Tíminn - 17.12.1948, Page 2
2
M - * ‘J H - !• 9 4»-><»»<> ••.
TÍMINN, föstudaginn 17. des. 1948.
279. blad’
I dag:
Sólin kom upp kl. 10.19. Sólarlag
kl. 14.29. Árdegisflóð kl. 5.55. Síð-
degisflóð kl. 18.10. Skemmstur sól-
argangur. Sólstöður eru n.k. þriðju
dag. Síðan fer daginn að lengja.
í nótt:
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni • í Austurbæjarskólanum, sími
5030. Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki, simi 1760. Næturakstur
annast Hreyfill, sími 6633.
ísafirði. Einnig var floglð til Akur fyrir jólin. Skrifstofa hennar er
Útvarpið
í kvöld:
■ Kl. 18.30 íslenzkukennsla. — 19.00
Þýzkukennsla. 19.25 Þingfréttir. —
19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Jakob“ eftir
Alexahder Kielland. VIII. (Bárður
Jakobsson). 21.00 Frá útlöndum:
JÍvar Guðmundsson ritstjóri). 21.30
íslenzk tónlist: Tríó fyrir blásturs
hljóðfæri eftir Jón Nordal (plötur).
21.40 Bækur og menn (Viihjálmur
Þ. Gíslason). 21.55 Fréttir og veður
Hegnir. — Dagslcrárlok. (22.05 End
urvarp á' ’Grænlandskveðjum Dana)
Hvar eru skipin?
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Akureyri um
hádegi i gær til Siglufjarðar. Fjall
foss fór frá Reykjavík 11. þ. m.
til Rotterdam og Hamborgar. Goða
foss fór frá Álaborg í gær til Men
stad. Lagarfoss kom til Reykja-
víkur 14. þ. m. frá Gautaborg.
Reykjafoss er í Hull. Selfoss kom
til Menstad 14. þ. m. frá Antwerp-
en. Tröllafoss fór frá Halifax 8.
þ. m. til Reykjavíkur. Horsa fór
frá Austfjöröum 11. þ..m. til Lon-
don. .Vatnajökull er væntanlegur
til Reykjavíkur í nótt frá New
York. Halland er að fara frá New
York til Reykjavíkur. Gunnhild fór
írá Huli 13. þ. m. til Reykjavíkur.
Katla lestar í Nev/ York í þessari
viku.’ .
Ríkisskip.
Esja var á Akureyri í gær á
austurleið. Hekla er væntanleg til
Reykjavíkur um hádegi í dag.
HerÖ,ubí:e'ið er væntanleg til Akur-
éyrár" í dag. Skjaldbreið fór frá
RéykjaVík kl. 20 í gærkvöldi til
VésMnánnaeyja. Þyrill var á Hólma
vífoiÍ! gáerdag á norðurleið.
0 íh'V. ..
Sambandið.
Vigör , er í Finnlandi. Hvassafell
«r f: Gdynia.
Einarsson & Zoéga.
Foldin er í Hamborg, lestar fros
inn fisk. Lingestroom er í Amster-
dam. Eenstroom fór frá Hull á
miðvikudag áleiðis til Reykjavíkur
rrieð Viðkomu í Færeyjum. Reykja-
nes er á leið til íslands frá Gí-
braltar,
eyrar. Aætlun í dag: Akureyri,
ísafjöröur, Patreksfjörðuf, Vest-
mannaeyjar.
Arnaðheilla
Trúlofanir,
Nylega hafa kunngjört hjúskap
arheit ’sitt'
Ungfrú Guðrún Brynjólfsdóttir
(gestgjafa Selfossi) og Árni Sigur-
steinsson verzlunarmaður í Kaup-
félagi Árnesinga.
Ungfrú Arnfríður Aracjóttir. Blóm
vallagötu 11, Rvík og ísleifur Jóns-
son sjómaður frá Bolungarvík.
Ungfrú Þuríður Gísladóttir frá
Hnappavöllum og Elías Halldórsson
húsasmiðahéffiT í Hafnarfirði.
Ungfrú Ingunn Egilsdóttir (Vil-
hjálmssonart. ög. Matthíns Guð-
mundsson frá Selfossi.
Ungfrú Jónína Stefánsdóttir frá
Mýrum-í Skriðdal og Ingólfur Páls
son, trésiníðanemi, Láugarvatni.
