Tíminn - 25.09.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1948, Blaðsíða 3
301. blaff TÍMINN, laugardaginn 25. sept. 1948. 3 Islendingar hafa um alda- raðir verið m:kil skáldaþjóð, og hefir skáldagyðjan verið íslenzku þjóðinni vinveitt og hliðholl, og gefið henni hvert góðskáldið á fætur öðru. — Þó viröist manni, að nú á síöari árum hafi skálda- gyðjan heldur minni rækt' lagt við hinn „heilaga inn- blástur,“ en aðeins með blæ- væng sínum strokið vanga nútíðar skáldanna, þegar hún fer fram hjá! Aftur á mótj virðist systir! skáldagyðjunnar, musikgyðj- j an, hafa fullan huga á því að; gefa íslendingum mikla og góða tónlistarmenn, eins og t. d. litlu Þórunni, Agnesj Sig urðsson, Blöndal og síðast en ekki sízt fiðluleikarann Björn Ólafsson, sem músikgyðjan hefir lagt sína blessun yfir. Björn Ólafsson hefir feng- ið mikla og góða músik- menntun, samfara miklum náttúrumúsikgáfum, og þótt hann hafi nú í höndum fiðlu, sem á að vera eitthvert dýrmæti t. d. hvað „verð“ snertir, þá er það ekkj aðal- atriðið, þvi að ég efast ekki, um, að Björn Ólafsson gæti með sinni framúrskarandi tækni og fögru tóna, alveg einnig náð sama árangri — þótt hann spilaðj á ódýrari fiðlu. Sagan segir, að Ole Bull hafi spilað meistara- lega á tréskó, sem einn fiðlu- strengur var negldur á. Sann- ur listamaður er jafnan trúr þjónn gyðjunnar, og þýðir og skilar verkum hinna ódauð- legu meistara með látprýði og innri andagift. Á hljómleik Björns Ólafs- sonar s.l. þriðjudag varð maður því ekki fyrir neinum vonbrigðum. Hið stóra og vel- valda prógramm með Bach og Mozart, var frábærlega leyst af höndum. Maður undraðist yfir hinni miklu tækni, sem Björn sýndj í Bachs sónöt- unni d-moll. Ég heyrði stærsta violin- virtuosa Þýzkalands, Kulen- kampf, spila þessa Bachs sónötu og er mér óhætt að segja, að Björn hafi útfært hana ekki síður meistaralega. Verancinis Largóið spilaði Björn, sérstaklega seinni partinn, snilldarlega. Warlock Szigeti: pavan (eða pavane, padovana, pa- duana), sem er virðulegur (gravitá) gamall ítalskur dans í 4/4 takti, útfærði Björn af mikilli kunnáttu. Systurnar í Garðshorni er draumsýn þjóðsögunnar um Ásu, Signýu og Helgu. Tón- skáldið, sem er kornungur maður, Jón Nordal, sýnir í þessari tónsmíð háíslenzkan stíl (sem JónLeifs er höfund- ur að), sem hefir breidd og línur hins skýlausa unga tónskálds. Báðir listamenn- irnir, fiðluleikarinn og pían- jstinn, skiluðu þessu verki fullkomlega. D-dúr concert Mozarts var á mörgum köflum vel og prýðilega útfærður, en þó hefðu hnir yndislegu Moz- artisku hljömar mátt útfær- ast af báðum listamönnunum með meiri sjálfsgagnrýni og nákvæmara samspili. íslendingar geta verið stolt ir yfir því að eiga nú fiðlu- snilling, sem er hliðstæður beztu fiðlurum í Evrópu. (Framliald á 6. síðu). Sjjötugur: Daníel Jónsson Mtaía i\ Lamli. Daníel Jónsson í Múla á i Landi var 70 ára 15. sept. s.l. Hann fæddist í Akbraut í Holtum og óíst þar upp. Tók hann snemma að stunda smíð ar og var það yndi hans að vinna öðrum til þarfa og er það svo enn í dag. Árum sam- an átti Daníel heima á æsku- heimili sínu, en var lang- dvölum að heiman og vann að smíðum hjá sveitungum sínum eða í