Tíminn - 10.05.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1949, Blaðsíða 3
SS. bíað TÍMINN, þriðjudagrinn 10. íiiaí 1949. 3 r. »»♦ iJ $ í slendlngalDæthr *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ i» Sextugur: Björn Sigtryggsson bóndi á Brún Bjcrn Sigtryggsson á Brúnu er nieö' kunnari mönnum úr íslenzkri bændastétt. Poreldr- ar hans, Sigtryggur Ilelgason og Helga Jónsdóttir, voru af traustum bændaættum þar í Þingeyjarsýslu. Ekki tóku þau þó auölegð í arf, en upp- fræöslu og menningu fengu þau, lrvort um sig, í bezta lagi, eftir þvi sem þá geröist, heima í. föðurgarði. Þau bjuggu aö Hallbjarnarstööum í Reykja- dal alla sina búskapartíð. Þar hafði faöir Sigtryggs búið áð=- ur. Hallbjarnarstaöir voru þá þj óðj örð; var klaustursj örð áður fyrr. Er þaö hlunninda- iaus jörö meö öllu, og ekki kostamikil að gömlum búskap arháttum, nema aö landrými Var allmikið. En gott er þar til ræktunar á nútímamæli- kvaröa, og þarf þó mikillar íramræslu viö. Ekki verður Sigtryggi láð það þó hann réð ist ekki í stórfelldar umbætur á leigujörð, enda var árferði til búskapar svo, lengst af um hans daga, að j aröabætur svör uöu ekki bráðum arði. Ráð hans, og þeirra hjóna, til af- kbmu með stóran barnahóp — börnin voru niu — varð því hitt að búa íremur smáu búi, með sem minnstum útgj. Eftir því sem ég man mun heimili þeirra, einna lengst hér um sióðir, hafa haldið fj'rri tíma hætti um að fram- leiða mest allt er til fæðis og klæðis þurfti, án þess þó aö nokkur forneskjubragur væri á. En sparsemi, elja og hag- sýni voru þar kailaðar höfuð- dyggöir. I Ekki var neitt skipulag kom ið á í sveitum, svo sem nú er, j um uppfræðslu barna og ungl inga, þegar börn þeirra hjóna voru í uppvexti. Þurfti hver að sjá fyrir urn og kosta slíkt sjálfur, og vár 'eigi fyrir aðra j en þá, sem allrúmt höföu um 1 liendur. að halda kennara, eða j korna mörgum börnum fyrir j til kennslu. Þennan vanda jieystu hjónin á Hallbjarnar- 'stööum af höndum af eigin . ramleik, jafnhliða því sem J konan spann og bóndinn óf. Ekki myndi þó aöstaöan til slíks skólahalds hafa þótt viö- hlítandi nú á dögum: „Skóla- stofan“ þröng og dimm bað- stofa, lestur og yfirheyrsla inn an um hávaða tóskaparáhalda og barna á ýmsurn aldri. En Minningarorð: Vigfús Gesísson Skálmarbæ i í gær var til rnoldar borinn að Grafarkirkju í Skaftár- tungu óöalsbóndinn Vigfús Gestsson, Skálmarbæ í Álfta- veri. Vigfús var fæddur 31. jan. 1380 aö Ljótarstöðum í Skaft- ártungu, sonur Gests Bárðar- sonar, bónda þar og konu hans Þuríðar Vigfúsdóttur, mestu sæmdar og mannkosta hjóna. Ólst Vigfús þar upp oft við þröngan hag *en þó myndarbrag allt þar til hann kvongaðist eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Gísladótt- ur frá Giíf í sömu sveit, árið 1911. Þetta sama ár hófu þau . búskap að Skálmarbæ í Álfta- , veri og hafa búið þar æ síðan. I Vigfús var vænn maöur og vel á sig kominn bæði til líkama og sálar, glaðvær, minnugur og fróður og skemmtilegur í viðræðum, en gætinn og varfærinn, gestris- inn og greiöamaður. Kom sér oft vel hversu samhent þau hjón voru i að hlynna að ferðamönnum, er áttu leiö um bæjardyr þeirra, sem oft' komu hraktir, seint og snemma yfir Kúðafljót, með- an yfir