Tíminn - 30.01.1949, Síða 3

Tíminn - 30.01.1949, Síða 3
21. blað TÍMINN, sunnudaginn 30. janúar 1949 3 Leikfélag Rovkisníkiir: V O L P 0 N E Valpone (Haraldur Björnss.) Síðastliöinn miðvikudag liafði Leikfélag Reykjavíkur frumsýningu á leikriti, sem Volpone heitir og kallað er ást laus gleðileikur í þrem þátt- um. Leikur þessi er upphaflega saminn í Englandi um alda- mótin 1600 og er höfudur Ben Jonson, sem var frægt skáld á sinni tíð. En nú er leikurinn sýndur hér í þeirri gerð, sem austurríkismaöur- inn Stefán Zweig bjó honum, en breytingar hans eru svo miklar, að vel má kalla, að hann hafi endursamið leik- ritið. Ásgeir Hjartarson hefir svo að síðustu gefið leikrit- inu hinn íslenzka búning, sem við sjáum það í. Þessi leikur segir fyrst og fremst frá fjórum maurapúk um, sem eru allir á valdi á- stríðu sinnar. Allir safna þeir fé til að safna og eiga. Það er eiginleiki, sem ekki er al- gengur okkar á meðal. Því horfum við á þessa ádeilu og njótum hennar vel án per- sónulegra óþæginda af því, að nærri okkur sé horfið. Öðru máli kynni að gegna ef hér væri fólk, sem seldi sál sína fyrir þægindi og munað. Það stæði okkur nær. Haraldur Björnsson leikur Volpone, auðkýfing frá Smyrnu. Hann gerir því hlut- verki hin beztu skil. Það er stórkostlegt að sjá þegar þessi sálsjúki Mammonsþræll krýp ur við maurakistu sína og gælir við gullpeningana og verður þá innilegur og næst- um því klökkur og blíður. Og í síðasta þætti sýnir það sig, að Haraldur er mikill leikari, þó að Volpone megi ekki sleppa einu orði fram úr sér, þar sem hann bíður bak við rekkjutjöldin. Þar víxlast meinfýsin gleði, heiftúðug bræði og nístandi angist í huga þessa sálsjúka, hrekk- vísa en kjarklitla klækja- manns. Haraldur þarf engin orð til að gera Volpone skilj- anlegan. Einar Pálsson leikur snýkju gest Volpones, sem Mosca heitir. Það er mesta hlutverk í leiknum. Mosca gengur milli manna og gabbar þá og leik- ur með þá húsbónda sínum til geðs. Hann er bæði ráðsnjall ■og ófyrirleitinn, enda veitir ekki af og kemst Mosca vel frá málunum eftir atvikum, enda er hann laus við mein- fýsi húsbónda síns en ein- ungis léttúðugur og stefnu- lítill óreiðumaður, sem lent hefir í þjónustu Volpones út úr skuldakröggum. Þetta er fyrsta hlutverk Einars hjá Leikfélaginu, en hann hefir stundað leiklistar nám í Englandi í tvö ár, svo að hann er ekki byrjandi á Jeiksviði, enda ekki byrjanda- bragur á honum. Fullyrða má, að leikhúsgestir binda mikl- ar vonir við framtíð hans eft ír að hafa séð hann í þessu fyrsta hlutverki sinu eftir heimkomuna. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Voltore lögbókara, Val- ur Gíslason Corvino kaup- mann og Brynjólfur Jóhannes son Carbaccio okrara. Allt eru þetta samvizkulausir íjárplógsmenn sem einskis svífast til að komast yfir fé. Þó hefir lögbókarinn yfir- bragð og framgöngu þess, sem þjónar Mammon í nafni laga og réttvísi, þar sem hinir bera keim atvinnu sinnar hvor á sinn hátt. Corvino kaupmaður á sér konu unglega og ljúfa ásýnd- um. Hana leikur Hildur Kal- man. Hún er þaulæfð leik- kona, lauk leiklistarprófi í Englandi 1944 og stundaði síð an leikstörf þar. Ekki verður séð af þessum leik hversu víð tæka og fjölbreytta hæfi- leika Hildur hefir, en þetta virðist erfitt hlutverk og því eru gerð góð slcil. Og víst væri gaman að sjá hana i öðrum hlutverkum, þar sem þróttur og glæisleikur nyti sín betur. Árni Tryggvason leikur Leone sjóliðsforingja. Þetta er fyrsta veigamikla hlutverk ið, sem hann fer með, en hann hefir stundað nám hjá Lárusi Pálssyni. Leone er vörpulegur maður og hinn hermannlegasti, og mun eng inn rengja að hann hafi dug- að vel að berja á Tyrkjum enda mun hvorki skaplyndi né vitsmunir hafa haldið aftur af honum, en lítt gætir for- ingjalegrar tignar við per- sónuna, en það hefði heldur ekki fallið vel við framkom- una i leiknum. Edda Kvaran leikur daður- Sótt í brnnna sögnnnar ír bréfaljók Giiðbranilar Þor- lákssonar bisknps: Guðbrandur biskup Þorláksson er einhver mesti kirkju- liöfðingi, sem Islendingar hafa átt. Hér birtast nú í dag sundurlaus slitur úr bréfabók hans, og er ætlast til, að þau gefi örlitla innsýn í samtíð og störf þessa merka stór- mennis. Vígsluferð Guðbrandar biskups. 