Tíminn - 08.07.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1948, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 8. júlí 1948. 148. blað í dag: Sólarupprás var kl. 3.15. Sólar lag er kl. 23.48. Árdegisflóö er 7.30. Síödegisflóð er kl. 19.50 í nótt: Næturlæknir er í læknava^ðstof- unni, sími 5030. Næturakstur ann- ast Bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturvöröur er í Ingólís Apóteki. sími 1330. Xitvarpið í kvöld: Fastir liðir eins pg venjulega. Kl. 20.20 Útvarpshljómsvei'tin leikur (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). 20.45. Frá„ útlöndum (Benedikt Gröndal blaðamaöur). 21.05 Tónleik ar . .(plotur). 21.10 Dagskrá Kven- réttindafélags íslands. 21.35 Tón- ieikar (plötur) 21.40 Frá sjávarút- veginum (Davíð Ólafsson fiski- málastjóri). 22.00 Fréttir. 22.05 Vin sæl iög (plötur). 22.30 Veðurfregnir — Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss er í Leith’. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss er á ’ejð til Reykjavíkur frá Antwerpen. Lagar foss er á Akranesi. Selfoss fer frá Reykjavík kl. 22.00 í kvöld vestur og norður. Reykjafoss fór frá Lar- vík 5 júlí til Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss er í New York. Horsa fór frá Leith 4. júlí til Reykjavíkur. Madonna lestar í Hull 7. júlí. Skip S. í. S. Hvassafeil er á leið til Rotterdam Vigör er í Reykjavík. Varg er á leið frá London til Reyðarfjarðar. PJÍco er á leið til Vestfjarða frá Álaborg. Ríkisskip. Hekla fór frá Kaupmannahöfn kl. 10 í gærmorgun áleiðis til Reykjavíkur. Esja fór frá Glasgow í gær tii Reykjavíkur. Súðin fer frá Reykjavík í dag til Seyðisfjarð ar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld tii Húnaflóahafna. Þyrill fór frá Reykjavík í gær til Hvalfjarðar. Ur ýmsum áttum Minningarsýnins- um 100 ára afmæli spiritismans er opin daglega kl. 2—11 síðdegis í Listamannaskálanum. Slefano islandi • syrigúr í annað sinn kl. 7.15 ann- að kvöld í Austur bæ j arbíó. isperantistafélagið Auroro heldur íund í Breiðfirðingabúö í bvöíd kl. 9. Marianna Vermas frá itotterdam talar. Félagið eímr til 'erðEÍags um næstu helgi. og eru ,’seutanlegir þátttakendur beðnir að refa sig fram á fundinum. Fundur- nn veröur ekki boðaður í bréfi. — Gestir eru vclkomnir. Brezka krónprinsessan Eiisabet og maður hennar hertoginn af Edin- borg taka hér þátt í mikiili við- hafnarhátíð einhvcrsstaðar í Bret- landi. Árnað heilla Systkina-brúðkaup Siðastliðinn laugardag voru gef in saman tvenn brúðhjón þau Margrét Magnúsdóttir (Magnúsar Péturssonar, héraðslæknis) og Jóhann Gunnar Halldórsson (Hall- dórs Eyþórssonar, kaupmanns). Ennfremur Jóhanna Kristjáns- dóttir (Bjarnasonar, ísafirði) og Guðmundur Magnússon < Magnúsar Péturssonar, héraðslæknis). Séra Friðrik J. Rafnar. vígslubiskup gaf hjónaefnin saman. ; líjónacfni . Nýlega hafa opinberað trú’.ofun sina ungfrú Ásbjörg Haraldsdóttir. Njálsgötu 32B og íb Nielsen. 25 ára hjúskaparaímæli áttu í gær Hrefna Halldórsdóttir og Júlíus Sigurðsson, skipstjóri, Brunnstíg 8, Hafnarfirði. Gullbrúðkaup. Gullbiúðkaup eiga í dag Sigríður Þorsteinsdóttir og Ólafur H. Jóns- son á Eystri-Sólheimum. Þau hjón hafa búið að Eystri-Sólheimum í 49 ár, og eru vinsæl og velmetin af ö'.lum, er þeim hafa kynnst. 