Tíminn - 31.12.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstud. 31. desember 1948. 288. blað Baktjaldaverzlun Viðhorf kaupmanna og kaupféiaga Dirrima húsið. Alkunnugt er hvernig til tókst hjá Bakkabræðrum þeg- ar þeir byggðu húsiö sitt. Þeir gleymdu gluggunum og Lnni varð því myrkrið tómt. Það má segja að fyrir þá, sem við verzlunarmál fást nú, og starfa að þeim á heiðar- legan hátt, sé ástandið svip- aðast því, sem vera myndi að búa í þessu gluggalausa húsi þeirra bræðra. Allt skímu- iaust. Engin birta í húsinu. Jafnhliða því, sem reksturs- isostnaður hefir hækkað á síðastliðnum árum mjög mik- ið, hefir það tvennt farið sam an og bæst við, að verzlunar- álagning hefir verið lækkuð stói-lega og vörumagn það, ' sem innílutt hefir verið og selt af þeim verzlunum, sem annast almenna. neyzluvöru- dreifingu, heifir einnig stór- lega dregist saman. Allt var þetta þó skaplegt til þessa árs, sem er að enda. Nú er hins vegar svo komið, aö óviðunandi verður að telj- ast með öllu. Auk þess sem vöruskortur- inn hefir leitt til versnandi fjárhagsafkomu allra heiðar- legra verzlunarfyrirtækja, hefir hann leitt til spillingar og glundroöa sem alkunnur er og sífellt hefir vaxið und- angtngna mánuði. Ljós i trogum. Ríkisvaldið hefir reynt að géra ráðstafanir til þess, að vega á móti þeim hættum, er leitt hafa af því misræmi, sem er á milli kaupgetu og þ^rfa almennings annarsveg- ar og innflutningsins hins- vegar. Því miöur hafa ráð- st&fanir ríkisvaldsins ekki dugað. Skömmtunarkerfíð héíu’ á engan veg náð þeim tilgangi, er til var ætlast. Sama má að mörgu leyti segja um verðlagsákvæöin. Þessar ráðstafanir hafa mis heppnast stórlega eins og það mistókst á sínum tíma að bjarga við birtu bæjarins með því, að bera sólina inn í trog- um. Annars var ekki mein- ingin að ræða skömmtunar- kerfið beinlínis hér, heldur aðeins einn lið þess ástands, sem allir þekkja, en sem ó- beint er skömmtunarmálun- um viðkomandi. Blaðamennirnir. Þeir menn, er rita smálet- ursdálka dagblaðanna, ræða oft um þau mál, sem tilheyra hinu daglega lífi og efst eru á baugi meðal almennings. Það er stundum næsta fróð iegt að lesa skrif þessara postula og sjá hvernig þeir snúast kringum sjálfa sig. Skoðanir þeirra taka oft stökkbreytingum og réttar- vitundin er einnig breytileg. Þegar fyrst fór að bera á vöruskortinum fyrir alvöru, var það í sumum Reykjavík- urblaðanna talin óhæfa og jafnvel „glæpur“ ef kaup- menn leyfðu sér að selja vör- ur, er þeir fengu, „bakdyra- megin.“ Samvinnumenn gátu vel fallist á þá skoðun, að slíkt væri óhæfa. Þeir skildu það mæta vel, að ef verzlunum var af ríkisvaldinu gefin heimild til þess að annast innflutn- ing og vörudreifingu, þá áttu Efíir Hjöi‘1 Hjaríar kanpfélag’sstjóra. öll þau störf að fara eftir viss- um viðurkenndum starfshátt- um. Ein grundvallarreglan var og er að sjálfsögðu sú, að verzlunina á að reka fyrir opnum dyrum en ekki læst- um. Nýir siðir. Nú er hljóðið orðið annað. Almenn skoðun sumra Reykj a víkurblaðanna virðist nú sú, að það sé ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að kaupmenn selji ekki sitt litla vörumagn í búðinni, heldur dreifi því til vina, kunningja og ann- arra viðskiptamanna í pukri á kvöldin eða þegar bezt hentar. Réttarvitundin virðist hafa breýtzt eftir því, sem vöru- skorturinn hefir aukizt. Svo virðist einnig, sem sú skoðun sé æ að verða út- breiddari, að á þennan veg gangi öll verzlun fyrir sig nú. Ekkert sé hægt aö fá nema fyrir kunningsskap eöa ein- hvers konar mútur. Tvenns