Tíminn - 25.08.1948, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1948, Blaðsíða 7
186. blað TÍMINN, miðvikudaginn 25. ágúst 1948. Fcrðalög tI9 íitlanda. Framhald aj 8. siðu. í íslenzkum .gjaldeyri eöa gegn nokkurs konar öðru encl urgjaldi, nema samþykki ís- lenzkra gj aldeyrisyfirvalda komi til.“ Og til að auðvelda fram- kvæmd þessa, ákvæðis vill Við skiptanefndin taka fram: Óheimilt ,er ao kaupa og selja farmið'a til útlanda með skipum og flugvéium, nema farþegar .framvísi um lieið gjaldeyrisleyfi til fararinnar, sem útgefio er af Viðskipta- nefnd, enda hljó'tb j:/.ið á nafn farþega. Á hverjum far- miða, sem seldur er, skal til- greina númer á gjaldeyris- leyfi. Skipafélög og flugfélög, sem annast farþegaflutninga til útlanda, skulu gefa Viöskipta nefnd mánaðarlega skýrslu um farmiðasölu með til- greindum leyfisnúmerum. Farmiða má ekki selja hér lengra en til endastöðvar, flugvélar þeirrar, eða slcips þess, er héðan fer og heim aftur og ekki öðrum en far- þegum héðan. Nefndin viil ennfremur taka fram, að þýðingarlaust er með öllu að sækja um gjaldeyrisleyfi til ferðalaga, nema um sé að ræða brýnar nauðsynj af erðir. Reglur þær er að framan greinir taka giidi nú þegar.“ Eftir að auglýsing þessi kom út var því óheimilt að selja farmiða til útlanda, nema að framvísað væri gjald eyrisleyfi útgefnu á nafn þess er fars óskaði, eoa samþykki nefndarinnar kæmu til um undanþágu, en nefndiv- sam- þykkti að veita slíkar undan- þágur, ef íslendingár væru boðnir til útlanda af venzla- fólki sínu eða ætluðu í kynn- isferðir. Voru í slíkum tilfellum gef- in út sérstök leyfi án gjald- eyris. Nefndin taldi ástæðu til þess að ætla að halda mætti slíkum undanþágum innan skynsamlegra tak- marka, en ráunin varð öll önnur. Frá birtingu fyrr- nefndrar auglýsingar og þar til nú, hafa um -1600 slíkar undanþágur verið veittar. Menn kunna nú að álykta, að ferðalög, sem englnn gjald eyrir sé veittur til kosti þjóö- ina ekki neitt, og sé því á- stæðulaust að takmarka þau. Þessu er þó ekki þann veg farið. Það kostar mikinn er- lendan gjaldeyri að halda uppi sámgöngum við önnur lönd, hvort sem er með skip- um eða flugvélum. Eldsneyti og lendingargjöld flugvéla, varahiutir í þær o. s. frv., krefst stórfjár í erlendum gj aldeyri og séu þær eingöngu í förum með íslendinga eru gjaldeyristekjurnar engar. Þessu til viðbótar má svo geta þess að ein megin ástæð an til þess að til landsins hafa verið keyptar stórar millilandsflugvélar, er sú, að ráðgert var að þær yröú að miklu leyti notaðar tii þess að flytja á milli landa er- lenda menn og öfluðu á þann hátt gjaldeyris. ( Þegar þvi svo var komið, að til útlanda höfðu farið um 1600 manns í 4 mánuði, til viðbótar þeim, sem gjald- eyrisleyfi fengu til ferf/irinn ar og þessar gjaldeyrislausu ferðir nær því eingöngu ýmis konar skemmtiferðir, þótti nefndinni sem ekki yrði hjá því komizt að takmarka þær, að einhverju leyti, og það sssaw; Rey !