Tíminn - 09.07.1949, Page 8

Tíminn - 09.07.1949, Page 8
„ERLEIVT YFIRLIT« t DAG: ArófSurinn f/etjn RtmdtiríUjunum otg éttinn við kommúnista. 33. árg. Reykjavík „A FÖRMJI \EGI“ t DAG: ~lunnhörpur“(júmmístígvél? 143. blað höfnina í London Ifiinanríkisráðherraim segir kfflinsnáiiisía stjjórna hafnarverkfalinn. Innanríkisráðherra Breta tilkynnti í neðri málstofu brezka þingsins í gær, að neyðarástandi myndi Jýst yfir við' höínina í London, ef hafnarverkamenn hefðu ekki snúið aiíur íil vinnu sinnar á mánudagsmorgun, og hafði vinnu við ÖII skip, hverrar þjóðar sem þau væru. í dag voru 10.000 af 25.000 hafnarverkamönnum í London iðjulausir og 105 skip biðu afgreiðslu. Meira en 1000 hermenn og sjómenn unnu.við að skipa upp matvælum í dag. Upphafið ' f ræðu sinni, rakti innan- ríkisráðherrann nokkuð sögu hafnarverkfallsins, er hófst upphaflega vegna deilu, er var milli tveggja sjómanna- félaga í Kanada. Ráðherrann kvað engan í Bretlandi varða neitt um deilu þessa og sagði, að engar þær ráðstaf- anir, er gerðar væru í Bret- landi, gætu leyst hana. Kommúnistar. Hann sagði, að það væru kommúnistar er hefðu komið verkfalli þessu af stað, og stjórnuðu því. Með verkfall- inu teldu þeir sig geta bakað verzlun Breta tjón og tafið enureisnarstarfið, og komið í veg fyrir, að Marshallaðstoðin bæri tilætlaðan árangur, en endurreisn Vestur-Evrópu væri undir þeirri aðstoð kom in, einsog allir vissu. Ráðherr ann sagði að lokum, að verk- fall þetta varj/i algjörlega ó- löglegt og ætti ekkert skylt við venjulegar deilur verka- manna og vinnuveitenda. Vald stjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn, sem neyðarástandi hefir verið lýst yfir við höfnina í London, síð an hafnarverkfallið stóð yfir í júní í fyrra. Með því að lýsa yfir slíku ástandi, fær stjórn in vald til þess að láta her- menn skipa upp öllum þeim matvælum, sem nauðsynlegt er talið. 900 þús. flótta- menn í Palestínu í gær var eindregið skorað á allar hinar Sameinuðu þjóð ir, að leggja fram meira fé til hjálpar arabískum flótta- mönnum í Palestínu, en þeir eru nú nær 900,000 að tölu, eða allt að því helmingi fleiri en áætlað hafði verið í fyrst unni. — í áskoruninni sagði, að ýmsár þær þjóðir, er lofað hefðu, að láta fé af hendi rakna hefðu ekki staðið við þau loforð sín, sem skyldi. Lið Fram-V íkings sem keppir við Ajax A mánudagskvöld munu Fram-Víkingur keppa við hollenska knattspyrnuliðið Ajax. Lið Fram-Víkings hef- ir verið ákveðið og verða þess ir menn í því. Talið frá mark manni að vinstra útherja. Adam Jóhannsson (F), Karl Guðmundsson (F), Haukur Bjarnason (F) Sæmundur Gíslason (F) Helgi Eysteins- son (Vík) Kjartan Elíasson (Vik) Þórhallur Einarsson (F) Bjarni Guðnason (Vík) Ríkarð Jónsson (F) Gunnlaug ur Lárusson (Vík)) og Ingvar Pálsson (Vík). f ariiin lil London Hermálaráðherra Ástralíu, er sitja mun ráðstefnu fjár- málaráðherra brezku sam- veldislandanna í stað Chifley, lagði í gær af stað flugleiðis frá Sidney áleiðis til London. Cripps ræddi við Snyder í gær Sir Stafford Cripps, fjár- málaráðherra Bretlands, hóf viðrséður sínar við Snyder, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna í London snemma í gær og stóð fundur þeirra fram á kvöld. Abott, fjármálaráð- herra Kanada sat einnig fund inn. Talið er víst, að ráðherr arnir hafi rætt um dollara- skort Breta, en