Tíminn - 06.10.1948, Page 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 6. okt. 1948.
220. blaff
(jatnla Síc
Á liverfanda
Isveli
(Gone With thc Wind)
Sýnd kl. 8
Börn innan 12 ára íá ekki
aðgang
Gullgrafara-
liasrÍBBsi
Spennandi amerísk litmynd
með
Kandolph Scott
Gypsy Itose Lec
Dinali Shore
Sýnd kl. 5
ytfja Síi
Síasaley og Livings
tone
Amerísk stórmynd er sýnir hinn
merka sögulega viðburS þegar
ameríski blaðamaðurinn Stanley
leytaði enska trúboðans David
Livingstone á liinu órannsakaða
meginlandi Afríku.
Aðalhlutverk
Spencer Tracy
Nancy Kelly
Sir Cedric Hardrvicke
Sýning kl. 5, 7 og 9
Eigistkosaa aassars
BBsasssss
(En andens Hustru)
Efnismikil finnsk kvikmyjid,
gerð eftir skáldsögunni ,,Sylvi“
eftir Minna Canths.
Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Helena Kara,
Leif Wager,
Etlvin Laine.
Bönnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9
'TjarHatbíé Iripcli-któ
SaimleiktsrÍBisi
„Keykjavík í morðissálinu
vorra daga44. (Tlie Truth About Murder)
Siðari liluti. Kvikmynd Óskars Gíslasonar. Afar spe,nnandi amerísk leyni- lögreglumynd. Aðalhlutverk leika: Bonita Granville
Þulur Ævar R. Hvaran. Morgan Conway Rita Corday
Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Símí 1182
Erlont yfirlit
(Framhald af 5. síöuj.
önnur en fyrir tvær seinustu styrj-
aldir, er Ieiðir af þvf að Rússar
hafa tekið við hlutverki Þjóðverja.
Þott Svíar hafi samkvæmt fram-
ansögðu markað sér hernaöarlegt
hlutleysi, sýna þeir óhikað samúð
sína með vesturveldunum á öðrum
sviðúm. Þeir taka þátt í Marshall-
endúrreisninni. Á þingi Sameinuðu
þjðanna nú fylgja þeir mjög ein-
dregið tillögum Bandaríkjanna í
kjarnorkumálunum.
(iriiHimlarfiill
meðferð á
lirossniH.
(Framliald af 5. siðu).
um undan, og má slíkt telj-
ast níðingsleg meðferð á
hryssunum, enda oft komið
fyrir að slíkar hryssur hafa
orðið klumsa í skipunum og
stundum fyrri.
Hann leyfir, að hrossin séu,
keypt járnalaus áafturfótum,
og rekin þannig norðan úr
landi til Akraness. Hér er um
einhverja J)á verstu meðferð
að ræða, sem heyrzt hefir tal
að um á íslenzkum hrossum.
Hrossin urðu ekki bara sár-
fætt, heldur svo kviðgengin,
að eitt varð að drepa á Hvann
eyri og önnur á Ytra-Hólmi.
Enn er það svo, að sögn sjón-
arvotta, að hrossin, sem eftir
eru á Ytra-Hólmi, ganga sér
trauðla að mat. Svo eru þau
farin eftir reksturinn.
Nú er enn talað um hrossa-
markaði. Mælt er, að Gunnar
eigi að. kaupa hross á þeim.
Sé svo verður að krefjast
þess, að hann sjái um að þau
verði öll járnuð. Þess verður
líka að krefjast, að hann
kaupi ekki hryssur, sem fol-
öld hafa verið nýtekin und-
an* og geri hann það verður
dýralæknir sá, er hrossin
skóðar við útskipun, að
banna að troöjúgra hryssur
séu settar um borð. Loks
væri æskílegt, að Gunnar
fengi einhrern, sem staddur
er á markaðsstað til að at-
huga, hvert hryssan væri
komin að köstum, því að sýni
legt er, að sjálfur sér hann
það ekki. Hins vegar mun 90
% af mönnum, sem í sveit
búa, sjá það, og ætti því að
vera innanhandar að fá ein-
hvern til að athuga það fyrir
litla eða enga borgun.
