Tíminn - 10.11.1948, Síða 8

Tíminn - 10.11.1948, Síða 8
32. árg. Reykjavík 10. nóv. 1948. 249. blað Nýtt pípuorgel vígt í Eyrarbakkakirkju Cjjöf frá gönilum Eyr fsekkingain í fyrradag var hátíðaguð's- þjónusta í Eyrarbakkakirkju í tilefni af vígslu nýs pípuorg els, sem Eyrbekkingafélagið í Reykjavílc og nokkrir gamlir Eyrbekkingar gáfu kirkjunni. Blskupnn j'fir íslandi af- henti gjöfina. Séra Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur prédikaði, en séra Árelíus Níelsson sóknar- prestur og biskupinn þjónuðu fyrir altari. Páll ísólfsson lék á orgelið nýja, en kirkjukór Eyrbekk'nga söng. Eftir prédikun var sungið vígsluljóð, sem Maríus Ólafs- son hafði ort. Pálína Péturs- dóttir bakkaði gjöfina fyrir hönd sóknarnefndar. Kirkj an var þéttskipuð fólki, bæði sóknarfólki og Eyr bekkingum úr Reykjavík. Munu þeir hafa verið um 130, er austur komu þennan dag. Að loklnni kirkjuathöfn- irin'i höfðu hreppsnefnd og sóknarnefnd boð inni fyrir gesti, og voru þar fluttar margar ræður. Þar flutti Bjarni Eggertsson gefendun- um kvæði. Um kvöldið sýndi Leikfélag Eyrarbakka sjónleikinn Lén- harð fógeta við ágætan orðs- tír. Kauptúnið var allt fánum skreytt þennan dag. Kæra Breta á hend- ur Álbönum komin fyrir alþjóðadóm- stólinn Alþjóðarétturinn í Haag fjallar nú um kæru Breta á hendur Albönum um það að þeir hafi fengið júgóslavnesk herskip til að leggja tundur- duflum í Korfusund. Höfðu þessar tundurduflalagnir þær afleiðingar að tvö brezk skip löskuðust og 44 sjóliðar fórust. Krefjast Bretar nú þess, að Albanir greiði mann- bætur og skipatjón það sem orðið hefir, því að þeim hafi samkvæmt alþjóðalögum bor ið að tilkynna þessar tundur duflalagnir. Telja Bretar og Albanir eigi einir að svara til saka fyrir þennan verkn- að, þar sem Júgóslavar hafi aðeins verið þjónar þeirra. Tjón af ofviðri á Siglufirði Afspyrnurok gerði .víða vestan Jands og norðan í fyrrinótt og urðu sums stað- ar skemmdir af völdum þess. Mestar munu þær hafa orðið á Siglufirði, en þar fuku járn plötur af húsum og þök skemmdust. Gamalt timbur- hús fauk líka um koll, en stór vægilegt getur tjónið þó ekki talizt. 1 Máði® imiai liœíía fíEnsluESi í Pai’ís 16. |í. m. Öryggisráðið ræddi Palestínumálin á lokuðum fundi í París í gær. Ilafði fyrst verið ákveðinn opinn fundur um inálið en hcnum breytt í Tokaðan fund. Opinn fundur um máiið er aftur haldinn í dag. Breíar hafa mótmælt því, að jieir hafi nokkurn her í Palestínu eða Transjórdaníu. Utan- ríkisráðherra Ísraelsríkis er nú staddur í París. I gær hafði verið boðaður venjulegur opinn fundur í Ör yggisráðinu um Palestínumál in en á síðustu stundu var honum frestað til dagsins í dag en í þess stað haldinnn Jokaður fundur um málið. • Utanríkisráðherra Ísraelsrík- Þíssí mynd er af œfingum vikivakaflokks ur.gmennafélags Reykjavíkur is er nú staddur í Pai'ÍS Og flutt allan her sinn á brott úr Palestínu og sé þar nú eng- inn brezkur hermaður. Öryggisráðið mun