engin opin- ber tilkynning var gefin út um fundinn í gærkvöld. Ráð herrarnir munu hittast aftur í dag en ek'sí er vitað ná- kvæmlega, hvenær viðræðum þeirra muni ljúka. Snyder heldur aftur til meginlands Evrópu seinni hluta sunnu- dags. 6000 gera verk- fall í Sidney 6000 hafnarverkamenn í Sidney gerðu verkfall í gær, í mótmælaskyni við það, að formaður sambands ástralska járniðnaðarmanna hafði ver ið tekinn höndum og dæmd- ur í sex mánaða fangelsi. Leiðtogar sambands hafnar- verkamanna hafa gefið mönn unum fyrirskipanir um, að koma aftur til vinnu sinnar á mánudaginn. i Hér sést víkingahöfðingmn, Erik Kjergaard, á tali við Rasmussen utanríkisráðherra Dana, ilaginn sem víkingaskipinu var hleypt á sjó fram. Sjá skýringu og mynd á öðrum stað hér í blaðinu. Fjörutíu og ein stúlka útskrifast frá Varmalandi Skólanuni gcfnar 10 þús. kr. til minnlng- arsjóðs um Ragn- heiði frá Knarr- arnesi. Húsmæðraskólanum að Varmalandi í Borgarfirði var slitið þriðjudaginn 14. júní. Starfsár skólans eru 9 mánuð- ir, frá 15. september til 15. júní. 41 námsmær útskrifað- ist og er það mesti nemenda- fjöldi, sem hægt er að hafa í húsakynnum skóians. Vinnusamar námsmeyjar. Sýning á vinnu námsmeyja fór fram sunnudaginn 12. júní og sótti hana mikill fjöldi gesta víðsvegar að og þótti handavinnan með afbrigðum fjölbreytt cg mynadrleg. Stúlkurnar fluttu heim með Sér frá þessum tíma mikil verðmæti af fatnaði og fögr- um og nytsömum munum, til gagns og prýði á heimilum þeirra. Það virtist og ein- kennandi fyrir þennan ár- gang námsmeyja, hvað þær voru sérstaklega samvaldar um dugnað, háttprýði og myndarskap. Þrjár fastar kennslukonur, auk forstöðu- konu, hafa verið starfandi við skólann í vetur og ennfrem- ur 2 stundakennarar. Aliir þessir kennarar stunduðu starf sitt af mikili aðlú og prýði og ríkti undrun meðal sýningargesta yfir því, að einn kennari skyldi geta af- kastað því starfi, sem legið hlýtur að hafa í því, að segja nemendum til i allri hinni margvíslegu handavinnu og saumum, sem þarna v.ar til sýnis. Vegleg minningargjöf. Við skólauppsögn afhenti formaður skólanefndar, frú Geirlaug Jónsdóttir, skólan- um sjóð, að upphæð kr. 10 Mormóni af íslenzkum ætt- um í heimsókn hér Er fi’á íslemlingaby^gðiniii í Utah. Ungur mormóni, af íslenzkum ættum, hefir verið hér í heimsókn síðan í apríl í vor, er hann kom hingað eftir tveggja og hálfs ál-s dvöl í Danmörku. Hann heitir Raymond G. Anderson, frá Spanish Fork í Utah-fylki í Bandaríkjun- um, en þar settust fyrstu íslenzku vesturfararnir að. Mörg farartæki. — Ég er búinn a'ö ferðast heilmikið um ísiand, sagði Reymond, er fréttamaður Tímans hitti hanh snöggvast í gær. Og ég hefi ferðast hér með fleiri fartartækjum en ' nokkurn tíma ■ áður á ævi minni. Ég fór með flugvél til Reyðarfjarðar — til Borgar- fjarðar komst ég ekki nema á hestum postulana, varð að kafa snjó 10 km. leið — frá Seyðisfirði til Norðfjarðar fór ég með örlitlum fiskibát og Norðfirði fór ég svo með Herðubreið. i Ferðalag, sem sagði sex. Ég elti kindur uppum fjöll og firnindi fyrir austan og hjálpaði til við að rýja þær, mjólkaði kýr í Skagafirði og þeysti um Húnavatnssýsluna á fyrirtaks íslenzkum gæðing um. Og svo kom ég með rútu- bíl frá Skagafirði til Reykja- víkur — og það var nú ferða- lag sem sagði sex, því að bíll inn sá komst yfir allar tor- færur, hvort