Tíminn - 20.01.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1949, Blaðsíða 8
33. árg. Reykjavík 20. jan. 1949. 14. blaff Skos'cjr á káða styrjalilai'ajíila aS Iiæatía kardöguni og hefja friðarsamiiiiiiga Kínverska stjórnin hefir nú ákveðið að flytja frá Nan- king tii Kanton og cru beir flutningar vel á veg komnir. Jafn framt hefir hun birt áskorun til beggja herja að hætta bar- dögum o§ hefja friðarsamninga. Allmargt embættismanna stjórnarinnar er þegar komið til Kanton og verður flutningi allra stjórnardeilda þangað lokið bráðlega. Jafnframt þessari tilkynningu hefir stjórnin birt ávarp þar sem skorað er á heri beggja deilu- aðila í Kína að leggja niður vopn og hefja friðarumleitan ir. Segir stjórnin að áskorun þessi sé byggð á þeim al- inenna þjóðarvilja, sem kom- ið hafi fram um að stöðva borgarastyrjöldina og hefja samstarf um friðsamlega upp byggingu. Stjórnin hefir og ráðlagt sendisveitum erlendra rikja að flytja bækistöðvar sínar til Kanton. Talið er nú, að Peiping sé í yfirvofandi hættu, þar sem herir uppreisnarmanna sækja nú hart að henni og búast til skipulegrar árásar. Er talið ólíklegt að stjórnarhernum takizt að verja borgina lengi og muni því reyna að komast að friðarsamningum til þess að forða henni frá eyðilegg- ingu. Allharðir bardagar geisa um 100 km. frá Nanking, og er búizt við að herir upp- reisnarmanna sæki þar fram bráðlega. Stjórnin hefir tekið all- margar flugvélar hersins til þess að flytja starfsmenn sina stjórnardeildjr til Kant- on. Stjórn mynduð í Grikklandi Ný stjórn var mynduð í Grikklandi fyrir tveim dög- um og standa að henni allir stjórnmálaflokkar landsins, þeir er viðurkenndir eru og leyfðir. Páll konungur ávarp- aði þjóðina í útvarpi og hvatti flokkana til samkomu- lags og samvinnu um þjóð- málin svo að ekki þyrfti að grípa til annarra ráða til þess að forða landinu frá stjórnleysi. Eftir það náðist samkomulag um stjórnar- myndun. „Kaldbakur“ afla- og sölu- hæstur af minni togurunum Samkvæmt afla- og söluskýrslum íslenzkra togara fyrir ériff 1948 er Akureyrartogarinn Kaldbakur afla- og sölu- liæstur nýju togaranna af minni gerðinni á árinu. Togarinn Neptúnus úr Reykjavík er hæstur, en hann er af stærri gerff- inni. Kaldbakur fór alls 14 ferffir til útlanda meff afla sinn á árinu. Heildaraflinn varð 3887 smálestir og söluupphæffin samtals 162.100 sterlingspund. Neptúnus fór 13 ferðir, aflaði 4067 smálestir og seldi fyrir 171.753 sterlingspund. — Útgerff Kaldbaks hefir gengið giftusamlega á allan hátt. Til tog- arans valdist hinn frábæri dugnaffar- og aflamaffur Sæmund ur Auffunsson skipstjóri. Stjórn öll í landi þykir einnig hafa fariff prýffilega úr hendi af hálfu framkvæmdastjóra Útgerff- arfélagsins, Guffmndar Guffmundssonar og starfsliff hans. Eftir atomsprengingarnar miklu. sem Bandaríkjamenn gerðu í tilraunaskyni við Bikini-eyjar, var ekki leyft að birtar myndir, sem teknar voru við þetta tækifæri. Nú nýlega hefir þó verið leyft að birta nokkrar þessara mynda og er hér ein þcirra. Sýnir hún þoku- og gufumökk sem myndaðist við eina mm sprenginguna. Öll brezka stjórnin saraþykkti að senda flugvélarnar Henderson, flugmálaráð- herra Breta, skýrði lávarða- deild brezka þingsins frá til- drögum þess, að brezku flug- vélarnar fimm, sem skotnar voru niður við landamæri Egiptalands og Palestínu á dögunum, voru sendar í þennan leiðangur. Sagði hann að tilgangurinn hefði ein- göngu verið sá að fá áreið- anlega