Tíminn - 29.07.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1949, Blaðsíða 7
158. blað TÍMINN, föstudaginn 29. júlí 1949 Kennaranámskeið að Kennarasamband Austur- lands gekkst fyrir námskeiði að Eiðum dagana 10.—17. júlí. Námskeiðið sóttu all- margir barnakennarar af Austurlandi. Kennt var á námskeiðinu: íslenzka, skrift, vinnubókagerö og átthaga- fræði. Kennslu önnuðust: Friðrik Hjartar, skólastjóri, Guðm. i. Guðjónsson, kennari við Kennaraskóla íslands, Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Sigfús Jóelsson, námsstjóri. Auk þess íluttu þeir Guðm. í. Guðjónsson og Jónas B. Jónsson erindi um reiknings- kennslu, en Friðrik Hjartar um íslenzka tungu á tuttug- ustu öld. i í sambandi við leiðbeining- ar um vinnubókagerð not- aði Jónas B. Jónsson stálþráð og þótti það nýlunda og vel takast. I Að loknu námskeiðinu var haldinn aðalfundur Kennara sambands Austurlands. Formaður sambandsins Eið ur Albertsson, skólastjóri á Fáskrúðsfirði, setti fundinn og skýrði frá störfum samb. síðastliðið ár. Á fundinum flutti Þórar- inn Þórarinsson, skólastjóri, erindi um framhaldsnámið og samvinnu Eiðskóla við barna- og unglingaskóla á Austur- landi. Umræöur urðu miklar og fjörugar. Sigfús Jóelsson, námstj., flutti erindi um athuganir sínar og niðurstöður varðandi landsprófin og aukinn náms- árangur síðustu ára. — Eftir- taldar tillögur vorp samþykkt ar á fundinum: 1. „Aðalfundur Kennara- sambands Austurlands skorar á Ríkisútgáfu námsbóka að gefa út: 1. Forskriftarbækur, bygðar á skriftarkerfi Guðm. í. Guðjónssonar, kennara við Kennaraslcóla íslands. 2. Byrjendabók í reikningi. Jafnframt verði reiknings bækur barnaskólanna end- urskoðaðar í samræmi við þær tillögur, sem fram koma í greinargerð þeirra Guðm. í. Guðjónssonar og Jónasar B. Jónssonar í „Drög að náms- skrá“. 3. Atriðapróf í reikningi eftir Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúa. II. „Aðalfundur K.S.A. tel- ur ákvæði fræðslulaganna um verklegt nám unglinga stór- merkan þátt skólakerfisins, en vill vekja athygli á því, að verklegá námið muni því aðeins koma að tilætluðum notum, að loltapróf verknáms deilda veiti ákveðin réttindi, bæði til þeirra slcóla, sem nám veita í iðngreinum, svo og til starfa í ýmsum greinum atvinnulífsins. Jafnframt bendir fundur- inn á, að í verknámsdeildum verði gerðar sömu kröfur 'í móðurmáli og reikningi og 1 bóknámsdeildum“. Fundurinn beindi þeirri ósk til væntanlegrar stjórnar, að hún athugaði möguleika á því að hafa handavinnu- og vinnubókasýningu í sambandi við næsta aðalfund. í stjórn voru kosnir: Skúli Þorsteinsson, Haraldur Þór- arinsson og Sigfús Jóelsson. Vikan aö Eiðum var í alla staði hin ánægjulegasta. íþróttavöllurinn verður lokaður sunnudaginn 3. júlí og mánudaginn 1. á- gúst. Vallarstj. eru háfin. Ómissandi ferða- félagi er ánægjuleg bók. Varla getur skemmtilegri sögubók en bók Sumarútgáfunnar „Á VALDI ÖRLAGANNA." Fæst hjá Eymundsen. —MB—BBiB Sonur okkar Hrélfur Ásgeir lézt að sjúkrahúsi í New York 28. júlí s. 1. Inga Halldórsdóttir. Valdimar Þórðarson. MANNTALSÞING Hið árlega manntalsþing Reykjavíkur verður haldið í Tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5 (Mjólkur- félagshúsinu), laugardaginn 30. þ. m. kl. 12 á hádegi. Falla þá í gjalddaga skattar og önnur þinggjöld fyrir árið 1949. Tollstjóraskrifstofan í Reykjavík, 28. júlí 1949. TORFI HJARTARSON. ]\ý flotvarpa reyncl (Framhald af 1. siðu.) á flotvörpuveiðar við svo búið og telja þeir að þessi gerð veiðarfæra geti einmitt verið heppileg ef rétt er að farið og flotvarpan sé nógu sterk. Sterkari varpa fengin. Það varð því úr. að Har- aldur Böðvarsson fékk leyfi til að kaupa til landsins tvær flotvörpur frá Bretlandi af nýrri gerð, sem eru miklu sterkari en sú danska, enda eru þær gerðar úr nylon. Eru ; þessar vörpur væntanlegar