Tíminn - 09.07.1949, Qupperneq 1

Tíminn - 09.07.1949, Qupperneq 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttaslmar: 81302 og 81303 AfgreiSslusími 2323 Augljjsingasími 81300 PrentsmiBjan Eddo 33. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. júlí 1949 143. bla» Baðvörður í Naut- hólsvík í sumar Ýrnsar framkvæmd- £r á baðstaðmnu í vor. Skrifstofa borgarlæknis skýrð'i blaðinu í gær frá fram- kvæmdum þeim er gerðar hafa verið við baðstaðinn í \ Nauthólsvík í vor. Byggðar | hafa veriö rotþrær fyrir frá- 1 rennsli flugvallarhótelsins. i svæðið vestan víkurinnar j hefir verið girt og stígar lagð- ' ir við bergið Þá hefir Páll Guðmundsson íþróttakennari verið ráðinn baðvörður, og verður hann innfrá daglega frá kl. 1—7. Eru foreldrar á- minntir um að senda ekki i börn sín inneftir á öðrum tímum. — Slysavarnafélagið hefir séð um, að björgunar- tæki verði alltaf við hendina í Nauthólsvík. — Baðgestir geta fengið veitingar í Flug- vallarhótelinu og þar hafa þeir einnig aðgang að snyrti- herbergum. I Reykjavíkurbær hefir séð um framkvæmdir þessar að öðru leyti en því, að flugvall- arstjóri lét bygga rotþrærnar. Kappreiðarnar á skeiðvellin m við EIEiðaár í dag I»r|átÍ6a og' jþrír hesíar vei'ða reymlir. Ilestamannafélagið Fákur efnir til kappreiða á Skcið • velii félagsins við Elliðaár í dag laugardaginn 9. þ. m. Kapp reiðarnar Iiefjast kl. 3,30 e. h. Reyndar verða 26 hestar ; , skeiði og og stökki. Gullfaxi flaug til sextán landa á einu ári Mefði getað flogið 10 siiinum umhverf-' is jörðina. í gær var eitt ár liðið síðan ' Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfélags íslands, kom hing- að til lands í fyrsta sinn. Gull- faxi hefir verið víðförull á þessu fyrsta ári sínu, en hann hefir lent í 16 löndum, m. a.1 Cyprus, Bermuda, Puerto, Rico, Sýrlandi og Venezuela. Þá hefir hann flogið á þessu tímabili samtals um 430 þús. km., eða vegalengd sem svar- ar rúmlega 10 sinrium um- hverfis jörðir.a. i Frá því Gullfaxi hóf reglu- bundnar flugferðir fyrir ári síðan, hafa alls 4321 farþegar ferðast með honum á milli ianda. Þá hefir hann flutt um 3 smálestir af pósti og rösk- 1 lega 10 smálestir af öðrum I flutningi auk farangui's far- j þega. Flugferðir Gullfaxa á milli landa eru nú orðnar urn 200 talsins. í fyrstu voru það amerískir flugmenn, sem flugu Gullfaxa og bjuggu jafnframt íslenzka flugmenn undir að taka við stjórn hans. Nú flýgur ein- göngu íslenzk áhöfn flugvél- inni, en þrír flugmenn hjá Flugfélagi íslands hafa öðlast réttindi til þess að stjórna fjögurra hreyfla flugvél, þeir Jóhannes R. Snorrason, Sig- urður Ólafsson og Þorsteinn E. Jónsson. í þessum mánuði ætla Ðanir að senda víking'askip með 25 Ijós- hærðum, skeggjuðum mönnum. klæddum búningum víkinga- aldarmanna til Englands til minningar um það, að í sumar eru liðin 1500 ár , að því er talið er, frá því danskir víkingar síigu fyrst fæti á enskt land. Hér sést skipið, sem smíðað var í skipa- smíðastöð í Fredrikssund og var rennt til sjávar fullsmíðuðu 1. júlí síðastl. Frú Hedtoft, kona danska forsætisráðherrans, skírði skipið. Heitir það „Huginn“, eftir öðrum hrafni Óðins. — Mikil hátíðahöld fóru fram í Fredrikssund þan dag af þessu tilefni. — Í.R.