Tíminn - 04.06.1948, Blaðsíða 8
Reykjavík
4. júní 1948
122. blað
Leikfélagi Reykja-
yíkur boðið íil
Finnlands með
Gullna hliðið
Norræna félagið í Finn-
Ianhi' hefir boðið Leikfélagi
Reykjavíkur að koma til
Finnlands og hafa þar sýn-
ingar á leikritinu Gullna
hliðið eftir Davíð Stefánsson,
snemma í seþtember. Hefir
Leikfélagið sótt um styrk frá
rikisstjórninni og Reykjavík-
urbæ til að geta tekizt þessa
ferðirnar héðan ofþ-heim.
Norræna félagið í Finn-
landi greiðir að fullu allan
kostnað við ferðirnar nema
ferSirnar héanð og heim. |
Þtr er þegar ákveðið, að Lár
us Pálsson verði leikstjóri, ef
áf þessari ferð getur oröið,
éh leikurinn fer fram á ís-
lenzku. Ýtarleg leikskrá
verður hins vegar gefin út í
Helsingfors og þar skýrt ræki
lega frá efni leiksins. Ætlun-
in er að hafa tvær sýningar á
leiknum, báðar í Helsingfors
og verður frumsýningin 4.
september.
Gullna hliðið hefir eins og
kunnugt er verið set á svið í
Osló og sýnt þar oft við mikl-
ar Virisældir. Leikstjóri var
þá Larus Pálsson.
Myntl þeSsi var tekin i hvalveiðistiðinni í Hv£lfirði fvrir nokkrum
Uögum. Há var verið að skera stóran reyðarhval. Skíði hvalsins
'sjási- á mvndinni. Ljósni. GcSnÍ ÞórSarscn).
Landfhigvél lendir
í Grundarfirði
- Frá íréttaritara Tímans
í Grundarfirði.
Hinn 30. mai s. 1. lenti
tveggja sæta flugvél hér í
Grundarfirði. Voru það Björn
Páisson og Steindór Hjalta-
lín, sem flugu henni. Er
þetta fyrsta landflugvélin.
sem komið hefir til Grundar-
fjarðar. Lendingin gekk aS
óskum, þótt engar lendingar-
bætur hafi verið gerðar þarna
fyrir flugvélar.
Grundfirðingar hafa mik-
inn áhuga fyrir því eins og
flestir aðrir, að lendingar-
bætur fyrir flugvélar verði
gerðar þar.
í jJser vssr ©psaíscS slíólíisýnSng' ssseð Isátí'ð-
legri atSsiifsi í sScélaiasssaa s tilefni saf-
mssílisins.
Á þessu ári er Miðbæjarskólinn í Reykjavík 50 ára og
jafnfrasnt elzíi nústarfandi barnaskóli hér á landi. Þó eru
nú liðin 118 ár síðan barnaskóli tók fyrst til starfa hér í
Reykjavík. í gær var þessa afmæiis minnzt í skólanum með
hátíðíegri athiifn og opnun skólásýningar, sem el'nt er til í
íiíefni afmælisins.
Æseíf við víð/ræg listahjcn
iefyr lengi verið
draumur minn að leika í
-nýja Þjóðleikhúsinu“
„Ég' ea* s sjíkssasla Islauiti yfis* |sví að sjá
ísland“.
Eins og áður hcfir verið greint frá, eru hjónin Paul og
Anna Bcrg Reumert nýkomin hingað til landsins í boði
Norræna félagsins. Munu bau leika hér í tveim leikritum,
sein á að hefja að sýna innan skamms hér í Reykjavík.
Ilátíðlcg atköfn...............
Athöínin hófst með því. að
telpníjíeór .sðiýg undir §tjórn
Jóris ísleifssonar. Söng kór-
irití m. a. vígsluljóð eftir Stein
grím Thorsteinsson, en þau
Ijóö voru ort til skölans og
sungin er hann var vígður 19.
okt 1898.
Ræður fluttu Gunnar Thor
oddsen, borgarstjóri, og Ár-
mann Halldórrson, skóla-
stjóri. Tveir nemendur, Árni
Kristinsson og Sigríður Jóns-
dótt.'r, þæði ur 13 ára bekk
lásit' upþ stuttar ritgerðir.
