Tíminn - 17.12.1948, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 17. des. 1948.
279. blað
Eitt blað' af ísafold
ísafold er bezta blað'. Ég
les hana jafnan mér til mik-
illar uppbyggingar og á-
nægju. Hún er bæði sannorð
og skemmtileg. Oft er hún
iíka meinfyndin, sú gamla.
Og þá er nú ekki að tala um
málfarið.
Ég var rétt að enda við að
iesa 49. tbl., frá 16. þ. m. Þar
er margt gott. Einna hrifn-
astur varð ég þó af þrem rit-
smíðum, er fylla samtals 24
dálka. Hin fyrsta er útdrátt-
ur úr ræðu, er formaður
Sjálfstæðisflokksins hélt á
Varðarfundi um miðjan
þenna mánuð. Þá er útdrátt-
ur úr annarri ræðu, og flutti
hana Jóhann Hafstein á
sama fundi. Loks er svo 6
dálka samtíningur, og þykist
ég þar kenna orðbragð Val-
cýs.
Það hefir veriö stórkostleg
ræða, þessi, sem formaðurinn
flutti. Er hvort tveggja, að
maðurinn er vitrasti stjórn-
málamaður á íslandi, að því
er haft er eftir „herra“ Ein-
ari Olgeirssyni, enda þarf
ekki djúpt að grafa eítir gull
inu í þessari ræðu. Það ligg-
ur ofan á.
Formaðurinn kvaðst „ótt-
ast að skelfing verðbölgunn-
ar myndi fyrr en varði bitna
á þjóðinni". Framsókn átti
iíka „öðrum frekar sök á“
henni, segir formaðurinn. Já
— grunaði ekki Gvend! —
Gangur málsins er þessi:
„Baráttan gegn verðbólg-
unni . . . er höfuðnauðsyn ís-
lenzku þjóðarinnar", segir
Morgunbl. 23. jan. 1942. Þrem
ur árum seinna, og þó raun-
ar fyrr, höfðu „hinir vitru“
óðlast annan og fullkomnari
skilning á hlutunum: 19. jan.
1945 stendur skrifað í Morg-
unbl.: „Frá striðsbyrjun og
fram á þennan dag hefir dýr
cíðin beinlínis verið notuð
sem miðill til þess að dreifa
stríðsgróðanum milli lands-
manna“. Þarna kom það!
Hvernig í dauðanum gat það
líka átt sér stað, að verðbólg-
an væri svo viðsjál, úr því að
Framsóknarmenn settu það
skilyrði fyrir þátttöku í rík-
isstjórn 1944, að hamlað yrði
gegn henni, — eins *og Mbl.
réttilega hefir lýst yfir, að
þeir hafi gert? Þeir hefðu þá
ekki verið sjálfum sér líkir,
ef þeir hefðu ekki reynt að
koma í veg fyrir það, sem
verða mátti almenningi til
góðs. — Enn líða 3 ár. Þá
kveður form. Sjálfstæðisfl.
upp úr með það, að hann
.„óttast að skelfing verðbólg-
unnar myndi fyrr en varði
* bitna á þjóðinni“. En þá var
lika komið upp úr kafinu, að
Framsókn átti „öðrum frek-
ar sök á“ henni!
í stuttu máli: 1942: Verð-
bólgan þjóðhættuleg. 1945:
Verðbólgan hreinasta hnoss,
— enda Framsóknarmenn á
móti henni. 1948: Verðbólgan
blátt áfram skelfileg, —
— enda Framsóknarmönnum
að kenna, öðrum fremur.
Viil ekki einhver reyna að
gera því skóna, hvað íháldið
segir eftir næstu 3 ár — 1951?