1 bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar cru nokkrar minnisgreinar og skuldabréf í sambandi við utan- ferð lians til biskupsvígslu. Gefa þær heimildir allar góða hugmynd um verzlun og verðlag innbvrðis svo langt sem þær ná, og er hér tekið upp sýnishorn. Géta menn 10 maii. Dró ég frá Kaupinhafn til Hels- ingeyrar. 12. maii.Snemma morguns sigldum við frá Helsingjaeyri. 13. maii. Fyrir Jutlandsskagarif sem var dominica 4 post páska. 16. maii. Fyrir Líðandisnes í Noregi. Vor- um þar síðan til 20. dags. 22. maii. Um kvöldið sigldum fyrir Hjalt- lands syðra enda, sem kallast Svinbarhöfuð. Lögðum síðan áleiðis til íslands í guðs nafni. ■24. maii. Uppstigningardag sigldum um Færeyjar. En að kveldi dags kom stormur sterkur úr norðaustri og norðan og varði allt til sunnudags morguns. 31. maii. Komum í land í Vestmannaeyj- svo reiknað livað vígsluveizla biskupsins hefði kostað mikið af lýsi, smjöri eða sláturfé eða vefnaðarvöru og bor- ið saman við verzlunarárferði nú á tímum. Ég, Guðbrandur Þorláksson, meðkenn- umst með þessari minni eigin handskrift og svo kunnugt gjöri, að eftir því minn náðugi herra og kóngur út kallaði mig í fyrra sum- ar af landinu þeirrar meiningar, að ég" skyldi upp á mig taka þá þungu byrði og befalning umsjón að hafa yfir fátækum al- múga og Guðs regíóni í Hólabiskupsdæmi. Nú þó ég kenndi mig þar alls óverðugan. til, bæði fyrir guði og mönnum, þá þorði ég ei annað en hans konglegs majestets bréfi og boðskap hlýðugur að vera, og gaf mig út af landið í minni fátækt. Enn fékk öngvan þann styrk af kirkjunni, að í þessari dýrri tið, sem hér utanlands er, kunni að forslá. Því hefi ég neyðst til láns að taka upp á kirkjuna af ærlegum mönnum, Henrik Mumm, Mats Lamp, Hans Níelssyni tíu tigi enkendali út í góðri mynt og hefi lofað að bítala í Hofsós 1 íslandi nú í sumar þeirra umboðsmanni í soddan vöru. Tunnu tran (lýsi) fyrir III dali, III vættir smjörs fyrir VII dali, II voðir tvítugar fyrir III dali, gam- alt naut 6 dali, IIII sauði fyrir III dali. Þar fyrir bið ég auðmjúklega og svo til- skilda upp á konglegrar majestets vegna þá, sem nú eru Hóladómkirkju umboðsmenn, þessa skuld að gjalda af kirkjunnar <pen- ingum upp í þá hálfa rentu, sem mér ber þetta umliðið ár að uppbera af Hólakirkju, ef mér ei auðið verða hann í landið lífs að komast eftir k. majestets bifalningu, hvað ég set allt í guðs vilja. Og til meiri auðsýn- ingar etc. 29. martii 1571. VIII. aprilis, dominica viddicet palmar- um, var mín vígsla í vor frúkirkju i Kaupin- hafn af doktor Páli að nærveröndum mester Tyge biskup af Skán, mester Niels biskup af Fyn, doktor Niels og þremur sóknarherr- um í Kaupinhafn og sacellariis. Samdægris gjörða ég öllum professoribus og predikör- um gestaboð til doktors Páls í hans húsi og kostaði mig svo mikið. Fyrir kjöt og fisk, lömb og kokkalaun ............ 44 mörk 10 skild. Fyrir urtir og krydd .. 14 — 6 — Fyrir brauð........... 20 — 8 — Fyrir þýzkt öl ....... 