Tíminn - 17.08.1949, Side 5

Tíminn - 17.08.1949, Side 5
172. blað TÍMINN, miðvikudaginn 17. ágúst 1949 5 Miðvihud. 17. tígúst Orsök stjórnarslit- anna Að vonum keppast nú Morgunblaðið og Alþýðublað ið við að finna þær afsakanir; fyrir stjórnarslitunum, senv þau telja að henti flokkum' sínum bezt. Ein venjulegasta 1 skýring þeirra er sú, að vond- ! ur maður, Hermann Jónas-! son, fari með formennsku í Framsóknarflokknum og hafi sem slíkur komið því til leið- ar, að samstarfið rofnaði. í tilefni af þessum skrif- um og blekkingum stjórnar- blaðanna þykir rétt að rifja upp hinar raunverulegu or- sakir stjórnarslitanna einu sinni enn. Þegar stjórnin settist á laggirnar var það helzta. stefnuatriði hennar að vinna að stöðvun og lækkun dýr- tíðar. Vegna þessarar stefnu- yfirlýsingar hennar, veitti Framsóknarflokkurinn henni stuðning sinn. Framan af starfstíma stjórnarinnar fengust nokk- urar efndir á þessu loforði hennar. Aðallega beindust þessar ráðstafanir þó að því að halda kaupgjaldi í skefj- um (vísitöluskerðingin) og þá jafnhliða afurðaverðinu, sem er nú bundið við kaup- gjaldið. Hins vegar var strax mikil tregða á þvi, að fá fram nokkrar dýrtíðarráðstafanir, er skertu hag eða gróða- aðstöðu braskaranna. Sjálf- stæðisflokkurinn neitaði öll- um slíkum ráðstöfunum og Alþýðuflokkurinn stóð þar við hlið hans. Á síðastl. hausti var svo komið, að augljóst var, að slík framkvæmd á umræddu loforði stjórnarsáttmálans yrði ekki fær lengur. Laun- þegar myndu ekki una kaup- lækkun (vísitöluskerðing- unni), nema komið yrði í veg fyrir óeðlilega gróðaaðstöðu braskaranna og hagur al- mennings bættur á þann hátt. Einkum var þetta Ijóst eftir Alþýðusambandsþingið, er haldið var um miðjan nóvember. Það setti fram ein dregna kröfu um endurbæt- ur í verzlunar- og húsnæðis- málunum, þvi að ella yrðu verkalýðsfélögin að knýja fram kauphækkun sem nauð vörn. Framsóknarflokkurinn vildi að fallist yrði á þessar kröf- ur verkalýðssamtakanna. — Hann flutti-á þinginu í vet- ur mörg frumvörp, sem gengu öll í þessa sömu átt og kröfur verkalýðssamtakanna. M. a. flutti hann frumv. um skipan verzlunarmálanna, en Alþýðusambandsþingið hafði lýst fylgi sínu við það- Öll- um þessum tillögum Fram- sóknarflokksins var hafnað af samstarfsflokkum hans. Á sama hátt höfnuðu þeir öllum tillögum Alþýðusam- bandsstjórnarinnar um lag- færingar í verzlunar- og húsnæðismálunum. Þar með voru verkalýðsíélögin neydd út í kauphækkunarbarátt- una. Meirihluti rikisstjórnarinn ar hafði þannig sýnt, að hann mat meira, að þjóna hags- munum braskaranna, sem . ERLENT YFIRLIT: Harnar milii Rössa og Títós Rússneska sí jéniin Iiefir nú lýst yfir |iví, að htin líti á sí júrn Júj»óslavíu sem f jantl- maiin siiin Margt b'endir nú til þess, að í náinni framtið muni draga til stærri tíðinda í deilum Júgó- slava og Rússa. Deilan er nú komin á það stig, að Rússum virðist nauðsynlegt að láta til skarar skriða, ef þeir eiga ekki að verða fyrii- verulegum álits- hnekki. Það bendir líka til þess, að Rússar ætli senn að láta til skarar skríðá, að rússneska stjórnin lét birta þá tilkynn- ingu fyrir helgina, að hún liti á júgóslavnesku stjórnina sem fjandmann Rússa. Þannig hefir aldrei verið til orða tekið