Tíminn - 22.05.1949, Síða 4

Tíminn - 22.05.1949, Síða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 22. maí 1949. 110. bíaff Píslarsaga Krists og píslar- saga nútíraans [AUmikiö umtal hefir orðiö um ræöu þá, sem hér fer á eftir , og stafar þaö m. a. af því, að séra Pétur Magnússon frá Valla nesi hefir haldið fram að ýmsu leyti gagnstæðri skoðun við þá, sem hér er túlkuð. M. a. beindi séra Pétur nokkrum fyrirspurn- um til séra Jakobs í Mbl. í til- cfni af ræðunni, en Mbl. neit- aði að birta svör séra Jakobs. Einnig neitaði það honum um að birta ræðuna. Tíminn hefir ialið sjálfsagt að verða við ósk- um sr. Jakobs um að birta ræð- una, en lætur það öðrum eftir að dæma um deiluefnið. — Rit- stj.] Pistill: Hebr. 4, 15—16. Einhverjum finnst þaö ef til vill harla óákveðið að tala um píslarsögu nútímans, án þess að greina nánar, hvað við er átt. Sumir mundu segja, að nútíminn ætti ekki eina, held- ur margar píslarsögur, — sennilega ætti hver einasta sál sína eigin þjáningasögu, sem hver og ein verðskuld- aði athygli, ef menn yfirleitt fengju um hana að vita. Á ekki drykkjumaðurinn sína píslarsögu? Vændiskonan sina? Og hvar er píslarsaga að gerast, ef ekki þar sem smábörnin verða hungri og vesöld að bráð í þúsunda tali, vegna þess, hvernig hin eldri kynslóð hefir farið með jörð- ina, sem þau fæddust á? Ef til vill átt þú, sem hlustar á orð mín í dag, þinn eigin þjáningaferil að baki? Ef til vill hefir þú orðið að heyja þitt þögula stríð við áhyggj- urnar, meðan alvarlegur sjúk- dómur var smám saman að ná tökum á þér. Ef til vill hefir dauðinn rétt út sína sterku hönd og haft á brott með sér einhvern þeirra, sem þú átt- ir helzta og bezta athvarfið hjá í þessu lífi. Margur er krossferillinn. Mörg er píslar- sagan, hvert sem litið er. En. — þrátt fyrir allt hið margbreytta og ólíka í þessum sögum, fléttast þær þó hver inn í aðra, svo að örðugt er að sjá, hvar ein hefst og önn- ur endar. Stundum leiðir eina af annarri, samkvæmt hinu algilda lögmáli orsaka og af- leiðinga. Straumböndin í hinni miklu elfi mannlegs lífs renna saman, svo að ekki má á milli sjá. Á sama hátt hvérfa einnig mörkin milli nútíðar og fortíðar, ef nægilega vel er að gáð. Saga barnanna er framhald af# sögu foreldr- anna, svo að allt verður ein órjúfandi keðja, svo langt sem vitað verður eða augum eygt. Og það, sem færir fortíoina ennþá nær oss, er sú stað- reynd, að vér finnum, að ein kynslóðin eftir aðra er að heyja nákvæmlega sömu bar- áttuna. Hinar sömu hvatir ráða gerðum vorum og þeirra manna, sem uppi voru fyrir alda öðli, Vér heyjum sama stríð og forfeður vorir sem löngu eru horfnir. Sömu á- stríðurnar, sem voru undir- rótin að þeirra hatrömu bar- áttu, koma aftur fram í oss, hvort sem um er að ræða það stríð, sem vér heyjum við öfl dauðans og tortímingarinnar. Útvarpsprédikun eftlr séra Jakob Jónssoit. flutt í Hallg'rímskirkju fyrsta sunnudag' í föstu. hið ytra, baráttu vora inn- byrðis eða þá, sem vér héyjum í vorri eigin tvískiptu sál. Allt þetta gerir það að verkum, að pislarsaga fortíðarinnar og nútíðarinnar eru aöeins ólikir kapítular hinnar sömu sögu. Vér og forfeður vorir erum eitt í hinni óendanlegu bar- áttu þessarar jarðar. Og þó er ekki allt sagt með þessu. Þeir, sem trúa því, að til sé annar heimur, sem lifandi verur byggja, eru flestir sannfærðir um það, að einnig í þeim heimi sé barátta háð, og jafn- vel, að baráttan á jörðinni sé aðeins einn þáttur þess stríðs, sem sé undirrót hinnar miklu þjáningar, er mennirnir líða. Sagan, sem er guðspjall þessa sunnudags,*) gerir þetta enn- þá augljósara fyrir oss. Þar eru það máttugustu öfl hinn- ar ósýnilegu tilveru, sem eig- ast við. Annars vegar er hann, sem í sérstökum skilningi er sonur guðs, hann, sem þó var freistað á allan hátt, eins og vor, en án syndar. Hins vegar var freistarinn, foringi illu andanna, sem af alefli beitir sér gagnvart þeim, sem hann veit, að