Tíminn - 20.02.1949, Qupperneq 8
„ERLENT YFIRL1T“ í dafl:
Örytfgismál Danmerkur
33. árg.
Reykjavík
20. febrúar 1949
39. b!að
Sveinn Björnsson
forseti veiknr
Forseti íslands, herra
Sveinn Björnsson, veiktist
af lungnabólgu í fyrradag.
í gærkvöldi var hann þó á
batavegi, a3 því er lækn-
ar töldu.
'jarval opnaði málverkasýningu í sýning-
arskála myndlistarmanna í gær
igar I
arfélagstRs lagðir
fram
Reikningar BúnaSarfélags
íslands tvö síðustu árin voru
til umræðu á Búnaðarþingi í
gær, og fylgdu Gunnar Árna-
son, gjaldkeri félagsins, og
Steingrímur Steinþórsson bún
aðarmálastjóri þeim úr hlaði.
Sigurður Jónsson frá Staf-
felli er nú kominn til búnað-
arþings. Kom hann með vél-
skipinu Ingvari Guðjónssyni,
eftir að hafa beðið ferðar í
Höfn í Hornafirði í hálfan
mánuð.
Vesímaonaeyinga-
félagið í Reykjavík
gefur Landakirkju
5 Jmsund kr.
Vestmanneyingafélagið í
Reykjavík gaf nýlega fimm
þúsund krónur til Landa-
kirkju i Eyjum, og átti það fé
að renna til skreytingar á
kirkjunni eða hljóðfæra-
kaupa.
Nú hefir verið ákveðið, að
féð renni í hljóðfsrakaupa-
sjóð, sem talsvert fé var í fyr
ir. Stendur nú aðeins á nauð
synlegum leyfum til þess að
kaupa nýtt orgel handa kirkj
unni.
Sýnlr þsir 63 málverk, seits orHið ðiafa til á
ýmsijiai tísiiim, en ekkert fseirra er til söln
Revkvíkingar urðu fyrir miklu happi í gær. Fremsti list-
málari þjóðarinnar, Jóhannés Sveinsson Kjarval opnaði mál-
verkasýningu, þar sem sýndar eru 63 myndir, sem eru hver
rnnarri fegurri. Opnun þessarar sýningar kom flestum á
övart, þar sem ekki hafði frétzt, að Kjarval ætlaði að halda
sýningu. En Kjarval er vanur að koma mönnum á óvart, svo
rð það myndi koma fólki á óvart, ef hann gerði það ekki.
Blaðamaour frá Tímanum fór á fund Kjarvals mn fimm-
leytið í gær, þegar sýningin var opnuð, og átti við liann stutt
íal um sýninguna og margt fleira.
Svisslendingar taka
ekki þátt í neinum
hernaðarsamtökum
Svisslsndingar hafa lýst yf-
ir því, að þeir muni hvorki
taka þátt í Evrópuráðinu né
neinu bandalagi hernaðarlega
éðlis. Hins vegar séu þeir fús-
ir til þátttöku um mál, sem
séu menningarlegs eða við--
skiptalegs eðlis.
lag fysirhugað?
Komizt hefir á kreik orð-
rómur um það, að fyrirhugað
sé að stofna Miðjarðarhafs-
bandalag, er síðan verði tengt
við Atlantsliafsbandalagið fyr
irhugaða.
Munu tyrkneskir erindrek-
ar hafa átt um þetta viðræð-
ur við brezka stjórnmála-
menn.
Listamaðurinn var auð-
þekktur úr hinum fjölmenna
hóp, sem komimí var í sýning
arskálanum, skömmu eftir að
sýningin var opnuð í gær.
Hann gekk á milli kunningj-
anna berhöfðaður og í sól-
skinsskapi, heilsaði þeim og
klappaði. Hann var rétt bú-
inn að sleppa penslinum, þeg-
ar fyrstu gestirnir komu, og
honum hafði ekki unnizt tími
til að þurrka litina af hönd-
unum og var ennþá í mál-
arafrakkanum sínum. Hann
var þarna slettóttur upp yfir
höfuð, rétt eins og málarar
eiga að vera, en ekki prúðbú-
inn með hvítan flibba, eins og
miklir listamenn eiga ekki að
vera á hátíðlegum augnablik-
um.
Lítillátur listamaður.
— Jú, segir Kjarval um leið
og hann tekur af sér gleraug-
un, heldur þeim lárétt út frá
sér og horfir þungbrýnn fram
í salinn. Svona getur enginn
maður horft nema Kjarval,
þessi meistari lita og drátta.
