Tíminn - 29.01.1949, Blaðsíða 8
„ERLEIVT YFIRLiT“ í daq:
Styrjjöldin í Kína.
33. árg.
Norðurleiðin
að teppast
Til þessa hefir póststjórnin
haldið uppi áætlunarferðum
með bifreiðum milli Reykja-
Aúkur og Sauðárkróks. Þetta
er þó að verða mjög erfitt
vegna snjóa. Einkum er snjór
orðinn mikill á Holtavörðu-
heiði. Hafa aðeins stórar á-
ætlunarbifreiðar farið yfir
hana að undanförnu. í gær
komu ácatlunarbifreiðarnar ■
að noröan og varð þung belt- '
isýta að fara á undan þeim
yfir Holtavöl'ðuheiði til þess j Kína óttast menn mjög algert fjárhagshrun og er sífelld þröng:
að trooa þeim Slóð. Voru bíl- I viS dyr þjóðbankanna til þess að fá seðlum skipt fyrir gull. Kemur
arnir urn sólarhring frá oft til rysking£u meiðinga og jafnvel bana. Hér sést æstur mannf jöldi
við bankalvr í Shangrhai og er lögregian að reyna að hafa hemil
„Á FÖRNIJM YEGI Í DAG:
Murkarfljótsflóðið.
29. jan. 1949.
20. blað
344 gestir komu í sjó
mannastofuna í Rvík 194
Melrilslisti gfesíassEEa íslenzkii* l»áÉasjémeim
Sjómannastofan í Reykjavík hefir nú verið opin til
starfrækslu í núverandi húsakynnum síðan 22. marz 1947,
eða í rámlega eitt ár og níu mánuði. Aðsókn að Sjómanna-
stofunni síðastliðið ár hefir verið mjög góð, mest var þó
aðsóknin í ársbyrjun meðan síldveiðarnar stóðu enn yfir
í Hvalfirði og varð lítið lát á aðsókninni þar til bátarnir
fóru til síldveiða fyrir Norðurlandi.
Blönduósi til Reykjavíkur og
komu með um 60 farþega að á fólkinu. Konan á miðri myndinni beitir regnhlífinni sinni í átökun-
norðan.
Frá aðalfundi Hlíf-
ar í Hafnarfirði
Aðalfundur Verkamanna-
félagsins Hlíf í Hafnarfirði,
var haldinn fimmtudaginn
27. janúar.
Á fundinum var lýst kosn-
ingu stjórnar, en aðeins ein
tillaga um stjórn hafði kom-
ið, og var hún frá uppstill-
inganefnd og voru því menn
þeir sjálfkjörnir í stjórn fé-
lagsins, en þeir eru:
Hermann Guðmundsson
form., Helgi Jónsson ritari,
Ólafur Jónsson gjaldkeri,
Grímur Kr. Andrésson vara-
formaður. Sigurður T. Sig-
urðsson vararitari, Jens
Runólfsson varagjaldkeri, og
Bjarni Erlendsson fjármála-
ritari.
um við lögregluþjóninn. Við eitt slíkt bankauppboð biðu sjö menn
bana og hundrað særðust, er mannfjöldinn reyndi að komast inn í
bankann.
Utanríkisráðherrafundurinn í
London leggur til að stofna
Evrópuráð
Telwr eiimig tímabært að viðurkeana
ísraelsríkf
Fundi utanrlkisráðherra Frakka, Breta og Benelux-
landanna lauk í London í gær. Bevin stjórnaði fundi í gær.
Eftir fundinn var gefin út allítarleg skýrsla um störf fund-
arins og ályktanir hans.
í ályktunum fundarins er
lýst yfir ánægju með þann
árangur, sem náðst hafi og
samstarfi þessara þjóða í fé-
lags- og menningarmálum
Loftbrúin til Beriínar hefir
veriö starfrækt í 7 mánuð
Þega? flngskilyrði erw hcxt, leiada flutn-
ingavélarnar í Berlín með þriggjja
mínútna millibili
f gær hafði Ioftbrúin til Berlínar verið starfrækt sam-
fleytt í sjö mánuði og á þeim tíma höfðu flutningaflug-
vélar vesturveldanna fluít samtals 872157 smálestir af mat-
vörum, kolum og öðrum nauðsynjum til Berlínar.
