Tíminn - 20.01.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 20. janúar 1949. 14. blað í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni i Austurbæjarskólanum, simi 5030. Nækturvörður verður í Ingólfs apóteki. sími 1330. Næturakstur annast Litla-bílstöðin, sími 1380. Útvarplb í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.30 Dönskukennsla. — 19.00 Ensku kennsla. 19.25 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- árinn Guðmundsson stjórnar): 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldasögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.10 Dag skrá Kvenréttindafélags íslands: a) Ávarp (Sigríður J. Magnússon, form félagsfns) b) Upplestur: „Kvenrétt indi“ smásaga eftir Harry Martin son (frú Estrid F. Brekkan les). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.40 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.05 Syfón ískir tónleikar (plötur): Hvar eru. skipin? Eimskip. Brúafross fór frá Leith 18. jan til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Reykja- vík. Goðafoss fór frá Reykjavík 15. jan til Þýzkalands. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Leith 18. jan. til Reykjavíkur. Selfoss kom til Hull 16. jan. frá Rotter- dam. Tröllafoss kom til New York 16. jan frá Reykjavík. Horsa er á ísafirði, lestar saltfisk. Vatnajökull fór frá Antwerpen 13. jan. til Reykjavíkur. Katla fór frá Reykja vík 9. jan til New York. Ríkisskip. Esja fór frá Reykjavík kl. 22 í gærkvöld vestur um land í hring- ferð. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið var á Akureyri í gær. Skjald- breið er í Reykjavík. Súðin var væntanleg til Reykjavíkur um mið- nætti s. 1. nótt. Þyrill er í Reykja- vík. Sverrir er væntanlegur til Reykjavíkur í dag frá Breiðaíirði. Hermóður var á Þingeyri í gaa' á norðurleið. Einarsson & Zoega ,Foldin var væntanleg í gærkveldi til London og fermir í Amsetrdam frá 21—24. þ. m. Lingestroom er væntanleg í kvöld til Færeyja. Reykjanes er á Vestfjörðum, lestar saltfisk til Grikklands. * Fiugferðir Loftleiðir. Geysir ætlaði árd. í dag (kl. 8) til Prestvíkur og Kaupmannahafn ar með 40 farþega. Fer hann það í stað Gullfaxa Flugflags íslands, sem tafist hefir að undanförnu vestur á Gander flugvelli. Ekkert er flogið innan lands nú í marga daga, vegna stöðugra hrak veðra. Árnað heilla Trtilofanir. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú Þórey Edith Kristjáns dóttir Eyri í Glerárþorpi og Agnar Jónsson, Grandavegi 37 Rvik. Einnig ungfrú Ólöf Stefánsdóttir Minni-Borg í Grímsnesi og Einar Einarsson, Seyðisfirði. Ennfermur hafa nýlega birt hjú skaparheiti sitt Oddný Þorkelsdótt ir skrifstofumær lijá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi og Jón Kr. Jónsson pípulagningamaður iap tít heiia Blöð og tímarit Ægir. Fyrir nokkru hefir Tímanum borist nr. 10. og 11. tölubl af 41. árg. Ægis. Er þar að finna fjölda greina um' sjávarútvegsmál. svo sem: Fisk magn og hagnýting Skipasmíða- stöð vor. Fjögurra ára áætlun fs- lendinga. Fjögurra ára áætlun Norðmanna. Togaraútgerð Færey- inga. Útgerð og aflabrögð í október. íslenzkar hvalveiðar síðastliðið sumar. Útfluttar sjávarafurðir (mjög merkileg skírsla) og fjöldi annarra smágreiná. Greinin Skipa- smíðastöðvarnar er eftir Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðing. Hitt allt í ■ þessum tölublöðum Ægis virðist vera skrifað af ritstjór anum Lúðvík Kristjánssyni. Ægir er fróðlegt og eigulegt rit, einkum fyrir þá, sem láta sig sjáv- arútveg einhverju varða. En hvaða hugsandi ma’in varöar ekki um aðal undirstöðu atvinnu- vegi okkar, sjávarútveginn og land búnaðinn? , Frjáls verzlun. Nýlega hafa 11.