Tíminn - 31.03.1949, Qupperneq 1

Tíminn - 31.03.1949, Qupperneq 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: FramsóknarfloJckurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 A.fgreiOsluslmi 2323. Auglýsingasími 81300 PrentsmiBjan Edda 33. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 31. marz 1949 70. blaff Kommúnistar efndu til mikilla óspekta framan við Alþingishúsið í gær Ilófst atlagan með ólöglegum útií'iuidi, en síðan létn óróascggirnir grjótliríð dynja á Al|»iiij»'isluisinu. Flug'u steinarnii* inn í |>ing- sali og flestar gluggarúðnr í framhliii lniss- ins eru brotnar Lögreglan varð að beita kylfum og táragasi og nokkrir lögregluþjónar og allmargt fólk annað særðist Um klukkair eitt í gær, er umræffurnar um aðild íslands aö Atlanzhafssáttmálanum stóðu yfir í Alþingi, safnaffist mikill mannfjöldi saman framan viff Alþingishúsið. Allt var þó meff kyrrum kjörum, unz þangaff dreif liff af úti- fundi, sem kommúnistar höfffu efnt til við Miðbæjarbarna- skólann. Æsingamenn úr hópi þeirra hófu fljótlega hróp, og kast eggja, moldarköggla og grjóts aff Alþingishúsinu og brutu flestar rúffur í framhlið þessi. Vildi mannfjöld- inn ekki dreifa sér, er þingfundi var lokið kl. 2,30 og varff lögreglan og hjálparliff hennar að beita kylfum og tára- gasi til þess aff dreifa mannfjöldanum. Særffust fimm lög- reglumenn og allmargir borgarar í þeirri viffureign. Til- drög og atburffir voru í höfuffatriðum á þessa leið. Hótanir kommúnista. Undanfarna daga hafa kommúnistar haft um það stór orð í Þjóðviljanum, að þeir mundu gera tilraun til að hindra afgreiðslu Alþing- is á tillögu ríkisstjórnarinnar um aðild íslands að Atlants- hafssáttmálanum méð valdi, og af öllum aðdraganda þótti sýnt, að þeir mundu hafa í hyggju aö standa við þá hót- un. í fyrrakvöld, er fyrri um- ræða um þetta mál fór fram, safnaðist allmikill mannfjöldi að Alþingishúsinu og höfðu hálfstálpaðir unglingar sig þar nokkuð í frammi með eggja- og grjótkasti að hús- inu og brutu þar nokkrar rúð- ur og einnig í Sjálfstæðishús- inu. Varð þó ekki af teljandi óspektum öðrum þá. Ólöglegur fundur kommún- ista í nafni verkalýffs- félaganna. í gærmorgun boðaði full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útifundar á Lækjargötu framan við Mið- bæjarskólann. Var sá fundur haldinn án leyfis lögregluyf- irvaldanna og þvj algerlega ólöglegur. Birtist fúndarboð- ið í Þjóðviljanum í gær, svo og í dreifbréfi, sem dreift var um bæinn fyrir hádegi. Var; sýnt, að kommúnistar ætluðu með þessu að safna liði sínu saman, fylkja því og halda síðan til Alþingishúss- i ins og reyna að hindra störf I þingsins og afgreiðslu máls- ins með ofbeldi. Áskorun frá formönnum þingflokkanna. Um hádegið var dreift svo- felldu dreifibréfi um bæinn, undirritað af formönnum þingflokka lýðræðisflókk- anna: UP.4' Reykvíkingar! Kommúnistar hafa án þess aff leita leyfis boðaff til útifundar í dag og skor- aff á menn aff taka sér frí frá störfum. Viff viljiy.i því hér meff skora á friðsama borgara aff koma á Austurvöll milli kl. 12 og 1, og síffar, til þess með því aff sýna, að þeir vilji, aff Alþingi hafi starfsfriff. Ólafur Thors, form. þing flokks Sjálfstæffisflokksins Eysteinn Jónsson form. þingsflokks Framsóknar- flokksins. Stefán Jóh. Stefánsson form. þingflokks Alþýffu- flokksins. Fólk safnast saman á Austurvöll. Á fyrsta tímanum í gær tók fólk að safnast saman á Austurvelli og staðnæmdist framan við Alþingishúsið. Klukkan eitt hófst fundur fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna við Miðbæjarbarnaskól- ann. Fluttu þar stuttar ræð- Bevin utanríkisráðherra Breta, sem Icom til Bandaríkjanna í gær tii þess að undirrita Atlantzhafs- sáttmálann. Hann sagði, að banda lagið væri „liður í varnarkeðju til verndar friðinum í heiminum.“ ur kommúnistarnir Guðmund ur Vigfússon og Stefán Ög- mundsson. Að lokum báru kommúnistar upp til- lögu þess efnis að skora á þingmenn að fella tillögu ríkisstjórnarinnar en láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu að öðrum kosti. í til- lögunni var krafist tafar- lauss svars af þingflokkun- um. Var send nefnd manna með tillögu þessa inn í Al- þingi og las Sigurður Guðná- son hana þar upp og krafð- ist tafarlausra svara af þing- inu. Samtímis þessu hafði fólk- ið af útifundinum komið inn í Kirkjustræti og þyrptist framan við Alþingishúsið og varð þá mikil þröng þar og á Austurvelli allt að styttu Jóns Sigurðssonar. Röðuðu lögregluþjónar sér í einfalda röð eftir Kirkjustræti