Tíminn - 17.08.1949, Qupperneq 3

Tíminn - 17.08.1949, Qupperneq 3
172. blað TIMINX, miðvikudaginn 17. ágúst 1949 I Þ R O T T I R ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<JJ Í.R. drengir unnu drengi frá Akureyri í frjálsum íþróítum Skemmtileg og jöfn keppni var háð um helgina milli drengja úr íþróttafélagi Reykjavíkur og drengja frá Akur- eyri. Stigakeppni var og sigruðu í. R.-ingarnir með 55 stig- um gegn 52 stigum. Ingólfur Steinsson, fararstjóri í. R.- inganna skýrði blaðamanni frá Tímanum frá mótinu í gær. Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur og Örn Clausen kepptu einnig, en áður hefir verið getið um árangur þeirra. 100 m. lilaup: 1. Baldur Jónsson Ak. 11.4 2. Stefán Björnsson í. R. 11.4 3. Ól. Örn Arnarson í. R. 11.5 4. Jón Arnþórsson Ak. 11.8 400 m. hlaup: 1. Ól. Örn Arnarson í. R. 55.5 2. Stefán Björnsson í. R. 55-7 3. Jón Arnþórsson Ak. 58.5 4. Þorv. Óskarsson í. R. 58.5 1500 m. hlaup: 1. Óðinn Árnason Ak. 4:43.2 2. Einar Gunnl.s. Ak. 4:44.2 3- Kristinn Bergss. Ak. 4:47.6 4. Þorst. Friðrikss. í. R. 4:51.0 Kringlukast: 1. Ingvar Jóels í. R. 39.08 2. Alfreð Konráðss. Ak. 38.87 3. Hörður Jörundss. Ak. 37.88 4. Jóhann Guðm.s. í. R- 35.49 Hástökk: 1. Þórður Þorv.son í. R. 1.65 2. Baldur Jónsson Ak. 1.60 3. Valdimar Örnólfss. 1.40 4. Jón Steinbergss. 1.40 Spjóíkast: 1. Kristj. Kristjánss- Ak. 48.19 2. Tryggvi Georgs Ak. 46.82 3. Bkúli Jónsson í. R. 43.55 4. Gylfi Gunnarss. í. R. 42.60 Langstökk: 1. Gylíi Gunnarss. í. R. 6.20 2- Baldur Jónsson Ak. 6.14 3. Valdim. Örnólfss. í. R. 5.73 4. Hreiðar Jónsson Ak. 5.23 800 m. hlaup: i 1. Óðinn Árnason Ak. 2:10-6 (Akureyrarmet) ! 2. Einar Gunnl.s. Ak. 2:13.1 3. Þórður Þorv-s. í. R. 2:14.3 4. Hreiðar Jónsson Ak. 2:15.2 Kúluvarp: 1. Skúli Jónsson í. R. 14.13 2. Valdim. Örnólfs. í. R. 13.70 3. Guðm. Örn Ak. 13.65 4- Úlfar Skærings í. R. 12.89 4X100 m. boðhlaup: í. R. , 48.4 Ak. 50.1 Keppnin fór vel fram og viðtökur voru allar hinar beztu, sem K. A. stóð fyrir. Hvernig væri að fá leik við iandsliðið ? Eftir landsleikinn við Dani og einnig fyrir hann var nokkur óánægja með val landsliðsins og bentu margir á með rökum, að landsliðið hefði getað verið sterkara. En út í þá sálma skal ekki farið hér, en mjög almenn- ur áhugi virðist vera meðal knattspyrnuunnenda fyrir að sjá landsliðið keppa hér, og þá við úrvalslið úr Reykja- vikurfélögunum (B-lið). — Hvernig væri að þeir, sem skrifa um knattspyrnu í blöðip veldu í liðið? Slíkt „pressulið“ gæti orðið nokk- uð sterkt, og þó það ynni kannske ekki landsliðið gæti leikurinn orðið skemmtilegur og spennandi og svo peningar í aðra hönd fyrir _ knatt- spyrnumálefnin. Og þá er hér að lokum ein tillaga um liðið, talið frá markmanni að vinstri út- herja: Adam Jóhannsson, Steinn Steinsson, Guðbrand- ur Jakobsson, Gunnar Sigur- jónsson, Daníel Sigurðsson, Gunnlaugur Lárusson, Þór- hallur Einarsson, Ari Gísla- ' son, Bjarni Guðnason, Hall- | dór Halldórsson og Guð- mundur Samúelsson. Jón Jónasson óðalsbóndi Ytra-Lóni á Langanesi. 70 ára 18. des. 1948. Sumir yrkja orðagjálfur — anda þykjast tigna mikinn, — áttavilltir lista leita, að láni snauðir fram í dauða. Aðrir glaðir hagri hendi hugumdjarfir lengi starfa. Arðinn búa yrkja og lendur. Ótal verkin sýna merkin. Þú ert einn í þeirra flokki, þegi fremstur, deigur eigi. Meðan aðrir morgna í værðum mundar haka að vanans klaka. Sigurviss, í anda ungur, öld þó dyggðir felli um byggðir. Veitir sæmd með sókn og festu — siklings jafni — bónda nafni. Þinn var æsku þröngur kuflinn, þá voru og skór ei nógu stórir. Kynntist snemma klyfjagangi. Kotungs son á litlar vonir. Lúa erils löngu dægrin lífsins boðorð kenndu að skoða fyrsta og æðsta í erfðaskóla áa þinna: tiútt að vinna. Bkkert fékkst þú feðra óðal. Fjárins hlutur: léttur skutur. Hélzt þó ungur heiman rakkur, hafðir bezta veganesti: Kostagripi kynngi gædda er kunnu að verða að brynju og sverði: Sterkan vilja, hraustar hendur. Heimafengur. Góður drengur. Stefnu tókst þú og hefir haldið hiklaust síðan og aldrei kvikað. Sórst að hýsa ei leti og lygi n að leiðarenda og hélzt þann eiðinn. Milli æsku og elli lagðir ekki línu hlykkjótt þína. Heiður samtíð. Fyrir framtíð. Frjór er staríinn. Metið arfinn. Byggðir, ruddir, byltir moldu, breyttir mó í velli frjóva. Fyrir eitt í órækt stráin urðu tíu, grænu, nýju. Studdir öflin vori vigðu, vonagliti eigin svita. Veltir grjótsins grettistökum. Gott er sáðmanns starf á láði. Fyrir dæmi og samfylgd sveitin sjötíu ára þulur hári, þakkir flytur á þessum degi þér, sem pundið ei fólst í grundu. Sæmd og heiðri krýnda kempa! Kær er lýði, greppur fríði. Verkin tala. Tókst þú launin traustu geði, í búmanns gleði. Enn er ei skeið á enda runnið. Enn er dagur, bjartur, fagur. Brenna enn í brjósti þinu bjargarráðin starfs og dáða. Þú ert ennþá ungur maður Elli í glímu hélt ei velli. Áhuginn frá æskudögum yngir þrek og lúann hrekur. Frónskra bænda stolt og styrkur! Stóra barn, á þínum arni logi kvöldsins ljósar glæður, lengi veiti yl og teiti. Gróðurangan akra þinna andi þér hlýjan tuginn nýjan. Sittu nú heill á höfuðbóli héraðssjóli á friðarstóli. Jónas A. Helgason. / slencHngaþættiní Dánarminning: Hermann Guðmundsson, Veðramóti, Svarfaðardal Evrópumeistaramótið í hnefaleik fór nýlega fram í Osló. Myndin hér að ofan er frá mótinu. Victor Jþrgensen, Dan- mörku (til vinstri) vann Kenig, Júgóslavíu, á „knock out“ t þriðju lotu. Jprgensen koinst í undanúrslit í þungavigt. w U •« - '.0’ : S1UPAUTG6KÐ RIKISINS „Herðubreið" fer frá Reykjavík laugardag- inn 20. ágúst n. k. til Vest- fjarða. Tekið á móti flutningi á morgun. Pantaðir farseðlar öskast sóttir sama daga. Vorið 1945 mætti til prófs hjá mér 10 ára drengur, Her- mann Guðmundsson frá Veðramóti. Er ég leit þennan dreng í fyrsta sinn, sá ég fljótt að þarna var góður efniviður í heilsteyptan og sannan þjóðfélagsþegn. Hin prúðmannlega framkoma þessa hægláta bjarthærða drengs þennan fyrsta dag samveru okkar vakti í brjósti mér hugþekkar tilfinningar til hans og ósjálfrátt hlakk- aði ég til að fá að starfa með honum næsta skólaár, sem jafnframt var það fyrsta frá hans hlið. Veturinn eftir kom hann svo í skólann til mín og er þar skemmst frá að segja, að ég hafði hið mesta yndi af að vera leiðtogi hans. Með. okkur tókst einlæg og órjúfandi vinátta, sem stóð á traustum grunni. Hann reyndist mér prýðilegur nem andi og stundaði nám sitt í hvívetna eftir því, sem geta og þroski hans leyfði. Ég á í hugarheimum mínum ótal margar kærar og sólskins- hlýjar minningar um Her- mann heitinn. Hann var nem andi minn allt sitt barna- skólánám, og nú s.l- vor var því námi að verða iokið. j Margar ánægjulegar stund. ir átti ég með þessum nem- | anda mínum utan við svið ( skólalífsins, en hann var i bæði athugull og góður nem- | andi. Hugartún hans voru ( óvenju vel þroskuð, svo að, hann bar fullt skyn á ýmis þau atriði tilverunnar, sem | margir fulltíða menn gera sér i ekki ljós. Hann hafði mjög mikið yndi af því að rökræða { og íhuga mörg mikilsverð, mál, sem efst voru á dags- skrá á hverjum tíma. Rök- semdir hans voru markviss- ar og gagrýni hans hnitmið- uð, svo fátítt mun vera um jafnaldra hans. Þegar við sátum tveir einir saman og ræddum um ýmis þau efni, sem torskilin eru, þá fannst mér, sem að lífsreyndur þjóð félagsþegn sæti andspænis mér, en ekki nemandi í barnaskóla. — Fróðleiksþrá hans var svo sterk, að hann lét ekkert tækifæri hjá líða, til þess að fá þeirri þrá sval- að. Sjóndeildarhringur hans var svo víður, að hann gerði sig ekki ánægðan með það, sem í barnaskólabókunum var að fá, heldur skyggndist hann langt þar út fyrir og var því búinn að afla sér talsverðrar bekkingar þar fyrir utan. Ég hafði mjög mikla ánægju af því að leit- ast við að svala hinni miklu frcðleiksþrá hans og sé ekki eftir öllum þeim mörgu stund um, sem við áttum tveir einir. Oft rökræddum við lika ýms mál og lýstu þá spurningar hans og svör þá svo óvenjuleea skcroum skiln ingi, að fátítt er. Á einveru- stundum koma oft fram í huga mér minningar frá þess um rökræðum okkar — fagr- ar og ljóslifandi minningar um þennan gáfaða, glaðlega, en hægláta nemanda minn. Síðari hluta vetrarkis 1948 fór Hermann heitinn öðru hverju að kvarta um sárs- auka í fæti, en það vor kvöddumst við þó báðir í þeirri trú að við fengjum áð . starfa saman næsta skólaár. Sumarið 1948 ágerðust veik- indi hans og s-1. haust var hann fluttur á Landsspítal- ann í Reykjavík. Hermann heitinn sat því ekki í sæti sinu á skólabekknum, er ég setti skólann í nóvembermán uði s.l. Þá lá hann suður í Reykjavík. Og var þá búið að taka af honum annan fót- inn ofan við kné. Oft leitaði hugur minn til Hermanns og ég vonaði að hann myndi yfirstiga sjúkdóminn. Læk'n- ar hans höfðu sagt, aö ekki væri hægt að segja um það með vissu, fyrr en að ár væri liðið frá því fóturinn var tek inn, hvort að hann myndi yfirstíga veikindin, eða ekki því að vel gæti svo farfðf að sjúkdómurinn tæki sig " úþþ að nýju, ef sýkillinn væri kominn út í blóðið. í febyþar s.l. kom Hermann heihl"í' Veðramót til foreldra sinna og allir þráðu og vonuðu hið bezta. í sannleika sagt, ,þá bæði kveið ég fyrir því og hlakkaði til að sjá vin minn aftur. í skólann til mín kom hann svo, í marz s.l. Þegar ég heilsaði hónum þá, þá tók ég í hendina á sannri hetju. Hann tók í hend ina á mér hýr og glaður óg brosti til mín einlægu brosi. — Já það var sönn hetja, sem heilsaði mér. Hvílíkir endurfundir. Þarna stóð hann fyrir fram- an mig á lélegum gerfifæti með tvo stafi sér til stuðn- ings. En þótt líkaminn væri bækláður þá var sálarþrek hans óskert. Hann var hress og glaður þessa 27 daga, sem hann var í skólanum. Hann hafði yndi af rökræðum enn- þá, en sjaldan eða aldrei minntist hann á það, sem mér og öðrum varð tíöum hugsað um, en það var fram- tið hans. í páskafriinu veikt- ist Hermann svo að nýju, og var þá fluttur á Sjúkrahús Sauðárkróks og andaðist þar 28. apríl eftir stutta legu tæplega 14 ára að aldri. Okkur mönnunum veitist oft erfitt að skilja höfund til- verunnar. Þessi góði glaðværi drengur var yndi foreldra sinna, og hann var þeim ein- lægur og elskulegur sonur. Að fráfalli hans er því mikill sjónarsviptir og harmþrungin hjörtu þeirra leita huggunar í rpinningunni um ástríkan son. Hvi var höfundur lifsins að leggja þessa þungu raun á þennan lífsglaða dreng? Þeirri spurningu get ég ekki svarað? Mínum skilningi :er það ofvaxið" að skilja þá ráð- gátu lífsins, þegar efnilegir unglingar, eins og Hermánn heitinn, verða að heyja harða baráttu við dauðann. Og falla að lokum fyrir sverði hans. Hermann heitinn" Váf unglingur, sem þráði að ’nj Ötá lífsins — og sá í hillítígxári glæstar framtíðarborgir,- ög fögur æskuhugsj ónalönd: - For eldrarnir áttu einnig margar og fagrar vonir tengdar 'við (Framhgld á 6. síðuj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.