1 ^~éíag.áli$ Æfingatafla Víkings sumarið 1948. Knattspyrna Meistara- I. og II. flokk ur. Mánudaga kl. 7,30—9. Miðvikudaga kl. 9—10,30. Töstudaga kl. 7,30—9. III. flokkur. Þriðjudaga kl. 6,30—7,30. Fimmtudaga kl. 7,30—8,30. Laugardaga kl. 6,30—7,30. IV. flokkur: Mánudaga kl. 6.30—7,30. Miðvikudaga kl. 6,30—7,30. Föstudaga kl. 6,30—7,30. Handknattleiksflokkur. I. og II. flokkur kvenna: Þriðjudaga kl. 7,30—8.30. Fimmtudaga kl. 6,30—7,30. Allar æfingar fara fram á Víkings vellinum nema annað sé aúglýst. Stúlkur. Handknattleiksnámskeið fyrir stú’.kur á aldrinum 12 ára og þar yfir hest í dag kl. 6,30 e. h. stud- víslega á Víkingsvel’.inum. (í Camp Tripoli). Kennari verður hinn þekkti þjálfari Fritz Buchloc; Stjórn Víkings. Frjálsíþróttamcnn í. R. Frjálsiþróttaæfingar kl. 6—8 í kvöld. Farfuglar. Farinn verður hjólferð í Vatna- skóg urn næstu helgi. Laugardag veröur farið með bát á Akranes en hjólað þaðan að Vatnaskógi ca. 35 km. frá Akranesi. Sumarleyfisferðir. 17—25 júlí vikudvöl í Þjórsárdal. Laugardag verður ekið að Skriðu- fellsskógi í Þjórsárdal, og dvaliS þar í tjöldum. Á daginn verða farn ar gönguferöir nm dalinn og allt það merkasta skoðc.ð. Hringferðin 10—24 júlí. Þeir sem ætla i þá ferð eru beðnir að rnæta á V. R. í kvöld miðvikudag kl. 9—10. Ef til vill eru en nokkur sæti laus í þá ferö. Upplýsingar um allar ferðirnar að V. R. miðvikudagskvöld kl. 9— 10. Nefndin Irgun Zwei Leuini rænir fimm brezk- um mönnum Hinn liálf-nazistíski skemmdarverkaflokkur, Irg- un Zwei Leumi, rændi í gær- morgun fimm brezkum mönn um í Jerúsalem. Bretar hafa tekiö þetta óstinnt upp og krafizt, aö mennirnir veröi tafarlaust látnir lausir. Irgun Zwei Leumi hefir ekki svaraS þessari kröfu. Tjl heilla með nýja skrúðann Borgin hefir breytt um svip, „Borg“ befir kastað Elli. Borgin á sinn bezta grip, Borg lijá Austurvelli. Vínið drekkum vér á „Borg“ vörn i hugar stríði. í l-.öfuðborg er Hótel Borg höfuð borgarprýði. ' Kr. Breiðdal. Vlnnið öíuBejía að eítlsroiðslu Tíiascísss- jónuste, sem ekki gleymisí Happdrætti Iláskóla íslands. Laugardaginn 10. júlí verður dregíð í 7. floklci happdrættisins. Spegiilinn (samviskubit þjóðariimar) 7. tölu- blað XXIII árg. er komið út. Efni: ■Ruslakistan. Margt er manna bölið eftir Álf úr IIól, Minni kvenna eftir Grím (ort undir mismunandi á- hrifum 19. júní), Minnisverð tíð- indi eftir Bob á beygjunni. Slæm- ar og góðar fréttir úr Húnaþingi um Jón Pálnrason alþingismann frá Akri. Úrvalslið eftir knattspyrnu- fræðing, Yfirlit eftir Örnólf í Vik (ljóð), Sjómannadagurinn, (kvæði), eftir bg, Ljóðkorn eftir SVB, Kerl ingar á flandri eftir Mary Roberts Rinchart. Þá er blaðið skreytt nokkrum táknrænum myndum. ; E'g hefi stundum nefnt í þessum dálkum ýms dæmi um skort á lipurð og kurteisi af hálfu þess fólks, sem, liafa á hendi störf og fyrirgreiðslu i þágu alrr.ennings. j Ég hefi elnnig nefnt dæmi um hið I gagnstæða — sagt frá fólki, sem j æ og ætíð leggur á sig mikla fyrir- ! höfn til þess ao verða að senr mestu liði þeim mönnum, er við það á skipti. Það mun satt vera sém sagt er, að