Tíminn - 03.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 3. maí 1949. 87. blað' Stjórnmálaviðhorfið i. Furðulegt eyland. Þannig er því háttað um margar myndir, að við skynj- , um þær ekki skýrt nema í nokkurri fjarlægð. Svo ætla oég að því muni vera háttað á' seinni tið um okkar eigið föð- ■ aarland. Við stöndum of nærri uþfeirri mynd, sem við, með ein kennilegum stjórnarháttum, erum að gera af þessu eylandi •‘óg stjórnarfari þess, til þess ■ftð við sjáum hvernig hún er ; í raun og veru skoðuð með aug :úm þeirra er fjær standa. — Hugsum okkur í stað íslands ‘•íjarlægt eyland einhvers stað ’ár suður í höfum, og við séum að segja sögu þess fjarlæga •'eylands í stað eigin sögu. Sam kvæmt þessari sögu öðlaðist ^ þessi Suðurhafseyjasjálfstæði ‘Járið 1944, og var þá saman- borið við fólksfjölda eitt gjald éyrisauðugasta land veraldar innar. Hún græddi auð fjár á síðustu styrjöld, hefir selt ‘kllar afurðir sínar síðan fyr- : ir geypiverð. En nú hefir þetta suðræna eyland lokið við að sóa öllu saman, er gjör snautt af erlendum gjaldeyri, lifir á merktu gjafakorni frá Bandaríkjunum og er með innanlandsfjármál í þeirri ó- reiðu, að ekki hefir reynzt unnt að koma saman fjárlög- um fyrir árið 1949, þótt sam- kvæmt stjórnarskrá ríkisins ætti að vera langt komið að afgreiða fjárlög fyrir árið 1950. Flokkurinn, sem fer með fjármál þessa furðulega ey- lands og hefir stjórnað þeim 10 mestu tekju- og góðærisár, sem þessi eyþjóð hefir nokk- urn tíma lifað — og með þess um árangri — heitir Sjálf- stæðisflokkur. Þessi kynlegi Sjálfstæðisflokkur eylandsins er flokkur nokkurra heilds. og gróðabraskara, sem hafa keppst við þá sjálfstæðisbar- áttu mest, að koma eignum sínum undan til útlanda. Hins vegar eru meðal þess- Eftir Hermann Jónasson. úru landsins, sem sumir telja fagra. Þessir menn vildu 1944 ekki taka við frelsi eylandsins úr hendi þjóðar, sem var fangi, heldur bíða eitt ár unz hún væri frjáls. Nú hefir það líka komið á daginn, að þessir menn og fleipi slíkir menn eru að dómi Sjálfstæöisflokks ins, landráðamenn, óalandi að öllum bjargráðum. Og til þess að „Sjálfstæðis- flokkur“ eyjarinnar geti full- komnað það verk, að eyða skaðlegum áhrifum þessara manna og annarra andstæð- inga sinna á þjóðlífið, ráðið fjármálum og verzlun o. fl. er hann nú að fá fyrir Marshall gjaldeyri stærri hraðpressu en þessi smáþjóð hefir áður augum litið. Við hlið Sjálf- stæðisflokksins í baráttunni stendur hinn socialdemokrat iski flokkur eyjarinnar svo dyggilega að talið er erfitt að greina flokkaskil, II. Þjóðlygin. Hin kynlega þróun í þjóð- lífi okkar íslendinga er nú komin svo langt, drættir myndarinnar eru svo augljós ir, að við ættum þrátt fyrir þroska þjóðlyginnar, sem um lykur margt, að geta skynj- að og skilið án þess að færa myndina fjær. íslenzkt lýðræði er í yfirvof andi hættu, ef meiri hluta kjósenda ekki skilst, að stefnuyfirlýsingar flokkanna, ýmsra, og málatilbúnaður er gerningaþoka ein. Ef kjósand anum ekki skilst þetta, verð- ur hann aðeins „skollinn“ í hinum pólitíska skollaleik — með