Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 29.05.1948, Side 4

Tíminn - 29.05.1948, Side 4
4 TÍMINN, laugardaginn 29. maí 1948. 117. blað Höfundur Njálu EftSr Signrð Yilhiálmsson, fflnefsstöðom Hr. Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstööum ritar í Tím- ann 9. og 10. apríl s.l. Við- fangsefni hans er að gera lít- ið úr tilgátu Barða Guð- mundssonar um að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu. Ég ætla ekki að svo stöddu að blandá mér í um- ræður um þetta efni. Mér finnst svona að órannsökuðu máli nóg að Snorra Sturlu- syni sé eignu.Ö Egilssaga, þó Njálu sé ekki hiklaust skipað þar. Að vísu hefir próf Sig- urður Nordal fært allgild rök fyrir því, að Snorri hafi samið Egilssögu. Enda þótt svo sé, er eigi að síður ekki víst að Snorri hafi gert það. Ég hygg, að á síðari hluta 12. aldar og á 13. öld hafi ýmáir ókunnir höfundar unnið að ritun margháttaðs fróðleiks og erfitt verði og jafnvel ó- mögulegt að komast að ör- uggri vissu um höfunda ís- lendingasagnanna. Það er ekki hægt að byggja líkur á orðatiltækjum hvað þá vissu. Menn hafa þá eins og nú orð- ið fyrir áhrifum hver frá öðrum. Vissa fæst aðeins þar, sem höfunda er getið. En það er fleira í grein Helga Haraldssonar, sem ekki má standa, án þess bent sé á veilurnar í þeim fullyrðing- um. Skulu hér tekin nokkur atriði af handahófi mönnum til athúgunar og umhugsun- ar. 1. Helgi segir, að aðeins ein saga sé til frá Austur- landi og það er Hrafnkels- saga. Fletti rnenn nú upp X. bindi- nýju íslendingasagn- anna,'þar eru átta sögur og að auki tíu þættir. Það er einkennilegt að Helgi á Hrafn kelsstöðum skuli aðeins vita um Hrafnkelssögu. 2. Þá segir Helgi: „Er það nú trúlegt að heimaalningur upp á íslandi hefði getað skrifað eins vel um þetta og þarna er gert?“ „Það er Snorri einn“ o. s. frv., segir hann ennfremur. Heimaalningurinn er hr. Þorvarður Þórarinsson. í Flat eyjar-annál og Biskupasög- unum eldri, er sagt frá mörg- um utanferðum Þorvarðar og geta menn kynnt sér þetta atriði með því að fletta upp því er segir um þetta þar. 3. Þá segir Helgi enn: „Hvernig maður var svo Þor- varður Þórarinsson." f Foi’nbréfasafninu, mig minnir fyrsta bindi ( ég hefi það ekki við hendina eins og stendur) hefir Jón Sigurðs- son forseti skrifað nokkuð um Þorvarð. Ef menn kynna sér þessa ritgerð forsetans, er óvíst, að Þorvarður verði jafn lítilmótlegur og Helgi vill vera láta. 4. Sturla Þórðarson 1 hefir ekki ritað aila Sturlungu og það er ekki vitað með vissu, að hann hafi ritað annaö en íslendingasögu, en þar segir fátt af Þorvarði. Mest er sagt um Þorvarð í sögu Þorgils skarða og af viðskiptum þeirra frændanna, Þorvarðar og Þorgils. Nú ber Þorgilssaga þess órækan vott, að hún er varnarrit fyrir Þorgils skarða. Og samin vegna þess, að allir vissu, að hann var í konungs þjónustu og sendur af Hákoni gamla til þess aö vinna að áformum hans á íslandi. Sum ir fræðimenn telja að Þórður hítnesingur, mágur Þorgils, hafi samið eða sagt fyrir þessa sögu. Hvað sem um það er, er Þorgilssaga svo hlut- dræg, að hún verður tæplega talin góð heimild um það, hvernig menn þeir