Tíminn - 07.01.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 7. janúar 1949.
4. bjað
ÞORKELL KRAFLA:
Álögur blekkinganna ern
þjóðinni þyngstar
„Núverandi stjórn tók við
tómum sjóðum. Aldrei lief-
ir nokkur stjcrn á íslandi
fengið erfiðara hlutverk“.
Þjóðin hefir vitneskju sína
úr blöðunum — og frá for-
vígismönnum, er tala í út-
varp. Út frá þessu dæmir
þjóðin — tekur stefnuna, kýs.
Hamingjan hjálpi þessari
þjóð! Það er ekki auðvelt að
finna hið sanna og dæma
rétt. — Ég ætla, að til þess
verði vitnað, er rætt verður
um aldarfar þessara ára síð-
ar meir, að svo langt var þjóð
ín leidd, að er nýr vegur var
opnaður til umferðar, gat hún
með engu móti fengið að vita,
hvort hann var fær eða ó-
fær, — vegna snjóa. Þeir, sem
höfðu verið á móti vegalagn-
ingunni, sögðu í blöðum sín-
um, að hann væri vita-ófær,
— hinir, sem höfðu livatt til
vegalagningarinnar, sögðu
það gagnstæða. — Hvernig
hefði nú verið að fá úr þessu
skorið með því að láta þjóð-
ina greiða atkvæði um þetta
— og haga svo umferð um
veginn eftir því.
Auðvitað segir þú, lesandi
góður, að þetta sé hlægileg
tillaga, kjósendur geti ekkert!
um þetta dæmt. En gættu nú
betur í kring um þig. Hefir
þjóðin ekki verið látin fá við- |
iíka greinilegar upplýsingar,
er hún dæmdi við kjörborðið
um margt annað? En getur
þá ekki þetta skoplega — og
sorglega — fyrirbæri í frá-!
sögn blaða um Krýsuvíkur-1
*veg, opnað augu manna fyrir
því, hvað þjóðlýgin er? Gæti
ekki verið, að hún yrði síðar
meir talin ein hættulegasta J
plágan, sem herjað hefir;
þetta land? Mundi mjög tor- j
velt að finna þessum orðum
stað?
★
Árið 1947, þegar núverandi
ríkisstjórn var mynduð,
gerðu fjórir hagfræðingar
úttekt á þjóðarbúinu úr hönd
um hinna þriggja samstarfs-
flokka. — Var nú þjóðinni
ekki sagt satt um þessa út-
tekt hagfræöinganna, til þess
að hún gæti dæmt rétt?
Skemmst er af því að segja,
að álitið var sumpart þagað í
hel, sumpart rægt. í stað þess
sagði einn foringinn, að allt
væri í „mesta blóma“, annar
að „aldrei hefði útlitið verið
jafn glæsilegt" og gjaldeyris-
tekjur þjóðarinnar mundu
verða 700—800 milljónir kr.
árið 1947.
Þessu líkt hefir verið end-
urtekið í blöðum fyrrverandi
stjórnarflokka hvað eftir ann
að seinustu tvö ár.
Þegar Fjárhagsráð gaf út
skýrslu haustið 1947 og stað-
festi álitsgerð hagfræðing-
anna — og meir en það, —
komu ráðherrarnir í útvarp.
Þeir sögðu, að nokkuð hefði
þrengt aö, en þeir úr fyrr-
verandi stjórnarflokkum
sögðu, að útlitiö væri mjög
glæsilegt — aö ýmsu leytil.
M. ö, o., þjóðin var aldrei að-
vöruð um það af blöðum fyrr
verandi stjórnarflokka, er nú
verandi ríkisstjcrn var mynd-
uð, að ástandið væri ískyggi-
legt. — Þvert á móti. Þjóðin
var því ekki kvödd til átaka.
Henni var sagt, að álitsgerö
hagfræðinganna væri bar-
lómsvæl eins og þaö, sem
Hermann Jónasson hefði ver
ið með, — þetta væri rétt-
kölluð „Hermanns-nefnd“.
