Tíminn - 10.05.1949, Síða 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 10. mai 1949.
99. blað
Tillögur um stjórnarskrá f rá Aust
firðingUm og Norðlendingum
Agallar núgildandi stjórn-
arskrár.
£>égar ákveðin verða megin
atriéí stjórnarskrár lýðveld-
isiris,'verður að hafa hliðsjón
af þéim ágöllum á stjórnskip
urí ríkisins, sem afdrifarík-
astir hafa orðið á liðnum ár-
um.'
Gallar þessir eru aðallega
þrenns konar: f yrsta lagi of
miklll samdráttur ríkisvalds-
ins á einum stað. í öðru lagi
sérktakir erfiðleikar í sam-
barídi við myndun rikis-
stjórna, hinar þrálátu stlórn-
arkrepnur. í þriðja lagi óeðli-
leg flokkaskipun.
Verður nú vikið nánar að
hverju tilviki um sig.
I. Samdráttur ríkisvaldsins.
Almennt mun viðurkennt,
að stjórnarfar siðustu ára
hafi stefnt um of að sam-
drætti alls opinbers valds á
einum stað, í höfiiðborg rík-
isins, Reykjavík. Að sama
skapi hafa aðrar byggðir
landsins orðið útundan og
háðar höfuðborginni i fjár-
hagslegu, atvinnulegii og
menningarlegu tilliti. Hefir
þróun þessi leitt til þess, að
ofsalegur vöxtur hefir hlaup-
ið í Reykjavík, og fólki hefir
fjölgað mjög í borginni og
nágrenni hennar um leið og
því hefir fækkað annars stað
ar, atvinna hefir þorrið og
afkomu allri hnignað viðast
hvar annars staöar á landinu,
svo að til beinnar auðnar horf
ir á ýmsum stöðum. sem ann
ars mega teljast byggilegir.
í kjölfar þessarar þróunar
kemur glötun mikilla verð-
mæta á hinum hnignandi stöð
um, röskun þjóðfélagslegs
jafnvægis, samfara því, að
hætta skapast á einhæfingu
atvinnuhátta, sem leiðir til
þess, að almenn afkoma þjóð
ar'innar verður um of háð ein
stkum atvinnugreinum, svo
sem nú er orðið, þegar telja
má, að velmegun þjóðarinnar
sé;að miklu leyti byggð á síld
veiðunum við Norðurland,
sem standa 1—2 mánuði á
súmrum, eða stopulli síld-
veiðí í Faxaflóa á vetrum.
IVTun öllum ljóst, hvílíkur
háski er fólginn í slíkri þró-
uri‘;‘
tögin um fjárhagsráð eru
gloggt dæmi þess, hversu all-
ir iandsmenn, hvar sem þeir
é'ru búsettir, verða nú að .lúta
boði' eða banni valdamanna
i höfuðstaðnum. Ekki má t.
d. býggja hlöðu eða bílskúr,
án þéss að fá til þess leyfi
þéirra. Hér skal ekki vefengd
nauðsyn þeirrar meginreglu,
sem fram kemur í nefndum
lögum, varðandi alls konar
fjárfestingu. Hins vegar virð-
ist, að mátt hefði haga eftir-
litinu meira í hag lands-
manna með því að dreifa því,
í stað þess að leggja það um-
svifalaust undir skrifstofu-
bákn í höfuðstaðnum. Það er
bæði tafsamt og kostnaðar-
samt að þurfa að leita um
Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, hafa Fjórð-
ungsþing Austfirðinga og Fjórðungssamband Norðlendinga
sent frá sér bækling með tillögum um nýja stjórnarskrá og
greinargerð fyrir þeim, og birtir Tíminn hér fyrri hluta
hennar.
öll slík leyfi til fjarlægra
staða, og þess má enda
vænta, að eftirlit allt verði
handahófskennt, þegar það
er framkvæmt af mönnum,
sem ekki hafa aðstöðu til,
vegna fjarlægðar og ókunn-
ugleika, að kynna sér mála-
vöxtu til fullrar hlítar, enda
þótt á engan hátt sé í vafa
dreginn vilji og ástundun í
þær áttir. Lögin um fjárhags-
ráð marka enga stefnubreyt-
ingu. Þau eru aðeins glöggt
sýnishorn af því, hvernig sí-
aukin íhlutun ríkisvaldsins
er tryggð hfuðborginni, án
tillits til þess, hvað hag-
kvæmt og eðlilegt mætti telj
ast fyrir landsfólkið almennt
og dagleg störf þess.