ísafold hefir það eftir for-
manninum, að „í vaxandi
mæli hafði fjármálaráðherr-
ann misst valdið“ á fjármál-
unum. Nú lízt mér á! Með
fjármálin hafa nú farið um
10 ára skeið' 4 íhaldsmenn,
hver á fætur öðrum. Enn er
þess að geta, að „traustur
efnahagur ríkisins er nú . . .
eitt af höfuð stefnumálum
Sjálfstæðisflokksins11, eins
og ísafold segir og oft hefir
raunar áður heyrzt. Og ég
sem hélt að íhaldsmenn sætu
einir inni með alla fjármála-
vizku veraldar! Hvernig má
þá vera, að þeir hafi misst
tökin á öllu saman? Jú. Rit-
stjórinn kemur með skýring-
una í þessu sama tbl. Og
skýringin er þessi: Sjálfstæð-
isflokkurinn hefir „orðið, ef
svo mætti að orði komast, að
vera allra g-agn“. (Auðkennt
hér). — Þetta mundi nú heita
að tala af hreinskilni og
smekkyísi um sig og sína!
„Um skattamálin ræddi
Ólafur nokkuð“, — segir ísa-
fold — „benti m. a. á hið
hróplega óréttlæti, sem nú
ríkti“. Og hann var ekki lengi
að því, sá stutti, að finna eitt
allsherjarráð til að bæta úr
öllu óréttlæti í skattamálum.
Þessi kína-lífs-elexír skatta-
málanna er einfaldlega
sá, að tvískatta þær krónur,
er bændur og aðrir félags-
menn samvinnufélaga kunna
að ofborga vöruna, um leið
og þeir kaupa hana, en fá
svo endurgreiddar við reikn-
ingsiok, — þ. e. skattleggja
þær sem gróða hjá félaginu
fyrst, og síðan hjá félags-
mönnum. — Svona einföld og
óbrotin og réttlát ráð er hægt
að finna, þegar ráðsnjallir
menn og sanngjarnir leggja
sig alla fram.
Formaðurinn var að vonum
ánægður yfir því, að „Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði stað-
ist eldraunirnar og væri nú
sterkari og fjölmennari en
nokkru sinni fyrr. Þetta væri
því að þakka, að forusta
fiokksins hefði borið gæfu til
að miða stefnu flokksins við
þarfir og kröfu almennings í
landinu(!), án alla sérrétt-
inda nokkrum sérstökum
stéttum eða mönnum til
handa (!), og með hliðsjón af
því tvennu, að halda hlífi-
skildi yfir þeim, er höllum
fæti standa í lífsbarátt-
unni (!), en gæta þess jafn-
framt að lama sem minnst
baráttuhug og framtak ein-
stakiingsins“.(!)
Spegillinn má svei mér
fara að vara sig á formanni
Sjálfstæðisílokksins. —
En Jóhann Hafstein getur
líka þó nokkuð. Hann minn-
ist á áburðarverksmiðjuna og
lýsir því átakanlega, hversu
hrakleg hafi verið framkoma
Framsóknarmanna í því máli,
þar sem þeir hafi „viljað láta
flana út í framkvæmd máls-
ins fyrir nokkrum árum
síðan“, þ. e. meðan nóg var
til af erlendum gjaldeyri —
segir síðan: „Sjálfstæðis-
menn höfðu forgöngu um
það, að málið væri ýtarlega
rannsakað og athugað áður
en til framkvæmda kæmi, og
það má áreiðanlega þakka
þeim, að áburöarverksmiðju-
málið virðist nú vera á mjög
góðum vegi, og möguleiki til
þess að koma því í fram-
kvæmd í náinni fra:-rtíð, að
hér rísi upp áburðarverk-
smiðja, er framleitt geti nægj
anleg áburðarefni til þess að
fullnægja þörf landsmanna,
og e.t.v. einnig til útflutn-
ings“.
Já, — það er sannarlega
margt, sem við megum vera
Sj álfstæðisflokknum þakklát
ir fyrir. Skyldi það t. d. ekki
vera einhver munur, að geta
nú sett áburðarverksmiðjuna
á „óskalistann“ og mega svo
biðja Bandaríkin um að gefa
okkur aura til að koma henni
einhvern tíma upp! Hvað svo
sem er margra ára áburðar-
svelta og milljónatap fyrir
| landbúnaöinn hjá því?