Þetta var svo endurtekiö
nokkrum sinnum — þar meö
var íjármálaástandið komið
í lag! ,
★
En hvar skyldu þau standa
skrifuð orðin, sem þessi grein
hefst á? Lesið þau aftur! Þau
standa í ritstjórnargrein Al-
þýðublaðsins 5. jan. 1949. —
Viltu nú bera þessi ummæli
saman við það, sem þjóðinni
hefir verið sagt áður, — bæði
í Alþýðubl. og öðrum blöð-
um fyrrv. stjórnar — um
starf hennar og viðskilnað,
um að allt væri í blóma, út-
litið aldrei glæsilegra o. s. frv.
— Er þetta ekki spegilmynd
af frásögninni um Krýsuvík-
urveginn? Er ekki þjóðinni
gert viölíka auðvelt að fylgj-
ast með í stærstu málum og
dæma rétt?
Ef staðhæfing Alþýðublaðs
ins 5. janr s. 1. er rétt — hver
getur þá neitað því, að þeir,
sem 1947 sögðu þjóðinni það
gagnstæða um ástandiö þá,1
hafi verið og séu ósanninda- J
menn, svo ekki sé sterkar til
orða tekið og notuð þau orð,
er betur hæfðu?
Ætli það sé ekki helzt til
seint að segja þjóðinni sann-
leikann tveimur árum seinna,1
þegar ráðherrarnir eru komn
ir í sjálfheldu, sem ekki verö
ur lengur leynt? — Betra er'
seint en aldrei.
En er þetta nokkuð sér-'
stakt — er þetta ekki eins og
margt annað? Var ekki verka
mönnum talin trú um, að
fleiri krónur í kaup væri
sama og kauphækkun? Var,
ekki slegið á framréttar hend 1
ur bænda á Búnaðarþingi
1944, er þeir vöruðu við dýr-
tíð og biiðu sjálfir fram
fórnir? Voru ekki fórnirnar
teknar — og svo svikið? Var
þá ekki sagt, að dýrtíðin
dreiföi stríðsgróðanum —
lækka mætti hana með einu
pennastriki? Er ekki sagt nú
við þann flokk, sem ætið var-
aði við dýrtíðinni og tók á
sig óvinsældir til að berjast
gegn henni meðan hún var
gerð vinsæl, — flokkinn, sem
sýndi fram á, að út úr henni
væri engin góð leið til — eng-
in pennastrik:Komdu nú með
ráð. Þú-þóttist hafa þau! Nei,
það vantar ekki samhengið í
þessar bókmenntir!
ic
Mundi það mjög úr vegi að
fara nú að bera saman það,
sem sagt var — og nú er
sagt? Mundu ekki flestar
þjóðir telja það skyldu sína?
Mundu ekki flestar þjóðir
reyna að skapa sér mat á for-
ystu undanfarinna ára — og
dæma síðan — kjósa sam-
kvæmt því? Meoan þjóðin læt
ur bjóða sér það, að segja
sér eitt í dag, en annað gagn-
stætt á morgun, ljúga að sér
einu frá og öðru til — svo að
það sé nefnt réttu nafni —
og hangir þó aftan í þeirri
forystu, þá á hún sér ekki
viðreisnar von.
Ef þér, lesandi góður, lízt
svo, að þetta sé satt, — hvers
vegna þá ekki að breyta sam-
kvæmt því? Ef þú gerir það
ekki — ert þú þá ekki ■ að
svíkja sjálían þig — og þjóð
þína?
Eftir styrjöldina voru flest
ar þjóðir snauðar — við auð-
ug þjóð. Það er styrjöld þjóö-
lyganna, sem veldur því,
hvar hag okkar er komið.
Það eru álögur þjóðlyginnar,
sem eru þjóðinni þyngstar —
eru að sliga hana. Það eru
þessar álögur, sem öllum hin
um valda, en þar af eru 70
milljónirnar, sem lagðar
voru á fyrir áramótin, smá-
ræði borið saman við allt hitt.
Meðan álögum blekkinganna,
sem herjað hafa þjóðina und
anfarin ár, er ekki aflétt —
munu aðrar álögur halda á-
fram að þyngjast.
Þú heldur ef til vill, les-
andi góöur, að þeir sem
blekktu, muni sjá að sér —
og bæta ráð sitt? Ætli það sé
ekki fremur sjaldgæft — og
finnst þér móta fyrir því?