voru, Þor- varður og Þorgils. Helgi segir hins vegar, að Sturla Þórðar- son lýsi Þorvarði illa, en ekki verður það séð af því, sem Sturla hefir skrifað um Þor- varð. En þó svo væri, að Sturla lýsti Þorvarði illa, hlyti hver sæmilega gagnrýninn maöur að taka með varúð því, sem Sturla segði. Sturla var föðurbróðir Þorgils, og enda þótt hann sé hinn heiðarleg- asti sagnritari hefir hann tæplega gert rétt upp á milli þessara manna, enda væri það í raun og veru til ofmik- ils mælzt, þegar um samtíma- menn er aö ræöa. 5. Enn. segir Helgi, að Þor- varður leiti liðveizlu hjá Þor- gils skarða. Ég spyr: var það Þorvarður, sem leitáði lið- veizlu hjá Þorgils, þegar Þor- gils var ásamt Sturlu Þórðar- syni meö ráðagerðir um að ráða Odd Þórarinsson af dög- um, til þess að koma Skaga- firði undir yfirráð Þorgils skarða og um leið Hákonar gamla? Þaö er rétt að skjóta því hér inn líka, þó það kæmi síðar í ljós, að Þorgils ætlaði sér ekki aðeins Skagafjörð, heldur og líka Eyjafjörð. En það voru tvímælalaust erf- ingjar Sighvats Sturlusonar, sem á þessum tíma höfðu rétt til yfirráða í Eyjafirði. Stein- vör á Keldum var tengda- móðir Þorvarðar og Eyjafjörð ur var erfðaóðal hennar, eftir að Þórður kakali bróðir henn- var fallinn frá. Undirbúningurinn að Þver- áreyrafundi er þegar betur er að gáð, byggður á sameigin- legum ástæðum þeirra Þor- varðar, Þorgils og Sturlu Þórðarsonar. Þó þeir ættu fátt sameiginlegt og aldrei neinn trúnaður með þeim, höfðu þó atvikin hagað því svo, að Eyj- ólfur Þorsteinsson og Hrafn Oddssón voru þeim öllum á- steytingarsteinar, sérstaklega Eyjólfur. Hann var fyrirliðinn við brennuna á Flugumýri, en þeir sem athuga aðdraganda og tilgang hjónabandsins, sem þeir Gissur jarl og Sturla Þórðarson stofnuðu til og svo skyndilega varð slitið, geta rennt grun í, að Sturlu Þórð- arsyni muni ekki hafa verið óljúft að ráðast í atförina að þeim Eyjólfi og Hrafni. En Þorgils skarði, sem hafði feng ið fremur slæmar viðtökur í Borgarfirði, hygg ég hafi grip- ið færið, sem honum bauðst til þess að afla sér stuðnings þeirra Þorvarðar og Sturlu til þess að ná undir sig Skaga- firði, svo hann gæti náð ein- hverri fótfestu í landinu. Þor- varður leitar hefnda eftir Odd bróður sinn og getur verið að hann hafi haft áform um aukin völd á Norðurlandi. En ég get ekki séð, aö það sé hon- um frekar til vansa, en öðr- um höfðingjum þeirra tíma. Frásögn Þorgilssögu af undir- búningi þessarar ferðar ersvo einhliða og jafnframt tvíræð, að hana verður að, lesa og skilja með athugun og var- færni. 6. Helgi leiðir Brand ábóta sem vitni og hefir þessa klausu eftir honum: „Treyst- ið lítt á drengskap Þorvarðs, því að mér segir eigi mjög hug ur um, hversu til gangi skipti þeirra Þorgils og Þorvarðs og ætla ég að Þorvarður valdi af- brigðum“. Vera má, að hér sé rétt haft eftir Brandi. Varla hafa samt þessi orð veriö skrifuð nlður um leiö og þau voru töluð, svo vel gæti veriö, að eitthvað hefði fallið úr og ef til vill aukið í eftir því hvað bezt átti við í augum höfund- ar. Rétt er þá einnig að ath. allar viðræður og framkomu Brands á fundinum við Rauðs gil og