bundið fyrir augu. — Mörg dæmi eru nærtæk. Sjálfstæðisfl. gleymdi að mestu að flytja inn landbún- aðarvélar á nýsköpunartím- anum, en ber nú fram þings- ályktun um. aukinn innflutn- arar smáþjóðar menn eins og jng yélanna, þegar gjaldeyr- háskólakennari nokkur í guð jr er þrotinn. En umboðs- fræði. Hann er einn vinsæl- j menn sama flokks í fjárhags- asti kennari háskólans og sá rág^ feila tillögur Framsókn- er margir hlusta á með mestri arflokksins um þetta efni og ánægju hvort sem hann talar rágherrar flokksins fella þær um veraldleg efni eða kirkju- leg. Þar er prófessor sem hef- ir vaxið í áliti fyrir næman skilning á bókmenntum þess- j Verður að bíða með endan arar þjóðar, sem ýmsir telja iega ákvörðun unz séð er, merkilegar. Þegar þessi pró- j hvort erlendur gjaldeyri verð ásamt Alþýðuflokksmönnum er Framsóknarmenn áfrýja til ríkisstjórnarinnar. Jú, það fessor les upp í útvarp úr hin- ' um gömlu bókmenntum eyjar skeggja, hlusta fleiri en oft- ast endranær og þeim finnst Jieir öðlast nýjan skilning. Þeir telja sér sumir trú um að þannig geti enginn farið , með þetta efni nema sá, er “hefir í senn skarpan skilning ög næma tilfinningu þess manns, sem elskar af einlægni þiær bókmenntir sem hann íes og skýrir. iÞarna á eyjunni er líka ungur hagfræðingur, sem alh’a manna mest hefir varað þjóðina við fjármálastefn- unni, hefir gert það með ó- venjulega glöggum rökum. Og svo er þarna líka mennta- , skólarektor. Hann er talinn "sftrifa og tala flestum betur þið fornfræga mál þessarar eyþjóðar. — Og hann er einn vinsælasti útvarpsfyrirlesari og rithöfundur um menningu þjóðarinnar, tungu og nátt- ur „afgangs." Óteljandi tillögur af þessu tagi hafa verið bornar fram á Alþingi í vetur, og sett á það þingmálafundabrag. Hver ein asti þingmaður veit að þetta eru flest sýndartillögur — þingsályktanir handa kjós- endum í staðinn fyrir það, sem hefir gleymzt að efna meðan hægt var — og ekki á að efna nú vegna þess aðal- lega að getu brestur, sökum afleiðinga stjórnar, og eins og nú er stefnt. En þetta er borið fram í því trausti, að þingsályktanir í stað efnda nægi til að slá ryki í augu kjó'senda, og því miður styðst þetta traust við tals- verða reynslu. Skollaleikur- inn hefir lánast og hann verð ur leikinn þangað til kjósend ur sýna, að þeir láta ekki bjóða sér hann. Á því tel ég, að það muni velta, hvort lýð- ræði 1 þessu landi fær staðist. III. „Aðal-andstöðuflokkur kommúnismans.“ Sjálfstæðisflokkurinn ber þau rök á borð fyrir þjóðina, venjulega í þremur blaða- greinum á dag, að hann sé aðalandstöðuflokkur, ekki að eins „landráðamanna" eins og þeirra sem áður eru nefnd ir, heldur og kommúnistanna. Til þess að flokkurinn geti rækt þetta „mikla hlutverk fyrir þjóðina“ verða íslend- ingar að skipa sér í „breiðfylk ingu allra íslendinga“. En meðal fremstu stjórnandi manna veraldarinnar gætir þess nú í æ ríkara mæli að monnum skilst, að kommún- isminn er fyrst og fremst skugginn af íhaldsófreskj- unni. Kommúnisminn í hverju landi er því eins og skugginn-eftirmynd. Hér eiga kjósendur að