sem það voru stórir snjóskaflar eða stór- vötn. Mörg hundruð ættingjar. — Hitturðu ékki eitthvað af ættingjum á þessu flandri þínu? — Jú, ég er nú hræddur um það — mörg hundruð ætt ingja. Ég held bara að annar hver maður á íslandi sé skyld ur mér. Föðurafi minn, Bóas Arnibjörnsson, var frá Skriðu dal á Héraði, en föðuramma mín, Bjarnlaug Eyjólfsdóttir var Húnvetningur að ætt. Móðuramma mín var hinsveg þúsund, sem gefinn er til minningar um Ragnheiði sál. Helgadóttur frá Knarrarnesi á Mýrum. Gefendur sjóðsins eru fóstursynir frú Ragnheiðar, þeir Páll Helgason og Sigurð- ur Sveinsson og börn hennar, Bjarni Ásgeirsson, Helgi Ás- geirsson og Þórdís Ásgeirs- dóttir. Vöxtum þessa sjóðs skal verja til að verðlauna góðar námsmeyjar og styrkja þær til náms og fer fyrsta veiting úr sjóðnum fram á 100 ára af- mæli frú Ragnheiðar. Er það fagurt fordæmi og til eftirbreytni, er merkra kvenna látinna er minnst á þann hátt, að styrkja þær stofnanir, sem aðallega stefna að því að halda áfram þvi menningarstarfi, sem hinar látnu merkiskonur vörðu æv- inni til að framkvæma og senda vinir skólans gefendum beztu þakkir fyrir gjöfina. í sumar er barnaheimili- á vegum Rauða kross íslands starfrækt í húsakynnum skól- ans. ar frá Landeyjum en móður- afi minn, Eggert Kristjáns- son, var frá Steðja í Hörgár- dal. Þau fluttust öll til Spanish Fork um svipað leyti, eða kringum 1880. Áhugi á ættfræði. — Við mormónar erum með sama markinu brenndir og þið íslendingar, og við höf ,um mikinn áhuga á ætt- fræði. Ég hefi hitt hér marga menn, sem hafa verið mun fróðari um mína eigin ætt en ég er sjálfur. Og þú getur í- myndað þér, hvort ég hefi ekki haft mikla ánægju af því að hitta allt þetta skyld- fólk mitt hér. Á Akureyri hitti ég t. d. ættingja, sem ég vissi ekki að ég ætti og eins í Vestmannaeyjum. Margir Vestmanneyingar fluttust til Utah um og eftir aldamótin og það er því mikið af Vest- mannaeyingum í Spanish Fork í dag. Undarlegar spurningar. — Þykir þér ekki íslending ar fremur fáfróðir um mor- mónana? — Jú — og það er aðeins eðlilegt. Ég hefi verið spurð- ur ýmissa undarlega spurn- inga hér, einsog t. d. hvað ég eigi margar konur. En fárán- legri spurningar voru þó lagð ar fyrir mig í Danmörku. Þar var ég oft spurður að því í alvöru hvort mormónarnir hefðu ekki horn og hvort þeir pyntuðu ennþá til dauða alla þá, er ekki væru sömu skoð- unar í trúmálum. Mér finnst íslendingar yfirleitt mjög frjálsiyndir í trúmálum og hleypidómalausir. „Þar kynnist maður íslandi.“ — Ég hefi haft mikla á- nægju af því að koma hingað, sagði Reymond að lokum, og sjá þetta land forfeðra minna sem ég hafði heyrt svo mikið talað um. Þótt ég byggist hvorki við að sjá hér eski- móa né ísbirni og teldi mig vita allmikið um ísland áður en ég kom hingað, var ég samt sem áður hissa á því, hve allt er hér með miklum framfara- og menningarblæ. Einkum hafði ég gaman af að koma út í íslenzku sveitirnar. Þar kynnist maður íslandi. Atlantshafsráð Pearson, utanríkisráðherra Kanada, hefir lagt til að stofnað verið ráð Atlantshafs bandalagsríkjanna og i þvi eigi sæti utanrikisráðherra hvers þátttökuríkis. Telur Telur Pearson, að á þennan hátt verði það bezt tryggt, að ekki verði gengið fram hjá hinum smærri ríkjum, sem eru aðilar að sáttmálanum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.