Tíminn - 25.08.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 25. ágú«tl948.
186. blað
Nokkrar athueasemdir vi5 sreinarger
utanríkismálaráðherra um Grænlam
Niðurlag.
Orð eins og þessi sýna, á
hvaða stigi réttarsöguvísind-
in standa við háskóla vorn.
Til þess að hægt væri að
halda sliku sem þessu fram
.gegn okkur, yrði að vera hægt
að benda á, að í nokkrum
forngermönskum lögum fynd
ust slíkar settar skýrar regl-
ur um réttarstöðu nokkurrar
nýlendu sem slíkar. Grágás
talar ekki einu sinni um ís-
lenzka þjóðfélagið sem slíkt,
og . það gera engin fornger-
■ mönsk lög. Éf utanríkisráðh.
hefði lesið rit J. D., myndi
hann hafa fengið skýringu á
þyí, hvernig á þessu stendur.
—.Þa.ð, sem við vitum um ný-
lendur úr lögum fornger-
fnanskra þjóðfélaga, höfum
við óbeint úr upplýsingum
um önnur efni, og það er yfir
leitt sárafátt, nema um Græn
land, eitt alla nýlenda. Um ný
lendustöðu þess er til sægur
af slíkum samstemmandi upp
lýsingum, er aldrei rekast- á,
i öllum lögbókum íslands' Þar
sem lögbækur íslands liggja
nú fyrir í svo vönduðum út-
. gáfuln, að teKtar þeirra verða
ekki rengdir, verða þessar
samhljóða upplýsingar um ný
lendustöðu Grænlands held-
ur ekki rengdar, og það enn
sízt vegna þess, að það éru
allt óbeinar upplýsingar í
sambandi við önnur málefni,
og var alls ekki ætlað að gefa
beina upplýsingu um réttar-
stöðu Grænlands. Hins vegar
mætti að vísu segja, að allar
lögbækur íslands: Grágás,
Járnsíða. Jónsbók og Kristin-
réttur Árna biskup, séu
spjaldanna á milli sönnun
fyrir því, að Grænland sé ný-
lenda íslands, því þær eru
eins og smiðnar fyrir allt hið
vestræna svæði, vestan við
miðhafslínuna við Noreg.
Samkvæmt. öjlum þessum lög
bókum eru t. d. öll útlönd í
austri; ekkert' í vestri. Stefn-
an frá svæði allra þessara lög
bóká til allra útlanda er utan
(vestan), og stefnan frá öll-
um útlöndum til þeirra svæð-
is er út (vestur),og þó þekkja
þær mætavel Grænland og
löndin í Vesturheimi. Grágás
-tekur jafnvel allan . landa-
hring ísl. heimsmyndarinnar
upp í formála sinn fyrir grið-
um. í Grágás merkir heitið
austmenn alla útlendinga yf-
ir höfuð, .og „austur“ merkir
í Grágás alls staðar og hvar
sem er austanlands.
Hér skal ekki út í það farið,
að rekja upplýsingar ísl. lög-
bóhanna um Grænland, enda
er það gert í ritum J. D. Ég
nefni aðeins, að í 374. kap. í
Staðarhólsbók er sagt fullum
stöfum, að sérhver sekt á
Grænlandi grípi yfir ísland.
Hún fær gildi á íslandi við
uppsögn hennar þar, en á að
segjast upp að lögbergi, og úr
því sektast ísl. menn á björg
við hinn seka, hvort sem þeir
hafa spurt sektina eða ekki.
Með sektun getur grænlenzk-
ur dómur þannig svipt ísl.
þegn, t. d. ísl. bónda á búi
sínu hér á íslandi, þegnrétti
hans í ísl. þjóðfélaginu. svipt
hann allri. mannhelgi, og
breytt honum úr persónu í
hlut, ■ varg, sem íslenzkir
menn sektuðust á að veita
nokkra björg eða ferjun.
Þessi , kapituli er afritaður
milli 1262 og 1271 eftir gömlu
E£íiy dr. Jrás Dáas®at
handriti, og sýnir því réttar- |
stöðu Grænlands bæði fyrir j
og eftir gerð Gamla sáttmála.:
— Grgs. II 338—341, Ia 172,!