27 — Fyrir vín............. 44 — dönsk Summa xl gamlir enkendalir. Item or- ganisti 1 dalur. Item actoribus comedie 1 dalur. Svo mikla peninga hef’ ég láns tekið í Kaupinhafn og er skyldugur að bítala í ís- landi. Item á Seurin Barfodt að flytja mér fat járns og hverfistein fyrir 26 fjórðunga smjörs, um. I. die júnii kom ég í land við Eyjasand. Ókennimannlegt athæfi. Þetta bréf er frá árinu 1018 um klögumál. sem Hóla- biskupi hefir borizt. Bréfið skýrir sig sjálft en sögú málsins kunnum vér ekki að rekja að öðru leyti. Eg Guðbrandur superintendens Hólabisk- upsdæmis gjöri góðum mönnum kunnugt, sem búandi eru í Þingeyjarþingi, að fyrir mér hefir verið klagað, að síra Illugi Helga- son skal hafa strýkt stelpur tvær í kirkj- unni á Stað og flett þær fötum, hvað mörg- um þykir ókennimannlegt og að ekki hæfi prestum að hafa guðshús og kirkju til slíkra refsinga. Svo og er sagt, að nokkrar ó- kristilegar og spottlegar vísur hafi verið kveðnar um soddan athæfi, hvað ekki er stórs betra en hitt hið fyrra, kennidómn- um til spotts og aðhláturs um landið, þar sem þessar vísur útbreiðast. Og með því að kongsvaldið vill ganga eftir þessu, hvað satt eða rangt er í slíku máli, þá vil ég það ekki hindra, heldur almennilega láta til skoðunar koma. Ei síður um níðvísurnar en um hitt. Því bið ég rnl og kref kóngsins um- boðsmenn 1 þeirri sýslu, að þeir til setji stað og dag á Helgastöðum í Reykjadal og stefni þangað þeim helztu prestum þar í sýslunni með mínum umboðsmanni, síra Þorsteini Illugasyni, að þetta mál þar rann- sakist löglega. Og sé það s'vo, að þetta mál gengur á síra Illuga, að hann hafi stelpuna strýkt, svo sem hún segir, þá vil ég þeir prestar dæmi það hingað í Skagafjörð á þá prestastefnu, sem haldast skal um fráfæru- leytið eða nokkuð seinna, svo að menn mættu með skynsemi skoða og álíta þetta nýmæli og hrópkveðinna vísna, því að allir vita, að ekki eiga prestar svo að breyta. En hvort straff þar heyri til, það vita menn ekki. 'f' f ■* á* 1 -? 5 - .&• ‘ V Mammon. (Athugagrein Guðbrands biskups um ágirndina). Ágirni og mammon verkar þessa II hluti. Fyrst blindleika og guðsóttaleysi þá manni vel gengur. Það ánnað, nær sorg og mót- gangur kemur að höndum, kemur oss til Guði að neita, frá honum að flýja og ann- ars staðar hjálpar að leita en hjá Guði. Líka sem Kristur varð með þriggja handa freistingu freistaður, (Matth. X.) líka svo hefir Djöfullinn með þessum III freistingum ofsótt og freistað kristna. 1. Fyrst með fátækdóm, hungurofsóknum, svosem skeði á postulanna tíð._________ 2. Með villudómum og ketturum, sem skeði eftir postula tíð. 3. Með ríkdóm, auðæfum, vellyst í klaustr- um og kirkjum, svo sem var í páfadóminum. drós, sem Cania heitir. Hún er frjálsleg og hispurslaus, en lítt leikur hún töfra- brögð ástleitninnar á þessu sviði. Helzt væri það þegar hún lætur Corbaccio gamla meta skartgripi sína, svo að þessi halti og bogni eymdar- skrakkur með tvær brotnar skögultennur í skoltinum lifn ar við og hugurinn hvarflar um sinn ögn frá peningum og fégrægði. Það atriði er ó- svikið spaug enda farið með af íþrótt. Gestur Pálson leikur dómar ann, virðulegan embættis- mann, þó að honum íörlist réttdæmið. Steindór Hjörleifsson leikur lögregluforingja, annan em- bættismann lýðveldisins í Fen eyjum. Þessi napra ádeila fer senni lega framhjá ýmsum, án þess að þeir geri sér hennar fulla grein. Allir sjá hið spaugi- lega við leikinn, þó að sumir skoði það frekar sem ævin- týri e n mannlífsmynd. Það er af því, aö freistingar heimsins taka fórnarlömb sín hér öðrum tökum en við eig- um helzt a& venjast. Hitt mættum við hugsa um, hvort þess muni engin dæmi, að menn geri börn sín arflaus í einhverju tiliti og jafnvel megi kalla að þeir selji konur sínar. Látum það bíða, þang- að til okkur er sýnt það á áhrifameiiú hátt, sem grípur nær okkur. Hitt munu allir sjá, sem á þennan leik líta, að við eigum góða leikara. Og það er sér- stök ánægja, hve ört fólk bætist nú í þann hóp þar sem ungir og nýir menn bera þungann í hverjum leiknum eftir annan. Vera má, að sumum finnist (Framhald á 7. síðuj.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.