Þessi óheillastefna veitir
Reykjavík óeðlilega sérrétt-
indaaðstöðu, sem á engan
hátt verður réttlætt með því,
að hún er höfuðborg ríkisins.
Þau raska nauðsynlegu jafn-
vægi þjóðfélagsins og eru
skaðvænleg fyrir þjóðina, —
höfuðborgina líka, þegar til
lengdar lætur.
2. Stjórnarkreppur.
Annar höfuðókostur gild-
andi stjórnarskipunar er sá,
að hún gerir ráð fyrir, að
Alþingi myndi ríkisstjórnina.
Á stjórnarmyndun hafa oft-
ar en einu sinni orðið alvar-
legar tafir. Þegar slíkir at-
burðir gerast, er jafnan ríkj-
andi öngþveiti um mörg hin
mikilvægustu málefni ríkis-
ins. Verður ekki fyrir séð né
með tlum talið það tjón, sem
af því getur hlotizt, að ríkið
sé stjórnlítið eða stjórnlaust
mánuðum eða jafnvel árum
saman. Slíkt ástand virðist
helzt skapast, þegar mest ríð
ur á því, að föst og örugg
stjórnarstefna sé í ríkinu.
Hina miklu erfiðleika, sem
þjóðin á nú við að etja í at-
vinnu- og fjárhagsmálum,
má að verulegu leyti rekja til
þess háttar stjórnmála-
ástands.
3. Óeðlileg flokkaskipun.
Megin-orsakanna til þess,
að þingræðið í núverandi
formi þess, hefir reynzt þjóð-
inni svo illa, sem raun ber
vitni, er fyrst og fremst að
leita í flokkaskipun þeirri,
sem ríkir. Flokkaskipunin
þróast og mótast á grund-
velli þess kosningafýrirkomu
lags, sem gildir.
Með ýmsum hætti eru nú
þingmenn kosnir til Alþing-
is. Hér eru einmenningskjör-
dæmi, 21 að tölu, kjósenda-
fjöldi hvers þeirra breytileg-
ur, frá ca. 500 til 3500. Þann-
ig er kjörinn 21 þingmaður.
Þá eru 6 tvímenningskjör-
dæmi, og hlutfallskosningar
viðhafðar þar. Þannig eru
fengnir 12 þingmenn. í einu
kjördæmi, Reykjavík, eru
kosnir 8 þingmenn með hlut-
fallskosningu. Þingmenn kosn
ir í ýmsum kjördæmum eru
því 41. Þá er gætt við 11 þing
mönnum, uppbótarþingmönn
um. Um val þeirra gildir
fyrst. og fremst sú megin-
regla, að þeim er skipt á milli
hinna ýmsu flokka með það
fyrir augum, að hver flokk-!
ur fái þingmannatölu í réttu
hlutfalli við kjósendafjölda.
Uppbótarþingmenn hvers
flokks eru síðan valdir að
þrem leiðum, sem ekki verð-
ur nánar lýst hér. Fyrirkomu
lag þetta er margbrotið, og
niðurstaðan verður oft harla
ólík. Þannig eiga þá sæti á
Alþingi samtals 52 þing-
menn.
Af þessu sést, að gildandi
kosningatilhögun er mjög
grautarleg, gætir ýmissa
sjónarmiða, en þó engra al-
gjörlega, og mætti svo að orði
kveða, að hvorki sé þetta fugl
né fiskur.
Þessi skipun hefir myndazt
fyrir ýmsar handahófslegar
breytingar, sem gerðar voru
á stjórnarskránni og tók að
lokum á sig þessa mynd eða
ómynd við síðustu breyting-
una, 1942.
Undir þessu skipulagi hafa
þróazt í landinu fjórir stjórn-
málaflokkar. Enginn flokkur
hefir fengið hreinan meiri-
hluta á Alþingi, og fullvíst
má telja, að enginn hljóti slík
an meirihluta í framtíðinni.
Stjórnarmyndun í ríkinu er
þess vegna háð því, að sam-
starf geti tekizt með tveim
eða fleiri stjórnmálaflokkum
um myndun ríkisstjórnar.
Reynslan hefir sýnt, að lang-
ur tími eyðist til þess að ná
slíku samstarfi, og enn lengri
tími fer til þess að ná sam-
komulagi um stjórnarfram-
kvæmdir, ef ævistundir
stjórnarinnar hrökkva til
þess.