vísast til þpss alls í frá- sögu Þorgilssögu. Brandur ábóti var föðurbróðir Þor- varðar og náfrændi Þovgils. Það verða menneinnigaðhafa í huga. Jafnframt ber að veita því athygli, að ekki verður þess vart, að Brandur hafi lagt þykkju á Þorvarö eftir dráp Þorgils skarða. Þetta geta menn kynnt sér með þvi að lesa í Sturlungu um þetta. Mér virðist einsætt að koma Brands á fundinn við Rauðs- gil sé engin tilviljun. Hann hefir verið boðaður þangað og vitað vel hvað til stóö og verið þarna viðstaddur í ákveðrium tilgangi. Áreiðanlega ekki til að aftra atförinni. 7. Helgi segir, að Þorvarður hafi svarið Þorgilsi hina dýr- ustu eiða að fylgja honum að málum. Ég ætla, að Þorgils fengi völdin í Skagafirði eins og tilskilið var. Lengra náðu loforð Þorvarðar ekki. En Þor- giis hafði fleira á prjónunum, vsem Þorvarður gat ékki sam- þykkt, en það voru völdin i Eyjafirði. Enda fékk hann konungsbréf fyrir honum, er Þórður kakali féll frá. v 8. Helgi segir, að Þorvarður hafi launað Þorgilsi illa, er hann lét drepa Þorgiís. Má það til sanns vegar færa, ef Þorvarður hefði haft eitthvað að launa. En ég held, að Þor- gils hafi launað Þorvarði illa liðveizlu hans og framgöngu, er hann reyndi að ná Eyj afirði með stuðningi konungsvalds- ins. Það er þetta atriöi með fleiru, sem er ástæðan fyrir því, að Þoi’varður ákveður að láta taka Þorgils af lífi. Það er óréttmætt að fella dóm um manngildi Þorvarðar fyrir það eða aðferðina, sem hann hafði. Slíkt voru algengir at- burðir á Sturlungaöld. Að verkið þótti illt, er ekki meira en algengt var og er um hlið- stæð verk. Þau voru mörg hermdarverkin af þessu tagi. En tilgangurinn helgaði meö- alið þá engu síður en nú. Al- veg sérlega hefir aðstandend- um Þorgils þótt verkið illt og eins og áður segir, má ætla, aö þeir hafi átt mestan þátt i frá sögninni af þessu. Höfundur Þorgilssögu reynir að varpa helgiblæju yfir Þorgils og hé- gómleg frásögn af lestrar- efni um kvöldið áður en Þor- gils er veginn, sýnir bezt hver tilgangurinn er með því að lýsa þessum atburði eins og gert er. Að tala um að kasta perlum fyrir svín, þó Þorvarði sé ætlað að hafa samið merkilegt skáldrit, held ég sé ofmælt. Þorvarðúr var af merkum ættum kominn og hafði framast bæði utanlands og innan. Sömuleiðis er margt, sem bendir til þess, ef vel er að gætt, að hann hafi verið hygginn maður. Um líkamlegt (Framhald á 6. siðu) í fyrrakvöld fór ég inn í veit- ingastofu eina niður í Hafnar- stræti. Það varð til þess, að ég kynntist litillega tveimur kven- mönnum úr þeim hópi, sem venur komur sínar þangað. Þær voru drukknar og langaði ekki til neins, nema að fá meira áfengi, og vonir þeirra um það voru bundnar viö að íinna einhverja karlmenn, sem hefðu bæði fjárráð og vilja til að gefa þeim áfengi fyrir að liggja hjá sér um nóttina. Þetta virðist endurtaka sig þrotlaust frá degi til dags, þvi að oftast munu þær finna sér einhverja drykkjubræð- ur. Lif þessara vesalinga er þrot- laus og óslökkvandi þorsti, og sú kvöl, sem honum fylgir. Svo langt eru þær leiddar, að heilbrigt kven- eöli þeirra með hæfileikanum áð finna til ógeðs og hrifni er horfið. Fegurð