Tíminn - 25.02.1949, Síða 6

Tíminn - 25.02.1949, Síða 6
6 TMINN, föstudaginn 25. febrúar 1949 43. blað Wýja Síc uimiimi- Látum drottinn dæma (Leave Her to Heaven) | Hin tilkomumikla ameríska stór 1 mynd í eðlilegum litum. | I Aðalhlutverk: | Gene Tierneý | 1 Cornel Wild Jeanne Crain = Biinnuð börnum yngri en 14 ára = AUKAMYND: | Fróðleg mynd frá Washington. | 1 Tiuman forseti vinnur embætt- | iseiðinn. Sýnd kl. 5 og 9 A S TALÍF (Kærlighedslængsler) | | Frönsk stórmynd. sem sýnir i | raunveruleika ástarlífsins. Mynd | sem enginn gleymir. | Aðalhlutverk: Constant Rémy Pierre Larquey | . Alice Tissot = Bönnuð innan 16 ára. AUKAMYND: | | Alveg nýjar fréttamyndir. \ Sýnd kl. 5 og 9 Sala hefst kl. 1 e. h. § Sími 6444 uiiiimiimmmmmmmmmiirimimiiiiimiimmmii e Hatfhartfjariarbíc, Blika á loftl (Rage in Heaven) | | Áhrifamikil og vel leikin ame- § | rís kvikmynd gerð eftir skáld- | sögu James Hiltons. | Aðalhlutverk: = Ingrid Bergman Robcrt Montgomery George Sander Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9249 immmmmmmmmmmmmmimmimmmmmmr. Fjairmagn og bú- skapnr i sveit. (Framliald af 5. síðu). nokkurn tíma, að temja sér bannig nýja hætti en ef litið er um öxl og sú þróun, sem átt hefir sér stað er athuguð, átt hefir sér stað, er athuguð, áunnizt á því sviði siðustu ára tugum. Nú skulu menn gera sér ljóst, að hin komandi kyn slóð tekur við mikíum menn- ingarerfðum, sem henni mun reynast ókleift að ávaxta, nema hún beri gæfu til að auka samvinnu sína í stór- um stíl á þeim grundvelli, sem lagður hefir verið. Ef sveitafólkinu tekst að til einka sér þá hagsýni, að það vinni saman svo að ný tæki notist sem bezt, stendur það bæði hagfræðilega og sið- ferðilega vel að vígi, til að heimta opinbera aðstoð til að útvega f jármagn handa land- Jandbúnaðinum. H. Kr. Eig'iukoua að láni (Guest Wife) Sýnd kl. 7 Helgríman (Ansigtet bag Ruden) É Dularfull og spennandi frönsk = sakamálamynd. 1 Aðalhlutverk: Jean Galland Simone Deguyse Sýnd kl. 5 | § Engin sýning kl. 9 ? illllllilillllliiiiiiii*iiiililiiiiiiaiii«iiii*i*aiiiiiailllllll*ill>li "fjarwatbíc Æfintýrabrúð- urin | Afar spennandi og vel leikin i «111111111111 (jatnla Síc iiiiiiimiii Rakarinn frá Sevilla = Hinn heimsfrægi söngleikur 1 G. ROSSINI i Aðalhlutverkin syngja frægustu \ söngvarar Ítalíu: Ferruccio Tagliavini Tito Gobbi Nelly Carradi Italo Tajo = Hljómsveit og kór konunglegu = óperunnar í Rómaborg. | Sýnd kl. 9 Krókur á móti bragði (Out of the Blue) | Virginia Mayo, Turhan Bey = = George Brent og Ann Dvorak É 1 Sýnd kl. 5 og 7 | llllll■■lllll■lllllll•lllllll■■IIIIIIIUM*.l^llllllllllllllll■l•ll■l■ll lllllllllllll 7ripclí-bíc IIIIIIIIIIID Hundaheppni mynd frá Paramount. f (It Shouldn’ happen to a Dog) É = Aðalhlutverk: Olivia X)e Haviland Ray Milland Sonny Tufts | | Skemmtileg og gamansöm ame- I rísk sakamálamynd. E = E | | Aðalhlutverk: É Carole Landis Sýnd kl. 5 7 og 9 Sala hefst kl. 1 e. h. Allyn Joslyn Margo Woode Sýnd kl. 5, 7 og 9 liiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimTimiiiiiiiiiiiiniiiiii r....... #*iafl,íé....................