Tíminn - 25.01.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.01.1949, Blaðsíða 1
RitstjörU Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarslmar: 4373 og 2353 Afgrei03lu- og auglýs- ingasími 2323 PrentsmiOjan Edda 33. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 25. janúar 1949 17. blað Aðalíundur Blaða- mannafélags íslands síðastl. sunnudag Aðalfundur Blaðamannafé lags íslands var haldinn að Hótel Borg á sunnudaginn var. Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir störfum sínum lið ið ár og svo og fjárhag fé- lagsins, og stjórn Menningar sjóðs Blaðamannafélagsins skýrði frá fjárhag hans. Formaður félagsins var kos inn Helgi Sæmudsson, blaða- maður við Alþýðublaðið, vara formaður ívar Guðmundsson, fréttaritstjóri Morgunblaðs- ins, ritari Jón Bjarnason, fréttaritstjóri Þjóðviljans, gjaldkeri Guðni Þórðarson, blaöamaður við Tímann, og meðstjórnandi Kristján Jóns son, blaðamaður við Vísi. í stjórn Menningarsj óðsins voru endurkosnir Sigurður Bjarnason alþingismaður, Hendrik Ottóson, starfsmað- ur ríkisútvarpsins, og Jón H. Guðmundsson, ritstj óri Vik- unnar. Glæsileg árshátíð Framsóknarf élags Siglufjarðar Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Framsóknarfélag Siglu- fjarðar hélt glæsilega árshá- tíð í sjómanna- og gestaheim ilinu síðastliðinn laugardag. Um tvö hundruð mann sóttu hófið. Hjörtur Hjartar bauð gesti velkomna og stjórnaði hóf- inu, en ræður fluttu Jón Kjartansson og Ragnar Jó- hannesson. Tveir leikþættir voru sýndir og gamanvísur söng Sigurbjörn Frimanns- son með aðstoð Hans Adam- sen. Frumsamin kvæði las frú Sigurbjörg Hj álmarsöóttir og Bjarni M. Þorsteinsson las sögu. Að lokum var stiginn dans til klukkan tvö um nótt ina. Aðalfundur félagsins er á- kveðinn næsta fimmtudag og næsta skemmtikvöld 12. febrú ar. Verður þar spiluð Fram- sóknarvist, ræður fluttar og dansað. Markarfljót hefir brotið sér skarð í Selja- landsgarðinn og ógnar löndum margra jarða Fólk flutt af tveira bæjum og á öðr- ura búast raenn til flutnings ef þörf krefur Fljótfð var ört vaxandi í gærkvöldi söknm rlgningar og leysing'a, þegar hlaðið atíi tal við Ólaf Kristjánsson á Seljalamli. Eins og skýrt var frá i Tímanum á sunnudaginn, hafði komið krapastífla í Markarfljót, svo að það bólgnaði upp og féll að Seljalandsgarðinum og yfir hann á kafla. í fyrrinótt sprengdi fljótið skarð í garðinn neðarlega á 70 metra löngu bili og féll þar inn yfir lönd Vestur-Eyfellinga. Ógnar flóðið mest bæjunum Helgusöndum, Seljalandsseli og Ytri-Roti, en talið var, að um tíu bæir og engjalönd um 40 jarða gæti ver- ið í hættu. í gær brá til suðaustanáttar með þíðu og rign- ingu og var fljótið ört vaxandi, þegar blaðið átti tal við Ólaf Kristjánsson á Seljalandi í gærkvöldi. Mænuveikin rén- andi á Akureyri Mænuveikin er heldur í rén un á Akureyri, en stingur sér enn niður í bænum. Samkomubann er á Akur- eyri til mánaðamóta, en ekki hefir verið ákveðið, hvort það verður framlengt. Krapastiflan myndast. Siðastliðna viku hlóð krapa í Markarfljót og tók að hækka í því. Á miðvikudag- inn var myndaðist svo krapa stífla í fljótinu undan Selja- landsmúla og Dalseli. Féll þá aðalvatnsþungi fljótsins að Seljalandsgarðinum svo- nefnda, en hann er hlaðinn til varnar bæjum og engja- löndum Vestur-Eyfellinga á ská frá Seljalandi niður að fljótinu. Fór yfir garðinn á föstudag. Á föstudag hafði vatnsborð ið hækkað um 160 metra frá því sem venjulegt er, og tók þó að renna yfir garðinn á 50 metra löngu bili um 1500 m. neðan við Seljaland. Um svipað leyti fór að flæða yf- ir þjóðveginn og varð vatn- ið um 60 sm. djúpt á honum. Hafði þá gert hlákublota þar eystra. Rraut skarð í garðinn á mánudagsnótt. Á laugardaginn lækkaði nokkuð í fljótinu eftir blot- ann, en tók að hækka á ný á sunnudaginn. í fyrrinótt braut svo flóðið skarð í varn- argarðinn á 70 metra löngu bili allneðarlega og féll þar mikill vatnsflaumur í gegn og yfir garðinn báðum meg- in við skarðið. Hélzt það þann ig í gær, en þó stækkaði skarð ið frekar. Bæir í hættu. Þeir bæir, er voru í mestri hættu af völdum flóðsins fyrst í stað, voru Helgusand- ar og Seljalandssel, svo