ráðast á skugg- i ann til þess að afmá hann, og til að leiða þá baráttu til lykta á að stækka ófreskjuna, sem skugganum veldur. Þetta er boriö á borð fyrir kjósend- ur þótt flestum ætti að vera ljós orðin sú staðreynd, að þar sem íhaldinu er útrýmt, hverfur auðvitað kommún- isminn — skuggi þess — að sama skapi um leið. Ýmsir virðast undrast, hve sterkur kommúnisminn er á íslandi. En þarf nokkrum, sem reynir að skilja afleið- ingar fjárglæfra- og fjárplógs stefnunnar, að vera þetta undrunarefni? Hvað er vatn á millu komm únista, ef ekki svona fjár- málastjórn? Hver hefir stjórnað fjármálunum sein- ustu 10 árin? Ranglætið í út- hlutun innflutningsleyfa, verzlunareinokun, svarti markaðurinn, okrið með ýms- ar nauðsynjavörur, vöruskort urinn, húsabraskið og húsa- leiguokrið, hvað snertir hags- muni alþýðu manna sárar en þetta? Hverjir viðhalda þessu ? Sj álfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Fyrir hverja? Fyrir nokkra stór gróðamenn, sem heimta að raka saman auði á kostnað fólksins, menn sem aðallega eru í Sjálfstæðisflokknum og eiga hann og málgögn hans. Þetta er það „Heiffnaberg“, sem Sjálfstæðisflokkurinn heimtar vernd fyrir — ella verffi skurffgoðum Alþýffu- flokksins steypt úr ráðherra- stólunum. Ég hefi hér bent á aðeins örfá atriði. Finnst ykkur ekki í sannleika sagt, að þetta muni vera sæmilegur jarðveg ur fyrir kommúnisma til að dafna í, og ætli margar þjóð- ir leggi honum til öllu betri gróðrarstíur. Og svo er sagt, að kjósendur eigi að slá skjaldborg um hann og efla Sjálfstæðisflokkinn (og með- hjálpara hans Alþýðuflokk- inn víst líka) til þess að út- rýma kommúnismanum — já, við eigum að stækka ófreskj- una til þess að útrýma skugga hennar. En „aðalandstæðingur kommúnismans" á sér líkg aðra sögu í sambandi við þessa „baráttu", sem nú skal lítilsháttar rakin. (Framhald d 5. siðu) Aðkomumaður einn hefir skrifað pistil þann, sem hér fer á eftir. Hann hefir ef til vill misst af ein- hverju, sem sagt hefir verið um heiðursmennina í höðufborginni, en ég vona samt, að Fegrunarfélagið lesi þessa hugleiðingu hans. % „Margt cr fagurt í Reykjavíkuiv borg í augum aðkomumannsins, sem kominn er langt utan úr sveit- um frá fátæklegu umhverfi og lág- reistum bæjum. En þó eru þar ýms ir hlutir, sem okkur verður star- sýnt á, og vildum ef til vill fara fá- einum orðum um Og ég held ég verði að taka stund til að minnast á sumt af því i baöstofunni okkar allra, ef það spillir ekki fyrir öðru þarfara tali. Oft er um það talað/ að bændur fari illa með verkfæri sín og iáti t. d. sláttuvélar standa úti allan vet- urinn. Ekki ætla ég að mæla því bót, en mér brá sannarlega, þegar ég kom hingaö. Ég hélt að vinir mínir, sem mest hafa hneikslast á þessu drasli okkar, hefðu ekki séð neitt nær sér. Það er að minnsta kosti lítið um, að talað hafi verið um drasl í Reykjavík. Niður við höfn sá ég strax dá- lítið af landbúhaðarvélum liggj- andi í kös. Ég hugsaði sem svo, að þeir væru þá farnir að venja greyin við útilífiö hérna fyrir sunnan og þótti mér það lofsverð hugulsemi. En svo