áður um Títóstjórnina í tilkynning- um Rússa. Þær hafa jafnan haft þann þlæ, að dyrunum væri haldið opnum til samkomu lags. Með þessari seinustu til- kynningu virðist þeim dyrum hafa verið iokið til fulls. Ráðast Rússar inn í Júgóslavíu? Allmiklar getgátur eru nú um það, að Rússar muni beita her- afla sínum til að vinna bug á Tító. í því sambandi er m. a. vit að til þess, að Rússar hafi ó- venjulega mikinn herafla á þeim stöðum, sem næstir eru Júgóslavíu. Líklegast þykir, ef Rússar gripu til þessa ráðs, að þeir létu það bera að þeim hætti, að uppreisnartilraun væri hafin í hinum makedón- íska hluta Júgóslavíu með það fyrir augum að mynda sjálf- stætt makedonískt lýðveldi. Slík uppreisnartilraun myndi þá bæði verða styrkt af Albön- um og Búigörum með aðstoð Rússa, sem skærust svo beint í leikinn, er það þætti henta. Víst er það, að Tító óttast þennan gang málanna og hefir hann því falið beztu og traust- ustu hersveitum sínum að ann- ast gæzluna í hinum makedón- ísku héruðum. Tító vill a. m. k. ógjarnan fá þar upp svipaða skæruliðahreyfigu og Grikkir hafa átt við að stríða hinu- megin við landamærin. Að dómi ýmsra kunnugra manna þykir það ekki trúlegt, að Rússar grípi til framan- nefnds ráðs fyrr en í allra sein- ustu lög. Ómögulegt er að segja, hvað af því gæti hlotizt, ef þeir beittu Júgóslava vopnavaldi. Vel gæti svo farið, að vestur- veldin skærust í leikinn, en hjá slíkri styrjöld munu Rússar vilja komast, eins og sakir standa. Það sýnir undanláts- semi þeirra í Berlínardeilunni, þegar þeir sáu fram á, að vest- urveldunum var það full alvara að láta ekki hlut sinn. AukiS viðskipta- og taugastríð. Samkvæmt þessu virðist það sennilegast, að enn um sinn láti Rússar sér þaö nægja að herða viðskipta- og taugastríðið við Tító. T. d. er líklegt, að þeir slíti að mestu eða öllu stjórn- málasambandinu við Júgóslav- íu. Jafnframt verði öllum við- skiptum milii Júgóslavíu ann- ars vegar og Sovétríkjanna og leppríkja þeirra hins vegar slit- ið til fulls. 1 annan stað verði reynt að efla áróðurinn gegn Tító meðal Júgóslava og undir- búa uppreisnartilraunina í Makedóníu sem bezt, svo að hægt verði að hleypa henni af stokkunum, er rétt tækifæri þykir bjóðast til þess. Af þeirri reynslu, sem er fengin af deilum Júgóslava og Rússa, þykir ólíklegt, að aukið viðskipta- og taugastríð af hálfu Rússa beri árangur. Rúss- ar héldu í fyrstu, að það nægði þeim til að steypa Titó, að láta Kominform ráðast á hann. Það hafði hins vegar öfug áhrif, því að þær ádeilur styrktu hann aðeins í sessi. Síðast hertu þeir árásirnar og gerðu það „bæði í nafni eigin ríkisstjórnar og rík- isstjórna lepplandanna Það hafði líka öfug áhrif. Þá var gripið til viðskiptaþvingana, og leppríkin látin smásaman hætta viðskiptum við Júgóslavíu. Það hefir heldur ekki borið tilætlað- an árangur. Tito virðist hafa meira traust þjóðar sinnar en nokkuru sinni fyrr. Hins vegar hafa Rússar með þessu neytt hann til að taka upp aukin skipti við vesturveldin í vaxandi mæli. Hætt er við, að aukið við- skipta- og taugastríð af hálfu Rússa leiði enn til samskonar árangurs, Tító aðeins styrkist í sessi og samvinna hans aukist við vestrænu þjóðirnar. Rússar verða þá að velja á milli þess að