í I HAFNARFIRÐI I LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR sýnir GASLJÓS í kvöld kl. 8,30 Sími 9184 iiiiiitiiiiiiiiH*miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiin»Muii**ii „Að sjálfsögðu tilhæfulaiis ósaimintli“. Sími 1182 1 miiiiiiiiiiiiit.iiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiimiMmiiimiiD skattamál kaupfélaganna. Hvernig sem eftir því er geng ið fæst það ekki til að segja hver þau ummæli eru, sem það vill láta þetta eiga við. Lesendur þess eiga að trúa því í blindni, að Tíminn hafi borið fram falsanir. Hversvegna haldið þið að Mbl. hagi sér svona? Hvers vegna segir það einn daginn tilefnislaust, að Tíminn hafi gert sér upp orð, sem það hafi aldrei haft, og svo ann an dag, þegar rétt er sagt frá þingræðum flokksmanna þess, að sú frásögn sé að sjálfsögðu tilhæfulaus ósann indi? Ég finn þar ekki nema eina skýringu. Hún er sú, að ritstjórn þessa vesæla blaðs finnur til þess, að hún berst fyrir von lausum málstað, og vonir um nokkurn gálgafrest eru við það bundnar, að nógu margir blaðalesendur trúi fullyrðing um þess, þó að þær hafi ekki við neitt að styðjast. (Framliald af 4. síðu). og fjárhagsráðs að fara með málið eins og þeim aðilum sýnist sjálfum". Þannig gerast hlutirnir. En Mbl. segir ekki frá þessu. Þetta segir það að séu „að sjálfsögðu tilhæfulaus ósann indi“. Og svo segir það lang ar sögur um Sjálfstæðisflokk inn, sem er að framkvæma „stefnu“ sína í landbúnað- armálum í samræmi við á- lyktanir landsfundarins. Ég hef fjölyrt svo um þetta vegna þess, að þetta er sýnishorn af málflutningi Mbl. Þessi saga sýnir eðli þess og háttalag. Um það má svo sem nefna fleiri dæmi. Þess er skemmst að minn ast, að það sagði lesendum sínum, að Tíminn hefði fals að eftir sér ummæli- um Mér þarf ekki að bregða við það, þó að Mbl. dragi skáld- skap minn inn í umræður um þjóðmál, svo oft sem það hefir kallað mig sálmaskáld. Þó að ég standi kannske Val tý og Sigurði- Bjarnasyni langt að baki í skáldskapn- um, svo að ég nefni nú ekki Jón Pálmason, finn ég ekki hvað þaö kemur stjórnmál- um við. Ef til vill kjósa þeir að færa umræðurnar frá þjóðmálunum inn á önnur svið, þar sem þeim finnst meiri von um hagstæð mála- lok. Hitt gerir mér ekki til. þó að þeir auglýsi sem mest að þeir séu í vandræðum út úr þeim viðskiptum. En heilræði skal ég gefa þeim, að kjósa sér betri málstað, og munu þá vandræði þeirra þverra. BERNHARD NORDH: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA um steini og horfði síðan ánægður á þessa öryggisráðstöfun sína. Nú mátti björninn koma og þefa og hnusa! Stína var búin að kveikja upp eld og haföi borið mat á borð, er Jónas kom inn, sigri hrósandi, og sagðist vilja sjá þann björn, sem nú brytist inn í seHð. Stína brosti og bauð honum sæti við borðið, og Jónasi fannst hér um bil, að hann hefði unnið fyrir matarbita. Hann gat að minnsta kosti varla hafnað boðinu. Hann hafði verið á fótum síðan klukkan tvö um nóttina, fyrst staðið við slátt til klukkan átta, að honum varð skyndilega ljóst, að hann átti talsvert vantalað við Brand í Björk, siðan hlaupið fjögurra mílna leið yfir fjöll og hálsa og nú síðast.... jæja, ekki hafði nú björninn kostað hann mikla áreynslu, enn sem komið var. Það var þá annað, sem meira hafði reynt á hann. Stína settist við matbprðið hjá Jónasi. Hún var rjóðari en hún átti að sér, en það stafaði kannske af því, að hún hafði verið að bogra við hlóðina. Hún var óðamála og bað Jónas blessaöan að næra sig nú. Jónas mataðist. Þaö var