-inpr hlutu glæsiiepr móttökur í Skotlandi og írlandi For»'jafakcppiii sciii svip á öll mót. í. R. ingar, sem fóru í keppnisför til Skotlands og írlands 24. júní, komu heim aftur 7. þ. m. Flokkurinn hlaut frábær- ar móttökur í báöum löndunum og blöðin fóru lofsamleg- um orðum um frammistöðu þeirra í keppnunum og sögöu að íslendingarnir hefðu verið mest áberandi. Einnig birtu blöðin margar myndir af þeim. Forgjafakeppni var viðhöfð á öllum mótunum, þannig að lélegri menn hlutu oft fyrstu verðlaun. Einn þátttakandinn, Pétur Einarsson, skýrði í gær blaðamanni frá Tímanum frá förinni og keppni þeirra. I skeiði keppa 7 hestar, þar á meðal hin gammvakra hryssa Gletta, sem alkunn er frá fyrri kappreiðum fyrir snilli sína> eigandi Sigurður Ólafsson, ennfremur Léttir Jóns í Varmadal, er tók fyrstu verðlaun á síðustu kappreið- um, Nasi Þorláks Kristjáns- sonar, Álfsnesi og Kolbakur Jóhanns Kristjánssonar og fleiri úrvalshestar, sem gætu orðið fyrgreindum gæðing- um keppinautar. Skeiðsprett urinn er 250 m. í 350 m. stökki 6 hestar þar á meðal hinn kunni 18 vetra hlaupagarpur Hörður, Þorgeirs í Gufunesi, ennfremu Gnyfari sami eig- andi, 7 vetra, er varð fyrstur í 300 m. hlaupi á síðustu kapp reiðum, en keppir nú í fyrsta sinn í 350 m. hlaupi, við sér eldri og reyndari hesta, en allar líkur benda samt til að hann gangi með sigur af hólmi. Loks Haukur Ólafs Þórarinssonar, harðsnúinn mjög og fleiri góðhestar. í 300 m. stökki keppa 13 hestar, meðal annars Glymur Guð- mundar í Bergvík, Freyja Viggós Eyjólfssonar, Depill Magnúsar Aðalsteinssonar, Fengur Bírnu Nordals, þá keppa og nokkri nýir hestar í þessu hlaupi, sem líklegir eru til þess að gta orðið hin- I um eldri gæðingum skeinu- I hættir. | Verðlaun verða samtals 5—6000.00 kr. Veðbanki verð ur starfræktur að vanda. Hestaíþróttin hefir aldrei fyrr staðið með jafnmiklum bióma hér í Reykjavík og ná- grenni og nú, og sívaxandi á- hugi manna fyrir þvi aö eíla þessa þjóðlegu íþrótt er trygg ing fyrir góðri skemmtun. Þeir, sem vilja sjá úrvals- hesta og knapa ættu því ao bregða sér á skeiðvöllinn á laugardaginn. Viija kaup stein- ker frá Bretlandi Bæjarstjórinn á Akranesi er um þessar mundir staddur i Bretlandi og athugar þar kaup á steinkeri til bryggjugerðai á Akranesi. Hyggjast Akur- nesingar að lengja báta bryggjuna innan við haf- skipabryggjuna með þessu keri, sem nú á að kaupa, en það verður mun minna en þau fjögur steinker, sem keypt hafa verið til hafnargerðar- innar. Þegar þessi fyrrihug aða lenging bátabryggjunnai er komin í framkvæmd, ætti bátaflotinn að