—12. hefti 1948 (saman) tímaritsins Frjáls verzlun borist Tímanum. Efni er m. a.: Frjá's verzlun fyllir fyrsta áratug- inn, eftir Einar Ásmundsson og Vilhjálm Þ. Gíslason. Nemenda- samband Verzlunarskóla íslands 10 ára, eftir marga höfunda. Frægðar ferill Francis Drake, eftir Leif Beckman. Um iðjuhöldinn Andrew Carnigie. Óviðkunnanlegt hátta- lag, eftir Fridtiof Nielsen. Leikrit: Vegurinn heim, eftir Alexandel Kielland Bókabálkur o. fl. Úr ýmsLtm áttum Fundir Þjóðvarnarfélagsins Þjóðvarnarfélagið efndi til tveggja funda s. 1. sunnudag. Var annar þeirra haldinn í Mjólkurstöðv arsalnum, en hinn í Listamanna skálanum. Á hverjum staðnum mættu yfir 400 manns (enn ekki á annað þúsund alls eins og eitt blaðið segir). Margar snjallar ræður voru fluttar á þessum fundum á móti þátttöku íslendinga í hernaðar- bandalagi og unditektir fundar- manna voru mjög eindregnar. í fundarlok voru samþykktar á- Lyktanir á báðum* fundum um að þeir væru á móti að ganga í hern- aðarbandalag. En ekki hafa fund- arráðendur sent þessar ályktanir Tímanum og ekki buðu þeir heldur neinum frá honum til þess að vera viðstaddur á fundunum. Þjóðviljinn reynir aö gera sér mikinn mat -úr þessum fundum. Prentar með feitu stórletri í mörg um línum þvert yfir forsíðuna fyrir sagnir um þessa stórviðburði, rétt eins og komið hafi fyrir stórmann- tjón, eldgos eða jarðskjálftar. Mjólkurlítið í dag. Það var erfitt með mjólkina í gær. Tveir mjólkurbílar komust að ! austan um Mosfellsheiði, er fóru , snemma í gærmorgun af stað. Aðrir bílar, sem ætluðu þá leið og j fóru af stað frá Selfossi kl. 9 í gærmorgun voru ekki komnir hing áð kl. að gagna 10 í gærkveldi. Krýsuvíkurleiðina munu bifreiðar ekki hafa reynt að fara, líklega vegna snjós í Ölfusinu. Ásgeir frá Fróðá sagði að vegagerðin hefði futt hjá Kleifarvatni og Hlíðar vatni, svo að leiðin hefði verið vel slarkfær austur í Ölfus og víða ágæt. Snjóruðningsmennirnir þar syðra hefðu alltaf verið að vonast eftir áð bifreiðar kæmú að austan tílbúnir að hjálpa þeim, en þær komu ekki. Enda var Morgunblaðið i gær að dá Þingvallaveginn að hann væri ágætur. — Mjólkurbíl- arnir úr Borgarnesi strönduðu í gær á Þyrli og komust hvorki suð- : ur né til baka aftur. í dag verða , :'.»í: s-.ifj rt.ii t ■? ■ •* ;/> •J.r'.’ ý*vi* skammtaðir 2 desilítrar af mjólk á mann í mjólkurbúðunum í Reykja v.ík. Til mjólkurbúanna. Engin mjólk náðist til Flóabúsins í gær úr Biskupstungum, Laugadal \ né úr miklum hluta Grímsness. | Ekki heldur undan Eyjafjöllum né ' úr Mýrdal. Fjölda mörgum ein : stökum bæjum í Rangárvallasýslu | náðist ekki heldur mjólk frá. En í Borgarfirði gekk það ágætlega til ' j Borgarness. en þó náðist ekki mjólk vestan úr Dölum. Aftur var ágætt færi norður í Eyjafirði og gekk á- gætlega að ná mjólkinni til Akur- eyrar. Skíðamót. íslenzkum skíðamönnum hefir verið boðin þátttaka í ýmsum skíðamótum erlendis m. a. til Nor egs (Hollemkollen), Svíþjóðar, Finn lands og Frakklands. Undir heildsalar. Fridtiof Nielsen stórkaupmaður ritar althyglisverða grein í Frjálsa verzlun seinast. Segir hann þar frá að danskir heildsalar séu ennþá umboðsmenn fyric a. m. k. ensk og tékknesk firmu í viðskiptum þeirra við ísland. Fyigi ísland enn með Danmörku í umboðinu. Þannig taki dönsku umboðssalarnir fyrst umboðslaun hjá firmunum í ýms- um löndum áður en íslenzku um