lífsins, nautn þess og til- finning fyrir dásemdum þess. er ekki til fyrir þessu fólki, nema í sambandi við þorstann mikla. í gærkvöldi fór ég í Gamla Bíó. Þar er sýnd dönsk mynd og hefir Lech Fischer samið söguþráðinn. Hún heitir: Þess bera menn sár — og er vert að muna, að þetta er réttnefni, upphafsorö úr hinu al- kunna kvæði J. .P. Jakobsens, sem Hannes Hafstein þýddi svo: Þess bera menn sár um ævilöng ár, sem aðeins var stundarhlátur. Þessi kvikmynd sýnir ungt og myndarlegt fólk, sem ekki kann fótum sínum forráð í skémmtana- lífinu og sýkist því og sýkir aðra af kynsjúkdómum. Eiginmaðurinn, festarmey og heitkona tefla lífs- hamingju sinni og elskenda sinna í hættu vegna ábyrgðarlausrar létt úðar og daðurs. Ég varð eklci var við neins kon- ar bindindisboðun í þessari mynd, en ég vil benda þeim, sem sjá hana, á það, hvernig áfengi og tóbak er notaö í skemmtanalífinu, til að leiða fólk á glapstigu. Fuliur maður sést ekki í myndinni. en allt þaö fólk, sem hendir sjálfs- skap'j’víti af eftirlátssemi við sjálft sig eðg, aðra. veiklar siðferðisþrek sitt og sljóvgar dómgreind sína með gg si af áfengi áður, og er þar bæði notað hið víðfræga danska öl og ýmislegar víntegundir. Að þessu leyti á myndin líka fullt erindi til okkar. og ég held að það þurfi ekki mikið ímyndunar- afl eða glöggskygni, til að finna eölilegt samband milli þeirra þátta skemmtanalifsins, sem hún- eink,- um sýnji',, cíg ai>ínuleysisl'ns í Hafnarstræti. Svo skal cg aðeins bæta því við hérna, fyrst ég fór að tala um þessa mynd, að hún er víða vel leikin og t. d. gaman að sjá mun- Inn á uppburði og framgöngu sumra garpanna, þar sem þeir flaga stúlku eða mæta hjá lækni. Þess er líka rétt að get^. að i myndinni eru mjög falleg atriði og yfirleitt fer hún vel, svo að jafnan rætist •úr, eins og bezt getur orðið. Pétur iandsliornasirkill tiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiHniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiniiinHiiHMiiiiiiiniinitji | - Mínar hjartans þakkir til vina og vandamanna, sem | í heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu 5. mai með heim- | f sóknum, stórum gjöfum, hlýjum hveðjum og blóm- j I um og gerðu mér daginn ógleymanlegan. 1 Ég þakka óbrotlega geisla samferðafólksins. I Guð blessi ykkur öll. . . | 1 Ingiríður Jónsdótíir j | Höll | | Hverahlíð. j ílllllllllllllHlllllllllllllímillÍllllllllimillllHIIIIIHimilHIIIIIIIIlllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIHIHIIIHÍllHHIHHHIIIIIIII* huaiaát að öllum er frjálst að ganga í kaupfélögin. Aukning kaupmáttarins jafngildir launahækkun. Samband ísl samvinnufélaga .tllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIHI.. | OLÍUFÝRINGAR | Smíðum sem fyrr olíufýringar í allar stærðir og gerðir | 1 af miðstöðvarkötlum. Verðið lágt. Einnig í eldavélar, f 1 þar sem straumur er fyrir. 1 Athugið. (Fýringarnar eru samþykktar af Véla_ og | | verksmiðjueftirliti ríkisins). | Járnsmíðavcrkstæðið Hrísateig 5, | | Reykjavík. | .TimimiimmiiiimmiiiimiiiiiimiHiiimiiiiimimiiiiiiiimiiiiiHiiiimiiiiiHimimiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.