Tíminn - 31.03.1949, Síða 2

Tíminn - 31.03.1949, Síða 2
♦ TÍMINN, fimmtudaginn 31. marz 1949 70. blaÆ xtá hafi til heiia í nótt: • Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 3050. Næturvörður er í Reykjavík- ur Apóteki. Næturakstm- annast Hreyfill, sími 6633. Úívarpið f kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.30 Dönskukennsla_ — 19.00 Enskukensla. — 19.25 Þingfréttir. — 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. — 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). — 20.45 Lestur fornrita: Úr Forn- aldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). — 21.10 Tónleikar (plöt uí’). —21.15 Dagskrá Kvenréttinda- félags íslands. — Erindi: Uppruni og þróun dansins (Sigríður Val- géírsdóttir mag. art.). — 21.40 Tón- leikar (plötur). — 21.45 Fréttir úr sveitinni: Samtal (Þorsteinn Sig- fússori bóndi á Sandbrekku og Gísli Kristjánsson ritstjóri). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Passíusálmar. — 22.15 Symfónískir tónleikar (plötur): — 23.15 Dflg- skrárlok. Hvar eru skipin? * Ríkisskip. ' Esja er væntanlega á Akureyri. Hékla er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleiö. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suð- úrleið. Þyrill er væntanlega á Rauf arhöfn. Súðin var á leið frá Breið- dalsvík til Reykjavikur í gær. Einarsson & Zoega. Foldin er í Stykkishólmi. Spaarnestroom fór frá Hull 25. þ. m. áleiðis til Reykjavikur með við- komu í Færeyjum og Vestmanna- eyjum. Reykjanes er væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaða- mótin. Fhigferðir Flugfélag íslands. Geysir og Hekla eru í Reykjavík. Flogið var í gær til Vestmanna- eyja, Akureyrar, Siglufjarðar, ísa- fjarðar, Patreksfjarðar og Flátéýr- ar. Loftleiðir. Gullfaxi kom frá Presivik og Kaupmannahöfn síðd. í gær'með 37 farþega. í gsér var flogið til Akureyrar og ■Vestmannaeyja, einnig til Hval- fjarðar og Keflavíkvn. Úr ýmsnm áttum Gestir í bænum. Bergur Guðjónsson bóndi Smiðju hóli, Davíð Þorsteinsson bóndi Arn bjárgarlæk, Jóhann Jóhannesson rafvirki Siglufirði. Jóliann Svein- björnsson tollvörðúr Siglúfirði. Heiðarnar austur. ' Vegirnir yfir heiðjna austur eru erfiðir ennþá. Bújð er aö ryðja Mos fel’sheiði svo að farið er að slarka yfir hann með bifreiðar, en veg- urinn. er erfiöur yfirferðar. Á Hell- ishéiði er mjög mikill snjór. Voru þrjár jarðýtur að verki þar í gær við að ryðja veginn og eru vonir um að það takizt að lokum, þótt erfjtt sé. Frá franska sendiráðinu. Franska stjórnin hefir nýlega gert þá sira Gérard Boots, prest við Landakotskirkju, og prófessor Guðbrand Jónsson, bókavprð við Landsbókasafnið, að „Officiers d' Académie". Viöurkenningu þessa hafa þeir hlotið fyrir störf sjn að auknum menningartengslum milli ís'ands og Frakklands. Áður hefir franska stjórnin veitt eftrtöldum mönnum sama heið- ursmerki fyrir störf þeirra á svlði fransk-íslenzkra menningarmála: Birni L Jónssyni, Magnúsi G. Jó- hannssyni og Magnúsi Jdchums- son, meðlimum í stjórn Alliance francaise í Reykjavik, Kvenréttindakonui'i Það er i kvold kl. 8.30, sem fram- haldsaðalfundurinn ér í Iðnó. K. R. F. L Framsóknarvist. Frá Akureyri er Tímanum skrif- að 28. marz: „Hér fara sífel’.t vax- andi vinsældir Framsóknarvistar- innar,. en margir reyna aff fela hið rétta nafn hennar, þó eru þar á undantekningar t. d. Magnús Jónsson fyrrv. ritstjóri íslendings, hann kallaði hana alltaf sínu rétta nafni, enda er hann ekki eins hieypidómafullur eins og margir samherjar hans. En langbezt eru framsóknarvist- irnar sóttar hjá Framsóknarmönn- um, t. d. var nú nýlega spilakvöld hjá úrigum jafnaðarmönnum og var spilað á 8 borðum, en í sömu vikúnni höföu ungir Framsókn- armenn spilakvöld og var þá spilað á 42 borðum.