Og svo er það Valtýr. Ef
, til vill er hann fyndnastur
j þeirra allra. Hann segir, að
, Framsóknarflokkurinn sé svo
| hræddur við Ólaf Thors,
' „. . . að þeir (sic!) eru lík-
I astir rammfælnum kerru-
hesti, sem fælst hefir og
hleypur í fuilkomnum tryll-
ingi með aktygi og æki yfir
mela og móa“. Ég held, að
það geti nú ekki’ verið rétt
hjá Valtý, að Ólafur sé þessi
glymskratti, eða þá svona ó-
frýnilegur ásýndum. En það
vita þeir bezt, er með fælna
hesta hafa farið, að helzt
mega þeir hvorki heyra org
og skrölt og hávaða, né held-
ur mega þeir sjá óhugnan-
lega hluti.
Valtýr er hálf-fúll við Ey-
stein Jónsson, og segir meöal
annars:
„Eysteinn Jónsson var einu
sinni fjármálaráðherra. Hann
á öllum mönnum frekar sök
á því, að skattalöggjöf okk-
ar er þannig, að enginn at-
vinnuvegur getur þrifist í
landinu nema að leita allra
bragða undan byröum henn-
ar. Honum tókst í senn, að
rýja skattborgarana inn að
skyrtunni, gera mikinn hluta
landsmanpa að skattsvikur-
um, leggja atvinnulíf lands-
manna í rúst, eyða þeim sjóð
um ríkisins, sem Jón Þorláks-
son hafði safnað, sökkva rík-
issjóði í skuldir og að gereyða
lánstrausti ríkisins".
Tarna var ljóti lesturinn!
Valtýr hefir ekki til einskis
hlustað á Vishinsky í París á
dögunum. — En skrattans ári
má nú Eysteinn samt vera
sniðugur náungi, að honum
skuli t. d. hafa tekizt að gera
íhaldsmenn að skattsvikur-
um, jafn guðfrugtugar og
grandvarar sálir. Það hafði
ég þó haldið að væri þyngri
þrautin. En nú veit maður þó
hverjum það er að kenna, að
sumir menn stela undan
skatti milljónum króna og
fela erlendis. Það er að
kenna Eysteini Jónssyni,
þeim afleita manni, sem Var
fjármálaráðherra hins ís-
lenzka ríkis á árunum 1934
—1939!
Glúrinn náungi, Valtýr.
21. nóv. 1948.
Skagfirðingur.
Hér er bréf eitt í léttum tón um
alvarlegt mál. Það er víst bezt að
lesa það eins og það er, en bréf-
ritarinn segir, að það þurfi ekki að
1 snerta sína persónu og vill því
' ekki birta nafn sitt, þó að hann
j hafi stundum gert það. Hér er
bréfið:
„Um varnir landsins og öryggi
er margt talað nú á tímum. Stærst
ir í þönkum eru þar þeir vinirnir,
J. J. og doktor Guðbrandur, því að
þeir vilja báðir hafa hér landvarn-
arlið og telst Guðbrandi hæfilegt,
að það sé rösklega 30 þúsundir
manna, miðað við þjóðarstærð. J.
J. hefir hinsvegar talað um óselt
land og tómar búðir en báðir virð-
ast þeir telja að komi til mála, að
við höfum líka erlent málalið und-
ir okkar stjórn. Heyri ég talað um,
að doktorinn muni verða settur
yfir flugherinn en J. J. yfir kaf-
bátana, en hvorugan þykir rétt að
binda við jörðina.