fram- an við húsið. Hróp og eggjakast. Bráðlega hófu nokkrir óróa seggir hróp í kór o^ gekk svo um stund en ekki urðu frek- ari óspektir. Ekki leið þó á löngu, áður en tekið var að kasta eggjum að Alþingishús- inu og síðar moldarkögglum og grjóti. Brotnuðu þá nokkr- ar rúður á efri hæð hússins og steinar flugu inn í þing- sali. Hlutu tveir þingmenn smávægileg meiðsl af. Bareflasveit kommúnista. Mikill mannfjöldi var nú kominn á völlinn og umhverf is hann og fór sífellt vaxandi. Hópur ungkommúnista kom skálmandi austan Kirkju- stræti og hafði spýtur og spelka að vopni. Voru það mest unglingar og blönduðu þeir sér í þröngina framan við Alþingishúsið. Auk þess höfðu kommúnistar jeppa (Framhald á 8. siðu) Stofnaðiid að Atianzliafs- samnmgi sampyKKi a i Alþingi í gær Tillag'an var samjiykkt 37:13 atkv. • — ’ . . . ■■V'Sr Tillaga ríkisstjórnarinnar um stofnaðild íslands aff Atlantshafssamningi var samþykkt#í gær í samcinuffu þingi meff 37:13 atkvæffum. Tveir þingmenn sátu hjá viff atkvæffa- greiffsluna. Áffur en lokaafgreiðsla fór fram höfffu allmargar breytingatillögur verið felldar. . ,1 Alþingi ályktar að felá Fyrri umræðunni um til- löguna lauk í fyrrakvöld og henni þá vísað til utanríkis- málanefndar. Nefndin þrí- klofnaði. Sjálfstæðismenn og Ásgeir Ásgeirsson mæltu með samþykkt tillögunnar. Einar Olgeirsson lagði til að hún yrði felld. Hermann Jónasson og Páll Zophóníasson skiluðu sérstöku nefndaráliti. Síðari umræðan hófst um kl. 10 árdegis í gær og var í upphafi ákveðið að hún skyldi standa í þrjár klukkustundir. Forseti leyfði þó nokkru lengri umræður. Margir tóku til máls, en þó aðallega komm únistar. Að umræðunni lokinn hófát atkvæðagreiðsla. Fyrst kom til atkvæða svohljóðandi til- laga frá Skúla Guðmundssyni og Hermanni Jónassyni: „Tillögugreinin orðis svo: .uiiiiiiMMiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimitiitiiim z * r | Ofagurt orðbragð | í þingsölum | E ■ • r i Einar Olgeirsson missti | | meff öllu stjórn á tungu I í sinni í umræöunum um | i þátttöku íslands í Atlanz- | | hafsbandalaginu í gær, er | i hann átti orðaskipti viff | | Stefán Jóh. Stefánsson, | | forsætisráðherra. Má m. a. | I nefna þessi orffaskipti: | E. O. Ég ræff sjálfur 1 | minni grei^argerff. Hér er i 1 Alþingi íslendinga en ekki | | stofnun Bandaríkjaleppa. | 1 St. Jóh. Þú ætlar ekki að | I gera þaff affsæmdarstofnun | 1 E. O. Þegi þú. Þú hefir | 1 ekki oröiff hér. Ég er al- | | þingismaffur íslendinga, i i en þú ert andskotans upp- I í bótarþingmaður, sem | | sveikst þig inn á þing. Ráð | Í herrarnir eru orðnir vit- | | lausir menn, sem hafa tek | 1 ið við mútum frá Banda- | | ríkjunum og hafa krafizt i | þess, aö ég væri látinn út. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii> ríkisstj órninni að látá fara fram almerina atkvæða- greiðslu alþingiskjósenda um það, hvort ísland eigi að ger- ast aðili að Norður-Atlants- hafssamningi þeim, sem full- trúar Bandaríkjanna, Belgíu, Bretlands, Frakklands, Hol- lands, Kanada, Luxeiribourg og Noregs hafa orðið ásátt um, eins og samníngurinn nú liggur fýrir, og einnig um það hvort hafa eigi þann fyrir- vara af íslands hálfu, að það muni aldrei segja öðrum þjóð um stríð á hendur-né, heyja styrjöld, þar eða þjóðin sé vopnlaus og ætli sér ekki að herðvæðast, enda fari sú at- kvæðagreiðsla fram í apríl- mánuði 1949 og verði hagað þannig, að kjósendur .búsettir utan kaupstaða ogI kauptúna geti greitt atkvæði.á heimil- um sínum, eftir reglum. er ráðherra setur. Enn fremur felur Alþingi ríkisstj órninni að gerast aðili fyrir íslands hönd að Norður- Atlantshafssamningnum, ef meiri hluti .fjeirra kjósenda, er þátt taka i átkvæðagreiðsl unni, greiða atkvæði með því.“ Tillaga þessi var felld með 36:16 atkvæðum. Auk flutn- ingsmanna greiddu henni at- kvæði Páll Þorsteinsson Páll Zophóníasson, Gylfi Þ. Gíslason, Hanriibal Valdi- marsson og kommúnistar. Næst kom til atkvæða svo- hljóðándi tillaga frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Hannibal Valde- marssyni og var hún borin upp í tvennu. lagi: „Aftan við tiliögugreinina bætist: enda verði viðurkennt af öllum samningsaðilum sem samningsatriði sú sér- staða íslands, að það geti al- drei sagt öðrum þjóðum stríö á hendur né háð styrjöld, þar eð þjóðin sé vopnlaus og ætli sér ekki að hervæðast. Enn fremur lýsir. Alþingi yfir því, að öskað verði endur skoðunar á Keflavíkursamn- ingnum strax óg ákvæði hans (Framhald d 7. siðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.