nærsveitunum, í vinnu sinni hirti Daníel minna um verkalaun en af- köst, leit sjaldan á klukkuna og kvöldið kom að honum ó- vörum, í önnum dagsins. Fáa menn hef ég þekkt jafn vinnu glaða. Þegar ég var barn aff aldri (og kannske skilningi) leit ég upp til Daníels er hann var að vinnu hjá foreldrum mínum. Ég undraðist kunn- áttu hans og afrek og svo fannst mér gleði hans og söng ur (hann söng oft við vinnu sína) bera vott um hamingju hans. Þessi hamingja hefir enzt Daníel fram á efri árin. Hann hefir verið góður og glaður í lífinu og gott með honum að lifa og vinna. Samt hefir hann aldrei fest sér konu eða stjórnað eígin heimili. „Fleira er matur en feitt ket“, segir máltækið og ástir og metorð fer stund- um svo illa, — ég segi ekki í maganum heldur í sálinni, að þeim verður sumum óglatt af. Daníel hefir aldrei, gefið hjarta sitt hinum ytri fjár- sjóöum, aldrei unnið vegna peninga eingöngu og lcunnað að meta söng og létta gleði. Fyrir 10 árum gerðist hann heimilismaður í Múla á Landi og hefir dvalizt þar síðan og gert garðinn frægan eins og vita mátti um svo trúan og vinnuglaöan mann. Vér ís~ landsbörn eigum of fáa svona vel geijfa menn, sem syngja við vinnu sína, jafnvel erfiðis vinnu og smíða sér úr tíman- um með óeigingjörnu starfi, þá aða>,tign, er skipar þeim í lávarðadeild lífsins. Bretar aðla oft afreksmenn í kyrlátu starfi,. Hjá oss verða æðri máttarvöldin oft ein að sinxra því réttlæti (frá sjónarmiði Kriststrúgrinnar, sem verður ekki úrelt í byltingum og um- brotum tímanna). Heill þér Daníel. Heimili, þitt og sveitungar óska þess, að þú gangir seint að hinztu hvílu. Svo þarfur maður ertu. R. Ó. . •,$* 'tsy- v —vV tfv -'V,'- ’fljí' • Drykkjumannahæli og Víkverji Víkverji skrifar í Mbl. í fyrra dag um þörfina á drykkju- mannahæli, áhuga okkar templara á því máli og heppi- legan stað fyrir slíka stofnun. Kemst hann að þeirri niður- stöðu að templarar eigi raun- ar nóg húsnæði til þessa, bæði aö Jaðri, Fríkirkjuvegi 11 eða templarahúsið gamla. Það er gott, aö Víkverji við- urkennir að ástandið sé ekki gott og ekki sæmi að láta allt afskiptalaust eins og það er Mætti og furða kallast ef þeir, sem bezt duga fegrunarfélag- inu í orði og verki, telja það prýði á bænum, að þar flæk- ist áfengissjúklingar um göt- ur og garða, karlar og konur. Hitt er svo annað mál, að ég tel það ofur einfalt mál, að þetta verður ekki lagað til fulls nema með einlægum samtökum um að hafa landið áfengislaust. Og það má æra óstöðugan að stan^a jafnan í því að bjarga úr svaðinu ein- um og einum ógæfumanni, en láta vítisvél di’ykkjutízku og vínverzlunar halda áfram mannblótum sínum. Áfengis- verzlunin, krakkasjoppurnar og vínveitingahúsin, eins og Hótel Borg og Sjálfstæðis- húsið, eru stofnanir, sem framleiða áfengissjúklinga. Við skulum slá því föstu að bannmenn og bindindismenn séu í minnihluta í landinu og verði um hríð. Það er þá tómt mál að tala um, að „hófsemd armenn“ vilji leggja það á sig að vera áfengislausir til að freista ekki þeirra, sem veikir eru á svellinu. Ekki er nú ná- ungans kærleikur svo brenn- andi, hjálparviljinn ekki svo víðtækur. Við bindindismenn verðum því að láta okkur lynda, þó að