Tíminn - 20.02.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.02.1949, Blaðsíða 5
39. blaff TÍMINN, sunnudaginn 20. febrúar 1949 5 , Sunnud* 20. fehr.. Iðnskóli í sveií Frumvarpið um iðnskóla i sveit er ekki lengur neitt ný- mæli. Þó hafa umræður um málið að mestu legið niðri um hríð og líklegt virðist. að ýmsir hafi engan veginn átt- að sig á því enn hvað merki- legt mál er hér á ferð. Bygging/lrþörfin úti um land er svo mikil, að nauð- syn er að útvega menn til að mæta henni. Sú þörf er ekki neitt stundarfyrirbæri. Byggingafróðir menn hafa hafa framtíoarverkefni, lífs- störf í sveitum og kauptún- um. Segja má, að vísu að iðn- skóli í sveit tryggi það ekki, J að þeir sem þar læra, verði jafnan siðan i sveitum. Þó er það auðséð, að allt annað er viðhorf þeirra, sem þar hafa lært, en þeirra, sem bún; ir eru að vinna í fjögur ár í Reykjavík og þvingaðir eru til heimilisfestu þar. Auk þess er það vitanlega aðalat- riði þessa máls, að nóg sé til af mönnum með verklega kunnáttu til að mæta þörf þj óðarinnar. í öðru lagi er þetta frum- varp merkileg nýjung vegna þess, að það tengir hina al- mennu skólaskyldu og skóla- fræðslu við verklegt nám og iðnréttindi. Með þessu frum- varpi er stigið fyrsta sporiö til að gera verklegt nám al- menna skólaundirbúning að lífsstarfi þannig, að þjóð- félagið viðurkenni það. Með því móti er verklega námið gert eins veglegt og bóklega námið að því leyti. að það er á sinn hátt und>búningur að prófi, sem veitir atvinnu- réttindi. Þó að iðnskóli sá, sem frum varpið gerir ráð fyrir, verði lítil stofnun og tæki aðeins við 30 mönnum á ári, er hann engu að síður merkileg nýj- ung og tilraun á þessu sviði. Verði af honum góð reynsla mun það fylgja á eftir að verknám hinna almennu skóla verði undirbúningur iðn náms og iðnréttinda á öðrum sviðum líka, svo að hundruð manna geti árlega farið þá leið. Slíkt heyrir framtíðinni til og er ekki til umræðu á þessu stigi, þó að vel megi hugsa sér þá þróun, þegar fengin er reynsla til að byggja á. Hér er því um að ræða til- raun, sem margt bendir til að muni geta valdið fullkomn um straumhvörfum í skóla- málum þjóðarinnar, að því er snertir verklegt nám í sam bandi við almenna skóla- pkyldu við iðnfræðsluna al- mennt. Þó á þao ekki við á þessu stigi málsins að full- yrða neitt um framhaldið. Þar eru skoðanir að sjálf- sögðu skiptar. En hitt ættu allir að geta verið sammála um, að þetta sé tilraun, sem verði að gera flj ótt og á henni megi svo byggja það, sem síð- ar verður gert. Ekki þarf að fjölyrða um þá fásinnu, að vilja halda öllu iðnnámi í viðjum þess mið- aldarskipulags, sem tíðkast hefir, þar sem nemandinn er skyldur til að vera sinn fjögra ára námstíma, án alls tillits til kunnáttu áður en ERLENT YFIRLIT: ÖryggSsmá! Danmerkur Leiðíffig’aB* líiííísp.yrmílireyfingarisíiiíír. sein sfarfaHI á strítSsárnnuna, sej“'ja þjjóðinm álit sitt Eins og skýrt var frá í seinast blaði, hafa 39 menn, sem stóðu fremstir í mótspyrnuhreyfingunni ciönsku, nýlega birt ávarp í til- efni af umræðum um Atlantsliafs- bandalagið svonefnda. Menn þessir eru úr öllum stjórnmálaflokkum landsins, nema kommúnistaflokkn um, og eru meðal þeirra allir aðal- leiðtogar mótspyrnuhreyfingarinn- ar frá tímum hernámsins. Hér á eítir verður efni þessa á- varps rakið í aðaidráttum: Örlagaríkt val. Danir eiga val