hann hefir ástæðu til að óttast. Freistingasagan sýnir þetta, sem ég sagði áð- an, að baráttan hér á jörð er aðeins einn þáttur þeirra á- taka, sem fram fara í sjálfum alheiminum í víðasta skiln- ingi. Og á hinum ýmsu svið- um hinnar ósýnilegu tilveru er sjálfsagt fylgzt með því af áhuga, hvernig stefna er tek- in á jörðinni, og reynt að hafa áhrif á úrslitin eftir megni. Þegar vér hugsum um baráttu mannanna við kvöl og böl þessa jarðlífs, ippnast áður en varir fyrir sjónum vorum eitt óendanlegt flæmi eins- konar vígstööva, þar sem bar- ist er upp á líf og dauða með ægilegra hætti en vér nokk- urn tíma fáum skilið til fulls. Það er engin furða, þótt marg ur maðurinn finni til veik- leika síns, ekkert undrunar- efni, þótt kjarkleysi og úr- ræðaleysi grafi um sig í sál- um þeirrar kynslóðar, sem sér ekki út fyrir eldhaf slíkra vígstöðva, hvort sem horft er fram eða aftur, inn í manns- sálina eða inn í hina ósýni- legu tilveru. Vér skulum ekki álasa um of þeim, sem langar til þess að hvíla hugann í lengstu lög við þá blekkingu, að óhætt sé að ganga með aft- ur augun, meðan heimurinn brennur, þjáist og engist af kvöl. Maðurinn, sem skrifaði He- breabréfið, sá vel, hvernig á- statt var fyrir mannkyninu. Hann vissi um veikleika mannanna, og vissi, að þeir voru brj óstumkennanlegir. En hann vissi einnig, að mann- kyninu var ekkert gagn í máttvana brjóstgæðum, sem hvorki fylgdi skilningur né kraftur. Sá einn gat verði mannkyninu styrkur, sem sjálfur hafði komizt í hinar *) Sagan um freistingu Jesú. sömu freistingar, sömu eld- raunina, sama stríðið og mennirnir yfirleitt, og þó haft það fram yfir þá, að syndga ekki sjálfur, valda engri kvöl, engri þjáningu, heldur taka þátt í stríði mannanna, án þess að taka þátt í synd þeirra. Hebreabréfið vissi að- eins um einn, sem þetta hafði gert, æðsta prestinn, sem far- ið hafði í gegnum himnana, Jesúm Guðs son. Hann gat séð aumur á veikleika mann- anna, því að hann vissi, hvað það var, sem þeir háðu stríð sitt við, en hann var líkleg- astur til að sýna miskunn og hjálp á hagkvæmum tíma, eins og textinn kemst að orði. Píslarsaga Krists og sigur hans var tryggingin fyrir því, að mennirnir ættu hann að til hjálpar í sinni eigin píslar- sögu, á hvaða vettvangi sem hún væri háð. Út frá þess- um hugsunarferli hlýtur nið- urstaðan að verða sú, að kjarninn í baráttu Krists sé sá sami og í baráttu tilver- unnar yfirleitt. En sé svo, hvers eðlis er þá sú barátta? Hvers eðlis var sú barátta, sem vér sjáum blasa við oss í hinum stórkostlega leik písl- arsögunnar? Hvaða svar veita guðspjöllin við þessari spurningu? Ég minnist þess, að fyrir all-mörgum árum lýsti einn íslenzkur guðfræðingur yfir þeirri skoðun sinni, að Jesús hefði verið pólitískur bylt- ingamaður, sem hefði ætlað sér að stofna pólitískt ríki jafnaðar og réttlætis á jörð- inni, en tilraun hans hefði misheppnast, vegna þess að honum hefði ekki tekist að taka Jerúsalem herskildi. Hann hefði ætlað sér að beita vopnum, en verið ofurliði bor- inn, svikinn og handtekinn. Þessar kenningar um til- raunir Jesú til að ná völdum með hervaldi, voru þá að engu leyti frumlegar, því að er- lendir fræðimenn höfðu látið sér detta þetta í hug áður. Nú heyrast slíkar tilgátur ekki lengur nefndar á nafn, svo að mér sé kunnugt. Þær hafa þótt svo ósennilegar og svo vanstuddar sögulegum rökum, að ékki væri leggjandi upp úr þeim á vísindalegum vettvangi. Það, sem rétt er i þessum hugmyndum, er vafa- laust það, að guðsríkið í þeirri mynd, sem Jesús boðar það, hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á þjóðfélögin, ekki síður en einstaklingana, og ætti að verða til þess að leið- rétta ranglætið og ójöfnuðinn, sem allir vita, að á sér stað, þar sem skefjalaus samkeppni og kúgunarvilji ræður ríkjum. Hitt virðist vera í ósamræmi við allan anda guðspjallanna, að Jesús hafi sótzt eftir ver- aldlegum völdum og pólitísk- um