konar verzlun- arform. Það virðist fullkomin á- stæða til þess að undirstrika það, að tvenns konar verzlun- arform viðgengst aðallega í landinu. Annarsvegar eru kaupmenn með sína siðu og starfsháttu og hinsvegar kaupfélögin. Það er ólán Reykjavíkur, að samvinnuverzlun er þar fremur ung og annast hlut- fallslega litinn hluta verzl- unarinnar. Blöð borgarinnar, að Tímanum undanskildum, virðast varla þekkja nokkuö til starfshátta kaupfélaganna og vera með öllu ókunnugt um, hvern veg þau hafa brugðizt við þeim vanda, er fylgir vöruskortinum. Kaupfélögin selja ekki bakdyramegin. Skömmtunarkerfi ríkisins átti að tryggja réttláta vöru- dreifingu. Það hefir stórlega misheppnast. Kaupfélögin hafa tekið upp sjálfstætt skömmtunarkerfi til að tryggja að dreifing þeirrar litlu vöru, er þau fá af heild- arinnflutningi til landsins, verði sem réttlátust. Þau leyfa sér ekki að selja vörur í pukri. Þau stunda ekki bakdyra- verzlun. Allir, sem opin hafa eyru heyra í auglýsingum, sem birst hafa í útvarpi frá f j ölmörgum kaupfélögum, hvernig þau reyna að skipta vörumagninu sem réttlátast milli fólksins. Bakdyraverzlun. Með bakdyraverzlun vex spillingarhættan. Það eru í gildi skömmtunar- og verð- lagsákvæði í landinu. Engin trygging er fyrir því, að skömmtunarkerfið sé ekki sniðgengið og verðlagsákvæði brotin, þegar heift verzlunar- innar er orðin myrkraverk, sem fram fer í gluggalausum pakkliúsum. Með því að verzlunin fari fram eftir hinum viður- kenndu gömlu venjum, hefir almenningur tækifæri til þess að fylgjast með því, hvort al- menns siðgæðis sé gætt í verzlunarliáttum. Slíkt eftir- lit er útilokað með pukur- verzlunarforminu. Þeim vanda, sem vöruskort- inum er samfara, hafa kaup- félögin. öll mætt með því, að skipta vörumagninu í ákveðn ar einingar og dreifa því síð- an til viðskiptamannanna. Nokkuð margir kaupmenn hafa fetað í fótspor jkaupfé- laganna og reynt að forðast bakdyrapukrið. Þessa mun þó gæta meira úti á landi, en í Reykjavík, af þeirri einföldu ástæðu, að þar móta kaupfé- lögin viðskiptaháttuna meir en í höfuðborginni. Þau annars óliku vinnu- brögð, sem kaupmenn og kaupfélög hafa í þessu sam- bandi, eru enn ein röksemd fyrir þá til að glíma við, sem sí og æ narta og níða kaup- félögin. Hina, sem af og til látast í orðræðum og sam- þykktum vera kaupfélögun- um fylgjandi, ættu þessar einföldu staðreyndir að vekja til þess að sýna í verkunum, að þeir meta heiðarleika kaup félaganna í þessu sambandi og öðru að verðieikum. Ariö 1948 hverfur eins og önnur ár og heyrir liðna tímanum til. Stundum er sagt um liðinn tíma, að hann sé horfinn í gleymskunnar djúp og er það að nokkru leyti rétt. en heldur ekki nema að nokkru leyti. Liðna tíðin hefir allt af þrýst merki sínu á okkur. Hún hefir mótað okkur öll og gert okk- ur það sem við erum. Þannig legg- ur hún til efniviðinn í þjóðlíf og sögu komandi tíma. Áramótin eru tími reikningsskil- anna. Verzlanir gera vörutalningu, birgðakönnun, og öll fyrirtœki gera upp reikninga sína og athuga hag sinn. Borgararnir telja síðan tekjur sínar á liðnu ári og eignir við áramótin fram til skatts. Eftir því sem afkoman hefir verið ber þeim að taka þátt í fjárgreiðslum til sameiginlegra þarfa. Allt þetta uppgjör er nauðsynlegur þáttur í fjármálalífi og viðskiptalífi í nú- tímaþjóðfélagi. i ■ Það er góður siður að taka sér líka stund til annars konar upp- gjörs um áramótin. Það fer ekki nema vel. að menn geri sér grein fyrir því, hvað þeir hafi gert á liðnu ári til að leggja grundvöll að hamingju