Tíminn - 08.07.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1948, Blaðsíða 5
148. blað TÍMINN, fimmtudaginn 8. júli 1948. ■ Brottvikning kommúnistaflokks Júgóslavíu úr Komin- form hefir vakið' mjög mikla athygli víða um lönd. Það hef- ir enn ekki verið upplýst hér á landi, um hvað „félagi“ Tito og flokkur hans hafa verið sakaðir, en mörgum er forvitni á að vita I)að. The Times í London birti hinn 29. júní eftirfarandi frá- sögn og útdrátt úr tilkynningu Kominforms um þetta atriði. FUnmtud. 8. júlí Marshall- samningurinn Þjóviljinn gerir mikið veð'- ur út af því, að íslendingar hafi gert Marshallsamning við Bandaríkin. Blaðið talar sitt venjulega mál og kállar samninginn landráðasamn- ing. Segir það, að þessi samn- ingur opni landið fyrir banda rísku auðmagni og geri Banda ríkjamönnum yfirleitt kleift að fara hverju því fram hér á landi, sem þeim kynni að sýnast. Það munu vitanlega fáir kippa sér upp við það, þó að Þjóöviljinn tali um landráð. Svo oft er hann búinn að æpa slík gífuryrði tilefnis- laust. Hinsvegar er rétt að ræða nokkuð sum höfuðatriði þessara mála. Og það er rétt, þó að Þjóðviljinn segi það, að ménn ættu að kynna sér samninginn sem bezt. Þessi samningur var gerð- ur eins fyrir öll þau 16 ríki, sem léð höfðu máls á því, að semja við Bandaríkin á þess- um grundvelli, og hafa nú gert það. Samningurinn á að tengja þessi lönd öll til sam- starfs og samvinnu jafnframt því, sem Bandaríkin leggja fram fjármagn til atvinnu- legrar viðreisnar í löndunum. Vitanlegt er, að Rússar telja þessi samtök ekki hentug sínum áhrifum og auknum ítökum til heimsyfirráða. Þaö er einfaldlega skýringin á því, að kommúnistar snúast á móti. Nú væri þaö vel hugsanlegt, að slíkur samningur veitti Bandaríkjunum einhvern grunsamlegan rétt til ítaka hér, því áð vitanlega. er fjandskapur Þjóðviljans eng- in rök með samningnum. í því sambandi er þó vert að muna, að svona samning hafa aðrar þjóðir gert. Til dæmis Svíar hafa samið við Banda- xíkin á þessum grundvelli. íslendingar hafa þó sér- stöðu við þessa sanmings- gerð. Þeir hafa bætt inn í -samninginn fyrirvara, að því er tekur til atvinnuréttinda Bandaríkjamanna hér á landi, þannig, að samningur- inn leggur engar kvaðir á ís- lenzk stjórnarvöld í því sam- bandi. Það er einkum þrennskon- ar ráðstafanir, sem gert er ráð fyrir á grundvelli þess- ara Marshallsamninga, þeim þjóðum, sem að þeim standa til öryggis og viðreisnar. Það eru bein fjárframlög frá Bandaríkjunum, ekki aftur- kræf, lánveitingar þaðan og viðskiptasamningar innbyrð- is milli þessara þjóða. Ekkert af þessu er gert með þeim samningi sjálfum, sem nú hefir veriö undirrit- aður af íslands hálfu. Hann er aðeins rammasamningur, sem opnar leið til frekari , samskipta á, þessum .grund- Kominform hélt nýlega leynileg- an fund í Rúmeníu og samþykkti einróma ályktun, þar sem flokks- leiðtogar Júgóslavíu eru sakaðir um svo að segja hvers konar giæpi I gegn kommúnisma. Júgóslavar (.voru ekki viðstaddir fundinn. Til- kynnt var, að þeir hefðu neitað aö koma. Ekki voru birt nein refsiákvæði gegn Júgóslavíu, en hinir trúu kommúnistar þar í landi voru hvattir til að „koma leiðtogum sín- um til að sjá villu síns vegar.