sigrarnir verði færri og smærri en verið gæti, ef við mættum almennt vakandi. skilningi og sterk- um vilja. Hitt er misskilningur hjá Víkverja, að þau hús, sem hann nefnir, séu tiltækileg fyrir drykkjumannahæli. Hús in hér í bænum eru fundahús templara og það er mjög knýjandi þörf að auka húsa- kost til félagsstarfsins. Félags starf templara eru áfengis varnir. Ef þaö væri fellt nið- ur tapaðist meira en ynnist með einu hæii fyrir þá, sem eru og hljóta aö verða vonar- peningur í áfengissjúku þjóð- félagi eins og okkar. Um Jaðar er það að segja, að húsakynnin þar eru lánuð til mjög nauðsynlegrar starf- semi að vetrinum. Þar er þá skólaheimili, sem Reykjavík- urborg má illa án vera, en hef ir ekki ennþá eignast hús- næði fyrir. Á sumrin er Jaðar aftur á rnóti gististaöur, sem einkum er sóttur af fólki, sem ekki á þess kost að fara langt og vera lengi, þó að ekki sé miðað við Florida eða Sviss, en langar til að skreppa úr bænum á friðsælan og fagran stað. Ég vil Reykvíkingum svo vel, að ég ann þeim þess vel að eiga slíkt athvarf og ég tel það til menningarstarfa að koma þeim upp. Svo að Víkverji skilji, að ég segi þetta ekki af tómlæti til þess eins iað drepa áhuga hans á dreif, skal ég benda honum á nokkur hús, sem hann ætti að athuga í þessu sambandi. Það tíðast nú mjög (FramhaM & & siöu). Samþykktir fjórðungsþings Nprðiendinga um stjórnar- skrármálið Tíminn skýrði nýlega frá affalatriffum þeirra tillagna, sem samþykktar voru á fjórðungsþingi Norðlendinga á Akureyri. Hér fer á eftir nánari greinagerff fyrir þeim málum, sem þar voru afgreidd. Tillögur í fimxn liðum. Tillögur fjórðungsambands ins eru í 5 liðum. í fyrstu grein segir svo: ísland er lýð- veldi. Ríkisvaldið er hjá þjóð inni. Það deilist í þrennt: lög gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þjóðin felur A1 þingi löggjafarvaldið, forseta framkvæmdavaldið og dóm- stólum dómsvaldið. í annarri grein tillagnanna er rætt um fylkjaskipun og segir þar svo: Landinu skal skipta í fylki: 1. Reykjavík og Hafnarfjörð- ur með næsta nágrenni (Höf- borgarfylki). 2. Vesturland: Borgarfjarðarsýsla, Mýra- sýsla, Snæfells- og Hnappa- dalssýsla, Dalasýsla og Húna- vatnssýsla (Vesturfylki). 3. Vestfjaröakjálkinn allur (Vestfjarðafylki). 4. Norður- land: Skagafjarðarsýsla, að og mpð Norður-Þingeyjar- sýslu (Norðurfylki). 5. Aust- urland: Norður-Múlasýsla, að og með Austur-Skaftafells- sýslu (Austurfylki). 6. Suður- land: Vestur-Skaftafellssýsla, að og með Kjósarsýslu, þar með Vestmannaeyjar (Suð- urfylki). .ippMpmwm Hvert fylki stjórnarfarsleg heild. Enn segir svo: Hvert fylki skal vera stjórnarfarsleg heild með all víðtæku starfssviði og valdi í ýmsum sérmálum. Vald og starssvið fylkjanna skal á- kveða með lögum. í hverju fylki skal árlega háð fylkis- þing. Á þingi þessu skulu sitja 15 fulltrúar, sem kosnir verða í einmenningskjördæmum, er hafi sem jafnasta kjósenda- tölu. Fylkisþing geta þó sjálf ákveðiö tölu þingmanna sinna hærri, eða allt að 30 þing- mönnum, en jafnframt skal þá fjölga kjördæmum að sama marki. Fylkisstjóri skal kos- inn af kjósendum eins og for- seti og sé afstaða hans til fylk isþinga svipuð og forsetans til Alþingis. Kjör