Tíminn - 21.09.1948, Blaðsíða 6
2
TÍMINN, þriðjudaginn 21. sept. 1948.
207. blað
Síc
ÁSTAKÓÐUR
(A Song of Love)
Aðalhlutverk leika:
Paul Henreid
Katharine Hepburn
Uobert Walker
Sýnd kl. 9
Spjáírimgurmii.
(The Show — Off)
Amerísk gamanmynd, með Ked
Skelton.
Sýnd kl. 5
TjaMarbíc
Brotfaætt gler
(The Upturned Glass)
Eftirminnileg ensk stórmynd.
James Mason
Rosamund John
Ann Stephens
Bönnuð börnum yngrl en 16 ára
Sýningar kl. 5, 7 og 9
Jól í skógmum
(Bush Christmas)
Hin ágæta barnamynd
Sýnd kl. 3
Úr Hangárþingi.
(Framhald af 3. síðuj
árum. Jarðir, þar sem áður á
voru rekin stórbú, eru nú
komnar í eyði. Fólk, sem þar
bjó, er horfið frá framleiðsl-
unni og komið til kaupstað-
anna, en eftir standa hús eða
húsatættur, sem eru talandi
vottur um það, sem hefir ver-
i.ð að gerast. Það lítur út fyr-
ir, að þessir menn hafi ekki
kynnt sér það, að nú er víða
svo komið í svéitunum, að
lítt mögulegt er að fá þangað
lækni eða ljósmóður, þó yfir
fullt sé af þessu fólki í Reykja
vík. Svo er líka orðiö mjög
erfitt aö fá barnakennara í
sumar sveitir landsins, en ef
auglýst er laus kennarastaða
í. Reykjavík koma fleiri tugir
úmsókna fram. Þetta stefnir
allt að því sama, að fjöldi
fólks flytur nú orðið árlega
til Reykjavíkur. Fer það með
allmikil verðmæti, sem verð-
ur meðal annars til þess, að
gjaldþol sveitanna fer stór-
minkandi ár frá ári, en skuld
ir og útgjöld lækka ekki neitt
að sama skapi og gjaldend-
unum fækkar.
Þessvegna er þetta: Þeir
flokkar eða menn innan
tíeirra, sem nú sjá ekki aðra
betri lausn á dýrtíðarvanda-
málinu en þá að lækka tekjur
hænda frá því, sem nú er, ættu
h'vergi að komast að við
riæstu Alþingiskosningar fyr
i? sveitakjördæmi. Ef þessi
uppástunga þeirra kæmist í
Q.asikvæmd, þá væru þeir
búnir innan fárra ára að
leggja flestar sveitir landsins
f^auðn, en þá væri áreiðan-
lega illa komið fyrir íslenzku
þjóðinni.
Rangœinc/ur.
Jóhannes Elíasson
— lögfræðingur —
Skrifstofa Austurstrætl 5, III. hæð.
(Nýja Búnaðarbankahúsinu)
Viðtalstími 5—7. — Sími 7738.
tlifja Síí
Desemljersióít
(Nuit de December)
Hugnæm og vel leikin frönsk
ástarsaga.
Aaukamynd
Fró Olympíuleikjunum.
Sýnd kl. 7 og 9
Uiig og óstýrilát
Fjörug söngva- og gamanmynd
með Gloria Jean.
Aaukamynd
Frá Olimpíuleikjunum
Sýnd kl. 5
Tripcti-bíé
„Heroiska mín“ Rússnesk stórmynd um æfi Maxim Gorki tekin eftir sjálfs- æfisögu hans. Aöalhlutverk Aljosja Ljarski Massalitinova Sýnd kl. 7 og 9
Kátip voroi karlar (Hele Verden ler) Sprenghlægileg gamanmynd um söngvin hirði, sem tekinn er í misgripum fyrir frægt tón- skáld. Sýnd kl. 5 Sími 1182
Héðiim Valdimars-
son.
(Framliald af 5. síðu).
kapp enda hlaut hann það í
ríkum mæli.
Héðinn Valdimarsson varð
stúdent í Reykjavík 1911 og
stundaði síðan hagfræðinám
við háskólann í Kaupmanna-
höfn og lauk prófi þar 1917.
Kom hann þá heim og gerðist
skrifstofustjóri hjá Lands-
verzluninni og var það til
1925,að Landverzlunin var
lögð niður. Þá stofnaði hann
Tóbaksverzlun íslands og var
framkvæmdastjóri hennar
til 1929. Árið 1927 stofnaði
hann Olíuverzlun íslands og
var framkvæmdastjóri henn-
ar til dauðadags.