Loks kvaddi Árni Kristinsson
nemandi í 13 ára D. sér hljós
og tilkynnti skólastjóra það
fyrir hönd bekkjar síns, að
hann aftíenti skólanum hér
með sparisjóðsbók með 1000
Um siðustu helgi var stofnað Félag ungra Framsóknar-
manna í Höfn í Ilornafirði og nær félagssvæði þess einnig
yfir Nesin. tm 30 manns gengu í félagið á stofnfundinum.
Óskar Helgason simstöðvarstjóri í í líöfn var kosinn l’or-
maður félagsins.
Féiagið hlaut nafnið Bald-' sóknarmanna, og munu þeir
ur, F. U. F. í Höfn og Nesjum. j hafa í hyggju að efna til marg
Hin fyrsta stjórn er þannig (j^ttaðs'félagsstarís á næst,-
! unni.
Eins og áður hefir veriö
skýrt frá hér í blaðinu, mun
verða stofnað félag ungra
Fram.sóknarmanna í Vestur-
Ska f tafellssýslu um næstu
helgi og verður stofnfundur
ÍDess á Kirkjubæjarklaustri
á laugardaginn kl. 4.30 s. d.
skipuð: Oskar Helgason for-
maður, Aðalsteinn Aðalsteins
soh ritari, Rafn Eiríksson
Miðskerj, féhirðir, og meo-
stjórnendur Jón Hjaltason og
feígúrour Hjaltason.
- Hermann Jónasson flutti
ræðu á stofnfunainum, Mikili
áhugi er nú ríkjandi þar
• eystra meðal ungra Fram-
krónum og s&ýiöi því fé varið
til þess að kauoa emhvern
minjagr p hunn.i skú ru un a
þessu aóu.-iji.
Ánnarm Hallöors.son rakti
sögu skóíans J höfuðcirútír.m
og kom margt athyglisvert
fram í ræöu hans, bæöi varð
andi skólahaldið og viðhorf
almennings og ráðamanna
þjóðarinnar til skólans og
barnafræðslunnar almennt.
Myndarleg skólasýning.
Sýning skólans í tilefni af
mælisins er hin myndarleg-
asta á allan hátt og mjög til
hennar vandað. Henni er
komið fyrir á kennslustofum
á báðum hæðum hússins. í
þrem stofum er sýnd saga
skólans í myndum og frásögn
um, og er þar margan fróð-
leik að finna.
Þá er þar sýndur hinn sýni
legi og áþreifanlegi árangur
skólastarfsins á s. lá vetri, og
er skipað niður eftir aldurs-
flokkum. Þar eru sýndar teikn
ingar, hándíðir, skriflegar úr
lausnir og námsbækur, og er
öllu vel og smekklega fyrir
komið. Má þar sjá margan
vel geröan gíip. .
Að baki þessari sýningu er
sjáanlega geysimikið starf,
sem kennarar og nemendur
skólans hafa inn af höndum,
því að svo smekklegri, fjöl-
breyttari og skipulegri sýn-
ingu verður ekki komið upp
fyrirhafnariaust. Börnin
liafa líka sýiit logandi áhuga
og dugnað við að hjélpa kenn
urunum í því efni. Þessa sýn
itígú eettu foreldrar, og raun-
ar einnig sem flestir aðrir að
sjá. Hún er miirlu merkilegri
en nokkur tök eru að gefa
hugrnynd um í sutíri frétta-
grein.
Aö þeim sýningum loknum
munu þau verja öllu sumar-
leyfi sínu hér og njóta hvíld-
ar, eins og Paul Reumert orð-
aði það. Hefir þeim hjónum
þegar verið boðið að dveljast
í heiðursbústað ríkisins á
Þingvöllum svo lengi sem
þeim lystir. Blaðamönnum
gafst færi á að hitta hjónin
að máli aö Hótel Borg í gær.
Einstaklega gleðilegt að
koma hingað aftur.
Þau hjónin léku hér síðast
fyrir 10 árum, en síðast dvöldu
þau hér á landi í hitteðfyrra.
Síóasta för þeirra hingað var
einkum farin í því skyni,, að
heilsa upp á vini og vanda-
menn eftir svo langar fjar-
vistir frá íslandi, svo og til
þess að lesa upp ýms gulikorn
úr dönskum bókmenntum.
Mun flestum þaö minnistætt,
sem á hlýddu.
— I-Ivað hefir drifið um
daga ykkar, síðan er þið vor-
uð hér síðast?