Ætli hitt sé ekki algengara —
og sjást ekki fremur tákn
þess — að þeir, sem hafa
skrökvað og blekkt, reyni að
krafsa sig út úr fyrri blekk-
ingum með framhaldi sömu
vinnuaðferða? Hér er enn ein
hætta þjóðlyginnar. Þegar
leikararnir, loddararnir, sjá,
að að þeim þrengist, gripa
þeir til sérhverra óyndisúr-
ræða í utanríkis- og innan-
ríkismálum, til þess aö reyna
að fljóta. Þannig verður
seinni villan einatt verri
hinni fyrri. Það er lögmál
þjóðlyganna — og hætta.
★
Þaö getur enginn losað
þjóðina við þessar álögur —
þessi álög, sem hún hefir ver
ið í undanfarin ár — nema
kjósendurnir — þjóðin sjálf.
Án þess held ég, að hún rétti
ekki við. Og það ætti ekki aö
vera ofraun fyrir menntaða
þjóð að vinna þetta hrein-
gerningarverk. Það þarf, að
manni sýnist, ekki svo ýkja-
mikla skarpskyggni, eins og
nú er komið, til þess að skilja
það, hverjir hafa blekkt hana
— og hverjir sagt henni satt.
—- En sú þjóð, sem þrátt fyrir
allar staðreyndir, er hún nú
hefir fyrir augum, þrátt fyr-
ir allt, sem leikararnir hafa
sagt henni — sú þjóð, sem
þrátt fyrir allt þetta er ekki
fær um að hreinsa til í húsi
sínu — hvað bíður hennar?
Mundi það standa fj'arri
skyldu hvers íslmdings að
hugsa það mál gaumgæfilega
— og svara sjálfum sér í ein-
lægni?
Það kynni svo að fara, ef
sú skylda er vanrækt lengi
úr þessu, að svör bærust ann-
arsstaðar frá — svör hinna
köldu staöreynda — og það
fyrr en ýmsa varir.
Korni sendir hingaö bréí, ýmis
konar athugasemdir um trúmál.
„Ég cr fáfróður oj einfaldur al-
menningur. sem er þó næstum því
fcúinn að lifa í hálfa öld. Stuttan
tíma eða langan, eftir álitum. Og
ekki hefi ég fyllzt neinum „anda“,
svo að ég hafi oiðiö var við, að
ég geti ausiö úr þeim brunni eins
. og postularnir. En ég hef lesið all
margar bækur, — og hefi það senni
lega fram yfir fyrstu postulana. —
Bækur, náttúrlega misjafnlega
góðar, eins og önnur manna verk,
og núna einna seinast þessa, sem
heitir „Blekking og þekking", og
nokkra ritdóma um hana. Nú kann
einhver að segja: Hvað hyggst þú
að segja um þessa bók, og þau efni,
andalaus almenningurinn? En því
er til að svara, að bókin er senni-
lega rituð ekki síður fyrir almenn
ing en hina óalmennilegu, og í
akri hins andlausa almennings hef
ir trúin og kirkjan lengst plægt,
og oftast fengið sína beztu upp-
skeru. Er því ekki nema rétt að
sýna eitt lítið korn af þeim jarð-
(vegi og hvernig það mundi taka
t sáningunni. Mér virðist sá þáttur
, af sögu þekkingarinnar, sem bókin
fjallar um, — en það er afstaða
trúarbragða til nýrra viðhorfa í
þekkingarátt, — afar merkilegur
og lærdómsríkur.
Það má segja um trúarbriigðin,
að þeim hafi farið líkt og karl-
| inum í sögunni hans Hagalíns,
þessum sem færði steininn, til þess
1 að geta alltaf róið á sama miðið.
• Trúarbrögðin hafa fært sinn miða
stein æ ofan í æ, með sárri tregðu
og baráttu í hvert sinn, svo nú
er róðurinn sóttur út fyrir yztu
rastir og öll sporðagrunn fyrir
fullyrðinga, Engum dettur víst í
hug að neita því, að margir klerk-
ar hafi verið mætir menn, og
þarfir um margt, enda væri hitt
óskaplegt, svo fjölmenn sem sú
stétt hefir löngum verið og áhrifa-
mikil. Nokkuð af góðum verkum
þarf nú sennilega líka í baggann
á móti öllum þeim, sem dáið hafa
úr ófeiti vegna andstyggðar þeirr
ar, er kirkjan innrætti mönnum á
hrossakjötsáti, svo að ekki sé farið
út fyrir íslands ála. Raunar hafa
þeir aumingjar verið léttir í lokin,
og svo segja nú sumir að góðverkin
séu gagnslítil íá móti syndunum.
