Tíminn - 23.04.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1949, Blaðsíða 2
2 'i TÍMINN, laugardaginn 23. apríl 1949. 80 blað Jtá kafi tii heiia í nótt Næturlæknir er i læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er i Reykjavikur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. Útvarpið I kvöld: Ki. 18.30 Dönskukennsla. — 19.00 Enskukermsla. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tórrleikar: Samsöngur (plöt- ur) 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „í nafni velsæmisins" eítir Jean Paul Sartre. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (piötur). 24.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskiþ. Esja er í Reykjavík Hekla fór fró Reykjavík kl. 16 í gær vestur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. 1 Skjaldbreið var á Akureyri í gær. ÞvriH er í Faxaflóa. La.vfoss. fer til Akraness og Borgarness á morgun kl. 1 e. h. Sambandið. Hvassafell fór frá Skagaströnd í gærkveldi til Siglufjarðar. Einarsson & Zoega. Foldin kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöid. Spaarnestroom er í Reykjavík Lingcstroim fermir í Hull á iaugardag. Reykjanes er í Amsterdam. Úr ýmsum áttnm Gestir í bænum. Jakob Frímannsson kaupfélags- stjóri, Akureyri. Jóhann Skaftason sýsiumaður Patreksfirði. Jón Hann esson bóndi Deildartimgu. Bjarni Loftsson bóndi Hörgslandi. Tíðarfarið. Þessi sumarmál eru óvenjulega köld. Snjór hylur allt landið og talsvert mikið frost er á degi hverj- um og kaldir vindar blása einnig um al’t land. í Reykjavik var 8 stiga frost á sumardaginn fyrsta. Allir heiðavegir eru ófærir af þykkri fönn og er meira að segja hlé á að moka af þeim nú um stund. Nokkrar bifreiðar hafa undanfarna daga legið á kafi í fönn á Hellis- heiði í þeim djúpu fanntröðum, sem þar vorú komnar. Mjólkur- flutningar austan fyrir fjall til Reykjavíkur hafa undanfarna daga farið fram um Krýsuvíkurveginn, sern er að mestu snjólaus og hefir því bjargað miklu eins og oft áður, síöí.n fyrsta daginn, el- hann varð slarkfær fyrir jólin í vetur. J LEIKFELAG REYKJAVIKUR Vegna mikiliar vinnu við æfingar á Hamlet og þar sem leikstjóri Edvin Tinroth þarf að hraða för sinni heim aftur, veröa öll kvöld fyrst u.m sinn notuð til æfinga á þeim leik. Síðustu sýningar á Draugaskipinu ig Volpone verða því bráðlega. Leiðrétting. í dánarminningu um Guðjón á Brekku í síðasta blaði átti að standa sem hreppsnefndarmaður og sýslu- nefndarmaður. Einnig þar sem get- ið er konu hans átti að vera: Guð- rún Magnúsdóttir lifjr mann sinn, mikil myndar- og gæðakona. Allt til þess að auka ánægjuna 3. Við þig segja vil ég orð, vísbending þér holla: Ég á með skúffu eldhús- borð, einnig væna kolla. Flugferðir Flngfélag íslands. Gullfaxi er í Rvík, en fer n. k. þriðjudag til Prestvíkur og Kaup- mannahafnar. Flogið var til Akureyrar í gær og tvisvar til Vestmannaeyja. Loftleiðir. Geysir og Hekla eru í Reykjavík. Var hætt við Gautaborgarferð Heklu á .'