beita vopnavaldi eða að játa ósigur sinn. TITO. Ósigrar grísku uppreisnar- hreyfingarinnar. Það rekur á eftir Rússum að fá úrslit í deilunni við Tító, að uppreisnarhreyfingin í Grikk- landi virðist nú i þann veginn að syngja sitt síðasta vers. Að- staða hennar hefir stórum versnað við það, að Júgóslavar veita henni ekki neina hjálp lengur. í „hreinsuninni“, þeg ar Markos var steypt úr stóli, missti hún jafnframt færustu herforingja sina. Síðan hefir hún verið mjög í molum og stjórnarhernum virðist verða vel ágengt í því að uppræta seinustu leifar hennar. Það er mikill ósigur fyrir Rússa, sem þeir geta kennt Tító um, ef gríska uppreisnarhreyfingin bíður fullnaðarósigur, eins og flest bendir nú til. Þá bendir og flest til þess, að Títódeilan valdi Rússum mikl- um erfiðleikum í leppríkjunum. Hún veitir hinum sjálfstæðari mönnum þar þá trú, að þessi ríki geti alveg eins brotizt undan ofurvaldi Rússa og Jú- góslavía. Mótspyrnuhreyfingin í þessum löndum er því líkleg til að styrkjast meðan Titó er ekki sigraður, eins og lika „hreinsanirnar“ innan kom- (Framhald á 6. síSu) þessar ráðstafanir höfðu bitnað á, en að fallast á heil- brigðar kröfur verkalýðssam takanna og afstýra þannig hættulegustu öfugþróun í fjármála- og atvinnulífi þjóð arinnar. Meirihluti ríkis- stjórnarinnar kaus heldur að gerast verndari svarta mark- aðsins, vöruokursins og hús- næðisokursins, en að upp- ræta þessar meinsemdir og skapa þannig bætt kjör alls almennings í landinu. Með þessu háttalagi stjórn armeirihlutans var yfirlýst stefna stjórnarinnar svikin eins fullkomlega og hægt var. Vegna hins ískyggilega útlits framundan kaus Framsókn- arflokkurinn þó að gera enn lokatilraun til samkomulags á þessu sumri. Hún mis- heppnaðist. Stjórnarmeiri- hlutinn stóð enn vörð um hagsmuni braskaranna og vildi ekki láta skerða þá fyrir neina muni. Þetta eru hinar raunveru- legu orsakir stjórnarslitanna og kosninganna. Kosningarn ar snúast um það, hvort á- fram eigi að vernda hags- muni braskaranna — svarta- markaðinn, verzlunarokrið og húsnæðisokrið —og leysa vandamálin á kostnað al- mennings eingöngu, eða hvort gróðamöguleikum brask aranna verði fórnað og þeir látnir borga sinn fulla skerf til viðreisnarinnar. Þeir, sem sætta sig við það fyrra, kjósa annað hvort Sjálfstæö isflokkinn eða Alþýðuflokk- inn. Hinir fylkja sér um Framsóknarflokkinn og gera hann svo öflugan, að honum verði unnt að knýja það fram, að braskararnir verði ekki undanþegnir dýrtíðar- ráðstöfunum, heldur verði látnir gjalda sinn fulla skerf til endurreisnarinnar. Raddir nábúanna Þjóðviljinn birti á sunnu- daginn nokkur kjarnyrt hóls- yrði Alþ.bl. um Stefán Jó- hann, en segir síðan aö til séu menn, er ekki vilji viður- kenna mikilleik hans: „Þessir menn eru sam- herjar hans meðal ráða- manna Alþýðuflokksins. Sú einstaldega ruddalega með- ferð, sem þetta mikilmenni fslands var Iátið sæta við síðustu kosningar, þegar hann var flæmdur úr kjör- dæmi sínu, úr tengslum við aðdáendur sína, og látinn fljóta á þing á hókstaf kosn- ingalaganna einum saman, lifir enn sem viðkvæmur blettur í hugskoti allra fs- lendinga. Slík hneysa má ekki endurtaka sig. Mikil- menni fslands hlýtur að verða í kjöri í Reykjavík við næstu