin eru ósundurlesin. Þessu finnst mér illa fyrir komið, og álít að úr þessu megi bæta án aukakostnaðar; t. d. að blööin séu lesin sundur á póststöðvunum hér fyrir vestan. svo hægt sé að færa hverjum sitt, þar sem pósturinn kemur við. Með því fyrirkomulagi sem nú er, liggja blöð og bréf 9 daga minnst á pósthúsinu á Þórs- höfn, og geta oröið 14 dagar ef skip kemur þann dag sem póstur leggur af stað vestur. Ég veit ekki hvað mikiö má bjóða „langþol ís- lenzkrar lundar" yfirleitt, en ég veit að öllu má ofbjóða. Marga hef ég talaö við um þctta, sem eru óánægðir sem von er, og hafa við orð að hætta að kaupa dagblöðin, ef engin breyting fæst á þessu. Mönnum finnst að blöðin séu orðin nægilega gömul, þegar þau komast til þeirra, þó þau lægu ögn skemur hérna á pósthúsinu. Axarfjarðarheiði er um 30 kíló- metra löng, og póstferðir yfir hana að vetrinum sýnast mér algerlega óþarfar nema sem atvinnubóta- vinna — og þó erfið. — Réttara virtist að póstur færi um sveitirn- ar t. d. einu sinni í viku, og mundu þær ferðir ekki verða dýrari en þessar ferðir eru nú, en koma að miklu betri notum. Gaman væri að vita hvort nokk ursstaöar á landinu eru verri póst göngur. Þangað til ég sé það svart á hvítu trúi ég ekki öðru en við hérna séum methafarnir." Þórarinn á Skúfi sendir okkur þennan brag og kallar Velstíganda. Þetta minni íslenzkra vísna er mér ljúft að birta og vænti að margur hafi gaman af. Nú skal kveða lítið ljóð, , líkt og skeði forðum. Hressa geðið, herða móö. hreyfa gleði orðum. Til að vanda vísnaslátt vantar andans máttinn. Vonarlanda vermir átt Velstíganda háttinn. Hann fékk löngum hitaö þjóð, hlaðið söngs upp vörðum. Borið föngin full af glóð fjúks í Gönguskörðum. Heims í skæðu hríðunum harms þar æðir dynur, — var ann mæðu mönnunum margoft gæða vinur. Aldrei brást ’ann brögnum, þó, bótin skárst, né hrundum væri ástin enda mjó, eins og sást nú stundum. Margan sló ’ann hreinan hreim hreggið gó um þakið, þegar fróun færði heim, fyrsta lóukvakið. Ei sem gestur einn ’ann stóð úti í verstu frostum, þegar hestum hleypti þjóð, hart á beztu kostum. Heldur var ’ann hugljúfur, hót ei spar á gangi, þegar marinn mjúkfextur makkann bar aö fangi. Yfir sanda, svell og hraun, sveif þér andans máttur, fyrir handan lítil laun, , Léttstiganda háttur. Hann var band í heima þrá, hrakti grand hvern daginn, þeim, er landi fóru frá, fyrir handan sæinn. Kímni gerð í góðkynni gleði óskerða börnum. Hann var sverð í sókninni, sæmd í ferð og vörnum. Vilji nóttin hylja hljóð hróðrar flótta göngur, gakk óhljótt og gleddu þjóð, gamli óttusöngur. Annars mun ég bráðum gera vísnavinum mínum smávegis úr- lausn, því að þeir eru farnir að eiga hjá mér sumir. rétur Iantlshornasii'kill., Móðir okkar, Aama Jónsdóttír, frá Eyjarhólum í Mýrdal, andaðist í sjúkrahúsinu Sólheimar hann 5. maí. Jarð- arförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju undir Eyja- fjöllum föstudaginn 14. maí og verður nánar auglýst síðar. f. h. aðstandenda* Þorlákur Björnsson. Jón Björnsson. Stefán Björnsson. Hjartkær maðurinn minn, faðir og tcngdafaðir okkar, Bjjsi'iiason, fyrrum bóndi í Riftúni, andaðist 5. maí í Landakotsspítalanum. Pálína Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.