fyrir höndum áður en langur tími líður. En hversvegna er það ekkert undirbúið? Hversvegna höfum við ekkert heyrt um það? Þjóðin verð- ur þó að fá aðstöðu til þess að geta markað sér ákveðna stefnu. Þetta er ekki val milli Hedtofts og Knud Kristensens. Ef svo væri, myndi vera búið að berja kosn- ingatrumbumar vikum saman. Þetta er val um það, hvort Dan- mörk skuli í baráttunni milli lýð- ræðis og einræðis skipa sér undir merki lýðræðisins eða vera hlut- laus. Það er val um það, hvort Danmörk skuli á þessum uggvæn- legu timum leita sér öryggis með samstarfi við voldugusta stórveldi heimsins, sem hún er að miklu leyti sammáia, — eða hvort við, sem búum við landamæri lýðræðis og einræðis, eigum að treysta því, að það verði okkur meira öryggi, ef við stýrum einir hinni litlu fleytu okkar í von um, að hrópið: Við erum hlutlausir, skuli fá vænt anlega árásaraðila til að hætta við fyrirætlun sína. Slíkt val getur vitanlega ekki raskað sálarjafn- vægi manna! Mótspyrnuhreyfingin og hlutleysiff. Þetta er val um það, hvort við eigum að marka okkur stefnu með þeim þjóðum, sem hafa sömu hug sjónir og menningu og við — eða hvort við eigum að svífa einhvers j staðar í lausu lofti á milli deilu- j aðilanna. Það eitt að segja það, að við séum ekki andlega hlut- lausir, er sama og að reka tunguna út úr sér og draga dár að þeim, sem koma til með að fórna lífi sínu. Þegar mótspyrnuhreyfingin tók þátt í stjórnarmyndun eftir her- námið, svo að auðveldara yrði að koma á ró og reglu í landinu, var það eindregið skilyrði hennar, að hlutleysi Danmerkur væri endan- lega úr sögunni og Danir yrðu hik- laust að taka þátt í alþjóðlegum samtökum. Gangur málanna hefir orðið ann ar en við gerðum okkur von um þá. Þau samtök, er við gerðum okk- ur vonir um, hafa raunverulega ekki náð til annara en lýðræðis- ríkjanna. En það breytir ekki skoð- un okkar. Sú stjórn, sem var mynd uð 5. mai 1945, hefði aldrei komizt á, ef við hefðum álitið, að það skyldi sýna sig 3—4 árum seinna, að i utanríkismálum hefðum við ekkert lært og engu gleymt. Samvinna Norðurlanda. Það er að vísu ofmælt, að ekkert hafi lærzt og ekkert gleymzt. Menn hafa séð nauðsyn þess, að Skand- inavía stæði saman. En hvaða ör- yggi veitir skandinavísk samvinna á þeim tímum, sem nú fara í hönd? Það, sem hefði nægt fyrir seinustu styrjöld, getur verið ófullnægjandi nú. Álit okkar er: Eins viðtækt skandinavískt samstarf og mögu- legt er. Það myndi tryggja okkur mjög, ef leiðir Norðurlanda skildu. Hin norræna samvinry má hins vegar ekki verða til þess, að Dan- mörk og Noregur. er hlotið hafa svo dýrkeypta reynzlu, skuldbindi sig til þess að gleyma því, sem þau hafa lært, og vinni það til sam- starfsins við Svíþjóð, sem ekki hef ir hlotiö slika reynzlu og þekkir því enn ekki þann heim, sem við lifum 1. Það virðist eins og um tvennt sé að velja vegna hinnar ein- dregnu synjunar Svía, að þeir taki ekki þátt í Atlantshafsbandalagi. Annarsvegar er norræn hernaðar- samvinna á grundvelli hlutleysisins eða samstaða Danmerkur og Nor- egs með öðrum lýðræðisþjóðum. Sú kenning er hin háskalegasta, að við eigum ekki að taka beinan þátt í Atlantshafsbandalaginu, en samt tryggja okkur vopn og sam- úð vesturveldanna. Trúir nokkur því, að Rússum verði þá talin trú um, að við séum hlutlausir, eða vesturveldunum um það, að við fylgjum þeim? Öryggi