“ Hér fer á eftir útdráttur úr til- kynningu Kominforms: „Upplýsingadeildin .... gaf því sérstakan gaum, að fulltrúar kommúnistaflokks Júgóslavíu neit- uðu að mæta á fundi upplýsinga- deildarinnar og samþykkti einróma eftirfarandi ályktun: Leiðtogar kommúnistaflokks Júgó slavíu hafa í seinni tíð fylgt rangri línu í grundvallaratriöum bæði ut- anríkis- og innanríkis-mála, og það bendir til fráhvarfs frá Marxisma og Leninisma. í þessu sambandi sámþykkir ■ upplýsingadeildin að- gerðir miðstjórnar allsherjarsam- bands kommúnista, sem átti frum- kvæðið að því, að fletta ofan af hinni röngu ■ stefnu miöstjórnar kommúnistaflokks Júgósiavíu, og þá sérstaklega hinni röngu stefnu félaga Títós, íélaga Kardelj, fé- laga Djilas og félaga Rankovich. (Þrir hinir- siðarnefndu voru full- trúar í Kominform.) Fjandskapur gegn Sovétríkjunum. Leiðtogar kommúnistaflokks Júgó slavíu fylgja fjandsamlegri stefnu gagnvart sovétsambandinu og alls- herjarsambandi kommúnista. í Júgóslavíu hefir viðgengizt að gera lítið úr hernaðarsérfræðingum Sovétríkjanna og vantreysta sovét- hernum. Sérfræðingar Sovétríkjanna í al- mennum málum hafa í Júgóslavíu verið undirorpnir sérstakri stjórn og á þeim grundvelli hafa þeir ver- ið settir undir tilsjón öryggisstofn- ana hins opinbera og um þá njósn- að. Fulltrúi allsherjarsambands velli. A grundvelli hans geta íslendingar samiö við Banda- ríkin um lánveitingu. Og á grundvelli hans geta íslend- ingar leitað víðtækra og margvíslegra viðskiptasamn- inga. Og það er vitanlega í því sambandi, sem íslenzka þjóðin væntir sér mestra hagsmuna í sambandi við þennan samning. Það er erfitt að spá fram í tímann á margan hátt og veröur ekki gert hér. Þessi samningur setur ísland ekki í neina hættu. Hann gerir hvorki að afstýra því né kalla það yfir þjóð okkar, að land- .ið.verði vígvöllur, ef til styrj- kommúnista í upplýsingadeildinni, félagi Yudin, og nokkrir opinberir fulltrúar U S S R í Júgóslavíu hafa orðið að sæta sömu tilsjón. Þetta og aðrar hliðstæðar stað- reyndir sanna, aö leiðtogar komm- únistaflokks Júgóslavíu hafa tekið upp hegðun, sem ekki er samboðin kommúnistum, og á þeim grund- velli hófu leiötogarnir í Júgóslavíu að leggja að jöfnu utanríkismála- stefnu U S S R og utanríkismála- stefnu auðvaldsríkjanna og hegð- uðu sér gegn Sovétríkjunum á sama hátt og gegn hinum borg- aralegu ríkjum .... Upplýsinga- deildin fordæmir slíkar and-sovét- hugmyndir .... ósamþýðanlegar Marxisma og Leninisma og ekki viðeigandi af öðrum en þjóðernis- sinnum. Afneita Marxisma. Leiðtogar kommúnistaflokks Júgó slavíu eru í innanríkismálum að hverfa frá hag verkalýðsstéttar- innar og afneita kenningum Marx- ismans um stéttir og stéftabaráttu. Leiðtogarnir í Júgóslavíu vanrækja greiningu stéttanna í-þorpunum og líta á sjálfseignabændur sem eina I heild, þrátt fyrir kenningar Marx- isma og Leninisma um stéttabar- áttu, ‘og þrátt fyrir þá kenningu Lenins, að smá einkafyrirtæki leiði alltaf til auðvalds- og borgára- stefnu......... Við