<j avíkur mótið: Vfahir - Víkingur 2:0 Þyiðji Ieikurinn í síðari umferð Reykjavíkurrnótsins var leikinn á mánudagskvöld. Lauk honum með sigri Vals 2:0. Víkingar urðu fyrir þeirri óheppni, að Brandur Brynjólfs- son varð að hælta leik í miðjum fyrri hálfleik. Einnig meiddi Helgi Eysteinsson sig og var frá um hríð. Hafði þetta mikil áhrif á íeik Víkings. Leikurinn var vel leikinn á köflum af báðum liðum. Sam leikur var oft ágætur og skiptingar út á kantana virk- ar. Þó hefði hraðinn mátt vera meiri. Fyrstu minútur leiksins voiu afar skernmtilegar. Vík- ingar áttu mörg góð skot á Valsma'rkið, en Hermann var alltaf þar sern knötturinn kom. Geta Valsmenn þakkað honum einum fyrir', að þeir fengu ekki 2—3 mörk á fyrstu 15 mínútunum. Mark Víkings komst einnig í hættu, er Sveinn komst inn fyrir vörn Víkings, en skaut beint á markmanninn. Einn- ig átti Halldór skot í þver- slána. Á 30. "mín. tókst Einari Halldórssyni að skora fyrir Val, með lausu skoti frá vita- teig. Markvörður Víkings, Gunnar Símonarson, sem annars stóð sig prýðilega, hefði með hægu móti átt að geta varið knöttinn, en mis- reiknaði sig. Lauk fyrra liálf- leik með 1:0 fyrir Val. I hálfleiknum breyttist vindáttin þannig, að Valur lék undan vindi báða hálf- leikina. Er þetta i ánnað skiptið.í sumar, sem Víking- ar þurfa að sækja móti vindi báða hálfleiki. Seinni hálfleikur var ekki eins skemmtilegur. Valsmenn voru yfirleitt í sókn,' en Vík- ingar gerðu við og við snögg upphlaup. Á íiðustu mínútu leiksins komst Sveinn inn fyrir vörn Víkings cg skoraði með föstu skoti frá vítateig. í liði Vals bar mest á mark verðinum, Hermanna. Voru staðsetningar hans oft stór- glæsilegar. Halldór var mjög duglegur og Ellert er að kom- ast í sitt gamla ,,form“ aft- ur. í Víkingsllðinu bar mest á þeim Gunnlaugi og Einari Pálssyni. Báðir eru þeir mjög liprir og g'reindir leikmenn. Brandur og Helgi stóðu sig vel, meðan þeirra naut við. Dómari var Þráinn Sigurðs son. Dæmdi hann fremur slælega. II. S. emmtiferð iormsstaðaskóg Ferðaféiag templara efnir til flugferðar austur að Egilsstöðum á laugardaginn 28. þ. m. Farið verður með flugvélum Flugfélags íslands kl. 2 e. h. frá Reykjavík- urflugvélli. Dvaiið verður á Egilsstöðum og í Haliorms- staðaskógi til sunnudagskvölds. Þátttaka verður að tilkynnast í Bókabúö Æskunn- ar, simi 3245, fyrir kl. 6 í kvöld. Ferðaféiag Templara fer frá Reykjavík fimmtu- daginn 26. ágúst til Amster- dam, Antwerpen og Hull. H.F. EIMSIvIPAFÉLAGS ÍSLANDS. því fremur sem áætlaðar gjaldeyristekjur af síldveið- mni vi'ðx Norðurland brugð- ust nú 4. sumarið í röð og að þessu sinni meir en nokkru sinni fyrr. Nefndin átti því tal við Viöskiptamálaráöherra um þetta mé{':, og áfangur af þeim viðræður varð sá, að nefndin staðfesti í bréfi til ráðuneytisins, dags. 20. þ. m., að hún hefði sett um þetta efni eftirfarandi reglur og er hér upp tekinn orðréttur sá kafli bréfsins, er um þetta f j allar: „I. Óheimilt sé að selja far miða gegn íslenzkum gjald- eyri erlendum ríkisborgurum bæði heim og heiman. Nefndin veitir þó undan- þágu frá þessu ákæði ef 1. erlendir borgarar liafi unnið hér yfir 3 mánuð’i og ekki fengið yfirfærslu á vinnulaun um. 2. Erlendum borg^irum, sem með leyfi nefndarinnar hefir verið boöið til lands- ins af íslendingum hér heima. 