yfirráðum. Látum svo vera, að Jesús hafi ekki ætlaö að stofna ríki sitt með vopnavaldi, heldur (Framhald á 7. síðuj Guðfinna Stefánsdóttir hefir sent mér hugleiðingu . þá, sem hér fer á eftir og fjallar hún um. hest- ana okkar. Margir munu taka und- ir það, sem hún segir. Gef ég henni svo orðið: „Síðan mér á œskuárum unaðs- sðl að viði hvarf,“ þá hefi ég svo oft skyggnst á bak við tjöldin, þar situr margur i skugga, að greiða götu þeirra gefur y) i hjarta. Hestarnir okkar, (málleysingjarn ir) sem fluttir voru hingað á okk- ar köldu eyju á landnámstíð, lil þrælkunar, eru nú að verða ó- þörf eign, enda mjög ókristileg með ferð á þeim víða hvar. Bílar eru farnir að vinna þeirra verk. Kjöt þeirra mundi vera verðmætt, væri lögð rækt við gð hafa þá holduga. Það er sauðkindin með sínum þykka feldi, sém fær er um að halda velli. Lög þau, er sett hafa verið hest- unum til varnar, hafa ekki náð til- gangi sínum. Bændur sögðu mér, að til þess að handsama þessa villtu hjörð, þyrfti svo mikinn mannskap og svo væru þeir svo fljótir að éta upp verðið sitt. Hirðing á þeim væri mjög dýr. Mætti ekki helga þeim sérstök svæði, þar sem þeim væri tryggt nægjanlegt beitiland ársins hring, án þess að þurfa að naga bitna sauðfjár- eða kúahaga. Ungviðin eiga aldrei að þurfa að lifa á hkams vefjum sínum eða mold, þau þurfa stöðugt að bæta við holdin, t:I þess að geta þroskazt. Þess eru mörg dæmi að afréttarlönd eru að sjá gróðurlaus að hausti, meðfram gyrðingum, heimahagar víða að ganga úr sér. í minningu minni geymast tveir andstæðir þættir viðvikjantíi hrossa eign. A þe:m árum voru tún cg engj ar ógirt. Granni minn S. bjó í lág- sveit, býli hans var að mestu gras- lenci, töðugresi, móar og mýra- tírög efra. Hann gætti þess vel að halda stóði sínu niðri á meðan náð'ist til jarðar, ég vissi ekki til að þörf væri að taka það á gjöf. Þetta stóð var rekið meðfram tún- inu heima, þegar rekið var á fjall. Mán ég hvað hrifin ég var, þegar það hljóp við fót (kastaði toppi). Því gleymi ég aldrei, mér fannst það fjaðurmagnað. Annar granni minn bjó til dala á hrjóstugu býli og fannakistu. Frá mínum bæjardyrum séð átti hann enga bithaga aöra en kúa- og sauð fjárhaga. Það kom fyrir að i minn hlut féll að reka stóðhross hans. Man ég sérstaklega vor eitt eítir harðan vetur. Það var í maí, frost- bólgan var farin úr búk þeirra. Sú hiylling. Angistin í svipnum. Berar hnúturnar, máttvana hreyfingar. Enn á ég minningar, sem aldrei gleymast. Ómengaðar yndisstundir á hestbaki. Sitja á hesti, sem leikur við taum, í glöðum kunningjahópi, gefur ljúfar minningar. Eða þá að vera alein á ferð á góðu hrossi, sem tengt er tryggðaböndum langrar kynningar, síðari hluta vornætur .eftir glaðan dag, og horfa á af hárri hálsbrún hvar sólin kemur í sinni dýrð undan fjallsrót í þröngt fjallaskarð og sjá hana svo aftur koma upp yfir fjallshnjúk, þegar fuglarnir syngja lífinu dýrð.“ Við þessar hugleiðingar ætla ég ekki neinu að bæta. En nú þegar vorið gengur í garð, munu rifjast upp svipaðar endurminningar í hug um margra og þær, sem hér er sagt frá. Starkaður gamli. i Hreðavatnsskáli Vegna vorharöindanna er seinna komið í Hreðavatns- skála nú heldur en vanalega, en úr þessu fer fólk að vera þar. Þeir, sem kynnu aö ætla að koma þar með gesta- hópa í vor eöa sumar eru vinsamlega beðnir að láta vita um það með nægum íyrirvara. Vonast er eftir að Hreöavatnsskáli og hið fagra um- hverfi njóti svipaðra vinsælda hjá ferðamönnum í sumar eins og undanfarin ár. GagnfræBaskólinn L Nemendur vitji einkanna sinna og skírteina, sem hér segir: 1. bekkur: Þriðjudag 23. maí, kl. 10 árdegis 2. bekkur: Mánudag 30. maí, kl. 10 árdegis. 3. bekkur: Sama dag kl. 11 árdegis. Nemendur 1. og 2. bekkjar segi til um leið, hvort á að ætla þeim skólavist næsta vetur. Skólauppsögnin fer fram í Iðnó 31. maí kl. 8,30 e. h. INGIMAR JÓNSSON AUGLY5IÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.