Oft er nauðsyn skjótra að-
gerða. Meiri eða minni drátt-
ur á • raunhæfum aðgerðum
bakar þjóðinni löngum ómet
anlegt tjón, veldur því ósjald
an, að viðfangsefnið verður
torveldara, því lengur sem
úrlausnin dregst, stundum
tapast tækifærin algerlega.
Fjöldamörg dæmi úr sögu síð
ustu 6—8 ára mætti nefna
þessu til sönnunar, en þar eð
öllum er nú orðið þetta á-
stand fullkomlega ljóst, er
óþarft að fjölyrða meira um
það.
Ennþá alvarlegri veila en
þetta seinlæti er þó á gild-
andi tilhögun.
í lýðfrjálsum löndum er sú
meginregla viðurkennd, að
þjóðin, fólkið, eigi að ráða
stjórnarstefnunni. Til þess aö
tryggja þetta. eru teknar upp
almennar kosningar til þjóð-
þinganna með kosningarétti
fyrir alla þegna þjóðfélagsins,
sem náð hafa vissum aldri
og hafa ekki með afbrotum
fyrirgert atkvæðisrétti sínum.
Tilgangurinn er sá, að hver
kjósandi geti, með atkvæöi
sínu, veitt þeirri stjórnar-
stefnu lið, sem hann telur
réttlátasta og heppilegasta
fyrir hann sjálfan og þjóð-
félagið.
Hér á íslandi eiga kjósend-
ur kost á því að velja milli
fjögurra stjórnmálaflokka.
Hver kjósandi gerir þetta upp
við sig, frjáls og óháður eins
(Framhald d 7. slBuJ.
Borizt he/ir mér kveðja frá
Norðlingi kunningja vorum og
kemur hér erindi hans:
„Ég þakka þcr jyrir athugasemd-
ina við spjall mitt í baðstofunni
þann 5. marz. En það vil ég taka
fram, að ég er enginn mannhat-
ari, þctt ég hafi hins vegar slæmt
álit á þeim mönnum, sem ég hefi
að misjöfnu reynt. Og hvað við
kemur kommúnistum, þá get ég til-
einkað mér ljóðahendingar skálds-
ins: „Ég aumka þig, garmur, en
hata' þig ekki“, hvernig svo sem
færi þá með fullnægingu síðustu
ljóðlínustafsins.
Nú spyr maður: Hvað líöur lýö-
veldisstjórnarskránni? Og það er
von að menn spyrji. Mörg ár eru
nú talin, síðan lýðveldið var stofn- j
að, og ennþá búum við við stjórn- '
arskrá konungsríkisins . Nefndir
hafa verið skiþaðar, allfjölmennar,
sem áttu að vinna að samningu
stjórnarskrárinnar. Þær hafa starf
að — eða ekki starfað — um ára- 1
bil, og að sjálfsögðu með töluverö- 1
um kostnaði. Menn hafa farið út
um heim til þess að kynna sér sem
bezt stjórnarfyrirkomulag og háttu
annarra þjóða, svo að hægt væri
að velja þaö, sem eftirbreytnisvert
var og okkur hentaði bezt í þeirra
stjórnarfari, svo að það yrði fellt
inn í okkar stjórnarskrá. Þetta allt
mun vera búið að kosta allálitlega
fjárhæð', en árangurinn sést hvergi.
Hvað á slíkt lengi að ganga? Hvað
getum við lengi — sóma okkar
vegna — verið lýðveldi, án lýð-
veldisstjórnarskrár? Segja má, að
stjórnarskrá konungsríkisins sé að
mörgu leyti góð, væri hún í heiðri
höfð, en á þvl virðast misbrestir,
og svo er hún algjörlega ófull- I
nægjandi. Annars er ég nú enginn I
stjórnlagafræðingur, en eitt atriði
í okkar viðbúandi stjórnarskrá —
sem mér finnst vanhaldið — vil ég
gera hér aö umtalsefni.
/ 64. gr. stendur: „Engin bönn má
leggja á atvinnufrelsi rnanna,
nema almenningsheill krefji, enda
þarf lagaboð til“. Þessi grein virð-
ist réttlát og sjálfsögö í hverju lý'ð-
frjálsu landi, en mér virðist ein-
mitt hún svo oft og mörgum sinn-
um hafa verið brotin af hinum svo
kölluðu verkalýössamtökum, og það
látið óátalið. Jafnvel illmögulegt
að fá rétt sinn viðurkenndan —
samkvæmt stjórnarskránni — þótt
þess væri leitaö til æðra valds.