til Alþingis. í tillögunum um skipan og kjör Alþingis, segir svo: Al- þingi skiptist í tvær deildir, efri deild og neðri. í efri deild skulu sitja 18 fulltrúar, 3 úr hverju fylki, kosnir á fylkis- þingum, hlutbundnum kosn- ingum. Kjörgengir eru aðeins menn búsettir í fylkinu. í neðri deild skulu sitja 30 þingmenn, kosnir í einmenn- ingskjördæmum. Kjördæma- skipun skal þannig háttað, að sem næst jafn margir kjós- endur veröi í hverju kjör- dæmi, og skuli kjördæmi að öðru leyti ákveðin sem sam- felldust eftir því, sem stað- hættir leyfa. Sveitarfélagi má ekki skipta milli kjördæma nema hvor eða hver hluti verði meginhluti kjördæmis- ins. Kjördæmaskipun skal endurskoðuð á 10 ára fresti og gerðar á henni -þær breyting- ar, sem nauðsynlegar reynast til þess að fylgt verði áður- greindri meginreglu um jafna kjósendatölu í kjördæmunum. Engu fylki má skipta í fleiri en 10 kjördæmi. Þiiig og forseti. Um valdsvið þings og for- seta segir svo m. a.: Báðar þingdeildir og forseti mega hafa frumkvæði að lagasetn- ingu. Forseti skal leggja frum varp til fjárlaga fyrir hvert reglulegt Alþingi eigi síðar en viku eftir að þing kemur sam- an. Ef lagafrumvarp, sem sam þykkt hefir verið í annarri deild þingsins, fellur í hinni, skal það afgreitt í sameinuðu þingi, nema fellt hafi verið" með 2/3 hluta atkvæða í ann- arri hvorri þingdeild. Ekkert frumvarp má hljóta fullnaðarafgreiðslu, sem lög frá Alþingi fyrr en forseta hefir gefizt nægilegur frestur til að skýra þinginu frá við- horfi sín til frumvarpsins. — Forsetinn getur látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningar, og falla lög úr gildi, ef meiri hluti at- kvæða fellir þau við atkvæða- greiðslu...... Þegar brýna nauðsyn ber til, og Alþingi sit ur ekki, geta forsetar Alþingis eftir beiðni forseta ríkisins sett bráðabirgðalög. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Al- þingi á eftir. Forseti hefir heimild til þess að kalla saman aukaþing, ef hann telur brýna þörf bera til. Forseti myndar rikisstjórn. Enn segir: Forsetinn skal kjörinn beinum kosningum af þeim, er kosningarétt hafa til Alþingis. Það forsetaefni, sem flest fær atkvæði, er réttkjör- inn forseti. Hvert forsetaefni skal hafa varamann. Forseti myndar ríkisstjórn. Heimilt skal sameinuðu . Al- þingi að samþykkj a rökstudda tillögu um vantraust á ríkis- stjórn forseta. Ef slík tillaga verður samþykkt, skulu fara fram almennar kosningar til Alþingis. Jafnframt skulu fara fram forsetakosningar, og fer forseti fi'á, nema hann verði endurkjörinn. Verði for- seti endurkjörinn, má ekki bera fram á Alþingi van- trauststillögu á ríkisstjórn hans næstu tvö ár. Ef Alþingi afgreiðir ekki fjárlög, áður en fjárlagaár hefst, skal greiðsl- um úr ríkissjóöi hagað eftir fjárlagafrumvarpi forseta það fjárhagsár. Um dómsvald seg- ir svo í tillögunum, að því skuli skipaö með sérstökum lögum. Samvinna viff Austfirffinga. Þingið kaus nefnd til þess að koma tillögum sínum á framfæri og vinna þeim fylgi. Vænti þingið að Austfirðing- ar kysu tvo menn, er hefðu samvinnu við fulltrúa Norð- lendinga í þessu augnamiöi. fiufl^iií 7qnpmum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.