Tíminn - 25.02.1949, Page 4

Tíminn - 25.02.1949, Page 4
TMINN, föstudaginn 25. febrúar 1949 43. blað „Að sjálfsögðu tilhæfulaus ósannindi" ' Morgunblaðið birtir fyrri, rjmmtudag forustugrein, sem á að vissu leyti að vera svar viö því, sem ég . aafði sagt um afgreiðslu Al- þingis á þingsályktunartil- í iögu Sjálfstæðismannanna nn jeppainnflutninginn. Seg ‘:ir blaðið þar ag ég hafi, farið með „tilhæfulaus ósann \ndi“. I Mér þykir hlýða að gera af af þessu tilefni nokkra at- nugun á réttdæmi Morgun- blaðsins og ályktunum. : Þau orð mín, sem Mbl. kall ar „tilhæfulaus ósannindi“ .nunu vera þessi: Umræðun- rnn „lauk með yfirlýsingu að alflutningsmanns annarar I úllögunnar um það, að þetta i?æri nú raunar markleysa og yrði innflutningurinn vit anlega að ráðast eftir gjald eyrisástæðum og annari pörf“. j Nú skal það að vísu játað, ið sú yfirlýsing, sem hér er /ikið að, var ekki það allra - síðasta, sem talað var um nálið. Það kynni því að mega ; segja, að umræðunum hefði íkki lokið með henni og skal íg fallast á, að þetta mætti jrða nákvæmar. En um yfir- éýsinguna er annars þessi iaga: Þegar álit allsherjarnefnd ar var til umræðu, talaði við skiptamálaráðherra gegn pví, að Alþingi tæki þannig iram fyrir hendurnar á fjár- aagsráði, sem það hefði með lögum falið að annast inn- ilutningsmálin. Færði hann :ök að því, að illt væri að sjá hvar það næmi staðar, ef Alþingi gerði jafnan slík- ar ályktanir um vöruflokka og tegundir, sem einhverjum pingmanni þætti æskilegt að iuka innflutning á, og væri i engan hátt tryggt, að þar væri höfð sú yfirsýn sem aauðsyn krefði. Ráðherrann jskaði þess að fá að tala við aefndina, áður en málið yrði ifgreitt. Þetta mun hafa verið 21. ;,anúar. Málið kom svo enn xil umræðu 2. febrúar. Þá aafði Sigurður Bjarnason orð ryrir nefndinni og fórust orð i þessa leið: „Allsherjarnefnd hefir aaft fund um málið að nýju og óskað viðtals við hæst- /irtan viðskiptamálaráð- áer-ra. — — — Nefndin ræddi sem sagt /ið hæstvirtan ráðherra, og . varð að ráði, að annaðhvort rlytti hún breytingartillögu á þá lund, að því væri skotið inn, að tala innfluttra jeppa . bifreiða . skyldi vera sú, sem cillagan gerir ráð fyrir, ef gjaldeyrisástæður leyfðu, eða þá að því væri lýst yfir, þ.ð aefndin ætlaðist ekki til ann , ars en að tillagan yrði fram , kvæmd eftir því, sem gjald- eyrisgetan leyfði, og varð að . ráði að koma svo til móts við hsestvirtan ráðherra, að hæst virt ríkisstjórn væri ekki Öundin við meiri innflutning en gjaldeyrisástæður leyfðu. Þessu lýsi ég hér með yfir fyrir hönd nefndarinnar og vænti þess, að þar með sé komið til móts við hæstvirt- Eftir Halldór Kristjánsson. an ráðherra". Ég geri nú ráð fyrir því, að flestir hinir dómbærari lesendur, greindara og hóf- sarhara fólkið, muni fallast á það, sem ég hafði sagt: „Ályktun Alþingis er fróm ósk um það, að leyft verði að flytja inn sem mest af þessum vörum eftir því, sem ástæður að öðru leyti leyfa. Vitanlega eru slíkar ályktan- ir fullkomin markleysa, því að engin innflutningsyfir- völd myndu amast við slík- um innkaupum, ef þau hefðu eitthvað aflögu til þeirra“. ‘ Hér var með afgreiðslu Al- þingis málið lagt í hendur þeirra, sem höfðu það áður, og þeim sagt að ráða sjálfir, en ef þeim finndist að þeir hefðu einhvern gjaldeyri af- lögu, svo að þeir þyrftu ekki að ráðstafa honum öðruvísi, þá ættu þeir samt að lofa jeppunum að verða sjö hundr uð og fimmtíu. Þessa afgreiðslu kallaði ég markleysu. Morgunblaðið seg ir: „Að sjálfsögðu eru þetta tilhæfulaus ósannindi“. Hverju skyldi blaðið halda að þessi tillaga með yfirlýs- ingu Sigurðar Bj arnasonar breyti? Skyldi húri eiga að breyta skoðun fjárhagsráðs? Ætli hún hafi snúið séra Magnúsi? Mér hefir farið eins og fleirum, að finnast stundum fátt'um rökvísí og ályktanir Gísla Jónssonár. En einn kemur öðrum meiri. Hér hef ir Mbl. komizt niður fyrir