kosDÍgar og bjóða þar fram mikilleik sinn og þá stefnu, sem ríkisstjórn hans hefir fyrir land og þjóð. Enda verður ekki séð að Al- þýðuflokkurinn eigi glæsi- legri kost en að bjóða stærsta og þýðingarmesta kjördæmi landsins upp á hið „geysilega vinsæla“, „einstaka mikil- menni“, „gæfu Alþýðuflokks- ins“. Vafalaust má telja, að Al- þýðuflokkurinn verði við þessari áskorun, ef hann hefir slíka aðdáun á Stefáni ! og Alþýðublaðið vill vera I láta. Herbragð, sem aldr- ei ber árangiir Forystumenn Alþýðuflokks ins og Sjálfstæðisflokksins virðast hafa framkvæmt fyrstu hernaðaráætlun sína gegn Framsóknarmönnum í kosningabaráttunni, sem nú fer í hönd. Framkvæmd þessi er sem hér segir: Báðir flokk- arnir neita að beiðast lausn- ar fyrir ráðuneytið um Ieið og þing er rofið- Alþýðuflokkur- inn biður ráðherra Fram- soknarflokksins að vera í rík isstjórninni þangað til kosn- ingum er lokið. Síðan er Morgunblaðið, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins látið ráð ast á Framsóknarmenn fyrir að hafa orðið við óskinni. Þó var Mbl. rétt áður búið að skamma Framsóknarráð- herrana fyrir að ætla að „hlaupast á brott“ úr stjórn- inni, á meðan allt væri í óvissu um afkomu sildveið- anna og ráða þyrfti fram úr ýmsum vandamálum til að koma í veg fyrir stöðvun veiðanna. Margir munu svo mæla, að þetta sé ekki stórmannleg hernaðaraðferð, og er það ekki ofmælt. Framsóknarflokkurinn lagði til, að stjórnin öll bæðist lausnar um leið og samstarf- inu væri slitið og þing rofið. Þetta þýddi, að forsetinn hefði beðið alla ráðherrana að starfa áfram til kosn- inga, og er venja að verða við slíkri beiðni. Þetta var það sem venjulega er kölluð, á erlendu máli, „fungerandi“ stjórn, og er það fyrirbrigði alþekkt hér á landi og ann- ars staðar. Stjórnfræðingar gera mun á „fungerandi“ stjórn og bráðabirgðastjórn eins og þeirri, sem nú situr fram til kosninga, en almenningur ekki hafa orðið var við þann mun hingað til, enda er hann enginn í framkvæmd, ekki einu sinni þó, að hið „þjóðrækna“ blað Þjóðvilj- inn reyni að útskýra hann á ensku. Fyrir Framsóknarmenn var Iítil ástæða til að gera mun á þessu tvennu, og mátti vel Iáta það eftir forsætisráð- herra, að hafa þá tilhögun, er honum var geðfeldari. Hitt hefði svo verið viðkunn- anlegra, að bandamenn for- sætisráðherrans hefðu ekki notað það til áreitni við Framsóknarflokkinn, að sú tilhögun var samþykkt. Framsóknarflokkurinn hef ir lýst yfir því, að stjórnar- samstarfi því, er verið hefir, sé slitið. Af því leiðir, að bráðabirgðastjórn sú, er nú situr, mun ekki hafa með höndum neinn sameiginlegan undirbúning mála til að leggja fyrir næsta Alþingi eða yfirleitt framkvæma sam eiginlega neinar meiriháttar ráðstafanir til frambúðar. Hins vegar munu ráðherrarn ir í bráðabirgðastjórninni, ráðherrar Framsóknarflokks ins eins og aðrir, sinna dag- legri afgreiðslu aðkallandi mála — og væntanlega í þeirri von, að glappaskot í stjórnarráðinu á þessum tíma verði þá færri en ella. Nákvæmlega hið sama hefðu þeir gert í „fungerandi“ stjórn, hvað sem tunglspek- ingar Mbl. (og Þjóðviljans) segja um það mál. Þetta skilja allir, sem eitt- hvað hafa fylgst með stjórn- (Frumhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.