Hann lézt i Landspítalanum
hinn 12. þ. m. af hjartabilun
eftir að hafa átt við veikindi
að stríða um hríð.
H. Kr.
Síldartekjurotar.
(Framliald af 5. síðu).
innar á undanförnum árum
en ekki lækkandi tekna af
síldveiðunum, er skrifa verð-
ur hallarekstur útgerðarinn-
ar, og úr honum verður ekki
bætt með neinum öðrum ráð-
stöfunum en þeim að hverfa
alveg frá dýrtíða-rstefnu
undanfarinna ára, skapa út-
gerðinni nýjan afkomugrund
völl og láta þá menn, sem
leiddu þjóðina út í ófarnað-
inn, engu ráða um málefni
hennar framvegis.
Z.
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833.
Heima: Hafnarfirði, sími 9234
héraðsdómslögmaður
Síeiajakona
(The Strange Woman)
Tilkomumikil og vel leikin
amerísk stórmynd, gerð eftir
samnefndri skáldsögu eftir Ben
Ames Williams. Sagan var fram
haldsaga Morgunblaðsins s. 1.
vetur.
Hedy taraar
George Sanders
Bönnúð' börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
• Rss'Kipn-'sgj's mæs&æmfœrwsíSBsæm
W altcrskeppnm.
(Framhald af 4. síðu)
framlínunni vegna hins
mikla hraða, er þeir hafa.
Skiptingar þeirra eru oft á-
gætar og árangursríkar.
Innherjarnir Ari og Kjart-
an eru aftur á móti seinir og
klaufskir leikmenn. Fram-
verðirnir Ólj B. og Steinar
eru ágætir, og Steinar bezti
maður liðsins. Einnig eru
þeir undantekning í liðinu,
þar sem þeir hafa báðir á-
gæta knattr;eðferð.
Varnarmennirnir eru harð
skeyttir, en hugsa sjaldan um
annað en „kýla tuðruna" sem
lengst í burtu. Daníel er
þeirra beztur. Aðfarir Guð-
björns, vinstri bakv., koma
áhorfendum oft til að brosa.
Vlkingar láku oft vel sam-
an, en réöu ekki við hinn
rnikla hraða KR-liðsins. Tæki
færi þeirra til að skora mörk
voru sízt verri en K. R., og
jafnvel betri, en Víking skort
ir tilfinnanlega mann til að
reka smiöshöggið á upphlaup
in, mann til að skora mörk.
Helgj er ekki góður miðfram-
herji, enda kann hann auð-
sjáanlega ekki stöðuna, og
var stundum eins og aðstoðar
miðframvörður hjá K. R. —
Framverðirnir Gunnlaugur
og Einar eru tvimælalaust
þeir beztu, er liðin hér hafa
á að skipa. Bakv, Guðm. og
Erlingur eru ágætir, en það
er ekki nóg að eiga 4—5 góða
menn. Innherjarnir Haukur
og Ingvar mega muna sinn.
fífil fegri og skortir þá mjög
úthald. Tveir nýliðar frá
Hafnarfirði léku með Víking
í fyrsta skipti. Báðir virðast
þeir efnilegir, en eiga margt
eftir ólært.
Dómari var Hrólfur Bene-
diktsson, og mundi hann
gera mörgum stóran greiða,
með því að hætta að dæma
knattspyrnuleiki.
Annar leikur Walters-
keppninnar fór fram á sunnu
daginn og vann Valur þá
Fram með 4:3. Þess leiks vexð
ur nánar getið síðar.
H. S.
Kvenfélags Neskirkju
fást á eftirtöldum stöðum:
Mýrarhúsaskóla.
Verzl. Eyþórs Halldórs-
sonar, Víðimel. Pöntunarfé-
laginu, Fálkagötu. Reynivöll-
um í Skerjafiröi og Verzl.
Ásgeirs G. Gunnlaugssonar,
Austurstræti.
flucflijAií í Tímanunt
GÖSTA SEGERCRANTZ: 8. dagur
skipti á miðvikudaginn, og þá skaltu fá að sjá hana.
Og gleymdu ekki að hrósa henni nógu mikið 1 þínu
heiðraða blaði.
— Þú getur beöið rólegur, sagði ritstjórinn. En eftir
á að hyggja — Raymond fékk þessa hugmynd sína,
að senda ástmeyjar okkar burt, eftir að Gabríella
haföi ruðzt inn í einkaskrifstofu mína og hagað sér
eins og hún væri búin að missa vitið. Hún hafði ein-
hvers staðar frétt, að ég væri kominn í kunningsskap
við Estellu — ljóshærðu fúríuna, sem er sýningar-
dama hjá Poiret...