Úr ýmsum áttum
Gestir í bænum:
Sigurjón Oddsson bóndi á Rúts-
stöðum, Jón Jónsson bóndi í Stóra-
Dal, Gísli Pálsson bóndi Sauðanesi,
Sverrir Gfslason hreppstjóri
Hvamíni, i
Á Halamiðum.
Stefán Jónsson fréttamaður út-
varpsins sagði mjög skemmtilega
frá daglegu lífi sjómanna á Hala-
miðum í útvarpinu í fyrrakvöld.
Hafði h'ann farið þangað á tog-
ara og sagði frá af eigin sjón og
reynslu og lét sjómennina einnig
hafa orðið öðru hvoru. Var frá-
sögnin snjöll og lifandi, svo að
gömlum sjómönnum a. m. k. fannst
þeir vera komnir út á sjó.
Fiskmarkaður.
í fyrradag seldu í Bretlandi:
Neptúnus í Grimsby 4863 kits
fyrir 11878 stp. Skúii Magnússon
Grimsby.4736 kits fyrir 11729 stp.
Áðúr selt:
Þórólfur 3113 vættir 4847 stp.
Hvassafell. .3081 kit 8131 stp.
Bjarni riddari 3571 kit 9578 stp.
Mæðrastyrksnefnd.
Tíminn hefir verið beðinn að
minna á eftirfarandi:
Mæðrastyrksnefhdin tekur á
móti gjöfum til fátækra mæðra
opin virka daga kl. 2—6 í Þing-
holtsstræti 18, sími 4349.
í Ingólfscafé 1 kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar frá kj. 6.
Gengið inn frá Hverfisgötu. — Sími 2826.
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur.
Mjólkin.
í gær var nóg mjólk á markað-
inum og var hætt að skammta
hana strax árdegis. Eins er búist
við að verði í dag. Öll mjólk frá
Borgarnesi komst óhindraö til
bæjarins í gær og mikill meiri
hluti austanmjólkurinnar einnig.
Var færi svo gott framan af deg-
inum á Krýsuvíkurveginum, að
bíiarnir voru aðeins tvo og hálfan
klukkutíma á leiðinni frá Selfossi
til Reykjavíkur. En seinni hluta
dagsins gerði blindhríð og munu
þá þrír bílar liafa teppst eitthvað
við Kleifarvatnið. Voru þeir ekki
komnir til bæjarins um 8 leytið,
en var von á þeim.
Skyr og rjómi.
Ráðgert var að bifreiðar legðu
af stað frá Biönduósi í dag árdegis
með rjcma og skyr til Reykvíkinga.
Er vonast eftir aö þessar vörur
verði komnar hingað um helgina,
en á þeim er skortur hér í bæn-
um eins og kunnúgt er, einkum nú
þar sem nokkuð hefir truflast með
mjólkurflutninga víðsvegar frá
heimilum til mjólkurbúanna.
Gunnar Stefánsson
skrifar hálfgerða ferðasögu í Al-
þýðublaðið' í gær um ferð sína
eftir hinum nýja vegi (Krýsuvíkur
veginum) með suðurströndinni
þann dag. sem blöð borgarstjór-
ans í Rvík. voru að fagna yfir að
vegurinn hefði verið ófær af snjó.
Fór G. S. með öðrum manni í
bifreið austur þennan dag, ásamt
tveim flutningabifreiðum, er voru
á undan honum eftir veginum
austur í Ölfus. Segir Gunnar m. a.
,.ÖI1 leiðin var þannig að ekki
verður á betra kosið, þó um há-
sumar væri, að undanskildum
tveimur eða þremur örstuttum
köflum, þar sem snjór hafði fokið
á veginn“. Voru þeir Gunnar tæpa
3 klukkutíma að aka frá Rvík í
Ölfusið, tvo km. frá Hveragerði. En
í bakaleiðinni urðu þeir að moka
snjó á einum stað, sem tók um
10 mínútur.
Á þessu sézt nokkuð hver frétta-
burður það er. sem Reykvikingum
er boðið að nærast á í blööum
borgarstjórans um þessa lífæð
vetrarsamgangnanna, sem Mbl.
kallar „lúxusveg".
<o
\
l
♦
f
Frá og með 1. janúar 1949 verða umboðsmenn vor-
$ ir í Ítalíu, Spáni og Portúgal, sem hér segir:
I TA L I A:
Milaiio
JACKY MAEDER & Co.,
Piazalle Biancamano N. 8.