“ Skemmtifundur. Borgfirðingafélagið í . Reykjavík heldur skemmtifund. n.k. sunundag kl. 8 að kvöldi í Mjólkurstöðvarsaln um. Til skemmtunar verður: Erindi og kvikmynd frá Kína (Ól. Ól.). Sjónleikur: Dollaraprinsinn .(Leik félag félágsins). •Borgfirðlngakór- inn syngur og loks verður dansað. Lof á sína vísu. Lög)>erg nýkomið að vestan segir kennslustólnum í íslenzku og ísl. bókmenntum við Manitobaháskól- ann sé mjög vel fagnað þar vestra. Skrifa helztu Winnipegblöðin lofsamlega um þessa ákvörðun og minnast íslendinga mjög hlýlega um leið. Lögberg birtir ritstjórnar- grein eins þeirra og er þar m. a. sagt íslendingum þetta til lofs: „Það hefir verið sagt og viður- kennt, að ekkert þjóöarbrot hafi, vegna hjúskapartengsla, félags- legra, viðskiptalegra og fræðimann legra sambanda, samlagast örar candadiskum lifnaðarháttum." Þetta tekur blaðið til lofs íslend- ingum, en dáir jafnfrámt ræktar- semi þeirra við bókmenntir, sem landstjóri einn í Canada hafi sagt um að „væru þeir göfugustu, sem mannsandinn hefði framleitt" og íslendingasögurnar væru „meðal stórverka heimsins." Friöur. Þjóðviljinn í fyrradag birti heil- síðu ræðu eftir Halldór Kiljan Lax- ness, sem hrópar á friö frá upphafi til enda. Orðið friðúr er fallegt orð og merking þess stundum. En hver hefir æst meira til ófriðar í íslenzku þjóðfélagi hin siáari ár, heldur en einmitt H. K. L.? Og það sýnist. nú skarta einkennilega á Þjóðvi’janum að birta heilsíðu greinar, sem eru eintómt friðar- hjal innan um allar þær æsingar, ögranir og hrúgu af illyrðum um andstæðinga sína, sem þakið hafa blaðsíður hans að undanförnu. En svona eru málsvarar þeirrar þjóðar, sem lagt hefir undir sig fleiri smá- þjóðir heldur en nokkur önriúr þjóð nú um fjölda ára. En H. K. L og Þjóðviljinn segja líklega að það sé allt gert í nafni friðarins. (Aösent). Öllum þeim fjölmöxgu, er áttu í sambandi við andlát auðsýndu hlýhug og vin- og útför Emelíu Maríu Guðimimlsdóttir frá Vallholti. Vottum við innilegasta þakklæti/ Birna Bjarnadóttir, Grímur Bjarnason, Pétur Sigfússon, Ólöf Guðmundsdóttir Helga Bjarnadóttir, Marzilía Pálsdóttir. FRAMKOMA Utlendingur, sem ég hitti á förn- um vegi í gær var að tjá mér hitt og annaó um hvað honum sýrid- jst um íslendinga.. Hann bar þeim á ýmsan hátt vel söguna. En sagði samt aö sér fyndist þeir tómlátir, stirðir og kaldir. Þótt ég reyndi að malda í móinn við út.endinginn, þá varö ég að viðurkenna með sjálf- um mér, að hann héfði nokkuð fyr- ir sér. Fram undir þennan tíma liefir t. d. verið hrein vandræöi íyrir kurteisan mann að koma inn í banka eða aðra afgreiðslu, þar sem margt manna hefir þurft að bíða. Hver hefir ruðzt fram fyrir ann- an og sá frelcasti- féngið sig fyrst afgreiddan. Hejdur er þetta þó að'lagast. Fólk lærði mikið af lier- mönnunum á stríðsárunum að slcípa sér í skipulegar biöraöiv í stað þess að troðast hver fram fyr- ir annan. Er þetta stór framför, þótt enn þurfi þar talsvert að batna. Þegar maöur er spurður til veg- ar á götunni eru margir, sem svara leiðbeinandi og vingjarnlega, þótt enn verði oft vart vlð fólk, sem auósjáanlega vill sem allra minnst ómök hafa af sliku. Er mikill mun- ur á þ. li. viða eriendis, þótt óviða sé það eins frægt og um lögreglu- mennina í London, sem frægir eru fyrir að næstum sé eftirsctt nautn að spyrja þá til vegar. Þegar komió er hér inn j ýmsar afgreiðslur og sölubúðir, er eins og enn sé lifandi fylgj'a gömlu sel- stöðverzlariarina, þegar viðskipta- maðurinn þurfti aö skríóa fyrir búðarlokunni til þess a.