og Ytri-Rot. Fólk allt frá Helgu- söndum flutti í gær burt af bænum og einnig var kven- fólk og börn flutt frá Selja- landsseli. Fór fólkið að Selja- landi og dvelur nú þar. Bú- fé var ekki flutt burt af þess- um bæjum í gær, en gert er ráð fyrir því, að það verði gert í dag, hafi ekkert um skipazt. Garðurinn treystur með sandpokum. Mikil hætta var talin á, aö flöðgáttin, sem er nokkru of- ar á garðinum, léti undan síga, og hefði það haft mjög aukna hættu í för ‘með sér. Unnið var því að því í gær að treysta flóðgáttarlokurnar og garðinn beggja megin henn- ar með því að hlaða þar sand pokum. Einnig verður hlaöið sandpokum á garðinn við skarðið, ef líkur benda til, að það muni stækka á morgun. Verkfræðingur vegamála- stjórnarinnar fer austur. Vegamálastjórnin sendi Sig urð Jóhannsson verkfræðing austur í gær til þess að leggja á ráðin með heimamönnum um auknar varnir, en hann var ekki kominn austur að Seljalandi i gærkvöldi, þegar blaðið átti tal þangað. Mun ferðin hafa gengið seint, því að færð er slæm. í ráði er að reyna að sprengja krapa- stífluna í fljótinu á morgun. Fjarri fer því enn, að allt vatnsmagn fljótsins falli um skaröið í garðinn. Fljótið ört vaxandi í gærkveldi. Þegar blaðið átti tal við Ól- af Kristjánsson á Seljalandi í gærkveldi, var þar suðaust- anátt með þíðu og rigningu. Hafði það í för með sér, að fljótið var ört vaxandi og hafði til dæmis hækkaö svo á veginum við Seljaland, að vatnið þar var - orðið 60 m. djúpt eða svipað og var á dög unum. Bílfært var þó enn um veginn að *kalla. Fleiri bæir í hættu. Þeir bæir, sem næst eru í mestri hættu, eru Fitjarmýri, Nýibær og Ytri-Rot. Er fólk á þeim bæjum að búa sig til brottfarar, ef nauðsyn kref- ur. Enginn bær er þó ennþá umflotinn, en Helgusandar ; munu verða það bráðlega, ef | sama heldur fram. I • Nýrri hluti garðsins bilaði. j Elzti hluti þessa varnar- ; garðs mun vera um 40 ára ' gamall, en síðar hefir hann i verið styrktur, hækkaður og j lengdur. Var það fremsti og ! nýjasti hluti garðsins, sem bilaði. Garðurinn er alls um 2300 metrar á lengd og hið mesta mannvirkí, og elzti hluti hans er fyrsta fyrir- hleðsla að marki, sem gerð var hér á landi. Hefir hann íildrei bilað fyrr. En fyrir 11111111111 ■ i ■ ■ i ■ • 11111111 • ■ 1111111 * 111 * 11111111111111 ■_> I Fundur F.U.F. | í kvöld | Félag ungra Framsókn- | armanna í Reykjavík held- | ur fund í fundarsal Eddu- | hússins við Lindargötu kl. 1 8.30 í kvöld. Þar flytja 1 framsöguræður Friðgeir | Sveinsson, formaður S.U.F. | og Þráinn Valdimarsson | erindreki. Miðstjórn flokks 1 ins er boðið á fundinn. Er | ekki að efa, að fundurinn } verður fjölsóttur, ekki síð- | ur en fyrri fundir félags- 1 ins í vetur. 1 Ungir Framsóknarmenn! I Missið' ekki af þessum í fundi. 'iiiiiiimiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiimiiiMiiiHiMMMtiiiiiniiiiitiiii Litlar sarakomulags horfur á Rhodos Samningshorfur á Rhodos voru mjög slæmar í gær og lá við borð að sáttafundurinr. leystist upp, en á síðustr stundu tókst að afstýra því nokkrum árum var Þverá veitt austur í Markarfljót og hækkaði þá mjög í því og mæddi meira á garðinum Töldu bændur þar eystra, að af þessu gæti stafað hætta og orðið garðinum ofraun. Eyðing heillar sveitar. — Enginn getur að svc stöddu gizkað á, hve það tjór. verður mikið, sem af flóðinr hlýzt, sagði Ólafur á Selja- landi. Enn sem komið er ber flóðið ekki fram mikinn aur en það getur breyzt. Engja- lönd nær 40 jarða eru i hættu Hreppsnefnd Vestur-Eyja- fjallahrepps kom saman á fund í gær til þess að ræða um þá miklu hættu, sem sveit in er nú í. Við sveitarauðr mun liggja, ef flóðið nær aö leggja undir sig þau lönd, er það getur kafið, ef fram held. ur sem nú horfir. Hér birtist upp- dráttur af Markar fljóti, þar sem það fellur fvrir Selja- landsmúia og- flóð svæðinu þar suður frá. Stíflan í fljót inu er um þaö bil, þar sem krossinn er, og flæðir það yfir austurbakkann. Bæir þeir, sem í hættu eru, eru á svæði frá Gijánni upp undir Eyja- fjcllin. Er þetta svæði flatt og á þvi mikil engjalönd fjölda bæja undir Fjöilunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.