kom ég vestur í Haga, og þar sá ég mikinn fjölda af snúnings vélum og stóðu þær allar úti og er mér sagt, að þær hafi gert það lengi vetrar. — Það er þá víðar en í sveitunum, sem svona tæki eru höfð úti. Svo fór ég inn í Laugarnes og varö starsýnt á nótabátana á leiö minni. Þarna standa þeir uppi í loft og margir opnir. Þaö þótti ekki til fyrirmyndar í minni sveit, að hafa bátana upp í loft allan veturinn. Þaö var talið, að í um- hleypingunum myndaðist stundum klaki í þeim, og hann var talinn geta valdiö rifum á kjalsíðunum, svo að skipin yrðu óþétt. Nú hefir þetta verið umhleypingasamur vet- ur og mér þykir ekki ólíklegt, að einhverntíma hafi frosið krap í þessum fallegu bátum. En það er náttúrlega allt annað með þessa báta, en landbúnaðartækin. sem eru keypt með opinberum styrk. Þeir hafa svo sem ráð á að hall- mæla okkar bændunum þessir skipa eigendur hérna fyrir sunnan. En eftir á að hyggja. Skyldu þeir nokkrir, sem okkur hafa álas- að fyrir hirðuleysið, eiga útigangs- bíl, sem aldrei kemur undir þak, nema þegar hann er látinn í við- gerð? Mér skilst, að sklíkir bílar í Rykjavík skipti þúsundum. Það er nú svo, að við vildum ýmsir geta látið tækin okkar inn, en það kostar peninga, að byggja yíir þá. Einhvernveginn þykir bönk unum álitlegra, að ávaxta fé sitt í íbúðahúsum 1 Reykjavík en verk- færageymslum uppi í sveit. Og ég veit um ýmsa bændur, sem hvergl fá lánsfé til að koma sér upp vot- heyshlöðum, og er það þó fram- kvæmd, sem oftast nær hefir mögu- leika til að borga sig að fullu á næsta óþurkasumri og enginn veit nær það kemur. Og fyrst ekki fæst lánsfé til þeirra framkvæmda, sem eru vissar með að hækka búrent- una að mun, er lítil von til aö hald ið sé að okkur lánsfé til að byggja verkfærageymslur, þó að þær myndu smáspara fé á löngum tíma. Það er ekki allsstaðar svo vel, að ekkert sé ógert, sem fastar kall- ar að. En nú sný ég að öðru. Ég var að skoða lóðina við gagnfræðaskól- ann nýja. Hún er upphækkuö aust- an f Skólavörðuholtinu og hlaðin upp með grjóti bakkinn. Ég leit á þessa hleðslu og sýndist hún held- ur grett. Svo gekk ég til og skyggndist langs með hleðslunni. Hún var þá bæði kvælótt og kúlu- skotin, setti út kryppuna og nibbur. Það er gaman að sjá fallega hlað- inn grjótgarð, en ég held aö ætti að steypa sem fyrst upp meö. hon- ttm þessum." Ekki veit ég nú mikið um þessa grjóthleðslu, sem maðurinn lýsir, en Fegrunarfélagið ætti samt að gefa henni auga, ef það skyldi eiga leið um Egilsgötuna, t. d. þegar það fer i Hallgrímskirkju. Starkaður gamli Jarðirnar Minnibær og j hálfur Stærribær II Grímsnesi, fást til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðunum eru stór og véltæk tún og ræktunarskilyrði sérstaklega hagstæð. Allar upplýsingar varðandi jarð- irnar gefa Guðlaugur Narfason, Baldursgötu 25, Reykja vík, sími 6099 og Guðmundur Guðmundsson, Efri-Brú, sími um Ásgarð. RAFMAGNSRÖR Útvegum 23, 16 og 13,5 mm. rafmagnsrör frá Póllandi, gegn nauðsynlegum leyfum. Jóhann Karlsson & Co. Sími 1707.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.