ýðustu stundu. í gær voru farnn' þrjár ferðir til Vestmanna- eyja. Arnað heillci Sextugur. Níels Ha'lgrímsson að Grímsstöð umá Mýrum á 60 ára afmæli í dag. Munu við það tækifæri margir gamlir vmir hans og kunningjar hugsa hlýtt til Níelsar, vegna gam- allar kynningar og velvilja hans og s.imeiginlegra skemmtistunda á liðnum dögum. Hjónabönd. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú Karolína Aðal- steinsdóttir frá Fáskrúðsfirði og Sveinbjörn Gíslason skrifstofumað- ur Reykjavík. Einnig ungfrú Katrín Símonar- dóttir, Vatnskoti í Þingvallasveit og Ivar Björnsson stud mag. frá Steðja í Flókadal. Trúlofanir. N. lega birtu hjúskaparheit sitt ungfrú Karen Lövdal og Þórður Júllusson, Leirá og ungfrú Sigurrós Indriðadóitir og Kristinn Júlíus- son Leirá í Bor^arfjarðarsýslu. Ennfremur ungfrú Erla Guðjóns- dóítir, Fremstuiiúsum Dýrafirði og Guðjón Jóhannesson Patreksfirði. Skinfaxi og U. M. F. íslands Það mun nokkuð mörgum, sem nú eru að komast á efri árin, finn- ast að þeir hafi fengið einhverja sína beztu skólagöngu í lífinu með þátttöku sinni og starfi í Ung- mennafélögunum. Nú eru rnörg hinna eldri Ung- mennafélaga orðin yfir '40 ára göm- ul og hafa ýms þeirra haldið hátíð leg 40 ára afmæli sín undanfarin misseri. Á þessu ári eða um næstu ára- mót á að verða lrægt að minnast 40 ára afrnœlis hins sameiginlega teniliðs og boðbera Ungmenna- fé’aganna — blaðsins þeirra, Skin- faxa. Fyrir nokkru barst mér í hendur seinna hefti af 39. árg. Skinfaxa, þ. e. ársins 1948. Er þar skemmst af að segja, að heftið er fróðlegt og skemmtilegt. Formaður stjórnar U. M. F. ís lands, séra Eiríkur J. Eiríksson 1 skólastjóri á Núpi, skrifar fyrstu greinina. i Er hún um heimsókn hans með- al norskra Ungmennafélaga s. 1. Síðasti árgamur Skinfaxa er 156 letmálssíður í al’stóru bókarbroti og kostar hann aðeins tíu krónur! Ætti Skinfaxi skilið aö unnendur ungmennafélaganna og góðs les- máls gcrðu gangskör að því að fjölga kaupendum hans. 1 sumar. Ritari U. M. F í. Daníel Ágústínusson kennari skrifar aðra grein nokkru síðar í heftinu um æskulýðsmótið að Krogerup í Dan- mörku s.l. sumar, þar sem hann mætti ásamt mörgum öðrum for- vígismönnum Ungmennafélaganna af öllum Noröurlöndunum. Þetta etu hvorttveggja fróðlegar og skemmtilegar greinar, er gefa góða innsýn í æskulýðsfélágsskap ná- granna'andanna. Þriðja greinin er á sömu nótum og er hún eftir Harald Wiik ritstjóra, en þýdd af E. J E. Fjallar hún um sérkenni finnsk- sænsks æskulýðsstárfs og er líka hin prýðilegasta frásö^n. Einnig skrifar Stefán Júliusson kennari snjallt niðurlag á langri og góðri grein um ská’dskap Arnar Arnarsonar. Auk þessa flytur heft- ið fréttir frá félögunum og ýmis- legt fleira, en allt er það hið eigu- legasta i I U. M. F. Islands eru nú um 190 fé’ög. í vor heldur sambandið 16. þing sitt að Eiðum, dagana 30. júní 03 1. júlí, e’t íþrótta landsmót sitt 2. og 3. júl: á sama stað. íþróttamótin fyrir allt landið eru haldin 3. hvert ár Það síðasta var að Laugum 1946. Um 200 manns tóku þátt í íþróltunum þar. Útlit er fyrir góða þátttöku að Eiðum í vor. Þó að starfið sé dauft hjá ýmsum Ungmennafélögum, þá eru þó mörg þeirra mikið starfandi. Meðal ann- ars eru ýms þeirra að reisa sér íélassheimi'i, íþróttavelli, gufubaðs- stofur, sundlaugar Sum hafa með höndum leikstarfsemi, íþróttaiðk- anir, söngiðkanir, þjóödansaiðkanir, bókasöfn, skógrækt, skemmtanir, málfundi o. s. frv. Fræðsla, starfsiðkanir og vakn- ing til dáða, sem æskufólk fær í E.