III, 448—450 og Grgs. II, 73— :
75, Ia, 228—229, Ib, 197—199 ;
eru lög, sem bæði óbeint og í
beint útiloka Grænlendinga
og Grænland frá að geta ver-
ið sjálfstætt þjóðfélag og frá
að geta verið nokkuð annað
en hluti hins íslenzka þjóð- J
félags. í 8. kap. í Farmanna- t
lögum segir Jónsbók, að
Grænland sé innanlands, og j
leggur refsingar við rofi inn-
lendra manna og erlendra
þar á skipum. Til eru ekki
síður viðurkenningar hinnar
rómverskkatólsku kirkju,
Noregs og hins ísl.-norska og
ísl.-norsk-danska konungs á
því, að Grænland var hluti j
hins ísl. þjóðfélags. Það er j
heldur ekki efamál, að Græn
lendingar hafa sjálfir beðið
um xsl. lögmann og ísl. biskup
eftir fráfallið frá trúnni 1342.
Enn staðhæfði ntanríkis-
málaráðherrann: Það mun
verða talið merkilegt, að hafi
íslenzka byggðin á Grænlandi
verið hluti af íslandi, þá skuli
það hvergi hafa verið sagt
beinum og berum orðum í hin
um miklu fornu sagnaritum
vorum.
Þetta er þó . alveg öfugt.
Stæði einhvers staðar í hin-
um fornu bókmenntum vor-
um bein og ber frásögn um
það, að Grænland hefði ver-
ið nýlenda íslands, undirgef-
in íslenzku þjóðfélagsvaldi,
myndi þetta vera svo einstakt
í hinum forngermanska
heimi, að það myndi vera tal-
in fölsun. ísland er eklci hið
einasta forngermanskt land,
sem á fornar bókmenntir og
skjöl. En hvar í öllum bess^
um aragrúa af heimildum er
sagt beinum.og berui» orðum
um réttarstöðu nýlendu til
höfuðlands? Hvergi hefi ég
rekizt á slíkt. Hin fornu lög
eru sárafáorð um þjóðfélagið
sem slíkt. Þetta er af skyn-
bærum fræðimönnum skýrt
svo, að þjóðfélagið hafi þá
verið þjóðin sjálf, er átti eng
an yfir sér nema lögin. Þegn-
arnir fóru sjálfir með. þjóð-
félagsvaldið, og meðferð þess
var einn þátturinn í því, að
vera írjáls maður. Þótt hið
germanska þjóðfélag væxi
fullkomið réttarþjóðfélag,
var fjöldi þjóðfélagshug-
mynda vorra tíma ekki orð-
inn til þá, og þjóðfélagsskip-
unin allt önnur. íslenzkir höf
undar eru að vísu ekki myrk-
ir í máli um það, að Græn-
land hafi verið nýlenda ís-
lands, en það gera þeir ekki
fyrr en á 16. öld, að þeir taka
að rita á latínu fyrir útlend-
inga. í skjölum og bókmennt-
um er til mikill sægur upp-
lýsinga um nýlendustöðu
Grænlands, mörgum 'sinnum
fleiri- en um nokkra aðra
forna nýlendu. Þessar upplýs
ingar hafa þá miklu kosti, að
vera óbeinar í sambandi við
margvísleg efni, og það, að
þær rekast aldrei á, og koma
innbyrðis einnig ætíð heim
við texta lögbókanna, eykur
sönnunargildi þeirra. Það er
ekkert til, er votti í móti
þeim. Þessu fylgir sá'kostur,
að það verður ógerlegt að
rengja þessar dreifðu upplýs-
ingar, er aldrei vax ætlað að
upplýsa neitt um réttarstöðu
Grænlands, þótt þessar teg-
undir heimilda séu í sjálfu
sér ekki eins órengjanlegar
sem textar lögbókanna. Sem
sýnishorn af þessum upplýs-
ingum skal ég rétt nefna, að
í sögunum og Sturlúngu er
getið um menn svo hundruð-
um skiptir, er sekir urðu að
dómi eða sátt, en voru ferj-
andi. — Þeim er öllum gert
að fara utan (vestan). Þeir
fara allir austur, enginn vest
ur. Og að sektinni lokinni
koma þeir allir út (vestur),
en aldrei að vestan. Sú hugs-
un eða framkvæmd er ekki
til, að menn geti afmáð eða
linað sekt með því, að fara í
vestur eða vera vestra. Eng-
inn sekur íslendingur hefir
til Grænlands farið. íslend-
nigar þe’ir, er sekt var á og
vestur fóru, losuðu sig fyjst
við sektiha, áður en þeir
færu. Enginn þeirra manna,
er sekir urðu á Grænlandi,
komu síðar til íslands, held-
ur fóru fram hjá íslandi til
Noregs. Grænlendingar litu á
íslendinga þar sem innlenda
menn, og eins litu íslending-
ar á Grænlendinga hér. Þetta
kemur heim við texta lögbók-
anna.