mestu að geta fengið afgreiðslu við bryggj- una. Fyrsta keppni þeirra fór fram í Glasgow. Finnbj. Þor- j valdsson, Haukur Clausen og, Reynir Sigurðsson tók þátt í 120 yards hlaupi. Finnbjörn hljóp á 11,7 sek. (hlaut 1 yard í forgjöf) en Haukur hljóp á' 11,8 sek., en hann var eini' keppandinn í 120 yards, sem ! enga forgjöf hlaut. Timi þeirra er mjög góður og sam- svarar 10,7 í 100 m. Hukur komst í úrslit og varð þriðji, en sá sem vann hlaupj ið hlaut QV2 yards í forgjöf. j Pétur Einarsson vann sinn riðil í 880 yrads hlaupi á 1:58,3 mín (Pétur fékk 18 yartís i forgjöf, mesta forgjöf var 52 yrads). í úrslitahlaup Tíminii Vegna sumarleyfa í prent- smiðjunni kemur Tíminn ekki út á morgun. Næta blað kem- ur á I-riíjuúa'glnn. inu varð Pétur annar á sama tíma og sigurvegurinn 1:58,4. Óskar Jónsson tók þátt í míluhlaupi og hljóp hann á móti skotska meistaranum J. Barry. Barry hljóp á mjög góð um tíma 4:12,2 min., en Ósk- ar hljóp á 4:25,8 mín. sem er langbezti tími er íslendingur hefir náð í míluhlaupi. Þor- steinn Löve stökk 1,64 m. í hástökki og Magnús Baldvins son 1,62. í Dublin á írlandi kepptu þeir 29 júni. Jóel vann spjót- kast þrátt fyrir að sumir keppendanna hlutu 10 m. í forgjöf. Jóel kastaði um 60 m. í 880 yards hlaupi varð Óskar fjórði, á hinum góða tíma 1:56,6 en Pétur varð nr. 6. Sá sem vann hlaupið fékk 65 yards í forgjöf. Finnbjörn og Haukur urðu nr. 3 og 4 í 100 yards hJaupi. Síðasta keppni Í.R. ingana var 2. júlí i Edinborg. 100 yards hljóp Finnbjörn á 9,7 sek, og varð annar (sigurv. (Framhald á 7. siðuj Nýr fiskur fæst ekki á Akranesi Þó að Akranes sé einn mesti fiskveiðibær landsins, er það þó svo, þótt einkennilegt megi virðast, að ómögulegt er að fá keyptan þar nýjan fisk eins og sakir standa. Hefir nýr fiskur verið að heita má ófá- anlegur í kaupstaðnum síðan bátar hættu róðrum í vor. Tveir opnir bátar stunda þó lúðuveiðar frá Akranesi og er iúðá eini nýi fiskurinn sem á boðstólum er stöku sinnum, nýr þorskur eða ýsa sézt ekki i matarverzlunum á Akranesi frekar en suðrænir ávextir. Er það oft þannig á sumrin, að enginn bátur stundar al- mennar fiskveiðar fyrir heima markaðinn, þann tíma árs, sem þorskveiðar liggja ann- ars niðri. íslenzkar flugvélar flytja danska Grænlandsfara Millilandaflugvélin Geysir kom hingað síðdegis í gær frá Kaupmannahöfn fullskipuð farþegum. Eru það allt dansk- ir leiðangursmenn, sem ætla með leiöangri dr. Lauge Koch til Grænlands. Sækir vélin það sem eftir er af leiðang- ursmönnúm hinn 12. þessa mánaðar.Síðan flytur íslenzk- ur katalinaflugbátur leið- angursmennina til Græn- lands, en lent verður við Elnaö. Nefnd skilar áliti um laun opinberra starfsmanna Nefndin sem skipuö var til að rannsaka laun opinberra starfsmanna skilaði áliti til ríkisstórnarinnar í þessari viku. í nefndinni áttu sæti Magnús Jónsson lögfræðing- (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.