okkur íslendingum þyki vænt um það, þegar útlendíngar fara um okkur lofsamlegum orðum ■— j að minnsta kosti fór mér svo í I gær, þegar ég las í dagblaðinu Vísi alllanga grein eftir ónafngreindan útlending um Reykjavík eins og hún hefir komið honum fyrir augu. j Þar vék hann meðal annars að ; þessu atriði — vinsesnd og fyrir- j greiðslu manna, sem tekið hafa að ' sér störf í aimannaþágu. Hann nefnir í grein sinni tvö i dæmi um lofsamlega framkomu og j greiðasemi — annar hinna alúðlegu íslendinga var strætisvagnastjóri, I hinn lögregluþjónn. Vafalaust eru þeir margir, sem hafa góða reynslu af bessum tveim stéltum manna hér í Reykjavík, þótt það komi sjaldnast fram í dagblöðunum. Svo eru líka til aðrir. sem hafa með rökum gagnstæða sögu að segja — menn eru misjafnir í hvaða stétt sem er. En við sklum ekki tala um það að þessn sinni. En hitt er víst, að þessi tveir menn hafa með kurteisi sinni og greiðagemi varpað ljóma á íslenzk't þjóðerni í augum þessa útlendings. Væru slíkir menn í hverri stöðu þjóðfélagsins, myndu útlendingar fljótt finna og viður- kenna, að hér byggi þjóð er væri siðmentuð í orðsins íyllstu merk1- ingu, gott og hjálpfúst fólk, og þá myndi cjnnig aukast ánægja okkar sjálfra með lífið og tilverúna, því að góð ' fyrirgreiðsla myndi létta áhyggjum og umstangi af .nörgum. Þess vegna eru slíkir menn fullr- ar viðurkenningar verð'ir. Það hefir útlendingurimi, sem skrifaði grein- ina í Vísi í gær, líka fundið og skiliö. J. H. Í55SS555555$554$54555$5SS455$S$555555S555Í5Í5$$555S555S55$55555555$« STEFÁN ÍSLANBI óperusiéntjvetri Söngskemmtun í Austurbæjarbíó, föstudaginn 9. júlí kl. 7,15 síðdegis. 2. söngskemmtun í Austurbæjarbíó, föstudaginn 7. júli kl. 7,15 síðd. Við hljóðfærið: F. Weisshappel. — Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Hljóð- færaverzlun Sigríðar HelTgadóttur. iiTilraunafélagið Njálli I ö um spiritistahreyfinguna. Opin daglega frá kl. 2—11. 0 100 ára minningarsýning * o (» o o o O o I) O o O o o o _______________ ____________________ O 4 £ 1' Tilraunafélas-iiV Niáll. Revkiavík. ^ á a Fyrirlestur um Heyrt og séð úr hinum andlega heimi kl. 3, 6 og 9 í dag og á morgun. Allir þurfa að koma í Listamannaskálann í dag og næstu daga. SífSasti elíig’ar í\ morgun. TilraunafélagiÖ Njáll, Reykjavík. iiiiiiiiiimiiMiiiiMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiMiiiiiiMiiiiini IMIimilMIIMIIMIIMIIIMIMmimilimilMIIIIIIMIIIMMI ars | vantar á söltunarstöðina Sunnu, Siglufirði. — Frítt f I húsnæði og fríar ferðir og kauptrygging. i | Uppl. á skrifstofu | INGVARS VILHJÁLMSSONAR, § Hafnarhvoli. MMIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIMMIIIIIimillllMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIM ÓskiSahestur • Tveir óskilahestar eru á Klafastöðum í Skilmanna- hreppi. Annar Leirljós tvístjörnóttur fullorðinn. Mark: Biti fr. h. Fjöður a. v. Hinn Móálóttur 5 v. járnaður. Mark: Stig fr. h. Biti a. v. Eigendur hestanna vitji þeirra fyrir lok þ. m. og greiði áfallinn kostnað, annars verða þeir seldir. Hreppstjórinn í Skilmannahreppi, 5. júlí 1948. Sigurður Sigiirðssdn. ♦♦♦ í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.