hætta fundum í París að þessu sinnj hirin 16. þ. m. og hefja fundi að nýju vestan hafs í Lalce Sukcess í desember eða snemma í janúar. (Ljósm. GuSni Þórðarson) liðtal viS Síefási Ksmólfssííii formann félagsiiis Ungmennafélag Reykjavíkur hefir undanfarin ár starfað af miklu fjöri undir stjórn hins ötula og áhugasama for- manns félagsins Stefáns Runólfssonar. Leggur félagið meg- jnáherzlu á tvær þjóðlegar íþróttir, glímu og víkivaka. Blaöa maður fr^ Tímanum hefzr hitt Stefán að máli og spurt hann frétta af starfsemi félagsins, en aðalfundur er nú ný afstað- inri. Þó að Ungmennafélag Reykjavlkur sé með yngstu ungmennafélögum landsins, liggur þegar eftir það nokk- urt starf. Hefir félagið frá upphafi lagt áherzlu á, að leggja rækt við þjóðlegar í- þróttir og gestamót í anda ungmennafélaganna. Efnilegir glímumenn. Lárus Salomonsson hefir undanfarin ár þjálfað nokkra unga og efnilega glímumenn, sem eru í Ungmennafélagi Reykjavíkur. Leggur félagið aðaláherzlu á að æfa unga glímumenn, sem eiga frarn- tíðina fyrir sér, enda er félag ið sjálft ungt. Lárus hefir lika iagt mikla rækt við þjálf un drengjanna sinna, eins og sjá má aí frammistöðu hinna ungu glímumanna frá Ung- mennaíélagi Reykjavíkur á kappmótum á síðastliðnum vetri. Vann Ármann Lárus- son báðar keppnirnar í sínum aldursflokki. Auk þess fengú ungir menn úr Ungmenna- félagi Reykjavíkur fegurðar- glímuverðlaunum. Glímuförzn íil Noregs. Þó að Ungmennafélag Reykjavíkur hafi gert mikið t:'I að fá unga menn í Reykja vík til að stunda og æfa glímu með ágætum árangri, hefir félagið einnig gert stórt átak til að kynna þessa þjóð- legu íþrótt utan landsstein- anna. Vorið 1947 var farin glímuför til Noregs á vegum félagsins, en í henni tóku þátt nokkrir gestir frú Ung- mennafélögum utan af landi, giímumenn, sem glímdu með félaginu. Lárus Salomonsson, sem þjálfari flokksins fór með honum, en fararstjóri var séra Eiríkur Eiríksson for mðaur U.M.F.Í. Sýndi glímu- flokkurinn víða í Noregi við ágæta aðsókn og góðar við- tökur. Var ágóðinn af hinum vinsælu gestamótum félags- Ins meðal annars notaður til að styrkja þessa för, sem ó- hætt er að segja að orðið hafi Ungmennafélaginu og ís lendingum í heild til sóma. Teknar upp víkzvakaæfingar. í fyrra tók félagið upp þá nýbreytni að efna til viku- legra víkivakaæfinga. Féll þessi nýbreytnj ungu fólki í féiaginu vel í geð, og er orð- inn vinsæll liður í félagsstarf seminni. Sóttu æfingar í fyrra að jafnaði 40 manns. Kennari er Júlía Helgadóttir, en hún æfði víkivaka hjá Helga Valtýssynj á sínum tíma. Ungmennafélag Reykjavík ur á sannarlega þaklcir skylcl ar, fyrir að taka upp þennan þjóðlega samkvæmisleík. Með því hefir unnizt tvennt. Félag ið vinnur þarna mikilsvert björgunarstarf, því víkivak- arnir eru að leggjast niður al mennt, en auk þess hefir íéiagið þarna vinsæla ræðir við fulltrúa ýmissa landa. Talið er aö rætt hafi verið um þaö á hinum lolcaða fundi í Öryggisráðinu að reyna