Við þurfum að Iosna við
hrossin, en við eigum að gera
það án þess að kvelja þau,
eins og gert hefir verið á þess
um síöustu mörkuðum. Ég tel
vafasamt hvert meðferðin,
sem hrossin fengu nú, sé ekki
refsivcrð að lögum. En það
ætti Dýraverndarfélagið að
athuga.
1. okt ’48.
Bóndi.
Betra er seisit
en ekki.
(Framhald af 4. síðu)
íslenzka þjóðin vafalaust
komizt hjá mörgum þeim
erfiðleikiyn, er nú steðja að
henni. Þá hefði ekki verið só-
að hufídruðum milljóna í fá-
nýtan hégómá, eða ráöleys-
isbrask Áka & Co. Þá væri
mörgu öðruvísi og betur hátt
að en nú er. — En hvað um
það, héðan af stoðar ekki
baun að tala um það, og af
hinu ber að gíeðjast, ef „þeir
eru nú farnir að hugsa. Von-
andi verða það allir sannir
Sjálfstæðismenn, sem fara að
hugsa, þótt seint sé, og var-
ast það framvegis að láta
valdafíkn nokkurs manns —
hvort sem hann heitir Ólaf-
ur Thors eða eitthvað annað
— ginna sig til að taka koll-
steypu líka þeirri, er þeir
tóku undir árslokin 1944. Því
nú ættru þeir að hafa' Isert af
reynslunni, að sjálfstæð lýð-
ræðisþjóð — eins og íslend-
ingar þykjast vera — getur
ekki haft'í valdasessi fjöður-
landslausa bitlingaseggi eða
virðingargj arna eiginhags-
munamenn. Þeir eru vissu-
lega engu betri, sem nota
bitlingaseggina sér til fram-
dráttar í valdabaráttunni,
þótt þeir gangi undir öðru
pólitísku nafni.
Hann drepur á það í grein
þeirri — sem ég nefndi í upp
hafi — þessi Sjálfstæðismað-
ur, að þeir, sem hugsað hafi
til þessa, hafi verið hundelt-
ir . af flokksforustunni, ef
örlað hafi á sjálfstæðri hugs-
un hjá þeim. Þetta mega
menn ekki setja fyrir sig hér
eftir, og ég er sannfærður
um, að þeir sem hugsa rétt,
munu ekki gjöra það, heldur
kasta klíkuskapnum út 1 hin
yztu myrkur og fyrirlíta
valdagræðgi forustusauð-
anna og; þá mun líka „betri
daga morgunsól" skína hátt
um strönd og hlíö.
Einn sem hugsað hefir
nokkur ár.
Goðafoss
fer frá Reykjavík í dag, mið-
vikudaginn 6.11. kl. 8 síðdeg-
is til Boulogne, Rotterdam og
Kaupmannahafnar.
H.F. EIMSKIPAFÉLAGS
ÍSLANDS.
14—15 ára
stúlka úr sveit óskast á gott
heimili í Reykjavík. Gæti
fengið að læra handavinnu,
ef hún vildi. Upplýsingar í
síma 4120 fyrir 15. okt.
Jóhannes Elíasson
— Iögfræðingur —
Skrifstofa Austurstræti 5, III. hæð.
(Nýja Búnaðarbankahúsinu)
Viðtalstími 5—7. — Símí 7738.
Köld borð og
heitur veizlumatur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
'-----—1—-—-— --------------— --------------—.
GOSTA SEGERCRANTZ: 79. dagar
freistingum gæt þín...
Þau voru aö ljúka þessu stímabraki út af herbergj-
unum, þegar þau voru skyndilega ávörpuð:
— Það var þó gott, að við höfðum loks hendur í hári
ykkar, var sagt. ;
Þegar þau snéru sér við, stóðu þar tveir menn, sem
með frábærri mælsku gerðu þeim skiljanlegt, að þeir
væru Walker frá „New York Sun“ og Tayior frá „The
Star.“ Þeir höfðu árangurslaust leitað þeirra á skips,-
fjöl, en nú höfðu þeir loks fundið þau og ætluðu ekki
að láta tækifærið ganga sér úr greipum.
— Hvernig gekk ferðin yfir Atlantshafið? Hvers
vegna heitið þér de la Fontaine,? Búið þið í sama her-
bergi? Hvernig lízt ungfrúnni á ameríska kvenfólkið?