Barátta klerka og trúar gegn ný-
ungum í þekkingu og siðmenningu,
byrjar ekki með sögunni um Jesú
frá Nasaret og endar víst ekki,
því miður, með nútíðinni. Samt
ættu þættir úr sögu þeirrar bar-
áttu að geta verið lærdómsríkir,
og það er ekki rétt að segja, að
tók um það efni sé utangáttn, þó
að hún taki ekki ákveðna afstööu
til trúar manna á framhaldslíf, og
gefi enga lyíseöla inn á eilífðina.
Það er líka sérstaklega eftirtektar-
vert hvað kirkjur og trú hafa
fólskast á móti: göldrum, andatrú,
sálarrannsóknum og öllu þar að
lútandi, sem er vísirinn að því, að
menn geti öðlast þekkingu í stað
trúar. Hér eiga kirkjurnar og
þeirra menn rniklu stærri sök, en
hina, sem áður var nefnd. Og ekki
hefir þess heyrzt getið að þeir hafi
lyft höndum, blessandi, fyrir þeirri
íslenzku hugsun, að reynt verði
að ná sambandi við lengra komnar
og betri lífverur á öðrum jörðum.
Má það þó teljast í þeirra verka-
hring, og þörfin ótvíræð, eins og
ástandið er á vorri jörð. Dungal
rif jar upp söguna um baráttu kirkj
unnar gegn uppgötvunum Galilei,
en nú vita menn almennt, að að-
dráttarsamband er milli hnatt-
anna, en síður um hitt, og vilja
enda ekki láta sér skiljast það, að
lífssamband sé milli þeirra, sem
jarðirnar byggja. Sú mótstaða er
öll af trúarrótum sprottin, og er
afstaða Dungals þar engin undan-
tekning. Honum virðist verða svo
starsýnt á blekkingarnar, enda eru
þær að vísu margar og stórar, að
vantrúin er orðin hans trú. Þetta
er bæði merkilegt og athyglisvert.
En ný sannindi hafa víst oftlega
þurft að sækja bæði á móti vindi
vantrúar og stríðum straumi „rétt-
trúnaðar".
Það er síður en svo aögengilegt
fyrir menn með nútíma upplýs-
ingar að trúa á: Erfðasynd, frið-
þægingu, meygetnað, upprisu og
himnaför. eða fella sig við brauð
og vín, sem líkama og blóð. Þó
er í formála fyrir barnalærdóms-
kveri, sem kennt er til undirbún-
ings fermingar, talað um þessa
hluti sem „trúarsannindi“. Finnst
nú ekki einhverjum að þörf muni
vera á því, fyrir trúna, að gera
tilraun til að sanna eitthvað af
þessum svokölluðu „sannindum“,
sem haldið er að börnum jafnframt
því sem þeim er kennt í öðrum
bókum það, sem stangast á við
þetta.
Trúin deyr! Hún mátti fara,
segja menn. Hún var bara blekk-
ing byggð á blekkingu einni sam-
an! En vantrúin kemur í staðinn,
og verður, ef til vill, ekki neitt
minni í vegi nýrrar þekkingar. Má
eflaust í mörgum tilíellum finna
þar andstöðu sumra lækna, til
nýrra uppgötvana. En á þá and-
stöðu niinna sumir, sem skrifað
hafa um bók Dungals, og með
nokkrum drýgindum að mér finnst,
svo sem til að benda á að prestar
og kirkjur hafi ekki verið þar ein-
stséðingar. Má þó ekki gleyma því,
að læknar eins og flestir aðrir
menn, eru aldir upp við einhverja
trúarlega fæðu, framan af ævi
sinni, og raunar alla ævina.“
Hér læt ég nótt sem nemur og
biðum við framhaldsumræöu til
morguns.
Starkaður gamli
Sláturfélag Suðurlands
Reykhús — Frystihns
MðeBrsuðnverksmiðJa — Bjúgnagerli
Reyltjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið
kjöt og fiskmcti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar
áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Haiig-ikjöt, ávallt nýr&ykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt í vél-
frystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eft'lr óskum, og pantanir afgreidd-
ar um allt land.
«•»