— Vinna, vinna, ekkert
annað en að vinna, sagði frú
Reumert. Það er varla, að við
höfum getað setzt niður síð-
ustu 8 mánuði.
Paul Reumert brosti þá
glettnislega út í annað munn
vikið, kveikti í vintílingi konu
sinnar með heimsborgaralegu
c-g frjálsmannlegu látbragði
og sagði:
— Þið getið þá nærri, að
við höfum himin höndum tek
ið af gleði yfir því, að vera
komin hingaö eftir allt stritiö.
— Við erum líka bæði trúuð
á norræna samvinnu.
— Já, og aldrei hefir verið
meiri þörf á samvinnu ís-
lands og Danmerkur en ein-
mitt nú —, bætti frá Reumert
við.
mynd, sem var sýnd hér í
Tjarnarbíó fyrir skömmu.
Móðir hans er íslenzk að kyni.
Hét hún Agnes Thorberg
With, og er hún sennilega
dótturdóttir Bergs Thorbergs
landshöfðingja.
Hjónin hlakka til að leika
með gömlum féíögum.
Við hlökkum afskaplega til
þess að vinna saman með
gömlum vinum — sögðu
hjónin einróma.
Hjónin og With munu bæði
leika á dönsku, en íslenzku
leikararnir munu allir mæla
á íslenzka tungu.
Viðhorf hjónanna til leikrita
Ibsens og Strindbergs.
— Dauðadansinn er stór-
fenglegt leikrit,, sögðu hjón-
in. í *því opnast alveg nýr
heimur. Þar grúfir niðamyrk
ur og dauða-þögn, en þó ríkir
í því jafnframt mikil fegurð.
Þannig er því farið meö flest
öll leikrit Ibsens og Strind-
bergs. Bjartari hliðar lífsins
erú þar ekki alltaf dregnar
fram, en hvílíkt raunsæi —
drottinn minn dýri.
Leika sex sinnum hvort
leikritið.
— Við vonumst til að geta
hafið sýnnigar hinn 10. júní
næstkcmandi. Ætlazt er til,
að hvort leikritið verði leikið
sex sinnum, sögðu hjónin. Ég
vona bara, áð mér verði bötn-
uð árans hæsin, því að nú er
\ ég rámur eins og sjálfur nátt
I hrafninn, sagði Paul Reu-
mert, en ég lofa því, að ég
verði eins og nýsleginn tú-
skildingur bráðum, skaut
hann svo inn í brosandi.
Mikil vinna bíður þeirra,
er heim kemur.
í Leika hér í tveim stór- *
brotnum ieikritum.
Eins og fyrr segir leika hjón
in hér í tveim lelkritum/í
Annað er „Refirnir" eftir Hell
man, sem þau léku í Konung-
iega leiktíúsinu síðastliðinn
vetur við góðan orðsír. Hitt
leikritið heitir „Dauðadans- ,
inn“ eftir August Strindberg.
I-íefir Paul Reumert leikið
aðalhlutverkið í því leikriti á
Norðurlöndum, Frakkiandi og
víðar. Frú Reumert heflr hins
vegar aldrei leikið áður í
Dauðadansinum. í för með
þeim hjónum er og annar
danskur leikari, Mogens
With að nafni. Hann er að-
eins 29. ára gamail og er ein-
hver sá glæsilegasti af yngri
| leikurum Dana. Hefir < hann
j og leikið í ýmsum kvikmynd-
um. Mú síðast lék hann í
Hjónin byrja aftur æfingar
við Konunglega leikhúsið 1.
ágúst. Meðal fyrstu viðfangs
efna þeirra eru Tartuffe, eft-
ir Moliere og Qrðið. eftir Kaj
Munk. Síðar í vetur munu
þau leika Kjartan og Guð-
rúnu eftir Öehiensláger. Frá
1.—18. des. verður svokallað
.,Kavalkade“ í Konungslgea
leikhúsinu, þ. e. a. s. að leik-
ið verður nýtt leikrit á hverju
kvöldi. — Þá verður nóg að
gera —, sögðu hjónin.
, Draumur minn að leika í
nýja ]>jóðleikhúsinu“.
— Það hefir lengi verið
draumur mipn að leika í
nýja þjóðleikhúsinu, þegar
það teicur loks til starfa, —
sagði frú Anna Borg að
lokum — og mun ég þá vit-
aniega leika á íslenzku.