óðum Ungmennafélögum er svo niki’s virði, að al’.ir, sem kær er framtíð ís'enzkrar þjóðar ættu að styðja þennan góða félagsskap. Hvaða skóli er betri fyrir æsku- lýðinn heldur en sá, sem hann byggir upp sjálfur, þar sem hann skapar og finnur sér góð verkefni sjálfur til þess að þroska og efla sjálfan sig við að leysa, um leið og hann hjálpar öórum félögum sín- um til þroska og ýmsum góðum málefnum til framgangs? Lærdómur, gáfur, þekking verð- un oft harla lítils virði vanti á- hugann og viljaþrekið. En í góð- um Ungmennafélögum glæðast þeir góðu aflg.iafar betur en víö- ast annarsstaðar. V. G. ^’éia^.áíí^ Skíðafélag Reykjavíkur mælist til þess, að þeir meðlimir eða aðrir, sem njóta vilja gist- ingar eða greiða í Sk.'ðaskálanum um helgar, noti skíðaferðir þess að öðru jöfnu. Skíðaferð á sunnudag kl. 9 og kl. 10. Farið frá Austurvelli og Litlu Bílstöðinni. Farmiðar þar og hjá Muller. Við bílana ef eitthvað óselt. Skíðafélag Reykjavíkur Drengjahlaup ÁRMANNS Keppendur og starfsmenn eru beðnir um að mæta í Miðbæjar- Larnaskólanum sunnudaginn 24. þ. m. kl. 10,15 f. h Stjórn Frjálsíþróttadeildar ÁRMANNS Vörubíll Vill skipta á góðum vörubíl og fá jeppa eöa sendifreðabíl. Upplýsingar á Hlíðarveg 11 Kópavogi næstu daga. Stúlkur óskast til vinnu á sauma- stofu. — Getum látið í té húsnæði og hádegisverð. Uppl. í síma 81735. Úúteiiii T/tnahh « LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir 1 :: Draugaskipið á sunnudagskvöld kl. 8. Miðasala frá kl. 4—7 í dag. — Sími 3191. IVtest síifasta sitm. ■ ■ittttíil S.K«T D Eldri dansarnir 1 G. T.-húslnill i kvöld kl. 9. — Húsinu lokað kl ►♦♦♦♦♦♦♦♦■ 10.30. Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. — ’♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•ii ’♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦♦.♦♦•^i 11 félagsvist og dan: ií :: ;; að Röðli í kvöld. Spilaö frá kl. 8.30 til 10.30. — Dans ♦: ♦ ♦ til kl. 2. Aðgöngumiðar á 15.00 og 20.00 frá kl. 8. H a *•♦•♦*♦♦•♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦•♦««♦♦♦•♦♦♦♦♦•••♦♦♦♦♦• Karlakór Reykjavíkur Söngstjóri: Sigurður Þórðarson SAMSÖNGUR í Gamla Bíó sunnudaginn 24. þ. m. kl. 14,30 Einsöngvarar: Frú Inga Hagen Skagfield óperusöngkona, Jón Sigurbjörnsson, bassi, Ólafur Magnússon, baryton. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti Síðasta sinn. »*♦••♦ ♦♦♦♦♦ >♦♦< »«♦•♦.♦♦♦♦♦•♦••♦*♦♦••♦♦•♦♦- s ♦♦ :: Frá 15. apríl 1949 it n il >• •» :: er öll malartekja bönnuð í landi Kirkjulækjarhverfis í Íi H Fljótshlíð, nema sérstakt leyfi komi til. Ennfremur er ii « :: H H ákveðið að taka gjald fyrir hvert bilhlass kr. 15.00. *♦ ♦♦ :: •: Leyfi veita fyrir hönd ábúenda: :: ♦* :: Guðni Markússon, Kirkjulækjarkoti og Brynjólfur « ♦ ♦ Sigurðsson, Kirkjulæk. H ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦ (•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.