Danmerkur og Atlantshafsbandalagið. Af tveimur ástæðum tökum við hiklausa afstöðu: 1. Vegna öryggis Danmerkur. Við álítum, að það reynist Danmörku mest öryggi, að sú skoðun skapist að ekki sé hægt að hernema landið þegjandi og hljóðalaust, — heldur muni slík árás leiða til stórstyrj aldar. Það, sem hefir gerzt eftir 1945, minnir okkur alltof mikið á framferði Hitlers, er rændi einu lambinu eftir annað úr hópnum án þess að lenda í viðureign við hann allan. Það verður að vera ljóst, að árás á Danmörku sé árás á allar lýðræðisþjóðirnar. Sú trygg ing fæst með þátttöku í Atlants hafsbandalaginu. Styrkur og samstarf lýðræðis- þjóðanna er bezta trygging þess, að friðurinn haldist. Þeir, sem á- líta, að þeir geti fengið þetta ör yggi á kostnað annara, setja sjálfa sig í mesta hættu. Ennfremur ber mönnum að gera sér þetta ljóst: Hernaöarlega öflug, Gustav Iíasmussen utanríkisráð herra Dana en hlutlaus Norðurlönd er óska- draumur. Hergögn þau, sem Dan- mörk og Noregur þarfnast, er að- eins hægt að fá í Bandaríkjunum. Ef við erum í Atlantshafsbandalag inu, getum við fengið vopn, ásamt Englandi, Prakklandi, Hollandi og Belgíu. Séum við hlutlausir eða hálfhlutlausir fáum við vopnin fyrst, þegar búið er að fullnægja þörfum hinna. Sannleikur og réttlæti. 2. Önnur ástæðan fyrir afstöðu okkar — það væri kannske bezt að nefna hana ekki, því að margir álíta, að utanríkismálum og sið- ferðiskenningum eigi ekki að blanda saman. Fyrir þá, sem þann ig hugsa, getur fyrri ástæðan verið nægileg. Við segjum þó, að alveg eins nú og á hernámsárunum sé (Framhald á 6. síðu). hann byrjar námstímann, meðfædda hæfileika og dugn- aðar- og samvizkusemi við nám. Það er þó alveg sérstakt og myndi verða illa tekið á öðrum sviðum, ef ákveðinn væri þannig lögbundinn lág- markstími, hvað góðir náms- menn sem ættu í hlut. Það ættu ekki að vera skipt ar skoðanir um það, að þessi skóli í húsasmíðum er nauð- syn, og slíka menntun ættu menn að fá einhversstaðar utan Reykjavíkur. Þess er því að vænta, að málið njóti nú fyrri umræðna og fái fljóta og góða afgreiðslu á þinginu og verði gert að lögum strax á Jiessum vetri. Þjóðinni verður það áreið- anlega ekki dýrara, að hafa þessa tilhögun á húsasmíða námi þeirra, sem eiga að hafa það lífsstarf að byggja úti um land, heldur en það ólag, sem á byggingarmálunum hefir verið um hríð. Það er dýrt að vera lengur án þessa skóla. Raddir nábáanna Þjóðviljinn ræðir um tog- arastöðvunina í forustugrein sinni í gær og segir m. a.: „Á þessu ári brást síldin. Hins vegar öfluðu togararnir vel og sölur þeirra voru þaðan af betri. í ár er starfsemi þeirra mikil- vægari en nokkru sinni fyrr sök Leiðinleg gjafa- beiðni Þjóðviljinn gerir sér nú orffiff tíðrætt um þaff, aff rík- isstjórnin fari í betliferðalög j til Bandaríkjanna. Mun þar átt viff Marshallhjálpina og þó einkum þaff, að stjórnin j mun hafa farið fram á, að fá framlög án endurgjalds á j grundvelli hennar. J Flestum fslendingum mun áreiðanlega koma saman um, aff þaff séu þungbær spor fyr- ir þjóðina aff þurfa að biðja um gjafir á grundvelli Mars- hallhjálparinnar. Svo mikill hafi gróffi hennar verið á stríffsárunum, að hún hefði ekki átt aff þurfa aff biffja um slíka aðstoff einum f jórum ár- um eftir stríðslokin. f þess- um efnum ætti hún að hafa samstöðu meff þjóðum eins og Svíum og