þær aðstæöur, sem fyrir hendi eru í Júgóslavíu, þar- sem einkaeign bændabýla er yfirgnæf- andi, þar sem land er ekki þjóð- nýtt, þar sem .... mögulegt er að kaupa og selja land....... er ekki mögulegt að leggja niöur stétta- baráttuna og sætta stéttirnar án þess að flokkurinn verði um leið vopnlaus gegn erfiðleikum við upp- byggingu sósíalismans. Leiðtogar Júgóslavíu .... yfir- gefa veg þeirra Marx og Lenins .... í leiösögn verkalýðsstéttarinn- ar. því að þeir halda því fram, að „bændurnir séu sterkasta stoö hins júgóslavneska ríkis.“ Lenin kennir, að „öreigarnir .... verði að hafa forustuna .... í baráttu alls verka- aldar kemur. Hann gerir hvorki, að skapa né eyða hættu þeirri, sem sjálfstæðri tilveru og menningu smá- þjóða stafar jafnan af fjár- magni stórþjóða. En þessi samningur opnar ýmsar leið- ir til viðskipta og samninga, sem íslendingum getur orðið hagkvæmt. Þó að blað kommúnista líti nú svipuöum augum á þátt- töku í Marshallsamningum, og þáð leit á viðskipti við Breta, þegar þeir börðust einir gegn nazismanum 1940, þarf það engan þjóðhollan mann að hræða. Kalinia, forseti Sovétríkjanna. lýös....“ Þessar hugmyndir bera vott um skoðsnir, sem hæfa smá- | borgaralegum þjóðernissinnum, en ! elcki þeim sem fylgja Marx- og Lenin. Leiðtogar kommúnista í Júgó- slavíu bréýta út af kenningum Marx og Lenins um flokkinn, en samkvæmt þeim á flokkurinn að vera höfuð forusta og stjórnandi afl í landinu; flokkur, sem hefir sína eigin stefnu, en leysir ekki sjálfan sig upp í flokkslausum múgnum. í Júgóslavíu aftur á móti er hið leiðandi afl ekki kommún- istaflokkuririn, heldur alþýðufylk- ingin. Leiötogarnir láta flokk'irin hverfa í hinni flokkslausu alþýðu- fylkingu, en í henni eru ýmsár stéttir og mislitir stjórnmálahóp- ar og meðal þeirra nokkrir borg- aralegir flokkar .... Upplýsingadeildin lítur svo á, að þessi stefna .... ógni • tilvcru kommúnistaflokksins og í hinu sið- astnefnda felist hætta á eyði- leggingu á lýðveldi fólksins í Júgóslavíu, Framhald í næsta blaði. Raddir nábáanna Mbl. birti í gær síðari hluta af ræðu Bjarna Benedikts- sonar á landsfundinum óg lýkur henni svo: „Sjálfstæðisflokkurinn einn hefir innan sinna vébanda sam- einað allar stéttir ‘þjóðfélags- ins og hefir einn allra flokka haft þroska til að setja alþjóö- arheill öllum sérsjónarmiðum ofar. I»að hlýtur ætíð að vera vandasamt verk og vanþakklátt fyrir forystumenn flokks okkar, að vinna með fulltrúum sér- hagsmunaflokkanna og slá svo af stefnumálum flokksins, sem nauðsynlegt er til að slík sam- vinna geti haldizt. En ef skap- legur háttur á að haldast um stjórn landsins þangað til við einir verðum svo sterkir, að við fáum meiri hluta, verður slík samstjórn cigi um flúin. Aðalkeppikefli okkar hlýtur að vera það, að sem skemmst líöi þangað tii öll samsteypu- stjórn verður óþörf, vegna þess að við Sjálfstæðismenn einir fáum afl til þess að stjórna þessu landi á þann veg, sem því er fyrir beztu.