Þessir flutningar hafa
gengið mjög vel að talið er
og á þessum sjö mánuðum
hafa aðeins 26 menn farizt
í flugslysum á þessari leið.
Voru þeir allir Bandarikja-
menn að undanskildum ein-
um.
Bandaríkjaflugvélar, sem
notaðar hafa verið til þess-
ara flutninga, hafa á þessu
tímabili flogið alls um 40
millj. mílna og flugstundir
þeirra eru samtals 245450.
Flug þetta hefir að sjálf-
sögðu verið miklum erfið-
leikum bundið bæði vegna
veðurfars, sem stundum var
mjög eríitt, og einnig vegna
þess hve öll stjórn á fluginu
og lendingum varð að vera
nákvæm, þar sem umferðin
var svo mikil. Þó mun ein-
hver flugvél hafa komizt til
Berlínar á hverjum degi
þessa sjö mánuði, þótt flugið
hafi því nær legið niðri
suma daga.
Leið sú, sem loftbrúin nær
yfir er þc ekki mjög löng,
eða aðeins 22,4 km. Þegar
flugskilyrði eru góð og ekk-
ert tefur flugið, lenda flutn-
ingaflugvélarnar í Berlín
með þriggja mínútna milli-
bili.
og lokið lofsorði á starf
nefnda þeirra, sem þessi mál
höfðu með höndum í nafni
Bandalags Vestur-Evrópu.
,Þá lagði fundurinn einnig
tií, að bandalagsríkin settu
á laggir ráð, er síðar gæti
náð til allra þeirra Evrópu-
ríkja, sem þátt vildu taka í
því. Þetta ráð skyldi verða
tvískipt og skyldi önnur
deild þess skipuð ráðherrum
frá viðkomandi löndum en
hin sérstaklega kjörnum full
trúum og starfa i þingformi
og fjalla um ýmis menning-
ar- og félagsmál Evrópu.
Þá samþykkti fundurinn
einnig ályktun þess efnis, að
hann teldi tímabært, að
bandalagsríkin öll viður-
kenndu Ísraelsríkið. Jafn-
framt var skýrt frá því, að
viðurkenningar Bretlands og
Benelux-landanna væri að
vænta mjög bráðlega, en
Frakkar hafa sem kunnugt
er þegar viðurkennnt ísrael.
Ástralía mælir með
töku ísraels í S.Þ.
Ástralía hefir nú viður-
kennt Ísraelsríki og jafn-
framt hefir forsætisráðherr-
ann látið svo ummælt, að það
væri nú sýnt, að ísrael væri
ekkert stundarfyrirbæri held
ur þegar orðið skipulegt ríki,
eins og kosningarnar á dög-
unum hefðu sýnt. Það væri og
mundi verða hæli Gyðinga
sjálfra og stofnað til þess af
frjálsum vilja þeirra sjálfra.
Strax og bátarnir komu frá
síldveiðunum norðanlands
jókst aðsóknin og hélzt til
ársloka, en einkennandi
voru peningavandræði sjó-
manna samanborið við árið
áður og fyrri hluta ársins
1948.
Árið 1948 hafa alls 58344
gestir komið í Sjómanna-
stofuna eða notið aðstoðar
hennar, og flestir fengið
veitingar og var mestur hluti
gestanna innlendir sjómenn,
einkum bátasjómenn, svo og
erlendir sjómenn, ennfrem-
ur verkamenn, útgerðarmenn
og fleiri.
Sjómannastofan var opin
frá kl. 9—111/2 f. h. og 1—10
e. h. rúmhelga daga og á
sunnudögum frá kl. 1—10
e. h.
í Sjómannastofunni hafa
öll helztu blöð og tímarit
landsins legið frammi svo og
allmikið af útlendum blöð-
um.