Þessu til staðfestu skal geta þess,
að ég veit bændum hafa verið þok-
að til hliðar við vegagerðir í sveit,
góðum og dugandi mönnum, af því
einu, að þeir voru ekki innan
verkalýðssamtakanna. Sumsstaðar
mun hafa horft til stórviðburða út
af þessu, en minna orðið úr, þar
sem sveitarmenn höfðu mannafla
og voru sterkir fyrir. Svo langt hef-
ir þetta gengið, að til rekistefnu
hefir komíð út af eins manns
vinnu 1 dag. Mér leyfist sem sé
ekki að vinna verk, sem ég get
sómasamlega af hendi leyst og
vinnuveitandi trúir mér fyrir, án
þess að eiga á hættu að vera rek-
inn frá því, ef einhver verkalýðs-
postuli þefar mig uppi.
Er mí þetta það atvinnufrelsi,
sem um getur í stjórnarskránni?
Það er ekkí furða, þótt gumað sé
af lýðfrelsi, þar sem óhlutvandir
ofstopamenn geta svipt fátækan
mann vinnufrelsi, fyrir það eitt, að
hann hefir ekki greitt þeim ákveð-
ið lausnargjald. Það kvað vera hátt
ur hinna svokölluðu stigamanna,
að setja vopnið fyrir brjóst manna
og heimta peninga eða lífið. Svip-
mót er með aðferðunum. Greið þú
mér skattgjald, ella færð þú ekki
að vinna þér til lífsviðhalds. Frá
sjónarmiði vinnuveitanda finnst
mér það óviðeigandi, að mega ekki
fá mann, sem hann treystir, til
þess að vinna verk, þótt ekki sé
nema um 1 eða 2 daga að ræða,
án þess að geta átt von á reki-
stefnu eða því, að maðurinn sé
rekinn frá hálfnuðu verki. Já, það
má segja. Mikil eru þau mannrétt-
indi.
Ekki er mér kunnugt. að aðferðir
þær, sem ég hefi hér minnzt á,
séu viðhafðar innan annarra stofn
ana eða félagsskapar hérlendis,
nema verkalýðssamtakanna, og það
þvert á móti fyrirmælum stjórnar-
skrárinnar.
Hér má hver hafa þá trúarskoð-
un, sem sýnist, og standa þó safn-
aðarkirkjurnar jafnt öllum opnar.
Engum er víst bannaö að reka
verzlun, fyrir það eitt, að vera
ekki skráöur meðlimur kaupmanna
félagsskapar. Ekki er skipstjóra með
réttindum fyrirmunaö að fleyta
skipi, þótt hann sé ekki í skipstjóra
félagi. Kaup og sala er í rauninni
frjálst, manna á 'milli, nema á
stundarvinnu. Það virðast verka-
lýðssamtökin geta fyrirbyggt.
Hitt er svo fa/n eðlilegt, að verka
lýðsfélög láti meðlimi sína sitja fyr
ir þeirri vinnu, er þau hafa ráð
á, þ. e. taka að sér að láta fram-
kvæma, að því eiga þau að vera
frjáls, eins og líka hver vinnuveit-
andi. Það er þetta, sem þarf ör-
ugglega að tryggja í lýðveldis-
stjórnarskránni, að allir hafi jafn-
an rétt til vinnu, sem þeir geta
trúlega af hendi leyst, án þess að
litiö sé á, hvort þeir hafa bundizt
nokkrum félagasamtökum eða ekki.
Vonandi verður stjórnarskráin
fullbúin í valdatíð núverandi for-
sætisráðherra, og vil ég vona, að
hann sé sá lýðræðissinni, að hann
hlutist til um, að framanskráð
verði tryggt í hinni nýju stjórnar-
skrá". Annars á jafnaðarmennskan
ekki djúpar rætur“.
Svo er hvert mál, sem virt er,
en vel mætti segja mér, að ein-
hver vildi hér draga fram önnur
sjónarmið til hliðsjónar.
StarkaSur gamli.
Guðiii Giiðmimdssoii
frá Kotmúla, sem andaðist 29. apríl s.l., verður jarð-
settur að Breiðabólstað miðvikudaginn 11. maí kl. 2
e. h. Kveðjuathöfn verður að heimili okkar Fossmúla
á Selfossi kl. 11 f. h.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Steinunn Halldórsdóttir.
Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd á fimmtugs af-
mælinu 6. mai s.l. með heimsóknum, gjöfum, skeytum
og á annan hátt, þakka ég hjartanlega.
Davíð Sigurðsson.
Miklakoti.