Svisslendingum, er sluppu viff tjón af völdum styrjaldarinnar, en ekki að skipa sér á bekk meff þeim, sem misstu meira og minna af atvinnutækjum sínum óg öffrum mannvirkjum á stríffs- árunum. Hinu þýðir hinsvegar ekki aff neita, að svona raunalega er fjármálum þjóðarinnar komiff, að aðstaða hennar er nú litlu betri en þeirra þjóða, sem urðu harffast úti á stríffs- árunum. Raunar stendur at- vinnulíf hennar jafnvel enn valtari fótum. Hvernig hefir slikt mátt ske? Hvað veldur þessum ó- skaplegu óförum? Sú saga er í stuttu máli þessi: Rétt áður en styrjöldinni lauk, fékk þjóðin nýja ríkis- stjórn. Þá var þjóðin hlut- fallslega auðugri af erlendum gjaldeyri en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Erlendar inn- eignir hennar, sem vitaff var um, námu þá nær 600 millj. kr. Gjaldeyristekjurnar héldu líka áfram að vera mjög ríf- legar, svo að alls hafði áður- nefnd stjórn, sem sat að völd- um í tvö ár, um 1300 millj. um þess aff síldin brást, og öllu hr. erlends gjaldeyris til ráð- máli skipti, aff þeir yrffu reknir j stöfunar. Allri þessari upp- af fullum krafti. I>á gerist þaff ^ hæff var þó eytt og ráffstaf- að-fámenn milljóneraklíka ger- j að, þegar hún lét af völdum, ir samsæri um að binda þessi Og raunar meiru til. Þjóðin framleiðslutæki við landsteina í því skyni einu aff ráðast á Iífs- kjör starfsmanna sinna, þrátt fyrir óhcmjugróffa sömu millj- ónera á undanförnum árum. En nú er ekki talað um „skemmdar starfscmi gagnvart atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar“ í Al- þýðublaffinu og Morgunblaffinu-, nú er ekki minnzt á erlendar fyrirskipanir effa samsæri gegn atvinnuvegunum! Nú er þagaff af fullri virðingu fyrir milljóna- klíkunni, sem stöðvar atvinnu- vegina í von um aff geta arff- rænt íslenzku þjóðina enn meir en áffur“. Ljót er lýsing Þjóðviljans á „milljóneraklíkunni", sem ræður yfir togurunum, og æði mikið ólík því, sem Þjóðvilj- inn sagði um þetta sama fólk á árunum 1944—’46. Þá var samstarfið við þessa klíku tal in hin mesta þjóðarnauðsyn og það talið alveg sjálfsagður hlutur, að hún fengi umráð yfir nýju togurunum. Skyldi tónn Þjóðviljans um þessa „klíku“ lika ekki geta breytzt aftur, ef hún vildi gera verzl- un við hann á ný? Þjóðvilj- inn hefir játaö, að það er hægt aö fá hann fyrir lítið til þess að þegja. stóff þá uppi jafnvel enn gjaldeyrisfátækari en hún hafði verið á verstu kreppu- árunum fyrir stríffiff. En fór ekki þessi mikli gjaldeyrir til gagnlegra hluta, svo aff þjóðin stæði af þeim ástæðum miklu betur að vígi en ella? Svarið við þeirri spurningu er í stuttu máli þetta: Um 300 millj. króna var variff til að endurnýja skipastólinn, en raunverulega ekki til að auka hann, eins og sést á því, að þjóðin á nú ekki fleiri togara en hún hefir átt oft áður. Nokkur hluti þess- arar fjárhæðar fór til ann- arra framkvæmda. En megin- hluti gjaldeyrisins cða um 1000 millj. kr. fór til venju- legrar eyðslu á þessum tveim ur árum.Bróðurpartinn fluttu fjárbrallsmenn úr landi og földu þar sem einkaeign sína. Þegar núverandi stjórn tók við, var því ástandiff þannig, að þjóðin átti enga gjaldeyr- issjóði, en fjölmargar stór- framkvæmdir voru ófullgerð- ar (rafvirkjanir, áburðar- verksmiðja, sementsverk- smiðja, fjölgun togaranna). Auffveldlega hefði mátt fá (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.