“ Það skal sterk bein til, að halda því fram á prenti, að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini stj órnmálaflokkurinn, sem ekki er sérhagsmunaflokkur. Hingaö til hafa það verið stórgróðamennirnir, sem þar hafa ráðið mestu um stefn- una. Eða hvenær hefir Mbl. sagt eitt orð um yfirgang og fjárdrátt óþarfa milliliða, okrara og braskara? .5 Bankaskuldir ríkis fmdti og ríkjsstofnana Snemma í síðasta mánuði skuldaði ríkissjóður Lands- bankanum 60 millj. króna og ýmsar ríkisstofnanir um 33 millj., auk þess voru skuídfr Síldarbræðslanna við bank- ann upp nndir 87 millj. Eru þetta samtals um 180 millj. ltróna, sem þessar skuldir nema. Frá þessu er sagt í Mörg- unbl. 10. fyrra mán., í út- drætti úr ræðu, er formaður fjárhagsráðs flutti á fundi Verzlunarráös íslands daginn áður. : ■' --- Þetta voru sannarlega eft- irtektarverö tíðindi og riiuhdi mörgum hafa blöskrað »að hcyra þau fyrir fáum árum, en nú er því líkast, að þau hafi enga eöa litla athygli vakið. -r,i Svo miklu minna bregður mönnum nú en áður, þö. að þeir heyri váveiflega hluti, Við árslok 1947 var. ríkjs- sjóður sjálfur kominn í iófer 34 millj. króna skuldúctið bankann, eftir frásögniíjár málaráðherrá, er hann gcTði grein fyrir fjárhag ríkisins við framlagningu fjárlaga- frumvarpsins á síðasta vetri. Var bað fullalvarlegt, em á ógæfuhlið hefir þó sigið síð- an, þar eð skuldin er orðin 26 millj. hærri nú en þá. Hvar lendir þetta? TiiEr Landsbankinn, eða allir bankarnir orðnir eða að verða, sérdeildir úr íriikis- sjóðnum, sem hann gétur ausið af, er hann sjálfan brest ur fé til daglegra útgjalda? ÖIl seðlafúlgan, eða : sem henni svarar, er horfin í lán til ríkis og ríkisstofnana.ci og dugar þó hvergi nærri, held- ur þarf töluverðan hluta sparisjóðsfjárins að áuki. Þegar Landsbankánum var breytt í seðlabanka fyrir 20 árum átti að tryggja það,„að vald ríkisstjórnarinnar .yfir seðlabankanum yrði ekki-. of sterkt, og voru þá sett ákvæði því til tryggingar, en allt virðist það haldlítið. Það er án alls efa hættuleg ibraut, sem nú er komið inn I á, að jafna tekjuvöntun ríkisSns með lánum úr bönkunum frá ári til árs, og er nauðsynlégt að hverfa frá henni hið fljót- asta. Ef haldið er áfram á þessari braut, er mjög hætt við, að fjárveitingavajdið, sem alltaf sækir á með ji}£iri og meiri kröfur til fjárfrf^m- laga úr ríkissjóði, gerisjtc|þá liirðulausara og óprúttnára um fjárráðstafanir sínarci_og getur það ekki haft nema-ill- ar afleiðingar. „yyl Ríkið verður að sníðá,,sér stakk eftir vexti, þ. e. að.af- greiða fjárlög við hæfi þess- ara 130 þús. sálna, sem land- ið byggja, það má hvorki á- ætla tekjur gálauslega,, né samþykkja útgjöld, sem eng- ar tekjur koma á móti.r Eins og alkunna ey, „(var gerð áætlun fyrir þetta, ár um vöruinnflutning til lands- ins, er nam 310 millj. króna, og er það aðeins 3/5 hlutar þess verðmætis, er ini}v var flutt 1947. Eru því engáy Íík- ur til annars en að ríkjs^kj- ur af vcrötolli og vörumpgns tolli verði langtum minni en þá. " Hefir ríkisstjórnin án efa liaft það í huga, er hun á- kvarðaði að greiða aðeip^ ,2/3 hluta þess, sem fjárlög á- kváðu til verklegra ^fyam- (Framhald af 5. síðu). j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.