♦
Madrid
FLETAMAR S. L.,
27, Av. Jose Antonio.
T IJ G A L
Lisboii
JOHN Mc GULLOCH,
36, Rua da Misericordia.
H.f. Eimskipafélag íslands
Flugferðir
Furðuleg vinnubrögð
Flugfélag íslanðs.
Gullfaxi er í Prestvík. Sneri aft-
ur þangað í gær af leið hingað
til lands vegna óveðurs í Reykja-
vík. 40 farþegar eru með honum.
í gær flugu þrjár flugvélar til
Akureyrar með um 60 farþega.
Tvær þeirra urðu veðurtepptar
nyrðra, en ein komst til baka um
það leyti og veðrið var að stór-
versna.
í dag er áætlun til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Norðfjarðar, Seyð-
isfjarðar og Hornafjarðar með við
komu á Klaustri og Fagurhólsmýri.
Loftleiðir.
Hekla er í París og leggur vænt-
anlega af stað þaðan til Reykja-
víkur í kvöld. Geysir er í Caracaz.
Flogið var í gær til Hólmavíkur,
Patreksfjarðar og ísafjarðar. Tvær
flugvélar urðu svo veðurtepptar á
í gær gerði hríðargusu í Reykja-
vik. Það var rok, talsvert ofankaf-
ald og skóf mikið á götunum. Mað
ur einn fór erinda sinna um bæ-
inn í bifreið. Að þeirri ferð lok-
inni hringdi hann í skrifstofu
Tímans.
I — Það hefir margt misjafnt ver-
ið sagt um vinnubrögðin hér í
bæjarvinnunni í Reykjavík, sagði
hann. og ég sá áðan merkilega
sjón, sem mig langar til að segja
I frá. Inni í Miðtúni voru fjórir til
fimm menn að moka snjó af gang-
stéttinni, mitt í hríðinni. Snjórinn
tolldi ekki einu sinni á skóflunum
hjá þeim, og vitanlega hlóðst snjór
I inn saman jafnóðum. þar sem
heita átti að þeir hefðu mokað.
Svo fór ég niður í miðbæ. í
Aðalstræti stóð vörubíll, og við
'hann einir fimm menn með skófl-
ur. Þetta átti vist að heita snjó-
mokstur, en vitaskuld þyrlaðist
allur snjórinn burtu, áður en skófl
urnar voru komnar í hæð við bíl-
pallinn.
— Svona eru þá vinnubrögðin,
sagðl þessi maður að lokum, og
er það ij.unar ekki verra en þegar
maður sér stóra vinnuflokka við
krapamokstur í asahláku, þegar
sýnilegt er að allur snjór muni
hlána á tveimur eða þremur
klukkustundum. Væri nú fram á
of rnikið farið af gjaldþegnunum,
þótt r|/nt væri að skipuleggja
þessa vinnu eitthvað betur, og
ætla þessum vinnuflokkum eitt-
hvert annað starf en snjómokstur.
þegar snjómokstur er vita-tilgangs
laus, en vinna þeim mun betur
að því, þegar það stoðar.
Þetta sagði þessi maður, og munu
flestir honum sammála, ekki sízt
verkamennirnir sjálfir, sem í þess
um tilgangslausa snjómokstri eru
látnir standa.
J. H.
Húseignin Bankastræti 12
eign dánarbús Halldóru Ólafs kaupkonu, er til sölu.
Tilboðum sé skilað til meðundirritaðs löggilts skipta-
forstjóra, Jóns Guðmundssonar endurskoðanda, Tún-
götu 7, Reykjavík, fyrir 10. janúar 1949.
Reykjavík, 16. desember 1948.
Jánas Tlioroddsen, Jón Guðiniuidsson,
Björn Ólafs, Mýrarhnsum.
::
::
g
♦♦
::
♦♦
::
::
♦♦
♦♦
♦♦
::
♦♦
♦♦
::
♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
u
g
H
♦♦
u
::
Bændur
Vil taka á leigu (eða kaupa) góða jörð, sunn-
anlands eða vestan. Skilyrði er, að jörðin sé
vel í sveit sett, og skilyrði séu til umfangs-
mikils búreksturs. — Tilboð sendist afgr.
Tímans fyrir áramót, merkt: „Landbúnaður“.
*'*Z'
VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ UTBREIÐSLU TÍMANS