3. Erlendum borgurum, sem eiga hér skattskyldar eignir, enda hafi yfirfærslu eigna verið synjað. Undanþágur þessar gilda þó aðeins, um ferðalög frá landinu. II. Óheimilt sé að selja ís- lenzkum ríkisborgurum far- mið'a, nema leyfi nefndarinn ar komi til, sbr. auglýsingu nefndarinnar, dags. 19. apríl síöastliðinn. Nefndin hefir í því sam- bandi samþykkt að synja um siglingarleyfi til allra, sem ekki þurfa nauðsynlegum er- indum að gegna erlendis. Nefndin vill að gefnu til- efni taka það fram að’ hún reynir eftir föngum, aö sýna j'purð í afgreiðslu þessara mála, þó að hún hinsvegar standi fast á ofangreindum reglum.“ Þessi ákvörðuix var síðan tilkynnt flugfélögunum eftir að hafa rætt við þau um málið. Þeim var þó tilkynnt, að til 10. sept. n.k. væri þeim heimilt að selja íslendingum farmiða heim frá útlöndum, án þess að leita heimildar nefndarinnar þar um. Viðskiptanefndin hefir nú rakið gang þessa máls og sér ekki ástæðu til þess að taka neitt frekar fram í málinu, vill þó að endingu segja þetta: Ef marka má þær raddir, s.em komið hafa fram í nokkr um blööum í Reykjavík, er mjög deilt á nefndina fyrir að takmarka skemmtiferðir íslenqinga t5,1! útilanda, en allar slíkar ferðir kosta gjald eyri, eins og hér hefir verið skýrt. Nefndinni er ijóst að þetta er nokkur skerðing á frelsi manna, en svipaðar reglur gilda þó meö flestum þjóð- um nú. Hitt hefir h'nsvegar minna verið rætt, hvort það sé eðli- legt og sjálfsagt að hundruð- ir og jafnvel þúsundir ís- lendinga séu í skemmtiferða- lögum út um víð'a véröld, á sama tíma og atvinnuvegir þjóðarinnar bíða tjón vegna skorts á gjaldeyri og -mjög miklir erfiðleikar eru á að afla þjóðinni nauðþurfta. Auk þess, sem tilfinnan- legur skortur á vinnuafli hef ir gert vart við sig hjá ýms- um atvinnugreinum, sérstak- lega þó þeim, er stunda fram leiðslu í landinu. Um þetta verður áð sjálf- sögðu hver að hafa sína skoö- un, en Viðskiptanefndin get- ur ekki fallizt á að slíkt sé réttlætanlegt og því hafa slíkar ferðir verið stöðvaðar. Reykjavík. 24. ágúst 1948. Viðskiptanefndvi. Síírónn Ilomin Vanille Aj}|®c1síh SMkkHla«li KRON sumar ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK Vesturbær: Vesturgötu 53 Wes-End. Fjólu, Vesturgötu ísbúðin, Vesturgötu 16 Miðbær: Bókastöð Eimreiðar- innar Tóbaksbúðin Kolasundi Austurbær: Söluturninn við Lækj- artorg Bókabúð KRON Laugaveg 45 Veitingastofan Gosi. Veitingastofan, Óðins- götu 5. Bökaverzlunin, Sam- túni 12 Söluturn Austurbæjar Verzlunin Ás. Flugvallarhótelið. er um að gera að hafa skemmtilega bók til lesturs. Bókin „Á valdi örlaganna,“ er tilvaiin. Fæst í Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar. Minningarspjöld Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Eyþórs Halldórs- sonar, Víöimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu. Reynivöll- um í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs G. Gunnlaugssonar, Austurstræti. Mtbmítö IfíwaHH H.s. Dronnlng Alexaodrise fer til Færeyja cg Reykjavík- ur 6. sept. Þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farseðla föstudaginn 27. þ.m. fyrir kl. 5 síðdegis, annars seldir öðrum. — Allir, sem greiða farseðla sína hér, þurfa að hafa leyfi viðskipta- nefndra. Einnig þurfa menn að sýna venjuleg skilríki. frá Kaupmannahöfn verða 30. ágúst og 15. september. Flutningui' óskast tilkynntur skrifstofu Sameinaða í Khöfn Skipaafgreiðsla 9 Jez Zimsen. — Erlendur Pétursson. — Köld borfl og lieltnr veizlismatnr sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.