sinni og annarra á komandi árum. Hvernig hafa þeir, sem þú studdir til valda og áhrifa farið með vald sitt? Hvað hefir þjóð þín grætt á því? Og hvað hefir þú sjálfur gert? Hverju ert þú nú bættari en um síðustu ára- mót? Og hverjum hefir þú hjálpað til þroska á liðnu ári? Slíkar og þvilíkar eru spurningar hinna miklu reikningsskila. Og það mun enginn þurfa að hafa illt af því að fást við þessar úr- lausnir. Vera má, að sumum finn ist hagur sinn standa illa, en þá er þess að minnast, að fyrst 'er að horfast í augu við staðreynd- irnar, og skilja og vita hvar við erum stödd. Svo er því næst. að taka til starfa á þeim grjindvelli og bæta úr því, sem vangert hefir verið. Enginn hefir gott af and- varaleysi og blindni, þó að rangb hafi stefnt og sárt sé að sjá liðin mistök og á það jafnt við einstakl- ing sem þjóð. Nýtt ár tekur við af liðnu ári. Því fylgja ný tækifæri. Áramótin minna mig alltaf á það, þegar ég var að læra að skrifa og var bú- inn með gömlu skrifbókina mína og fékk aðra nýja. Hún lá fyrir mér ósnortin og hrein með hvítum síð- um og beinum línum til leiðbein- ingar og forskrift þess meistara, sem yfirvöld menntamálanna sögðu mér að læra af. Gamla bókin var útskrifuð. Ég vissi, að þar var margt öðru vísi en átti að vera. Sums staðar var hún ef til vili flekkuð vegna gáleysis míns. Ann- ars staðar hafði ég ekki hirt um að ganga með alúð að skriftar- náminu. Og þó að ég vissi, að ég hlyti að búa að þeirri leikni, sem ég hafði áunnið mér með æfing- unum í gömlu bókinni, fann ég þó til þess, að ég hafði tækifæri til þess að gera betur og ná fyllra ár- angri með því að leggja mig fram við nýju bókina. Og þó að rökrétt hugsun segi, að lína taki við af línu og síða af síðu eins og dagur af degi, finnst mér þó álltaf, að það séu fyllri og meiri umskipti þegar skiptir um bók eða ár. Við þökkum fyrir liðið ár. EJ- laust höfum við öll margt að’ þakka, þo að misjafnt sé. Það er kannske mest um vert. að við’ getum eitthvað lært af þvi, sem. fram hefir komið og með tilliti tii þess megum við vera þakklát fyrir fleira, en við gerum ef til vill grein fyrir i fljótu bragði. Og jafnframt þessu bjóðum við svo hvert öðru gleðilegt nýár og væntum þess að nýja árið sýni það, að við getum lært af reynslu liðins tíma, bæði mistökum og fyrirmyndum. Starkaður gamli TILKYNNING til útgerðarmaima í Reykjavík Hér með tilkynnist útgerðarmönnum skipa, sem gerð eru út frá Reykjavík, að við áramótaskráningu skips- hafna ber að greiða til Lögskráningar í Mjólkurfélags- húsinu við Tryggvagötu, vegna þeirra skipa, sem lög- skráð verður á, eftirfarandi gjöld: Lögskráningargjöld, lestargjald og vitagjald fyrir árið 1949, eftirstöðvar slysatryggingagjalda frá 1948, ef um þær er að ræða, svo og slysatryggingagjöld fyrir fyrsta ársfjórðung 1949. Skipskjölum verður haldið eftir þar til greiðsla hefir farið fram. Tollstjórinn í Reykjavík, 30. des. 1948 1 < * < ► o <> O o O < > O < > <» < > <> TILKYNNING Nr. 22/1948 Viðskiptanefnd hefir ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á benzíni og olíu frá og með 1. jan. 1949 að telja. 1. Benzín .... kr. 0.72 pr. ltr. 2. Hráolía .. —380.00 — tonn 3. Ljósaolía .— 640.00 — — Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar viðskiptaráðs frá 10. júlí 1947 áfram í gildi. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. REYKJAMIK, 29. des. 1948 Verðlagsstjórinn o o o o O o * QLkLqt nyár! JÞökh fyrir IIðna tíriíS. o o o o < > < > < > < > < > ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.