þaö var þjóðbraut. Þá var Vigfús sérlega góður og umhyggjusamur við unglinga er dvöldust á heimili hans, um lengri og skemmri tinia. Vigfús varð, eins og flestir íslenzkir bændur, aö heyja baráttu lífsins, frá því aö vera fátækur sveitapiltur til mann dóms og efri ára, með þraut- seigju og þolgæði hins óvinn- andi manns. í baráttu við að ýmsu leyti erfið skilyröi.en þó gjöful frá náttúrunnar hendi. í þeirri lifsins glímu varö hon um vel ágengt, naut þar skap geröar sinnar, áhuga og at- orku, svo aö einnig mitt í önn dagsins gat hann notið unaðs sernda hins frjálsa lífs er sannur bóndi lifir i samvinnu við ræktun hins gróandi lífs. Með Vigfúsi er fallin í val- inn ein af styrkustu stoöum sinnar sveitar. Hann var um mörg ár í hreppsnefnd á erf- iðum tímum, og hlífði sér hvergi, þar sem um heill og heiður sveitarinnar var að ræða. Þau hjónin, Sigríöur og Vig fús eignuðust 3 sonu, Gísla, Gest og Jafet, sem nú eru upp komnir og mannvænlegir. er ætíö hafa dvaliö í fööurgarði. Er nú sár harmur þeirra er þau eiga á bak að sjá ágæt- um eiginmanni og fööur, en bjart yfir minningunum um gæf-uríkt samstarf á génginni braut. Parðu vel góði vinur. Þökk sé þér og heimilinu þínu íyrir vináttu og glaðar samvetu stundir. Þú stóðst föstum fót- um í hinni íslenzku bscnda - stétt. Vel sé hverjum þeim, sem hefir manndóm og áræöi til átaka og afreksverka í þeirri stööu unz endar skeiö, svo sem þú gerðir. Bóndi ei’ bústólpi. Bú er landsstólþi, því skal hann viröur vel. — Þannig skal minning þín geymast. Ó. J. til marks, jafnvel um hæfi- leika og menningarlegan heiinanbúnaö barna þeirra, er þarna álust upp, má hafa það, að bræöurnir sex gengu á bændaskóla, ýmist á Hólum eöa Hvanneyri, og. hlutu allir hæstu einkunn sinna sam- bekkja viö próf. — Eru þeir nú allir bændur hér í Þingeyj arsýslu, en dæturnar þrjár bændakonur. Hygg ég öruggt vera að enginn afkomandi þeirra Hallbj arnarstaðahj óna, en þeir eru þegar allmargir uppkomnir, sé búsettur í kaup staö eða kauptúni. Mun það vera fágætur trúnaður við ís- lezka mold, nú á þessari fólks- flutninga- og upplausnaröld. Björn er elztur sinna syst- kina, fæddur 9. maí 1889, og varð því sextugur í gær. Eins og að líkum lætur um elzta son á fáliðuðu heimili, vand- ist hann brátt til allra heim- ilisverka, enda bráðþroska til alls atgerfis. Um tvítugsald- ur (1908—’IO) sótti hann bændaskólann að Hólum.með þeirn námsframa, sem áöur getur, en sneri heim strax ao námi loknu, enda fóru ]3á yngri bræöur hans að heiman til náms, hin næstu ár, hver af öðrum. Vann Björn að búi fore’dra sinna unz hann, hálfþrítugur aö aldri, gekk að eiga frænd- konu sína, Elínu Tómasdóttur frá Stafni í Reykjadal. Reistu þau bú á parti af Hallbjarnar- stöðum, og munu þeir feðgar hafa keypt jörðina um þær mundir. Eigi leið á löngu aö Björn fór að undirbúa stofnun nýbýlis í landi jarðarinnar. Svo hagaði til að um 2 km. leið frá bænum höfðu áður verið beitarhús, og var lítils- háttar rækt þar í kring, en gott ræktunarland lá að. Girti Björn þar af spildu nokkra til ræktunar, byggði fjárhús á gömlu rústunum og haföi þar fjárstofn sinn nokkur ár og hirti heiman frá Hallbjarn- arstöðum. Jafníramt braut hann land til ræktunar á hinu