að koma á sáttafundi | meðal Araba og Gyðinga ein- hvers staðar utan Palestínu, t. d. í París eða London. Bretar hafa mótmælt þeim áburði Gyðinga, að brezkar hersveitir séu nú í Transjórd- aníu eða Palestínu. Höfðu Gyðingar haldið því fram, að Bretar hefðu að -undanförnu flutt allmargt hermanna til landsins. Bretar segjast hafa skemmtun handa ungu fólki. í sumar lét félagið taka kvikmynd af víkivökum og för í sýníngarför með víki- vakaflokk og glímuflokk austur yfir fjall. Utanbæjarmönnum gefinn kostur á íþróttaæíingum. Auk þess sem félagið legg- ur aðaláherzluna á þessar tvær þjóðlegu íþróttagreinar, glímu og víkivalca, æfa ár- lega nokkrir menn frjálsar í- þróttir á vegum félagsins. Hefir félagið lagt áherzlu á, að gefa utanbæjarmönnum, frá ungmennafélögum utan á landi kost á að æfa íþrótt- ir, án þess að binda sig öðru j félagi en félaginu heima. Fá ekki húsnæði fyrir skemmtanir vegna strang- leika í bindindismálum. Félagið byrjaði snemma að halda gestamót, sem urðu brátt vinsælar samkomur og fjölsóttar, ekki sízt fyrir það að strangt eftirlit var með því, að enginn lcæmi þar inn undir áhrifum áfengis. En síðan í ársbyrjun 1948 hefir félagið ekki getað fengið hús næði fyrir þessi gestamót sín. Er leitt til þess að vita, að svo virðist, sem félag.'ð geti ekki fengið samkomuhús vegna strangleika síns í bindindis- málum. Ungmennafélag Reykjavík- ur fylgist með áhugamálum æskunnar í Reykjavík og tel- ur nauðsyn að koma upp, sem fyrst æskulýðshöll, og þá sérstaklega skautasal æsku- lýðshallarinnar, sem brátt yrði áreiðanlega fjölsóttur staður, ekki síður en kvik- myndahús borgarinnar eru nú. Form. óamerísku nefndarinnar sak- aðnr um svik og mútnþægni Hneykslismál, sem mikla athygli vegur, er nú á döf- innj í Bandaríkjunum. J. Parnell Thomas, formaður „óamerísku rannsóknarnefnd arinnar," hefir verið sakaður um að þiggja mútur. Sérstök nefnd hefir verið skipuö til þess að rannsaka mál hans. Það var blaðamaðurinn og útvarpsfyrirlesarinn Drew Pearson, sem fyr.stur ásakaði Thomas um að hafa samið falsaða launalista og með þeim hætti hafa hækkað laun manns, sem alls ekki innti af höndum neina vinnu í skrifstofum hans. Síðar komu seytján þekktir lögfræðingar fram á sjónar- sviðið og kröfðust þess, að dómsmálaráðuneytið léti mál ið til sín taka. Suður-Afríka vill ekki sleppa landa- yfirráðnm við S.Þ. Stjórn Suður-Afríku hefir neitað að verða vio tilmælum S. Þ. um að skila aftur og láta af stjórn landsvæða þeirra í Suð-vestur-Afríku, sem þeir hafa stjórnað í umboði gamla þj óðabandalagsins. Þjóðnýtingarfrum varpið rætt í brezka þinginu í næstu viku Neðri deild breska þingsins mun ræða frumvarp stjórnar innar um þjóðnýtingu járn og stáliðnaðarins fyrstu þrjá dagana í næstu viku. Mun stjórnin þá gera nánari^rrein fyrir frumvarpinu og þeim rekstraráætlunum sem hún hefir gert í sambandi við þjóð nýtingu þessara iðngreina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.