Pappír og ritföng fengu
gestir eftir þörfum endur-
gjaldslaust og hafa 1230
manns notfært sér það og
bréf þeirra send. Ennfiemur
annast um póstsendingár.
Annast var _ um móttöku
1965 bréfa, póstbögglá og
símskeyta, það' auglýsíví veit
ingasal og kom'ið til skila.
Peningar fatnaður og
ýmsir munir hafa vertð/tekn
i ir til geymslu ög ávísunum
[ skipt. ; '
Slasaðir og veikir sjómenn
aðstoðaðir til læknis. ;
• Töflin eru mjög mikið not-
uð af gestum, svo og aðrar
dægradvalir, ennfremuf orgel
ið, útvarpið er og jafnan í
gangi á útvarpstíma.
Síminn var mjög mikið not
aður og svo tugum skipti á
dag. Spara sjómenn sér mikla
fyrirhöfn með símanum,
hann var og mikið notaður
til langlinuviðtala, þó skil-
yrði væru mjög slæm.
Blöð, bæklingar og tíma-
rit voru send til Akureyrar
og Siglufjarðar um síldveiði-
tímann og ennfremur til
Vestmannaeyja og kom
beiðni um meira af slíku.
Blöð, tímarit, guðspjöll og
bækur hafa og verið gefin í
skip.
Jólafagnaður var haldinn
á jóladag fyrir utanbæjarsjó
menn og erlenda en vegna
hins takmarkaða húsnæðis,
sem Sjómannastofan hefir
fór fram í Ingólfs-café. 85
manns sátu jólafagnaðinn,
sem hófst með sameiginlegu
borðhaldi siðan kvikmynda-
sýningu, ræðuhöldum og söng
og að lokum fékk hver gestur
j ólapakka.
í stjórnarnefnd Sjömanna
stofunnar eru séra Sigurbjörn
Á. Gislason, séra Árni Sigurðs
son, Bjarni Jónsson vígslu-
biskup, Þorsteinn Árnason vél
stjórafélagsstjóri, Þorvarður
Björnsson hafnsögumaður,
Sigurður Halldórsson tré-
smíðameistari og Jónas Jón-
asson skipstjóri.
Forstöðumaður er Axel
Magnússon.
Uppreisnarmenn
nálgast Shanghai
Her uppreisnarmanna tók
í gær borg eina um 150 km.
I frá Shanghai og hraða nú
j sókn sinni í áttina til borgar-
, innar. Hefir ótti gripið íbúa
hennar og reyna þeir nú að
flýja borgina margir hverjir.
[Á norðurbakka Jangtsefljóts
sækja kommúnistar hratt
fram og hefir hersveitum
stj órnarinnar, sem eru að
sunnan verðu verið bannað
að skjóta á þ> yfir ána nema
þeir reyni að komast yfir
ána.
Sun Fo forsætisráðherra er
nú kominn til Shanghai á-
samt ráðuneyti sínu. Sendi-
herrar erlendra ríkja munu
ekki fara burt frá Nanking
þótt kommúnistar taki borg-
ina.
Efnahagsnmræðum
lokið í brezka
þinginu
I gær lauk umræðunum í
neðri deild brezka þingsins
um efnahagsmál og utanrík-
isverzlun. Talsmenn stjórnar
innar lögðu á það ríka á-
herzlu i þessum umræðum,
að auka þyrfti útflutning til
dollaralandanna. Þetta mætti
og vel takast, ef vel væri á
haldið og hægt væri að afla
brezkum vörum markaðs í
dollaralöndunum eins og
1 hinn stóraukni útflutningur
brezkra bifreiða á undanförn
| um mánuðum sýndi bezt.
Hallbjiirg syníur
(Framliald af 1. síðu)
syngja ýmis lög bæði inn-
lend og erlend, sem orðið
hafa vinsæl á fyrri hljóm-
leikum hennar og rifja þann
ig upp fyrri hljómleika.
Hljómsveit Einars Markús-
sonar mun leika undir og
auk þess verða fleiri skemmti
atriði. Aðgöngumiðar að
hljómleikunum eru seldir í
Hljóðfærahúsinu í Banka-
stræti.