— Jú, þú ættir að setja eitt
fyrir mig í blaðið, — það að
ég uggði ekki að mér í dag og
vissi ekki hvað timanum leið
og varð svo of seinn með að
ná í alla vini mína. Það voru
nokkrir vinir mlnir, sem ég
gat ekki hringt til og boðið að
koma klukkan fjögur. Eigin-
lega hafði ég í ógáti fallizt
á að opna í dag. Ég var um
annað að hugsa, þegar ég aug
lýsti, svo að ég var ekki bú-
inn að sýna þetta einka-
vinum mínum, sem ég þurfti
að láta krítisera málverkin
hjá mér og segja mér, hvort
þau væru sýningarhæf.
Svona er mesti listamálari
íslenzku þjóðarinnar lítillát-
ur. Hann er ekki viss um, að
einhvert allra fegursta mynda
safn, sem hér hefir sézt, sé
boðlegt. Þetta lítillæti er aðals
merki sannra listamanna.
Hvað eru myndirnar margar?
— Já, hvað myndirnar eru
margar. Kjarval setzt á
áhorfendabekkinn.Hann man
það ekki. En Jón Þorleifs-
son er hérna. Jón! Hvað eru
myndirnar margar? — Hann
segir að númerin séu sextíu
og þrjú, segir svo Kjarval,
brosandi, og lætur á sig gler-
augun með snöggri hand-
sveiflu.
Kjarval segir, að myndirn-
ar hafi orðið til á ýmsum tím
um. Sumar séu með því nýj-
asta, sem hann hafi gert. All
ar eru myndirnar framúrskar
andi fallegar. Einum finnst
þessi fallegust, en öðrum hin.
Margir munu vera sammála
um það, að meðal hinna feg-
urstu sé landlagsmynd úr
Borgarfirði eystra, þó að öðr-
um finnist aðrar fallegri og
hafi kannske jafn mikið til
síns máls.
Kjarval er fús að leyfa, að
tekin sé af honum mynd til
að birta í Tímanum. Komdu
hérna, segir hann þó, og taktu
mynd af þessu og bendir á
stærsta málverkið. Getur
þetta þarna við hliðina ekki
komið með? Jú, það getur það
sem bezt. En ég vil ekki vera
með á myndinni, segir Kjar-
val, það spillir. Þú getur svo
tekið mynd af mér og systur
minni, ásamt ungu fólki hér
í salnum. En systirin vill ekki
að birt sé mynd af sér í blaði.
„Það er bezt við eigum þessar
myndir allar sameiginlega.“
Rétt í þessu kemur feitlag-
inn, lítill maður til lista-
mannsins og biður um að fá
að kaupa mynd. Það er ekki
hægt, svarar Kjarval. Hér eru
engar myndir til sölu, og auk
þess er ég búinn að lofa þess-
ari mynd, ef ég sel hana. Það
ætlar maður að kaupa hana
fyrir þrjú hundruð þús. ef ég
I vil selja hana, segir Kjarval og
; skellihlær, svo að heyrist um
; allan sýningarskálann. Menn
; hrökkva upp frá því að skoða
myndir úti um allan sal, því
að listamaðurinn kemur þeim
á óvart. Feitlagni maðurinn
dregur sig í hlé, en Kjarval
þrífur í öxlina á honum, dreg
ur hann að sér og spyr: —
Hver ert þú eiginlega? Hann
fær að vita það, og þeir kveðj
ast með virktum.
— Það truflar sýninguna,
segir Kjarval, að hafa mynd-
ir til sölu. Það er bezt að við
eigum þessar myndir allar
sameiginlega, bætir hann við.
„Ég hefi gleymt að hafa
fastaskipti.“
Það kemur fleira og fleira
fólk í salinn, og gestirnir
stara í undrun og aðdáun á
listaverkin og furða sig á því,
að mannlegt ímyndunarafl og
hendi dauðlegs manns skuli
geta skapað svo hreina og
sanna list.
Og þegar allt er orðið fullt
af fólki, lítur Kjarval í kring-
um sig og heldur stutta ræðu:
— Nú hver andskotinn, ég hef
gleymt að hafa fataskipti.
Hann lítur á hendurnar, sem
Lange biríir skýrslu
Lange, untaríkismálaráð-
herra Norðmanna, birti í gær
á flokksþingi verkamanna-
flokksins norska, yfirlýsingu
um viðræður þær, sem hann
átti við Bevin og Achenson.
Sú yfirlýsing var þó óljós.