til Akraness á næstunni og verða þá reyndar við síld- veiðar hérna í Faxaflóa. Verð ur fróðlegt að sjá, hvernig þessi veiðiaðferð gefst þá hér við land, í fyrsta sinn, sem hún er reynd með nothæf- um tækjum. Vesínr'ísIeMzkn gestlriBlr (Framhald af 1. síOu). ur fyrir heimskautsbaug á, Esju við Hraunhafnartanga, j fengu þeir að sjá miðnætur- 1 sólina, þótt sumri væri byrjað að halla. Evelyn, kona Vil- hjálms fagnanði því líka mjög að sjá Grímsey, því að hennar hefir hún getið í rit- um sínum. Eru hér í fjórða sinn. „Þetta er í fjórða sinn, sem við Guðmundur erum stadd- ir hér á landi,“ sagði Vil- hjálmur. „Við fæddumst hér, og síðan höfum við komið ^ hingað þrisvar“. Þetta er hins j vegar í fyrsta sinn, er Evelyn, 'kona Vilhjálms, kemur hing- 1 an, en kona Guðmundar hef- I ir komið hér áður með manni sínum. j Fer með mikið af ís- I.enzkum bókum. Vilhiálmur Stefánsson er mikill bókasafnari og á gott safn íslenzkra bóka. Hann hefir því notað tækifærið til að bæta við safn sitt, og hefir hann aflað sér margra ís- lenzkra bóka hér, er hann hefir nú heim með sér. „Það er meðfram vegna bókanna, sem við förum sjóleiöina heim,“ sagði Vilhjálmur. — „Það er ekki auðvelt að fljúga með mikið af bókuin. En auk þess finnst okkur sjóferðin hressandi. Annars held ég, að mér sé óhætt að segja það, aö í einnni grein standi ís- lendingar öllum þjóðum fram ar, og það er í bókaútgáfu og bóklestri.“ Framfarirnar í landbúnað- inum miklar „Okkur komu framfarirnar í landbúnaðinum mest á ó- vart“, sögðu þeir Vilhjálmur og Guðmundur. „Um flestar aðrar framfarir vissum við nokkuð og áttum þeirra von, en ekki því, hve jarðbæturn- ar eru orðnar miklar og véla- notkunin við bústörfin hefir færzt í vöxt. Skrifstofustúlka 1 ♦♦ ♦♦ H Oss vantar nú þegar skrifstofustúlku, er annazt get- :: ur vélritun, hraðritun á íslenzku og ensku. Einnig er H H bókhaldsþekking tilskilin. H ♦t Umsóknir, er tilgreini nám umsækjanda og fyrri störf. H . H sendist sem fyrst. H H s ♦♦ 0 H Samband ísl. samvinnufélaga | ♦♦ Skipadeild. H :: ♦♦ INokkrir verkamenn Gott er að fylgi meðmæli. geta fengið atvinnu. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Flugvallastjóra ríkisins, Keflavíkurflugvelli. Sveinasamband byggingamanna Trésmíðafélag Reykjavíkur: TILKYNNING til húseifiandu Þar eð ýmsir ófaglærðir menn hafa undanfarið aug- lýst hvað eftir annað, að þeir ynnu ýmsa iönaðarvinnu svo sem: Múrverk, málningu, trésmíðavinnu, viljum við benda húseigendum á, aö öðrum en réttindamönn- um er samkvæmt landslögum algjörlega óheimilt að ynna af hendi ofangreind verk. Við ofangreinda iðn- aðarvinnu, verða því réttindalausir menn tafarlaust stöðvaðir. Sveinasamband byggingamanna. Trésmíðafélag Reykjavíkur. 0 ♦ ❖ í ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»*« I H :: ♦♦ :: :: :: SkrifstofumaBar H H H :: Vanur skríístofumaður óskar eftir síarfi hjá Kaup- 1* ' H félagi úti á landi. Tiiboð sendist blaðinu fyrir 10. |: H K I tt ágúst merkt: BÓKARI 1949. H i:: :: ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ^♦♦♦♦^♦♦♦^♦♦♦^♦♦♦- d^œnch Kveðjui' til þjóðarinnar alirar. Að endingu báðu þessir góðu gestir blaðamenn að flytja beztu kveðjur sínar og þakkir til þjóðarinnar allr- ar auk Þjóðræknisfélagsins og ríkisstjórnarinnar. „Við munum aldrei gleyma þeim dögum, sem við höfum dvalið hér“. En því er óhætt að bæta við, að þjóðin öll þakkar komu þessara góðu gesta af heilum hug og óskar .þeim hamingju. ur: Gætið þess að hirða og verka vel allar húðir og skinn, er til falla á búum yðar og afhenda þær Kaup- félögunum til sölumeðferðar. Reynslan mun hér eftir sem hingað til færa yðuv sanninn um það, að með því móti fáið þér hagstæð- ast verð. £atnban(f Ui AanntiihMfelaqa Frestið ekki lengur, að gerast :vM#ndur IÍ^4ANS : V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.