Jfyrirhugaða býli. Vorið 1918 reisti hann svo íbúðarhús. og gripahús á nýbýli þessu, er hann nefndi Brún. Til býlis- stofnunar þessarar skiptist Birni út V3 hluti af landi Hall- bjarnarstaða, en nytjar haföi hann af hluta af heimatúni um nokkur ár, meðan túnrækt var að aukast á nýbýlinu. j Skipting jaröa í tvö ábýli, ■ eða fleiri, haföi tíðkast hér í Þingeyjarsýslu um alllangt skeiö, en nýbýlisstofnunin á Brún markaöi að því leyti nýtt spor í því tilliti, að þar var byggðin færð út á nýjan staö í landi jarðarinnar, og ■ gat því í réttri merkingu kall- | azt nýbýli. Eru engin tvimæli á að frumkvæöi Björns og sig- ' ur í þessu starfi hefir gefið ' ýmsurn fordæmi í þessu hér- aði, þó reyndar megi telja að jhreinar nýbýlastofnanir sé j hér færri en ætlá mætti, þar jsern skipting jaröa hefir þó ; farið fram. j Engin lagasetning urn styrkveitingar til nýbýlastofn ana var komin á er býlið Brún var reist. Hlaut Björn þvi eng- an opinberan styrk til fyrir- tækis síns, að fráskildum jarðabótastyrk. En hann var lítilfjörlegur áður en jarðrækt arlögin gengu i gildi 1923, en þá var nýbýlið kornið yfir mestu byrjunaröröugleikana. Ei aö síður hefir sú löggjöf verið mikill styrkur til framh. ræktunar býlisins, svo sem annars staöar. Er nú svo kom- iö, eftir rúmlega 30 ára byggð, að Brúnu framfleytir einu stærsta búi i Reykdælahreppi. Frá Alþingi: LeigjendaféSags aviiií Leigjendafélag Reykjavík- ur hefir látiö semja frum- varp til nýrra liúsaleigcilaga og hefir sent allsherjarnefnd neðri deildar það, og flytur Áki Jakobsson það í þinginu, en þó með þeim fyrirvara, að hann hafi cbundna afstöðu um breytingartillögur. Aöalatriði frumvarpsins verða birt hér á eítir: 2. gr. Flokka skal allt leigu- húsnæði í bæjum og hrepps- félogum, er hafa yfir þúsund íbúa, í þrjá flokka. í fyrsta flokki ber að teljaj leiguhúsnæði, sem fullnægir lögum og reglugerðum og er aö dómi húsaleigunefndar í gcöu ásigkomulagi og hefir hæfilegt geymslurúm, þvotta | og þurrkherbergi. í öðrum ílokki skal telja það leiguhúsnæði, sem fullnægir lögum og reglugerö um, en er að dómi húsaleigu- nefndar ábótavant að ein- hverju leyti. í þriðja flokki skal telja allt það leiguhúsnæði, sem á eng an hátt fullnægir kröfum fyrsta og annars flokks eða öðrum lögum og reglugerðum. Á meöan leigðar eru ibúð- ir, er falla undir þriöja flokk leiguíbúða samkvæmt lögum þessum, skal lagður sérstak- ur stóríbúðaskattur á þær ein staklingsíbúðir, sem eru yfir 25 fermetra gólfflötur, og á fjölskylduíbúðir, sem eru yfir 50 fermetra gólfflötur að við bættum 16 fermetrum á hvern meðlim fjölskyldu, sem er um fram tvo og kominn er yfir 7 ára aldur. Undanþegið frá þessum skatti skal vera: eldhús, búr, gangur, anddyri, salerni, geymsluhús, miðstöðvarher- bergi, þvottaherbergi og helm ingur þess gólfflatar, sem er undir súð. Á hvern fermetra,. sem er umfram ákvæði 5. gr., skal greiða 300 kr. á ári í skatt. Nú hefir fjölskylda búið í sömu íbúð frá því að ibúðin var byggð, eða a.m.k. 8 ár samfleytt, en fjölskyldumeð- limum á þeirn tíma fækkað vegna dauðsfalla eða brott- flutnings uppkominna barna, og skal þá því aðeins fylgja ákvæðum 5 gr. um álagningu stóríbúðaskatts, að ibúðin Hafa hlöður og öupeningahús verið