Hins vegar lýsti hann yfir
þeirri stefnu norsku stjórnar-
innar að taka þátt í samstarfi
engilsaxnesku þjóðarinnar.
Talsverð andstaöa er gegn
því innan verkamannaflokks
ins, að Norðmenn hraði sér
að taka ákvörðun í þessu máli,
og hefir stjórnin sætt allmikl
um andróðri.
v
Alíee prinsessa af Batíenberg:, móð
ir Philips hertoga af Edinborg. er
nunna í grísk-kaþólsku klaustri á
eynni Tenes. Svona lítur sú eðla
frú út í nunnubúningnum.
Járnbrautarslys í
Norður-Frakklandi
27 menn fórust og að
minnsta kosti þrjátíu særð-
ust, er hraölest og eimreið
rákust saman í Norður-Frakk
landi.
skreyttar eru málningarslett
um og á frakkann, sem er
með sömu ummerkjum. Ég
sé, að þið eruð öll svo fín, aö
ég verð að fara heim, og ef
til vill hefi ég fataskipti. Og
það skiptir engum togum, að
Kjarval er rokinn út úr sýn-
ingarsalnum og skilur mynd-
irnar sínar einar eftir hjá
ókunnugu fólkinu. — Kjarval
kemur mönnum á óvart og
opnar sýningu, þegar enginn
á von á jafn óvæntu happ>,
og menn eru jafnvel farnir
að sætta sig við ótið, aflabrest
j og hvers kyns óáran. Og nú
rýkur hann burt.
! Lýst eftir húsi.
! En hvernig var það? Var
ekki einu sinni samþykkt á
alþingi af fulltrúum þjóðar-
innar, að þjóðin sjálf ætti að
fá leyfi til að byggja hús yfir
Kjarval og listaverkin hans,
svo að hún gæti átt þau nieð
honum, eins og hann vill
helzt, en þurfi ekki að selja
þau vinum sínum, sem gera
þau blökk af reykjarsvælu í
þægilegum stofum á minna
en einum mannsaldri? Þetta
var meira að segja samþykkt
að eindregnari vilja þjóðar-
innar en flest annað, sem sam
þykkt hefir verið á íslandi. —
Þó heyrist ekki, að byrjað sé
að byggja húsið. Og þó er bú-
ið að byggja ærið mörg og
stór hús á íslandi, síðan þetta
var samþykkt.
Hvorki fugl né
fiskur”, segir
Coually
Acheson ræddi í gær við full
trúa sex ríkja um frumdrög
Atlantshafssáttmálans. Álitið
er, að Acheson hafi þar skýrt
frá þeim umræðum, sem átt
hafi sér stað í utanríkismála-
nefnd öldungaöeildar banda-
ríska þingsins. Raunar hafði
Conally, formaður þeirrar
nefndar, áður sagt, að þær til
lögur, sem lagðar voru fyrir
utanríkismálanefndina, hafi
hvorki verið fugl né fiskur og
þurfti mikilla breytinga við
til þess að vera viðunandi fyr
ir Bandaríkin.
Fiskimálaráðstefnu
í Washington lokið
Nýlega er lokið alþjóða-
fiskimálaráðstefnu í Washing
ton. Sátu hana fulltrúar ell-
efu ríkja við norðanvert
Atlantshaf, þar á meðal þrír
íslenzkir fulltrúar, Thor
Thor sendiherra, Árni Frið-
riksson fiskifræðingur og
Hans G. Andersen þjóðréttar
fræðingur.
Að ráðstefnunni lokinni
var undirritaður samningur
um verndun fiskimiða og
fleira, en þó staðfest, að
samningurinn hefði engin á-
hrif á kröfur einstakra strand
ríkja um víðáttu landhelgi og
lögsögn yfir fiskimiðutn.
| Aðalfundur mið-1
| stjórnar Fram- |
j sóknarflokksins I
| hefst á morgun I
i Aðalfundur miðstjórnar \
\ Framsóknarfl, verður seít- i
| ur næstkomandi mánudag \
I kí. 4,30 í samkomusal Eddu i
i liússins, Lindargötu 9a. Mið i
1 stjórnarmenn og vara- i
| menn v.itji aðgöngumiða í i
i skrifstofu flokksins á i
1 mánudag. Ennfremur geta |
; stjórnir Framsóknarfélag- |
| anna og fulltrúaráffsmenn \
| vitjað aðgöngumiða á sama i
i staff, ef þeir óska að sitja f
i fundinn. i
imiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiHiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiii'