Tíminn - 09.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1949, Blaðsíða 4
'4 TÍMINN laugardaginn 9. júli 1949 143. blað A t h gasem d í 1.—5. tölubl. _,,Ófeigs“ Jónasar frá Hriflu er í LXII iafla þesi setning: „Aust- Jiröingurinn er sennilega eini ■cjósandi Barða, sem dáist áð sagnfræði hans.“' Austfirðing irinn, sem J. J. á við, mun /era ég undirritaður. Við bessa setningu er það að at- 'iuga, að Barði Guðmunds- spn hefir aldrei verið í kjöri i Norður-Múlasýslu og ég því eki getað verið kjósandi nans. Barði bauð sig síðast rram í Seyðisfjarðarkaupstað Hitt er svo annað mál, að ýmislegt af því, sem Barði nefir sett fram um söguleg efni, er athyglis- og umhugs- jnarvert, þó að ég geti ekki iremur en J. J fallist á að Þorvarður Þórarinsson hafi verið mikill rithöfundur og að hann muni því ekki eiga nema lítið í Njálu og senni- lega ekki neitt. Þó hafa varð- veitzt bréf, sem þorvarður er nöfundur að. Ég skal hér að- eins benda á bréfið frá 1277, sem hann skrifaði Magnúsi lagabæti frá Keldum. Þetta oréf sýnir það, að Þorvarður nefir haft rítun um hönd. F. J. og aðrir, er til þekkja, vita það, að ég hefi aldrei viljað hafa neitt pólitískt samneyti við flokka þá, sem . hafa sósíalisma á stefnuskrá •sinni og er Alþýðuflokkurinn, sem Barði tilheyrir, þar eng- ín undantekning. Hins vegar .eignm við Barði samstöðu að pví leyti að við teljum Þor- varð Þórarinsson hafa verið merkan mann. En ég tel að svo hafi verið á sviði stjórn- mála þess tíma og hef fært ‘rök að því í þeim greinum, sem ég hefi skrífað um Þor- Várð. Um víg Þorgils skarða útaf ; Í'yrii' sig skal ég aðeins segja pað, sem ég hefi reyndar gert aður, að aðferð sú, er beitt ' var til að afmá Þorgils skarða var ærið hryliileg. Hins veg- ar ber hún ekki þess vott, áð Þorvarði hafi verið hug- rekkis varnað til þess að eiga vopnaskipti ýið Þorgils. Þor- v'aröur hafði ákveðið, að Þor- gils skyldi deyja áður en nann rændi Þorvarð rétt- mætum völdum og hann vildi ekki eiga undir því að meira manntjón hlytist af en hann hafði ákveðið. Þorgiis skarði var yfirlýstur umboðsmaður Hákonar gamla og því land- ráðamaður þess tíma. Þor- varöur hafði fengið löglegt umboð F.ij^'varar tengdamóð ur sinna^^i að taka ríki .Sig- hvats Sturlusonar í Eyjafirði. Sem æðsti valdsmaður í því umdæmi ákveður hann að sök Þorgils, er hann ætlar .að taka af honum Eyjafjörð, að konungsboði, sé dauðarefs ingarverð og hann fram- kvæmir hana hiklaust. Þor- gils hafði með framferði sínu eyðilagt það traust, sem Þor- varður bar til hans. Og það er hreinasta vitleysa hjá J. J., þegar hann heldur því fram, að Þorgils hafi verið einhver velgerðarmaður Þor- varðar. Þeir áttu aðeins eitt mál sameiginlegt og það var að ryðja Eyjólfi Þorsteins- syni úr vegi. Þorgils til þess að geta fengið völd í Skaga- firði, en Þorvarður til hefnd- ar eftir Odd bróður sinn. Þetta getur hver sá sem vill sannfært sig um með því að lesa með gaumgæfni það, sem Sturlungusafnið segir um skipti þessara manna. J. J. hefir verið dómsmála- ráðherra á íslandi. Ég efast ekki um, ef landráð hefðu sannast á einhvern þá, að hann hefði krafist þess að sá yrði látinn sæta þyngstu refsingu fyrir þau, og segi ég þetta ekki honum til lasts. Það er sjálfsagt og réttmætt. Við verðum svo aðeins að gæta þess að framkvæmda- valdi og réttarfari var öðru- vísi háttað á þrettándu öld en tuttugustu öld. Hitt er svo víst, að Þorvarður var ekki vinsæll í Eyjafirði frekar en J. J. í Reykjavík á sínum tíma, og þess vegna mis- heppnaðist honum að fylkja Eyfirðingum með Austfirðing um til andspyrnu gegn valdi Hákonar gamla. En J. J. mis- heppnaðist líka að fylkja sósialistunum í Reykjavík með Framsóknarmönnum gegn ofbeldi og yfirgangi í- haldsins, svo að mþr þykir hann færast fullmikið í fang er hann vill bletta Þorvarð (Framhald á 7. síðu) Til Kristjáns Kristjánssonar Kristján Kristjánsson frá Kópaskeri, fyrrum bóndi á /íkingavatni kom hér til bæj arins flugleiðis að norðan í gær. Hann er nú 87 ára gam- ail en er enn glaður og reifur u vinahópi. Um 40 ára skeið bjó hann rausnarbúi á Vík- mgavatni en dvelur nú á Kópaskeri hjá syni sínum Birni alþ.m. Norður-Þingey- inga. Á hverju ári, þegar ísa leys ír af Víkingavatninu, tún og hólmar grænka og loftið óm- ar af fuglasöng, fer gamli maðurinn heim á fornar slóð ir og dvelur þá nokkra daga á Víkingavatni hjá frændum og vinum. Á næsta bæ við Víkingavatn er bændaöldung urinn Þórarinn Sveinsson, faðir Sveins málara. Hafa þeir Kristján verið vinir og nágrannar marga áratugi og er margs að minnast þegar íundum ber saman. Þegar þeir skyldu síðast fyrir nokkr , um dögum, stakk Þórarinn .ljóði í lófa fornvinar síns: Þó stundum stormur þjóti jog stíft hann blási á móti og hrönn á brjósti brjóti og braki í reiða og skeið íog' úfni giettin alda ' og æsist hafið kalda ú horfi skulum halda en hopa hvergi af leið. Vort lán er stuttur leikur og lífsins þráður veikur ^ en vinur vertu ei smeikur jog víktu ótta á bug I og lifðu ennþá lengi og leiktu á gleðistrengi og gakktu um gróið engi í glöðum æskuhug. Og kvíddu ei kólgu drögum , né köldum ellidögum |í fríðum heimahögum minn heillavinur kær. I Því Guð sem gefur árin og g'ræðir kuidasárin og þerrar tregasárin hann trygga fylgd þér ljær. Þórarinn Sveinsson. • • Orn - minkur Efíir Sig’HrJési Krisí- JáMSSOU Að undanförnu hefir nokk- uð verið ritað u mörlög arn- arins og þá ömurlegu stað- reynd, að svo virðist sem dagar hans séu innan skamms tíma að fullu taldir, einkum vegna þess, að hin lögboðna friðun sé í rauninni engin friðun. 1 En það er eitt í þessum blaðaskrifum, sem mér finnst undarlegt. Menn deíla um það, hvort örninn sé mein- laus fugl eða vargur í varp- löndum, hvort hann leggist á lömb eöa ekki og hvort hann hremmi börn eða ekki. Ég skal nú rétt til gamans geta urn dæmi, sem sýnir aö örninn getur, undir sérstök- um kringumstæðum, verið nytjafugl. Bóndi einn, sem I bjó að Hamraendum á Mýr- um snemma á 19. öld, hafði um eitt skeið drjúg hlunn- indi af össu. j Bærinn Hamraendar stend ur örstutt frá ósi Álftár aö vestanverðu. í landi jarðar- innar, ekki langt frá bæn- um að vestaverðu, er kletta- borg, sem heitir Slaga. Þar á klettastalli hafði örn orpið um langt skeið. Þarna var hægt til aðdrátta, í Álftá var gnægð af laxi og silung, sem örninn _ veiddi til matar sér, og ungum sínum. Bónda hug- kvæmdist nú ráð til að hafa gott af össú: Þegar hann sá, að hún var farin að færa veiðina heim í hreiðrið, kleif hann upp í það, mýldi ung- ann, svo að hann gæti ekki skemmt veiöina, sem honum var færð. Hins vegar gaf hann unganum nóg að éta, svo að hann leiö ekki við þetta. Veiöin, sem bóndi hirti var ekkert lítilræði, því aö hann hafði látið þau orð falla, að assa væri sér á við snemmbæra kú. — Þegar örn inn sá, að allt, sem hann flutti í hreiðriö hvarf jafn- óðum þá dróg hann enn meira að því en áður. Hvorki þetta dæmi né neitt annað, sem ritað hefir verið um lifnaðarhætti arnarins, kemur því við sem er aðal- kjarni málsins í dag: Örninn má ekki deyja út, ef annars er nokkur kostur. Það verður að bjarga honum frá glötun, hvað sem það kostar, og hvernig sem hann er. Það væri mikill sjónarsviptir, ef hann, þessi tignarlegi fugl, sjálfur koríungur íslenzkra fugla, hyrfi alveg, eins og geirfuglinn. En meðal annars — eru ekki fleiri fuglar í hættu en örninn einn, eins og nú er komið? Er ekki æðarfuglinn og lundinn í mikilli hættu? Eða þá rjúpan? Þaö er kunnugt, að mink- urinn er þegar búinn að valda miklu tjóni í fuglalífi