vitneskju um innrás Gyðinga í Egiptalandi. Hann kvað það einnig álit sitt, að flugvélarnar hefðu ekki farið inn fyrir landam. Palestínu. Einnig sagði hann, að flug- vélarnar hefðu verið sendar í leiðangurinn með fullri vit- neskju og samþykki allrar' brezku stjórnarinnar. Mun stjórnin hafa talið ástæðu til þessara upplýsinga vegna spurningar þeirrar um það, hver bæri ábyrgð á tapi þess- ara flugvéla, sem Churchill kvaðst mundi bera fram í þinginu seinna í þessari vilku. Brezk farþegaflug- vél ferst 29 maiisas liíða bana Brezk farþegaflugvél týnd- ist á leiðinni milli Bermuda- eyja og Jamaica fyrir tveim dögum og var hennar leitað af flugvélum og skipum í gær og fyrradag en árangurslaust. Til vélarinnar hefir ekkert spurzt og ekkert fundizt er gefi til kynna, hver hafi orð- ið örlög hennar. Með vélinni voru 22 farþegar auk sjö manna áhafnar. Vélin er nú með öllu talin af og þeir, sem í henni voru, og var það til- kynnt í báðum deildum brezka þingsins í gær. Frakkar viðurkenna Ísraelsríki Franska stjórnin hefir nú viðurkennt Ísraelsríki sem sjálfstætt og fullvalda ríki og tekið upp stjórnmálaleg við- skipti við það. Var þessi við- urkenning veitt eftir umræð- ur og samninga um það milli frönsku stjórnarinnar og full- trúa ísraels. Munu Frakkar þegar hefja nokkur viðskipti við ísraelsmenn. Umferðarstöðvun í Reykjavík í gær Við lá að algjör umferðar- stöðvun yrði hér í bænum í gærkvöldi, vegna ófærðarinn afr. Var svo mikill snjór á götunum, að bílar stóðu fast- ir í honum víðs vegar um göt- ur bæjarins og máttu sig hvergi hreyfa. Strætisvagn- arnir gengu þó lengst af, en gekk illa að halda áætlunum og urðu stundum að fara aðr ar götur, þegar venjulegar leiðir urðu ófærar. Ófært var með öllu milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur frá því síð- degis í gær. Bifreiðastöðum bæjarins var lokað um klukkan sex og næturakstur féll niður í gær- kvöldi. Ráðstefna í Nýju Dehly um Indónesíu raálin f dag hefst ráðstefna níu ríkja í Nýju Dehli. Fjallar hún um Indónesíumálin og mun Nehru forsætisráðherra Hindústan verða í forsæti á henni. Maður bíður bana Féll nlður um þak- glugga Síðastliðinn mánudag vildi það sviplega slys til í Reykja- vík, að ungur maður féll nið- ur um þakglugga og beið bana af. Þessi ungi maður var Jón Ásgeirsson til heimil- is að Sörlaskjóli 48. Hann var aðeins 23 ára að aldri. Slysið vildi til með þeim hætti að Jón heitinn var að moka snjó af þakgluggum á húsi Steinsteypunnar h.f. við Vitatorg, því að- rafmagns- laust var og dimmt inni. Vissu félagar hans, er inni voru ekki fyrr til en Jón féll inn um gluggann á gólfið. Var hann fluttur á sjúkrahús, en lést þar skömmu síðar. Fjórtán ára peninga- falsari í Kávlinge í Svíþjóð fannst nýlega heimagerður hundrað króna seðill. Við nánari rann- sókn kom í ljós, að 14 ára drengur hafði búið seðilinn til og notað til þess „kalki“-papp ír. Hafði hann teiknað seð- ilinn eða dregið hann í gegn á hvítan pappír eftir fullgild- um seðli. Síðan hafði drengurinn sýnt föður sínum seðilinn, og hann hafði hrósað drengnum fyrir vandvirknina og dráttleikn- ina, en ekki komið til hugar, að drengurinn mundi reyna nota seðilinn sem gjaldmiðil. Drengurinn fór nú samt með bróður sínum, sem var 17 ára inn í búð og keyptu þeir eitt- hvað, en þégar þeir ætluðu að greiða með hinum falska seðli, sá kaupmaðurinn þegar að eitthvað var athugavert við seðilinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.