Ráðherra sagði eitthvað á
þá leið, að réttur íslands til
Grænlands væri ekki sannað-
ur í ritum J. D. Hann er þó
rækilega vel og harðsannað-
ur þar á þeim tíma, sem hið
útkomna af ritunum nær yf-
ir. Hitt er annað mál, að það
er ómögulegt að sannfæra þá
menn með sönnunum og rök-
um, er hafa fyrirfram ákveðn
ar, viljaákveðnar, óhaggan-
legar skoðanir. Og það mun
enginn búast frekar við því.
að Einar eða Ólafur skipti
um skoðún í Grænlandsmál-
inu, en að páfinn gangi af
trúnni.
Ráðh. benti á þrjú atriði,
er færð kynni að að verða
fram þvi'til sönnunar, að ís-
land hefði gefið Grænland
upp:
Er verið var að semja um
sambandsiögin, fóru þeir Ein
ar Arnórsson og Bjarni frá
Vog fram á það, að íslendng-
ar fengj.u fiskiréttindi við
Grænland gegn fiskriéttind-
um Dana hér. Dönsku nefnd-
armennixnir sögðu, að þetta
gæti ekki orðið, meðan þá-
verandi stjórnarfar Græn-
lands héldist. Féll þá þetta tal
niður.
Samningamenn íslands við
þetta tækifæri höfðu ekkert
umboð til að semja um Græn
land. Þetta vissu dönsku
nefndarmennirnir, vissu að
ísl. nefndarmennirnir fóru út
fyrir umboð sitt. Að Danir
hafa talið sig eiga ekki að-
eins Grænland, heldur og ís-
land, var engin nýjung 1918,
og það verður ekki séð, að
meiri ástæða hafi verið til að
andæfa .þessari skoðun þeirra
þá- en endrarnær. ísland tel-
ur sig jafnvel enn ekki vera
nægilega vel undir það búið,
að taka upp baráttu í Græn-
landsmálinu eftir hina löngu
þröngvun Ðana á rétti lands
vors.
Það, að Ísland, að athuguðu
máli, lét ekki gæta réttar síns
(Framhald á G. sið.u).
\ Pósthúsið í Reykjavík.
' Hér er brét um pósthúsið og
Nauthólsvíkina.
! „Aumast af öllu“ verður að telja
aðbúnaðinn að pósthúsinu hér í
bænum. Meðan Reykjavík hafði
. 10—20 þús. ibúa var þar vi£unan-
legt, en þar sem bærinn er nú
kominn upp í 50—60 þús. og þar
að auki nær yíir mjög stórt svæði
er þetta alveg óforsvaranlegt. Hvað
mundu menn segja, ef þeir ættu
að sækja öll sín viðskipti í eina
búð?
' Mönnum ætti að vera í fersku
minni ástandið hér í pósthúsinu
fyrir hvcr jól. Þessi litla afgreiðslu-
stofa má heita troðfull dag eftir
dag. Stimpingar og ónot yfir því aö
geta ekki losnað" við eitt bréf má
heyra af hvers manns vörum. „Lengi
getur vont versnað“ má segja þegar
1 minnst er á böglapóststofuna. Má
það heita merfeilegt að starfsmenn
hennar skuli ekki fyrir löngu hafá
lagt niður vinnu sem mótmæli gegn
því að verða að vinna í sólarlaus-
um kjallara ár eftir ár.