ð fá sig af- greiddan. Þó er þetta alltaf held- ur að lagast og margt afgreiðslu- fólk er orðiö kurteist og sæmilega lipurt. Þó bremmr allvíða við erin- þá að iátbragð þess og viðmót segi eitthvað á þessa leið: Hafðu þig sem fyrst í burtu og vertu ekki að ónáöa mig. Og afgreiðslufólk jórtr- andi tyggigúmmíið er lítt þolandi. Einn ósiðurinn, sem tíðkast mikið hér á landi eru gælunöfnin. Alveg ókunnugt fólk ávarpar þennan og þennan, sem þaö þekkir máske að- eins í sjóri: Stjáni, Gudda, Gvend- ur, Gunna, Siggi o. s. frv. Þetta er auðvitað hinn versti dónaháttur. Kossar á almannafæri eru sem betur fer aö leggjast niður, en þeir eru auðvitaö ósköp hjálcátlegir. Það er eins og Halldór skólastjóri á Hvanneyri sagði einhvern tíma við okkur skólastrákana: „Kossar eiga eklci rétt’ á séj- nema þessir óvot.t- föstu.“ Nærgöngular spurningar við' ó- kunnugt fólk mun fara minnkandi, t. d. þessar: Hvað heitir þú? Hvað- an kemurðu? Hvert ætlarðu? En drumbsháttur og ónærgætni er víða mikið um ennþá. Oft má t.d. sjá gangandi menn eins og þvæl- ast fyrir bifreiðum á götunum. „Held þær geti hægt á sér,“ segja þeir. . Oft má sjá, þegar þarf að lyfta eða færa til éi’tthvað, þá standa menn eins og staurar hjá jafnvel þótt veikburöa kvenfólk é’ígi í hlut og rétta ekki hjálparhönd. Hefi ég þá oft séð, ef 1—2 útJendingar eru viöstaddir innan um fjölda íslend- inga, að þeir þjóta ti) og hjálpa. Þeir, ís’endingar, sem hafa verið dálítið með öðrúm þjóðum hljóta að taka éftir þvi, að' það er nokkuð almerint til í því.sem útlendingnum fannst, er ég gat hér um í byrjun. En þetta vonandi smálagast, eink- um ef við geruni okkur ljóst að þarna sé talsvert ábótavant ennþá. Én góð .framkoma gerir lífið létt- ara, þægilegra og betra V. G. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuimmimiiiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii* - . — I Náttúrulækningafél. íslands | : c = heldur fund i húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, I 1 í kvöld 31. marz kl. 20,30. Jónas Kristjánsson læknir | I flytur erindi og sýnir kvikmynd um blóðið. Rædd verða § 1 félagsmál o. fl. | 3'Iýjum félagsmönnum veitt móttaka. I - Stjórn N. L. F. í. | piiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitMiiiiiiimiiiiimtiimitiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiHiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiimimiiiiitiiiQ' Iauglýsing ♦♦ I nr. 7 1949 |j fráskömmtunarstjóra. ♦♦ ♦j Viðskiptanefndin hefir ákveðið, að benzínskammt- « ur til bifreiða og bifhjóla skulu vera sömu á 2. tíma- « bili 1949 og bundnir sömu skilyrðum og hefir verið. « Fra og mðe 1. apríl 1949 og til 10. júní 1949 eru benzín ♦♦ « seðlar prentaðir á ljósbláan pappír, áletraðir í rauðum « lit, 2. timabil 1949 og yfirprentaðir með strikum i svört- « um lit, lögleg innkaupaheimild fyrir benzíni handa öll- H- 8 um skrásettum ökutækjum nema minni gerð leigu- « bifreiöa til mannflutninga (5—6 manna), einkafólks- •• bifreiða, bifhjóla og læknabifreiða, en fyrir þær teg- H undir gilda sama tima benzínseðlar með sams konar j: áletrun, prentaðir á gulan pappír. Reykjavík, 31. marz 1949. Skömmtunarstjóri ijur Kaupið þessa kostafæðu meðan hún fæst. í heildsölu hjá FRYSTIHÚSINU HERÐUBREIÐ Simi 2678 smgasimL er nú 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.