ágæt afsökun, ef stirð var um tungutakið. Því miður varð hann þó að hætta um síðir, og þá komu vandamálin aftur til sögunnar. Það hefði gengt allt öðru máli, ef hann hefði verið einn með einhverri annarri stúlku — sama hvaða stúlku var. Þá var hann viss um, að hann hefði vitað, hvað átti að gera. Það hefði komið af sjálfu sér. En hér var slíku ekki til að dreifa, og hann var meira en þungt hugsi, þegar hann stóð upp frá borðum og þakkaði fyrir sig. Hann tvísté um stund og vissi aldrei í hvorn fótinn hann átti að stíga. Loks tautaði hann eitthvað um það, að hann yrði að hyggja að birninum. Stínu tókst þó að fá hann til þess að setjast niður aftur. Svo flýtti hún sér að taka af borðum. Hún var ekki nærri því eins vandræðaleg og hann, þótt hún vissi upp á hár, að hann var hingað kominn hennar vegna. En Stína myndi ekki hafa verið svona örugg í fasi, ef hún hefði vitað, hvern- ig Jónas hafði hagað sér í nýbyggðunum við Kolturvatnið síðasta misserið. Við Kolturvatn stóð öllum ógn af Jónasi — manninum, sem gerði ævinlega það, sem honum datt í hug. En í augum Stínu var hann aðeins feiminn biðill, sem hyggilegast var að taka ekki of hátíðlega. Að vera ein með honum — það var ekki hættulegt! Að hann beitti ofbeldi? Nei, það dytti Jónasi ekki í hug. Augnaráð hans var ekki þannig. Heimsókn Jónasar var henni samt ekki einskis virði. Það áttu sér ekki allar stúlkur aðdáendur, sem drógu bát margra mílna fjallveg til þess að koma á honum í heim- sókn. Því að það vissi hún, aö Jónas hafði gert. Hún var svo sönn kona, að henni fannst það kitlandi. Hún var ekki heldur eins borginmannleg, þegar hún hafði lokið verkum sínum. Hvar átti hún að setjast? Á bekkinn hjá Jónasi? Nei, ekki við borðið! Það var svo aulalegt. Á þessari þrautastundu kom Jónas auga á strengjahljóð- færi, sem hékk á veggnum. Hann benti á það og spurði, hvort Stína kynni aö spila. Stína greip feginshendi þetta tækifæri til þess að losna úr klípunni. Hún tók hljóðfærið og lagöi það á eldhúSborðið, ásamt boganum og sálmabók. Þetta var langspil, einfalf að gerð og ætlað til þess að leika á það sálmalög. Það var hér um bil einn metri á lengd, tíu eða tólf sentimetrar á breidd og álíka þykkt. Ekki var nema einn strengur á þvi. Ofan á því var fingrafjöl og á henni hakar, sem ákvörðuðu tónana. Á þetta hljóðfæri var þann- ig leikið, að boganum var strokið um strenginn, svo að hann næmi við hökin. Stína hafði opnað sálmabók. Ekki svo að skilja, að hún þyrfti að sjá nóturnar í henni, því að hún kunni lögin utan að. En Jónas varð að fá að sjá, hvernig þessi list var þreytt, t þegar að öllu var farið eftir kúnstarinnar reglum. Hún benti á fáeinar línur, þar sem hvorki voru venjulegur bókstafir ^ né nótnamerki, heldur aðeins tölur, samlagningarmerki og frádráttarmerki. — Maður á bara að þrýsta strengnum niður, eins og þarna er sagt, sagði hún. Sjáðu, svona gerir maður! Hún dró bog- ann yfir strenginn og færði fingur vinstri handarinnar hak af haki. Hún spilaði „Vor guð er borg á bjargi traust.“ Stína hvatti Jónas til að reyna. Hann tók við boganum, hátíðlegur á svip. Þrýsta strengnum niður — já, ekki var það mikill vandi! En horfa jafnframt á sálmabókina og merkin, sem krotuð voru á firigrafjölina — það reyndist;

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.