Er það ekki betur klætt en franskar konur? Reykið
þér aðeins sígarettur eöa notið þér líka kókaín? Er
það satt, að Ástríður prinsessa sé með tréfót, og hvers !
vegna giftist hún þýzka krónprinsinum?
Það rigndi yfir þau spurningunum, og blaðamenn-
irnir létu sér í léttu rúmi liggja, þótt þeim gæfist
alls ekki ráðrúm til þess að svara. Þeir höfðu sjálfir
þegar ákveðið svörin við spurningum sínum, svo aö
þar varð hvort eö var ekki um bætt.
— Hvað ætlið þið að gera ykkur til dægrastyttingar
í kvöld? sagði Walker að lokum. Ég leyfi mér að stinga
upp á því, að þið komið annaðhvort í skrifstofur okk-
ar eða til Taylors vinar míns. Það er þá fastráðið.
Áður en Svantesson og Ginettu hafði unnizt tími til
þess að láta í ljós vilja sinn, voru amerísku blaða-
mennirnir búnir að varpa um það hlutkesti, hvorn
þeirra þau ættu að heimsækja. Taylor Ijómaði af á-
nægju, því það hann hafið unnið...
Ginetta skildi ekkf .nema litið eitt..af því, sem sagt
var. En hún var þegar orðin hrifin a£ þessum fjeriegu
Ameríkumönnum.
— Bjóddu þeim að borða. með okkur, hvislaði hún
að Svantesson, en beið svo alls ekki eftir því, aS liaiin S
gerðí það, heldur bauð. þeim. sjálf. Svantesson. hafSi
á hinn bóginn hugsað sér, að kvöldinu yrði varið á
annan hátt. Það kom hálfgeröur luntasvipur á hann.
En Ginetta stakk hendinni undir handlegg honum og
hallaði. sér lítið eitt að honum, og það vakti undir
eins hjá honum nýja von um það, að kvöldinu yrði
ekki á glæ kastað, þrátt fyrir tilkomu amerísku blaöa-
mannanna.
Þau settust nú brátt að snæðingi. Það var drukkið
kampavín og Búrgundarvín, og Taylor upphóf mikið
daður við Ginettu. En vesalings Svantesson neyddist
til þess að hlusta á sögur Walkers um þekkta New
York-búa, er sátu hér og þar um salinn. Sænski blaða-
maðurinn hafði aldrei fyrr heyrt þessa fólks getið og ;
lét sér þess vegna nægja aö kinka kolli tómlátlega. En
með sjálfum sér reyndi hann að upphugsa ráð til þess
að losna við þessa ágengu Ameríkumenn, svo að hann
mætti búa að Ginettu einn og í friöi...
. Hann vonaði fastlega, aö heimsóknin í ritstjórnar-
skrifstofur blaðs Taylors myndi gleymast. En það var
nú eitthvað annað. Honum til mikillar gremju var það
einmitt Ginetta, sem vakti máls á þeirri fyrirætlun.
Það varð ekki undan þessu vikizt, og eftir klukkustund
ar akstur gegnum borgina, var loks numið staðar fyr- \
ir framan tólf hæða byggingu, þar sem hiö ágæta \
blað Taylors hafði aðsetur sitt.
Taylor leiddi gestina úr einni deildina í aöra. Alls ;
staðar var unnið af kappi. Ginetta vék aldrei frá hlið
Táylors — Svantesson sá ekki betur en þau þrýstu
sér stundum hvort upp að öðru á hinn ískyggilegasta
hátt. Hann var því alls ekki í neinu spariskapi. En það
vildi honum til happs, aö hinar stórbrotnu vélar og
skipulagning vinnunnar við blaðið megnuðu smám
saman aö vekja áhuga hans og draga að sér athygli
hans. Walker geröi sér líka allt far um að skýra hvað
eina sem bezt fyrir honum.
Allt í einu var sem Svantesson vaknaði. af draumi.
— Hvað er orðið af þeim hinum? spurði hann. Þeir
Walker voru komnir inn í lítið herbergi, sem auðsjáan-
lega var notað við prentmyndagerð.
— Bíðið andartak, svaraði Walker. Það er svo mikill
súgur hérnaö áð ég ætla að Ioká glugganum frammi 1