— Ég þekki hana, sagði ilmefnaverksmiðjueigand-
inn þurrlega og drakk í botri. En látum nú heldur
Raymond segja okkur, hvað ungfrúr vorar sögðu við
uppástungu hans.
— Þetta tókst allt með ágætum, sagði Paget. Náttúr-
lega benti ég þeim á, að þetta væri líka gróðavegur,
og nú iða þær í skinninu eftir að sjá, hvernig blaða- ;
| mennirnir líta út...
—O, vesalingarnir, ságði Quignon hlæjandi. Ég
hlakka mest til þess að frétta, hvernig þær fara að
því að tefja fyrir þeim á ferðalaginu. Ég er að minnsta
kosti viss um, að Ginetta lætúr ekki sitt eftir liggja ef
hún getur orðið einhverjum til bölvunar — hún er sú 1
versta blóðsuga, sem ég hefi nokkurn tínia kynnzt. ;
— Ég vildi kalla það vel sloppið, þótt við borguðum
hundrað þúsund franka fyrir að vera lausir við þær í
hálfan mánuð. Og ef þær geta svo líka komið því til
leiðar, að vinur ökkur Paget sigri ...
— Ég er hræddastur við Þjóðverjann, sagði Paget.
Hann virðist undirbúa allt af mikilli nákvæmni, og
verst er þó af öllu, að ungfrúrnar verða ekkert sólgn-
ar í það að taka hann á sína arma.
— Ég legg til, að Raymond tali við ungfrúrnar á af-
viknum stað og láti þær varpa hlutkesti um blaðamenn
ina meðan við drekkum þeim til, sagði ritstjórinn.
Eiginlega hefðum við átt aö fá þeim fjórar dömur til
fylgdar, en það sakar vonandi ekki, þótt- þær séu þrjár
— einhver þeirra hlýtur að vera kona fyrir tvo ... Ég
þori að minnsta kosti að ábyrgjast, að Gabríella léti
sér ekki verða flökurt af því...
— Umfram allt veröið þið að gæta þess, herrar mín-
ir, að láta eins og þið hafið ekki hugboð um neitt. Ung-
frúrnar verða að halda, að þaö sé ég, sem hafi komið
þessu í kring. Og mundu þaö, frændi, aö láta Gabríellu
ekki sjá, að þú fagnir brottför hennar.
— Þess skal ég vissulega gæta, sagði ritstjórinn hlæj- ;
andi. Ég skal láta eins og þetta komi algerlega flatt
upp á mig og ég sé þér reiður fyrir uppátækið.
— Þetta verður að vera góður gleðskapur í kvöld,
sagöi Leporespu. Ég hefi reyndar heyrt, að þessir Norð-
1 urlandabúar séu hátíðlegir eins og gamlir fauskar í
Hjálpræðishernum. En ég hefi gert ráðstafanir til
þess, að hingað komi hljómsveit, svo að blaðamennirn-
ir geti dansað við dömurnar, meðan við, þessir roskn-
; ari, þefum úr glasi. Ég á heilan hafsjó af kampavíni
hérna í húsinu, og um eittleytið ætlar Quignon að láta
fimmtán dansmeyjar sýna okkur listir sínar.. . Holdugt
1 andlit verksmiðjueigandans ljómaöi af ánægju. —
Okkur ætti ekki að leiðast meðan við horfum á þær.
Danski blaðamaðurinn, Axel Ancker, og Ólafur Blaa-
ken frá Osló gengu hlið við hlið niður þrepin fyrir
framan aðaldyr gistihússins. Norðmáðurinn var kann-
ske dálítið þyngslalegur, en það óTyggi og festa í
hverri hreyfingú. Hann var þegar búinn að fara í marg
; ar búðir og bögglast við að tala þar frönsku. Hann hafði
skrifað blaði sínu fyrsta ferðapistilinn, og hann hafði
rambað fram og aftur um göturnar og virt fyrir sér
kvenfólkið —- honum þóttu frönsku stúlkurnar ekki
; taka þeim norsku fram. Nú var Blaaken blaöamaöur
svangur og álveg hræðilega þyrstur.
— Ef þér eruð á sama máli og ég, sagöi hann við
Danann, þá held ég, að við ættum að fá okkur ofurlitla
hressingu, áður en við förum til þessa ilmvatnafram-
leiðanda. — Guð má vita, hvort við fáum hjá honum í
nokkuð, sem er drekkandi... ;
— Ég er hræddur um, að það sé orðið helzt til fram-
orðið, svaraði Daninn. Við verðum að vera stundvísir. ;
! Norðmaðúrinn sturidi þungan.