Gísla. Hann talaði eftir að Sigurður Bjarnason hafði gefið yfirlýsingu sína. Ég veit ekki hvor þeirra hefir staðið nær því að túlka stefnu flokksins. Þeir munu hafa verið sem næst því, að hafa hálfan þingflokkinn að baki sér hvor. En Gísli sagði þetta meðal annars: „Nú þykir mér risið á nefndinni hafa heldur lækk að eftir að hún hefir rætt við hæstvirtan viðskiptamála ráðherra. Nú eru menn beðn ir að minnast þess þegar at- kvæði eru greidd um þessa tillögu, að um hana eigi ekki að gilda annað eða meira en það, er hæstvirtur viðskipta málaráðherra fór fram á, þegar ég studdi hans mál hér, sem sé að þetta verði gert í samræmi við annan innflutning, það er að segja, ef gjaldeyrir væri til fyrir þessu magni. Það- er látið í hendur hæst virts viðskiptamálaráðherra og fjárhagsráðs að fara með málið eins og þeim aðilum sýnist sjálfum“. • » Þarinig var það beinlínis tekið fram fyrir atkvæða- greiðsluria. að yfirlýsingin þýddi þetta, að málið væri lagt að öllu á vald' fjárhags- ráðs og ríkisstjórnar. Það ýar flokksbróðir Sigurðar Bjarnasonar, sem jók þessu við til skýringar á afgreiðslu málsins. Það var Sjálfstæðis flokkuririri, sem átti þessa rödd. í»að voru menn hans sjálfs, sem litu svona á mál- ið, hvað sem Mbl. er látiö segja hálfum mánuði seinna. Ég hef rakið þetta nokkuð ýtarlega. Mér finnst það nokkuð atriði fyrir blaðales- endur, hversu réttorð blöð- in eru. Þvi má gjarnan þreifa ögn um máttarviði þá, sem eiga að bera uppi þjóðmála- | skoðanir venjulegra Morgun ’ blaðslesenda. Þau sprek eru næsta hrörleg. Það er vorkunnarmál, þó að Sigurður Bjarnason vilji , helzt sem minnst úr yfirlýs- | ingu sinni gera. Hitt dæmi i ég ekki um, hvort hann hafi | svo fátt sér til ágætis, aö' hann verði að tjalda þessari þingsályktun sem einhverju' sérstöku aðalsmerki, svo sem hann virðist vilja reyna. Sú var tíðin, að Alþingi á íslandi samdi bænaskrár til að senda kónginum í Dan- mörku. Finnst ekki fleirum en mér, að það sé mark- leysa þó að Alþingi sendi fjár hagsráði bænaskrá, þegar sú orðsending fylgir með, að það skuli nú samt fara sínu fram og ekki taka þetta öðru vísi en bendingu? Það skal ekki rætt í þessari grein hvaða ráð Sjálfstæðis flokkirrinn hafði og hefir enn til að koma fram sam- þykktum landsfundar síns um innflutningsmál. Hann hefir sýnt alþjóð hve mikils þingflokkurinn metur það, sem verið er aö álykta á slíkum samkomum. Undar- legast við það allt saman er þó það, að samþykktir lands fundarins voru samdar suður í Reykjavík og engin breyt- ingartillaga eða sjálfstæð til laga kom fram frá fundar- mönnum sjálfum, annað en sá grautur, sem færður var upp úr dallinum að sunnan á diska nefndanna. Það er því athyglisvert, að tillögurn ar, sem flokksstjórnin lét semja, eru aðeins til að gleðja fundarmennina nyrðra, en trúnaðarmenn flokksins í höfuðborginni fussa og sveia og hafa þær að engu. Þetta er fróðlegt að athuga til skilnings á flokks legum vinnubrögðum, en annars önnur saga en hér er rædd. Sjálfstæðisflokkurinn skipt ist í tvennt og annar hlutinn flytur tillöguna um jeppa- innflutninginn. Mbl. segir, að þar séu sjálfstæðismenn að framkvæma „stefnu“ landsfundarins mikla. Hinn helmingur flokksins er mál- inu andvígur, en sá hluti flokksins þykir Mbl. lítillar frásögu verður. Þetta er þó ekki nóg. Sá hlutinn, sem flutti jeppatillöguna, þarf að draga úr henni. Því segir Sigurður Bjarnason, að hann ætlist „ekki til annars, en að tillagan yrði framkvæmd eftir því, sem gjaldeyrisgetan leyfði“. Og þetta áréttar annar kappi flokksins, með því að segja berum orðum: „Það er látið í hendur hæst virts viðskiptamálaráfðherra (Framhuld á 6. síðu). Stefán Hannesson í Litla- Hvammi sendir hér nokkur orð um áróðurs áfergju. Hann er einn þeirra manna, sem lesið hefir blöð- in heima hjá sér og gefið sér tóm til að hugsa um. þau: „Þótt trygging stórveldanna, Rúss lands, Bretaveldis