Það er sama sagan og í bréfa-
stofunni, fyrir brottför skipa eða
um hátíðir verða tugir og hundruð
að standa í stigum og göngum með
böggla i fanginu. Ekki er þetta því
að kenna, að starfsmenn þessarar
stofnunar geri ekki allt, sem þeir
geta til að létta undir með fólki,
og starfslið pósthússins kann sitt
verk ef það hefði aðstöðu til að
geta unnið.
Nýjar póststofur nauðsynlegar.
Hvað meinar stjórn póstmálanna
með því að hafa þetta ástand eins
og það er?
Hvaða leiðir eru til úrbóta? Þær
eru margar og mjög auðveldar. Það
þarf að koma upp póstafgreiðslum
j í flestum aðalhverfum bæjarins.
Nóg af slíku húsnæði stendm'. á-
! vallt til boða.
T. d. íóru starfsmenn pósthússins
þess á leit við póststjórnina að fá
afgreiöslusal á neðstu hæð í húsi
; Egils Vilhjálmssonar við Laugaveg,
j og mátti það teljast mjög hentugt
I fyrir Austurbæinn. Við þessu og
, öllum öðrum umbótum var dauf-
, heyrst. Viðskiptamenn pósthússins
þóttu ekki of góðir til að hanga í
, biðröðum. Vonandi sér póststjórn-
j in sóma sinn i að kippa þessum
málum í viðunandi horf. Það er
, ákveðin krafa bæjarbúa að á þessu
vérði breiting.
Nauthólsvík.
Það er ánægjulegt að koma i
baðstaðinn við Skerjafjörð undan
farna góðviðrisdaga og sjá hundruð
’ manna á ö’lum aldri vera þar i
sólbaði. Bæjaryfirvöldin eiga þakk-
ir skilið íyrir að opna þennan stað
‘ og gera þær lagfæringar, sem þar
I eru orðnar. En það er margt, sem
' þarf lagfæringar við enn þá. Þarna
verður að vera fastur vörður á
bryggjunni, um flóð er þarna hyl-
djúpt og smá börn 2—3 ára eru
þarna hlaupandi eftirlitslaus að
viröist. Má það teljast mildi að’
' ekki hefir hlotizt slys að, og virð-
ist óþarfi aö bíða eftir því að það
1 verði. Ennfremur þarf að hreinsa
botninn. Það er mjög algengt að
sjá alblóöugt fólk, sem heíir riíið
sig á höndum og fótum. Þarna er
fullt af glerbrotum, gaddavír og
járnarusli. Einnig þarf að raka
fjöruna og hreinsa eggjagrjótið og
margs konar óbrifnað sem þar er.
Þetta cr góð byrjun en áframhaldið
þarf iíka að vera eftir þvi. .-
Abc.
Þökkum auðsýhda samúð við fráfall og jarðarför
systur okkar
Hsaaaan CíesíIjósísíIóééJ sn .
Systkinin.
8 ...
Þegar éhift er um láft
út til NorSlen&infia,
uft SSreðuvatni er œttíf á&
'meffi álla þjjá&höf8ing§a..
Skáldið mun ciga við að jafnan sé áningastaður-
inn hjá Vigfúsi.
:t
«
:t
«♦
::
*♦
< *
||
it
::
H
«
st
frá Eggjasölusamlaginu 1
1 Á fulltrúafundi eggjasölusamlagsins, sem haldinn var í f
= Reykjavík 22. ágúst s.l. var samþ. svohljóðandi tillaga. 1
Fulltrúafundur eggjasölusamlagsins haldinn 22. ág^ í
| beinir þeim tilmælum til félagsmanna .að hlinna að 1
§ þeim vísi að sölumiöstöð eggja, sem þegar er starfrækt I
| af félaginu með því að láta nokkuð af framleiðslu sinni 1
1 ganga til hennar meðan minna er urn egg til að við- 1
| halda þeim markaðssamböndum, sem þegar eru fengin. |
1 Tekið verður á móti eggjum frá samlagsmönnum fyrst 1
| um sinn á Þverveg 36 Reykjavík, sími 2761.
Stjórnin. |
íllUIIUIUIIIIIIUIIIIIUIUHUIIIIIIUIUIUUIUIIIIIIIUIIIIUIIIIIIIIIUUUIUIUIIIIIIUIIIIUIIUHIIIUUUUIIIIIIUHUIIIUIINan