hér á íslandi. Þó að margt undrunarefni hafi borist að vitund mihni um ævina, er þó eitt, sem ber hæst: að þing og stjórn skyldi leyfa innflutning á þessum kvikindum, og það án þess að tryggt sé á nokk- urn hátt að þeim sé ekki sleppt lausum. Ætli að næsta sporið verði ekki innflutn- ingur nokkurra jarfa, til þess að eyða þessum fáu hreindýrum, sem enn eru lífs á íslenzku öræfunum, auk þess sem þeir stútuðu nokkr- (Framhald á 7. síðu) Blöðin skýrðu frá því í gær, að leikflokkur úr Reykjavík ætli ao fara ferðalag um land- ið og sýna sjóríleik eftir Bern- hard Shaw o. fl. Þetta eru svo mikil tíðindi að mér finnst rétt að minnast dálítiö á þau. Það eru ekki svo margir menning- arleiðangrar, sem fara út um landið, aö ekki sé ástæða til að/ minnast þeirra. Ég veit ekki hvernig: þessi leikflokkur hagar sýningunum eða hversu merkilegt efni hann fer með. Hitt veit ég eins og aðrir, aö þarna er fólk, s'em árurn saman hefir stundað leik- iist erlendis, eins og Gunnar Eyjólfsson og' Hildur Kalman, og síðan farið með hin veiga- mestu ög erfioustu hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavikur. Fyrir Jóni Sigurbjörnssyni hefir ver- ið spáð sérstaklega vel og Lár- us Ingólfsson er gamalkunnur gamanleikari. Þau Þorgrímur Einarsson og Guðbjörg Þor- björnsdóttir eru líka bæði upp- rennandi leikarar, sem hafa far ið með hlutverk á sviði í Reykja vík. Út 'nm allt land er fólk, sem hefir yndi af að fást við leik- mennt og gerir það við hin erfiðustu skilyrði. Þetta fólk hefir eðlilega mikið yndi af því að sjá það sem vel er gert á leiksviði og getur eflaust margt lært af fremstu leikurum okk- ' ar. Það er því alveg víst, að áhugamenn um leikmennt 'munu taka þessu ferðalagi með fögnuði og reyna að hafa sem mest gagn og gleði af því. Leik- sýningar eru mjög vel séðar og vinsælar skemmtanir og hér virðist vera svo vel til alls vand- j að, að sýningar flokksins ættu 1 víða að geta orðið merkir við- burðir. I ! Ég hefi hlerað, að ef til vill munu fleiri hópar leikara fara eitthvað út um land í sýningar- ferðir í sumar. Gott er til þess að hyggja, og fer vel á því, að fólk hafi hér eitthvað til sam- anburðar. Jafnframt fer að mega vænta þess, að hægt verðí að fá menn með leikmenntun ! til þess að annast leikstjórn úti ! um land, enda hefir það farið mjög í vöxt á síðustu árum. Það bendir allt til þess, að leik- ' listin sé ekki sú listgrein, sem ! íslendingar hafa minnsta , hneigð til að stunda og minnst- ar gáfur til að fást við. Og ég spái því, að héðan i frá muni leikarar úr Reykjavík fara í flokkum víða um land á hverju sumri og hvarvetna verða vel tekið. En jafnhliða því mun leikmenntin þróast og glæoast um allt land. Starkaður gamli. ti , jj i : p I « :: i:: 1 :: ændur athugið! Getum útvegað yður hinar góðkunnu norsku Vatnstúrbínur frá SÖRUMSAND VERKSTED. Maður frá okkur er nú staddur norðanlands og mun hann annast vatnsmælingar og gera kostnaðar- áætlun fyrir þá er þess óska. Leitið upplýsinga hjá okkur kaup annarsstaðar. áður en þér festið Hákon Jóhannsson & Co h. f. Sími 6916. snn:::«:::«:::«: >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦. :::«:::::::::«::::::::«t:::««:«K:««: TILKYNNING frá Viðskiptanefnd Nefndin hefir tekið ákvarðanir um afgreiðslu þeirra gjaldeyris- og innflutningsleyfa, sem gert var ráð fyrir aö veita fyrstu átta mánuði þessa árs. Til 31. ágúst verða því engar umsóknir um gjaldeyr- is- og innflutningsleyfi teknar til afgreiðslu, nema um sé að ræða brýnustu nauðsynjar, aðallega tilheyrandi útflutningsframleiðslunni. Svör við eldri umsóknum, sem ákvarðanir hafa ver- ið teknar um, verða send næstu daga eða svo fljótt sem auöið er. 7. júlí 1949. Viðskiptanefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.