boðssalarnir taka sín umboðsláuh. Verða íslendingar þannig undir um boðsmenn Dananna, auk þess hvað þetta getur skipt miklu töpuðu fjár magni fyrir íslendinga, þegar milli leiðunum fjölgar í verzluninni. Séra Pétur Magnússon. frá Vallanesi flutti fyrirlestur um hlutleysi í Austurbæjarbíó kl. 1,30 e. h. á sunnudaginn var. Á- heyrendur voru 300—400. Pétur lýsti sig andvigan hlutleysisstefn- unni og fylgjandi þvi að hér væri erlendur her. ef það gæti komið að gagni í styrjöld milli austurs og vesturs. Sérstaklega beindi Pétur máli sínu til séra Sigurbjarnar Ein arssonar. Pétur fékk góðar undir- tektir áheyrenda, enda flutti Pétur mál sitt skörulega, hvað sem ann- ars má um það segja. Pétur mun hafa i hyggju að endurtaka fyrir- lesturinn. Útkoma Tímans. Vegna rafmagnsleysis undan- j farið hefir verið mjög erfitt með útkomu Tímans. Urðu starfsmenn við hann og prentsmiðjunnar að , vaka mest alla s. 1. nótt. Ef ekki lagast strax í dag með rafmagnið , getur Tíminn ekki komið út á morg \ un. Þetta eru hinir mörgu kauþ- j endur og vinir Tímans beðnir að athuga. Alveg met. Ræðumenn í Mjólkurstöðvarsaln 1 um s. 1. sunnudag deildu fast á 1 * \ Skrifstofusími vor verður framvegis 700 MJólkursamsalan ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kaupmenn og Kaupfélög Útgerðarmenn óg Útgerð- arfélög Einhverjar vönduðustu og bezt gerðu vörur, sem flytj- ast til landsins, komu frá GOUROCK-verksmiðjunum i I Skotlandi. Þær framleiða allar tegundir og stærðir kaðla úr sisal, manila og hampi, stálvíra, fiskilínur úr sisal og hampi, öngultauma úr baðmull og hampi, botn- vörpugarn úr sisal og manila. Bindigarn alls konar, síld arnet og síldarnætur, þorskanet, segladúk í öllum gerðum og litum, hessian-striga og fieira. Sýnishorn og einhverjar birgðir jafnan fyrir hendi. Afgreiðsla beint frá framleeiðanda, þá þess er óskað. Einkaumboð: ^0CK io. Magni Guðmundsson r Heildverzlun Símar: 1676 og 5346 Hiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiv | Vélritunarstúlka Viöskiptanefndin óskar að ráða stúlku nú þegar til i 1 að annast vélritun. - i i Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og í | fyrri störf óskast sendar nefndinni fyrir 22. þ. m. i i 17. janúar 1949. Í Viðskiptanefndin j .........................................ikiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniúiiiiiiiT Áskorun Morgunblaðið, Vísi og Alþýðublað- j ið vegna einhliða áróðurs fyrir f Bandaríkjunum. Einn þeirra sagði að þrisvar hefði þó komist ádeila inn í Mbl. í fyrra á rusl kvikmyndir, sem framleiddar væru í Hollywood. En í Alþýðublaðið hefði aldrei kom ist annað en einhliða dýrðarsöng- ur fyrir öllu amerísku — jafnt illu sem góðu. Aldrei hefði nokkurt ís- lenskt blað verið jafn hundflatt fyr ir erlendri þjóð sem Alþýðublaðið — jafnvel ekki Þjóðviljinn fyrir Rússum. Réttindi. Á fundi byggingarnefndar Reykja víkur 13. þ. m. var samþykkt að veita Stefáni Jónssyni Aðalstræti 18 ré.tjindi til þ^ss ;ið standa fyrir húsasmíði í Reykjavík sem múrari. Ilér með er óskorað á alia. cr eiga kröfur á flugmálastjóniina, að scmia rcikuinga sína cigi síðar cn 31. jan. 1949 á skrifstofu flugráðs, Rcykja- víkurflugvelli. t Börnum mínum, tengda- og barnabörnum og öllum . þeim hjartkæru vinum, sem glöddu mig með heim- j sóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu, færi ég mínar beztu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Elísabet Guðmundsdóttir, Melum. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.