Mbl. hefir sagt, að óvinir þess
hóti helmingi þjóðarinnar dauða
en hinum kvölum. Rök til þessa
eru þau, að sr. Sigurbjörn Einars-
son sagði, að' annað enn verra gæti
hent okkur sem þjóð, en jafnvel
stórkostlegt manntjón. Nú veit ég
ekki hvort Bjarni Benediktsson er
sá herra lífs og dauða þótt gildur
maður sé, að hann kunni að á-
byrgjast öllum íslenzkum mönnum
lífsgrið og lima ef til heimsstyrjald
ar kemur, en blað hans segir, að
íslendingar kjósi lífið og frelsið'.
Kannske Bjarni eigi eitthvað pat-
en, sem dugar til að' breiða
undir kjarnorkusprengjuna? Það
væru fréttir til næsta bæjar.
En einn af lesendum Mbl. orti
þessar stökur eftir lestur blaðsins.
Klerkur boðar kvöl og stríð,
Lister-rafstöð
18 kílówatta, notuð, til sölu.
Einsfasa, riðstraumur, 220
volt. Mikið af varahlutum
fylgir. Nánari upplýsingar í
síma 6234.
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833.
Heima: Hafnarfirffi, sími 9234
kúgun, ógn og helsi.
Annan hlut ég yður býð:
Ódauðleika og frelsi.
Forðist dauðans fár og neyð
frelsisljómann þrífið',
Kjósið mig og mina leið.
Matinn, gullið, lífið.
Þyki þetta iéttúðugt tal hjá mér,
vil ég benda á það, að blöðin hafa
eytt hinum alvarlega tóni úr um-
ræðunum annan slaginn fyrr en
þetta kom.
! Mér er sagt, að nú muni hið
háa Alþingi afgreið'a fyrir jólin ný
lög, sem banna að selja hverskon-
ar kjöt til neyzlu innanlands, nema
skepnan, sem það er af, hafi verið
svipt lífi í löggiltu sláturhúsi.
Þetta getur að sönnu orðið nokk-
uð mas við kýr, sem menn kynnu
að vilja slátra um hæstan vetur í
snjóahéruðum landsins, en þó
mun sumum sízt þykja betra að
mega ekki höggva hana, sem selja
skal, heima hjá sér, en verða að
reka þá eða flytja í löggilt slátur-
hús. í frv. vantar enn ákvæði um
það, að ekki megi hafa til mann-
eldis kjöt af selum, hvölum og vilt-
um fuglum, nema þeir hafi verið af
lífaðir í löggiltu sláturhúsi, en
heyrt hef ég þvi fleygt, að von sé
á þeirri lagfæringu. Sé eitthvað
missagt í þessu vænti ég að fá það
leiðrétt."
j Þetta er víst allt rétt um frv.
að því leyti að samkvæmt því á
að banna sölu kjöts af sláturfén-
aði nema slátrað sé í löggiltu slát-
urhúsi, og tekið fram, að sláturfén-
aður sé m. a. bæði nautgripir og
alifuglar. Hvaða tilögur eru vænt-
anlega veit ég hins vegar ekki.
Starkaður gamli.
Skáldsaga
úr lífi
sjómanna
eftir nýjan
höf und:
| Breytileg
átt
eftir Ása í Bæ.
Þessi nýja skáldsaga gerist í Vestmannaeyjum á ver-
tíðinni, byrjar um leið og vertíðin og endar á loka-
daginn. Á vertíðinni hittast í verstöðinni menn og kon-
ur af öllum landshornum, fljúgandi fuglar, sem taka
lífinu létt og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.
Sagan er þrungin lífskrafti og skrifuð hröðum penna
og sterkum. Stíllinn er litríkur og myndirnar úr slark-
fengnu lífi braggabúa fullar af fjöri.
Mikið mun verða talað um þsssa skáldsögu, enda er
hún nýjung fyrir sakir bersögli sinnar og hugrekkis.
Lesið Breytileg átt eftir Ása í Bæ. Og þið munuð ekki
sjá eftir því.
H ELGAFELL
ff
I
1
|
g
::
::
Auglýsingasími Tímans er 2323