og Bandaríkj- anna, á hlutleysi íslands væri gef- in, væri hún ekki jafnvirði þess pappírs, sem hún væri skrifuð á,“ ségir Ólafur Thors um áramótin. En hann virðist fulltreysta Banda- ríkjunum einum, loforð þeirra um vernd, í þeim „skelfiiega hildar- leik,“ sem hann gefur í skyn, að sé í vændum, loforði, sem fæstir munu treysta þeim til að halda vel á friðartíma, hvað þá ef í „voða- leik“ slægi. Þessi pólitíska rökfimi er áreiö- anlega nokkuð stök i sinni röð. En svo kemur S. Bj. „aftur og og aftur" með það sem nauðsyn- legast, er „róleg yfirvegun og skyn- semi,“ í >þessu máli. Hann talar um „vikamenn", „óskammfeilnar rót- lausar blekkingar," „fylgifé komm- únista“ og jórtrar: „stríð á hendur 180 milljónum," „með öllum þeim tækjum,“ sem hann hefir til þess. Minnist á „blygðunarlausar blekk- inar,“ „nýja lykt“ og „jóðlar." Þetta er nokkuð gott eftir „rólega yfirvegun." Og „skynsemin" kemur eins og bólan í endanum, á þráðar- leggnum, þar sem hann talar um þá, sem „hóa mönnum saman á fundi" og „ginna fólk, sem hefir enga aðstöðu til þess að dæma um“, en „hafa látið nota sig sem verkfæri til þess að ljúga að þjóð- inni.“ Og — „láta samvizkulausa loddara espa sig til þess að láta eins og flón þegar öryggismál þjóð- arinnar ber á góma.“ Það er mergj- að þetta. Manni kemur til hugar, hvort eigi geti farið likt fyrir ein- hverjum og kerlingunum, sem átu skítinn úr biskupnum, þeirri smekk vísari, er sagði: „Matarbragð er nú að.“ Sennilega ætlast „skynsemin“ til þess. Þeir þurfa ekki „að láta hugsa fyrir sig“, sem taka svona á málun um. Það ásannast, er sagt var við byrjun aldarinnar um ritstjórana: „Danskurinn hefir handa þeim“ o. s. frv. Það ætti að vera öruggt fylgi hjá þeim hluta fólksins, sem léttir sér upp á því að brosa: „Ég hrifist get af lygalaupum og lokaráðum utan frá og fyrir heims- ins hrossakaupum ég húrrað fæ sé róið á.“ En — þó að þjóðin, fólkið í land- inu, sauðsvartur almúginn, hafi áreiðanlega slæma aðstöðu til þess að átti sig í blindbyl áróðursins á þessu máli, þá á fjöldinn og fram- tíð hans mest á hættu og verður sjálfur að ráða fram úr. Hann er ekki „fylgifé". Sæunn gamla skrifar: „Ég á heima í Reykjavík, en í nótt dreymdi mig, að ég væri komin upp í sveit, á æskustöðvar mínar. Þar hagar svo til, að undir hárri hæð eru sléttaðar grundir, en £ hlíðinni eru ótal klettasillur, og mikil náttúrufegurð á sumrum. Þarna voru, oft haldnar skemmti samkomur. — Nú þótti mér í svefn inum við hjónin vera einmitt á einni slíkri skemmtun, og vorum á gangi meðfram hlíðinni, en á öll um sillunum sátu svartir strákar, á stærð við hrafna, og sungu: „dýrðin, dýrðin." Þótti mér ég þá segja: „Hu! Þykjast vera lóur, frið arfuglar!" Og fór að herma eftir þeim með háði í röddinni. En þeir grettu sig, görguðu og gutu augun um, svo að þau urðu eins bg hvítar kúlur, en maðurinn minn sagði: „Blessuð láttu þá eiga sig, þeir eru svo bezt góðir, að enginn skiptí sér af þeim.“ En ég hló aö þeim,. og við það vaknaði ég. Nú heyri ég sagt, að allir góu- draumar séu fyrir veðurfari, og þessi þá einnig, sennilega fyrir út- synningi og jeljagangi, en mig ugg ir, að hann hafi aðra þýðingu. Og nú vildi ég gjarnan heyra álit þitt, Starkaður, um merkingu draumsins." Ekki kann ég drauma að ráða, og veit ekki hvað þessir kynjafugl- ar boða, en þó mætti kannske spyrja nánar um búnað þess- ara blökkumanna er sönginn. þreyttu. En nú geta allir, sem heyra til okkar í baðstofunni reynt affi ráða þennan draum. Starkaður gamli. ktiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiHiiiMiiiiiii* Stúlkur vantar til ýmissa verka. — Uppl. á skrifstofunni. Hótel Borg fiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiB Fryst dilkalifur Kaupið þessa kostafæðu meðan hún fæst. í heildsöiu hjá ! FRYSTIHÚSINU HERÐUBREIÐ Sími 2678

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.