aukin nú á seinni árum, svo sem aukinn heyfengrir og áhöfn krefst. Fyrir 2 árum vai svo ibúðarhúsið reist að nýju og þá úr steinsteypu, svo sem og hin nýrri útihús. — Allar þessar framkvæmdir hafa ver ið gerðar fyrir aflafé af bú- skap, og án þess að til skuldar hafi verið stofnað, en rétt er aö taka fram í því sambandi að synir þeirra -hjóna hafa lagt sinn skerf til framkvæmd anna, í starfi og atfylgi. Ætla mætti að Björn hafi haft ærið að starfa við stofn- un nýbýlis síns og. búsrekstur og því lítt haft tíma aflögu til þátttöku í félagslegum mál- efnum. Sú hefir þó oröið raun in á að hann hefir orðiö að sinna þeim flestum fremur í þessu héraði. — Fyrstu af- (Framhald a 7. síOu). hefði fallið undir það ákvæði, meðan fjölskyldan bjó þar öll. Leiga í hverjum flokki leigu íbúða skal miðast við.bruna- bótaverð eignarinnar .,-eins og það er á hverjum tíma, og skal árlega i hverjuni fiokki vera sem hér segir: a. Fyrsti flokkur 6%. b. Annar flokkur 5%. c. Þriðji flokkur 3tfcj:' Verksvið húsaligUnéfndar skal vera að staðfesta .leigu- samninga, enda séu þeir leigu samningar ógildir, sem ekki eru staðfestir af húsáleigu- nefnd. Enn íremur skal nefndin úrskurða ágreining, er risa kann á milli leigusala og leig taka um leigu eða afnot hús- næðis. Óheimilt er að leigja eða taka á leigu húsnæði, hema um það sé gerður leigusamn- ingur, sem staðfestur er af húsaleigunefnd. Nú finnur húsaleigunefnd húsnæði, er hún telur van- notað, og skal henni þá heim ilað að taka það leigunámi. Slíkt hsnæði skal nefndin leigja til þeirra leigutaka, er hún telur hafa þess brýnásta þörf. Nú vill utanbæjarmaður taka bólfestu í kaupstað eða kauptúni, sem lög þessi ná til. Skal hann þá tilkynna það húsaleigunefnd með 3ja mánaða fyrirvara og skýra henni frá húsnæði því, er hann ætlar sér að setjast í. Getur nefndin lagt bann við j innflutningi umsækjanda, éf sannanlegt er, að bæjarbúar, einn eða fleiri, verða húsnæð islausir af völdum búferlanna, | Leigusala er óheimilt að segja upp húsnæði, nema hon um, að dómi húsaleigunefnd ! ar, sé þess brýn þörf til íbúð ar fyrir sjálfan sig. Uppsögn skal vera skrifleg og í tveim- ur samhljóða eintökum. Er leigusala skylt að senda ann- að eintakið til húsaleigu- nefndar. Slíkurn uppsagnar- rétti, er hér um ræðir. ver.ður aðeins beitt einu sinni af sama manni. i Eigi er heimilt að segja upp húsnæði með minna en sex mánaða fyrirvara. Óheimilt skal leigusatá að taka hvers konar greiðslur ! umfram lögmæta húsgj,eigu eða nokkra aðra ólöglega aukaþóknun fyrir húsnæði eða útvegun þess. Léigusali eða aðrir, sem gerast br’otleg- ir við ákvæði þessaraf. jngr., sæti sektum allt að 100 þús. krónum, sem renna i ríkis- sjóð, nema þyngri Áefsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Oftekið fé samkvæmt þessari málsgrein ber að end urgreiöa méð 5% ársvöxtum. Önnur brot gegn 'íögtun þessum sæta sektum allt að 50 þús. krónum, er renni í rik issjóð, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Kauplagsnefnd skál ' ‘ láta reikna út meðalhúsaieigu i Reykjavik hálfsárslega, og skal hún lögð til grundvallar sem húsaleiguútgjöld við út- reikning á verövísitölu kaup- lagsnefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.